Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Blaðsíða 8
HVAR ERU ÞEIR NÚ? son kom í skrifstofu Flugfélagsins (sem þá var í Austurstræti), til þess að greiða farseðilinn daginn áður en farið var, hitti hann fyrir Örn Ó. Johnson. Með Kötu til Skotlands fyrir 20 árum Fyrsta farþegaflugið til útlanda markaði timamót i samgöngumálum okkar „Ég bað hann að láta mig hafa far- seðil númer eitt — og fékk hann. Seð- illinn er reyndar númer 7801, en sá fyrsti, sem gefinn var út til utanlands- ferðar með íslenzkri flugvél. Þá kostaði fargjaldið til Skotlands átta hundruð krónur, en þrjátíu krónur bættust við E f við flettum tuttugu ára gömlu Morgunblaði, nánar tiltekið blaðinu, sem kom út miðvikudaginn 11. júlí 1945, sjáum við, að frétt dagsins hefur verið sú, að bæjarstjórn Reykjavíkur vildi tryggja Reykvíkingum fulla hlutdeild í út gerðinni. Þá var verið að undirbúa smíði nýsköpunartogaranna í Englandi — og allir vildu fá sitt. Önnur aðalfréttin á for- síðunni er af bruna einnar af Beechcraft- vélum Flugfélags íslands. Magnús Guð- nvundsson og Smári Karlsson voru að ræsa hreyfla hennar við Stóra-Kropp í Borgarfirði, og þá kviknaði í öðrum hreyfilnum með þeim afleiðingum, að fiugvélin brann og gereyðilagðist. — Á baksíðunni var önnur „Flugfélagsfrétt“. Hún var hins vegar ekki jafnmerk, enda aðeins undir eins dálks fyrirsögn og lengdin var ekki nema sjö línur, sem hljóðuðu þannig: „í ráði er að Catalina-flugbátur Flug- félags íslands (Kata) fari í fyrstu reynsluflugferð sína til Englands í dag. Ráðgert er, að fjórir farþegar fari með fiugvélinni. Flugmaður verður Jóhannes Snorrason“. Jr egar við lítum til baka, getum við verið sammála um það, að þessi frétt hafi a.m.k. verðskuldað tveggja dálka fyrirsögn, þvi að ferðin, sem um getur, markaði tímamót í samgöngumálum Is- lendinga. Þetta var fyrsta farþegaflugið með íslenzkri flugvél héðan til útlanda Og undanfari þess, að síðar um sumarið fór „Kata“ fleiri ferðir — og þá alla leið til Kaupmannahafnar. En við getum vel fyrirgefið blaðamönn. um Morgunblaðsins, að þeir skyldu ekki gera meira úr fréttinni fyrir tuttugu ár- um. Hvern óraði þá fyrir þessari stóru byltingu í samgöngumálum íslands? Hvern óraði þá fyrir því, að eftir tuttugu ár mundu íslenzkar flugvélar fljúga 41 ferð á viku í reglubundnu flugi frá Is- landi til annarra landa? — Þá var At- lantshafsflugið rétt að hefjast — sem sést bezt á ummælum, er Morgunblaðið hafði tveimur dögum síðar eftir ungum íslendingi, nýkomnum frá Bandaríkjun- um. Hann sagði, að Air Transport Command hefði nú sannað í eitt skipti fyrir öll, að hægt væri að fljúga yfir Norður-Átlantshaf að vetrarlagL Þetta þykja lítil tíðindi nú á dögum. En við skulum snúa okkur aftur að fyrsta farþegaflugi „Kötu“ til útlanda — í tilefnj tuttugu ára afmælisins. Far- þegarnir voru fjórir, eins og sagt var í fréttinni, og þeir voru kaupmennirnir Hans R. Þórðarson, Jón Jóhannesson og Jón Einarsson, ásamt séra Robert Jack. Það var rúmt um þá i Kötu, aðeins fjórir í þessu bákni, því að sannarlega