Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1965, Side 12
Hafnarstræti fyrir aldamót. Eftir málver ki Jóns Hclgasonar biskups ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 4 þjóðlífið tekið rétta stefnu til mennt- unar og framfara.----- Að lokum segir hann svo að Reykja- vík sé höfuðborg: „Það var forsjónin sem réði því, að Reykjavík varð höfuðborg. Og nú um miðbik 19. aldar setla ég hana í öllu tilliti samsvara þjóðlífi voru. Hún er að brjótast um og reisa sig á fætur, eins og þjóðin öll er í einhverjum umbrot- um til að hefja sig til dáða og dugnað- ar.“ • Reykjavík var langt frá því að vera orðin höfuðborg um miðja fyrri öld, hvort sem litið er á mannfjölda, at- hafnalíf eða bæarbrag. Er þar ýmislegt við að styðjast, þótt fátt sé nefnt. Friðrik VI dó 3. des. 1839, en and- látsfregn hans barst ekki hingað fyrr en 25. apríl 1840, eða naer 5 mánuðum seinna. Var þá haldin vegleg minning- arhátíð í dómkirkjunni og önnur í Bessastaðaskóla. En í júní þá um sum- arið kom fréttin um endurreisn Alþing- is. „Verður ekki á neinu séð, að þau gleðitíðindi hafi vakið neina sérstaka hrifningu hjá Reykvíkingum, en Reykjavík var líka í þá daga hálf- danskur bær,“ segir dr. Jón biskup Helgason. Árið 1848 gaf Stefán bæarfógeti Gunnlaugsson út auglýsingu og lét festa upp á almannafæri: „íslenzk tunga á bezt við í íslenzkum kaupstað, hvað all- ir athugi!“ Hann skildi, að það var höf- uðskilyrði fyrir bæarmenningu, að Reykvíkingar virtu móðurmál sitt. En það var eins og danska kaupmanna- valdið sporðreistist við þetta. Það sendi kæru til stiftamtmanns. En Stefán svar- aði kærunni m.a. svo: Hér í Reykjavík er talaður hryllilegur hrærigrautur is- lenzku og dönsku og kveður svo ramt að þessu, að þegar bændur koma í kaupstaðinn, þá skilja þeir tæplega sína eigin landa, sem hér eru búsettir. Þetta stafar af því að tómthúsmenn og ís- lenzkar búðarlokur hafa haldið að það væri einhver mannasiður að apa eftir dönsku, og afbaka þannig á hinn furðu- legasta hátt bæði tungumálin, svo að til smánar og athlægis er. — Útaf þess- an auglýsingu mun Stefán hafa verið flæmdur frá embætti. Reykjavík var þá ekki sá staður, að hún gæti á nokkurn hátt kallazt ís- lenzk höfuðborg. O á er að minnast á tímabilið 1850- 75. Enn miðar þá fram, þótt hægt fari. Merkasti viðburðurinn þá er verzlunar- frelsið, sem gekk í gildi 1. maí 1855. Þá voru fastakaupmenn í Reykjavík alls 14, og aðeins 5 af þeim taldir útlendir, en í rauninni áttu stórkaupmenn í Kaupmannahöfn flestar verzlanirnar. Þennan dag voru þó fánar dregnir að stöng á öllum verzlunum, en annars staðar ekki, því að engir áttu fána- stengur aðrir en kaupmenp. Hvort gleð- in hefir verið jafn mikil útaf þessum atburði eins og fánarnir bentu til, skal þó ósagt látið. Að minnsta kosti er dálítið undarlegur hljómur í því svari, sem Paijkull fékk hjá kaupmönnunum (dönsku) 1865, er hann hafði orð á því að verzlun mundi vera gróðafyrirtæki hér. Þeir svöruðu á þá leið, að verzlun hefði borgað sig vel áður, en nú væri hún svipur hjá sjón. — Verzlunarfrelsið hefir orðið einn af máttarstólpum Reykjavíkur. Þegar það gekk í gildi var efnahagur Reykvíkinga þannig, að þeir áttu 44 kýr, 85 kindur og 212 hesta. Út- vegur þeirra var 3 skip (8-12-róin), 21 fjögurra og sex manna för og 87 tveggja manna för. Ellefu árum seinna (1866) hófst þilskipaútgerð, en hún varð und- irstaðan að efnalegri viðreisn bæarbúa. Um það, er sérstaklega var innan verkahrings bæarstjórnar, má nefna þetta: 1855 var fyrsta sjómerki sett hjá Akurey og til þess að standast kostnað af því var leyft að leggja á hafnar- gjöld, en árið eftir var svo stofnuð hafnarnefnd. 1862 var komið á fót barna skóla. 1866 var sett steinbrú á lækinn og þótti ekki minna mannvirki þá en stærstu brýr nú. — 1872 kom ný tilskip- an um bæarstjórn í Reykjavik og mark- aði tímamót í sögu hennar, því að nú var bæarstjórn fengið meira frelsi og meiri völd í sínum málum heldur en áður hafði verið. Jafnframt þessu var svo skipuð niðurjöfnunarnefnd. Nú fer fyrst að bóla á íþróttum. 1857 hófst fimleikakennsla í Lærða skólan- um, 1867 var stofnað skotfélag og 1873 var stofnað glímufélag, fyrirrennari Glímufélagsins Ármanns, sem stofnað var 1889. Fram að þessum tíma hafði enginn félagsskapur þróazt hér nema klúbb- amir. Nú fer að verða breyting á. 1867 er Iðnaðarmannafélag stofnað, 1869 Lestiarfélag Reykjavíkur, 1871 Stúd- entafélag og 1875 Thorvaldsensfélagið. Til aukinnar menningar verður að telja þetta: 1855 var prentfrelsi lögleitt. 1863 var Þjóðminjasafnið (Forngripa- safnið) stofnað. 1866 var reist bókhlaða menntaskóians (Kelsalls-gjöf). 1871 hófst alþýðufræðsla. 1872 kom fyrst póst hús og árið eftir fyrstu íslenzku frí- merkin. 1874 hefst kvennaskólinn. Þá má geta þess að 1855 kom fyrsta gufuskip til Reykjavíkur, en 1860 var samið um fastar póstferðir með gufu- skipum frá útlöndum. 1858 voru skipað- ir málfærslumenn við yfirdóminn, 1868 var sparisjóður Reykjavíkur stofnaður og.J872 styrktar- og sjúkrasjóður verzl- unarmanna. TT il eru lýsingar erlendra ferða- manna á Reykajvík frá þessu tímabili og vegna þess að „glöggt er gestsaugað" má taka hér nokkuð úr þeim. Charles S. Forbes, sem kom hingað 1859, segir að Reykjavík sé í skopi nefnd nýtízku höfuðborg, en ekki virð- ist hann hafa orðið var við það. Eftir nokkra mæðu segist hann hafa náð í gamlan og slorugan fiskibát til að kom- ast til lands. í bátnum var einn maður og hann var eins og báturinn. Karlinn lenti við fremsta enda bryggju, þótt að- fall væri, og þegar hann hafði komið Forbes og dóti hans upp á bryggjuna, reri hann hið snarasta á brott, án þess að minnast á borgun. Forbes segir að allir efnuðustu menn í bænum séu danskir, en hér sé nokkrir íslenzkir menntamenn, eða hafi fengið á sig evrópskan menningarbrag. Honum þótti skólinn ljót bygging og kirkjan illa hirt. Hann segir að samkvæmislífið sé danskt, alveg eins og í Kaupmannahöfn; hann var á einum dansleik og yfirleitt var þar ekki talað annað en danska. Andrew Symington var hér um sama leyti, en hann gerði sér far um að kynn- ast íslenzkum mönnum og lætur vel af þeim. Hann fékk að koma á fund í Al- þingi. Segir