þótti mönnum þetta risaflugvél. Flugstjórinn var Jóhannes Snorrason, eins og fyrr getur, aðstoðarflugmaður Smári Karlsson, nýkominn frá Stóra- Kroppi, loftskeytamaður Jóhann Gísla- son, flugvéístjóri Sigurður Ingólfsson. — Utanríkisráðuneytið hafði annazt milli- göngu í máii þessu, komið óskum flug- félagsins á framfæri við brezk yfirvöld, og lendingarleyfi ytra fékkst með því Þessi mynd var tekin um svipaff leyti og farið var til Largs Bay. Smara Karlsson vantar á myndina, en í stað hans er þar Magnús Guðmunidsspn (lengst t.v.), Sig urður Ingólfsson að baki haius, Jóhannes Snprrason (t.h.) og Jóhann Gíslason (íremst). / tii“ /'iv 8AKHLIÐ FARSEÐíLSiNS Farseðill Jóns Jóhannessonar. Ferðafélagar og áhafnarmeðlimir skrifuðu nöfn sía á seðilinn, sem ber númerið 7801. skilyrði, að brezkur loftskeytamaður ög siglingafræðingur yrði með í förinni. Þá var enn barizt á, Kyrrahafi — og þótt styrjöldinni væri lokið í Evrópu, voru þjóðirnar fyrst að byrja að átta sig á breyttum viðhorfum. Þess vegna voru þeir W. E. Laidlaw og A. Ogston úr brezka flughernum með í þessari ferð. Ekki er hægt að fá gleggra dæmi um það, hve þróunin hefur verið ör i sam- göngumálum okkar — frá því að flug- ferðir milli landa voru engar, þar til öilum landsmönnum finnst sjálfsagt og eðlilegt áð fara flugleiðis til útlánda. Allir þessir íslendingar, sem fóru með Kötu í fyrstu utanlandsferðina að morgni 11. júlí 1945, eru í fullu fjöri og starfa enn að sömu málum og þá. Kaupsýslúmennirnir þrír eru þekktir borgarar og umsvifamiklir á sínu sviði. Skozki presturinn er orðinn íslenzkur ríkisborgari og þjónar úti á landi. Flug- stjórinn flýgur enn milli íslands og út- landa, hjá sama félagi, loftskeytamaður- irm hefur tekið við ábyrgðarmeiri störf- um hjá félaginu, en aðstoðarflugmaður- inn og vélamaðurinn fljúga hjá Loft- leiðum. Flugferðin var ákveðin með stutt- um fyrirvara, og þegar Jón Jóhannes- í tryggingargjald. örn skrifaði sjálfur farseðilinn — og þennan seðil hef ég alla . tíð geymt, því að hann er mjkið raritet", sagði Jón, er við hittum þánn í skrifstofu hans að Skólavörðustíg 1 A. „Við þremenningarnir vorum víst allir í verzlunarerindum. Allt stríðið höfðuni við verzlað við Bandaríkin, en nú var kominn friður, og við reiknuðum rptb- lega með, að viðskipti mundu pftur hefjast við Bretland og þess vegna var ekki seinna vænna að afla sambanda". egar við heimsóttum Hans R. Þórðarson, hafði hann svipaða sögu að scgja. Hann hafði ráðgert Bretlandgferð og ákveðið að fara með flugvélinni, .þeg- ar hann frétti um fyrirhugaða ferð tveimur dögum fyrir brottför. „Ég vissi ekki, hverjir samferðamenn- irnir yrðu, en ég þekkti þá alla,. þegar við hittumst við Skerjafjörð snemma mprguns.þann 11. júlí. Ég hafði flogið tvisvar áður, fýrst með Fránk Frlðriks- svni, þegar hann kom hingað á upphafs- árum flugvélarinnar á íslandi — og svo skömmu. fyrir stríð, þá með Agnari Kofoed Hansen, er hann flutti okkur Friðrik Dungal og konur okkar upp í Borgárnes“. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.