hann að þingmenn hafi flest ir verið hraustlegir og gáfulegir, þótt bændur væri, klæddir í vaðmálsföt með leðurskó á fótum. Sumir þeirra hafi ver- ið flugmælskir og rökfastir. En honum ieizt ekki á áhrif Frakka hér. Á höfn- inni voru tvö frönsk herskip og í íbúð- arhúsum sá hann mesta fjölda franskra mynda. Hann grunaði að Frakkar væru að seilast hér til yalda, og vel gæti svo farið, ef Danir lentu í einhverri klípu, að þeir launuðu Frökkum liðveizlu með því að gefa þeim ísland, án þess að spyrja íslendinga hvort þeim likaði bet- ur eða verr. — Hann segir líka, að Mið- bærinn í Reykjavík líkist meir dönsk- um bæ en íslenzkum. C. V. Paijkull prófessor var hér 1865. Hann segir að bað sé mesti misskiln- ingur meðal ókunnugra að Reykjavík sé eitthvert óþrifabæli. Hún samsvari alveg fyrirmynd sihni, Kaupmannahöfn. Hér sé margir vel menntaðir gáfumenn. Hús- in sé að vísu yfirleitt lág, ein hæð og ris, máluð þeim megin er að götu snýr, en annars tjörguð. Staðurinn sé ekki stór, þar sé tvær götur meðfram sjón- um og þrjár þvergötur, en til beggja handa torfbæir. Þar eigi nú heima um 2000 manns, Danir og íslendingar. Flest- ir kaupmenn sé danskir. Og svo er að lokum umsögn Klemens Jónssonar um Reykjavík við lok þessa tímabils: Þá var sannui’ kotungsbragur á bænum, eins og uppdráttur Sveins Sveinssonar 1876 sýnir. Þá voru húsa- kynni almennings mjög bágborin. Á þessu má sjá, að Reykjavík hafði ekki neinn svip höfuðborgar 1875, þrátt fyrir allt sem gerzt hafði á liðnum ald- arfjórðungi. O A • rið 1874 var haldin þjóðhát:ð til minningar um 1000 ára byggð fs- lands, og jafnframt fengu íslendingar þá stjórnarskrá. Þessi tímamót höfðu mikil áhrif á hugi manna og mörgum fannst sem heldur birti yfir þjóðlífinu. Mundi svo pg hafa farið ef ekki hefði þá farið saman mörg harðindaár í röð. Helztu áhrif þessara tímamóta virðast hafa crðið þau i Reykjavík að auka fé- la-fdhyggju manna og skilning á því, að samtök eru mikils virði. Hér var fátt um félög áður, eins og fyr var á drepið, en á þessum aldarfjórðungi þjóta þau upp hvert af öðru og eru mörg starf- andi enn í dag. Hér skulu talin nokkur til þess að sýna þá breytingu, er varð á þessum árum: 1876 Lúðra- félag Rey'kjavíkur, 1884 Sundfélag, 1885 Hið íslenzka Garðyrkjufélag, og Góð- templarareglan, 1889 Kennarafélag, Nátt úrufræðafélag, og Bóksalafélag, 1891 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Jarðræktarfélag Reykjavíkur, 1893 Skip stjórafélagið Aldan, 1894 Þilskipaábyrgð arfélag, Útgerðarmannafélag, Sjómanna félagið 3áran, 1895 Baðhúsfélag, Hvíta- bandið, Hjálpræðisher, 1897 Oddfellow- reglan og Hið íslenzka prentarafélag, 1898 Læknaféiag, 1899 Trésmiðafélag, Reknetafélagið við Faxaflóa, Búnaðarfé- lag íslands, Fótboltafélag Reykjavíkur (nú KR) og K.F.U.M. og K.F.U.K. Ýmsar merkar stofnanir litu og dags- ins ijós á þessu tímaskeiði. 1876 var Læknaskólinn stofnaður. 1881 var Al- þingishúsið reist og sama ár var Stift- bókasafninu breytt í Landstoókasafn; var það þá flutt í Alþingishúsið og höfð þar lesstofa og útlán bóka. 1882 var reistur bamaskóli og vísir myndaður að Þjóð- skjalasafni. 1884 var spítali reistur. 1885 var Söfnunarsjóðurinn stofnaður og á sama éri Málverkasafn íslands. 1886 var Landsbankinn stofnaður. 1889 Náttúrugripasafnið stofnað. 1890 var Stýrimannaskólinn stofnaður. 1891 kom fyrsti Faxaflóabáturinn. 1897 var stofn- aður Hússtjórnarskóli. 1899 var Fríkirkj an reist. 1900 var Veðdeild Landsbank- ans stofnuð. A. f ýmsu, sem miðaði til framfara, má nefna: 1876 var kalkbrennsla hafin, og sama árið komu fyrstu götuljós í Reykjavík (steinolíuljós). Sama ár var hér stofnuð fyrsta ljósmyndastofan. 1882 fengu konur kosningarrétt til bæ- arstjórnar. 1890 var lagður sími milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. 1896 hó£ Bjarni Sæmundsson fiskirannsóknir. 1900 kom Gróðrastöðin og sama ár hóf- ust póstflutningar með hestvögnum. Um aldamótin voru hér 5800 íbúar. Reykjavík var ekki orðin höfuðborg enn, hún hafði hvorki svip né fólks- fjölda til þess. Og í sögu bæarins kemst Klemens Jónsson svo að orði: „Þótt Reykjavík væri höfuðstaður landsins og langstærsti bær, var þó eng- inn höfuðstaðarbragur né blær yfir hon- um, og varð ekki fyr en komið var fram á annan tug aldarinnar; fyrsti tugurinn gekk til þess að undirbúa þau stórvirki, sem gerðu hann að virkilegum höfuð- stað.“ Þó segir hann síðar: „Árið 1904 var að ýmsu leyti merkisár fyrir bæinru Þann 1. febrúar varð æðsta stjórn lands- ins innlend og settist að í Reykjavik. og var bærinn þá jafnframt opinberlega orðinn höfuðstaður landsins.“ E kki er alveg ljóst hvaða merk- ingu höf. leggur í nafnið „höfuðstað“, þó líklega fremur að þetta sé „helzti bær landsins", heidur en að hann vilii láta það þýða „höfuðborg“. Mun bæði honum og ýmsum öðrum hafa þótt það nafn of viðamikið, meðan íbúataian hafði ekki náð 8000, og hér voru engin þau mannvirki eða framkvæmdir, er settu yfirburðasvip á staðinn, enda seg- ir hann: fyrsti áratugur aldarinnar ,,gekk til þess að undirbúa þau stórvirki, sem gerðu hann að virkilegum höfuð- stað“. Reykjavík varð aðeins í vitund allra „helzti bær landsins“, þegar hin innlenda stjórn settist hér að. Þetta get- ur verið alveg rétt, en þó dróst bað ekki eins lengi og hann segir að Reykia- vík fengi borgamafn. Það skeði þremur árum eftir að stjórnin settist hér að. Árið 1907 báru þingmenn Reykvik- i'’"a fram á Alþingi, að tilhlutan bæar- st'mnar, frumvarp til laga um málefni Peykiavikur. Hafði Guðmundur Björns- son landlæknir þar framsögu, og mun hann að mestu leyti hafa stílað frum- varpið, Það hófst með þessu: „Málefnum kaupstaðarins skal stjórn- að af bæarstjórn; í henni eru kosnir full trúar auk borgarstjóra, sem er oddviti hennar. Borgarstjóri skal kosinn til 6 ára í senn“. Frumvarp þetta var sam- þykkt á þinginu og varð að lögum 22. nóvember sama ár. Með því að lögskipa að æðsti maður Reykjavíkur skyldi heita borgarstjóri, var einnig lögfest að Reykjavík væri borg. Hún öðlaðist því höfuðborgar- nafnið 22. nóvember 1907, og hefir ver- ið höfuðborg íslands um 58 ára skeið. )2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.