Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 9
Mé
iéí virðist sem þess sé þörf
um þessar mundir að einhver vitur
maður loki sig inni í herbergi með
blekbyttu, penna og blað og semji
skilmerkilega skilgreiningu sem allra
fyrst á orðinu „menntamaður“. Væri
kannski hægt að útvega honum styrk,
segjum fimmtíu þúsund krónur til að
byrja með? Væri kannski í annan
stað hægt að fá væntanlega skil-
greiningu umrædds orðs staðfesta
opinberlega (eins og þegar forsetinn
staðfestir lög) og mundu blöðin þá
kannski vilja sýna þann þegnskap
að birta auglýsingu þar að lútandi
á áberandi stað ásamt með spekinni
allri? Það stendur þeim næst eins og
ég mun víkja að hér á eftir.
Þetta er allt svo óljóst. Er sér-
hver sá maður „menntamaður" svo
að dæmi sé nefnt sem er langskóla-
genginn? Ég þekki einn eða tvo sem
mér finnst ekki menntamenn fyrir
fimm aura. Er stúdent þá sjálfkjör-
inn „menntamaður“, eða getur próf-
laus grúskari alveg eins verið
„menntamaður“, eða getur „alþýðu-
maður“ verið „menntamaður“, eða
er orðið „alþýðumaður“ einmitt
þvert á móti hin fullkomna and-
stæða hins orðsins; og svo að við
reynum að komast til botns í þessu:
getur „menntamaður“ gengið með
bót á rassinum?
Ég spyr af því orðið „mennta-
maður“ er sífellt að flækjast fyrir
manni í blöðum um þessar mundir,
til dæmis og ekki síst í ritstjórnar-
dálkum blaðanna, þó að maður heyri
það nánast aldrei af vörum manna
um torg og stræti nema þá á þjóð-
hátíðarsamkomum. Maður heyrir
ekki mann segja um annan mann til
þess að naglfesta stöðu hans í þjóð-
félaginu: „Hann er menntamaður“;
maður væri litlu nær um það hvaða
atvinnu maðurinn stundaði, og auk
þess mundi manni líklegast finnast
orðalagið svo hjákátlegt og svo sér-
viskulegt að ætli maður færi bara
ekki að hlæja? En orðið er í uppá-
haldi hjá blöðunum um þessar mund-
ir, meira en endranær. Ég hjó til
dæmis eftir því um daginn að eitt
þeirra sagði í ritstjórnarrabbi að
menn þyrftu ekki aldeilis að hafa
áhyggjur af menningunni í landi hér,
henni væri borgið í höndum „mennta
rnanna". Mér fannst dálítið hofmóðs-
dropabragð af þessari ræðu. Það var
greinilegt að höfundurinn notaði orð-
ið í upphaflegu merkingunni, sem var
þröng, og þar af leiðandi fannst mér
hljóðan greinarstúfsins satt að segja
þannig eins og verið væri að af-
skrifa níu af hverjum tíu íslending-
um á einu bretti „menningarlega",
að gefa þá upp á bátinn, að hengja
þá upp í staur sem gapandi núll frá
„menningarlegu sjónarmiði".
ast hægt að sneiða sig hjá þeim), og
sömuleiðis vona ég að menn taki það
ekki óstinnt upp þó ég sé eindregið
á móti sérhverri tilraun til að af-
henda „menntamönnum" einkaleyfi
á íslenskri menningu. Eins og ég
sagði strax: Það er svo óljóst hvað
menn eiga við. Auk þess verður
sönn þjóðmenning náttúrlega aldrei
bundin við eina stétt (ef það er
meiningin), hvorki menningarvið-
leitni núlifandi kynslóðar né varð-
veisla þess menningararfs sem henni
hefur áskotnast. Það væri óskemmti-
legur andskoti. Ég sé í anda uppstrok
inn menningarbósa með heila trossu
af ótíndum slordónum í eftirdragi. En
það er ekki menning: það er ómenn-
ing.
Það getur auðvitað vel verið að
höfundur fyrrnefnds greinarkorns
hafi alls ekki haft svona mynd í huga,
þó að tónninn væri óheppilegur. Það
tíð til þesskonar orða og orðasam-
banda sem sýnast kannski mannaleg
og merkileg á prenti en sem hafa því
miður líka stundum óklára merkingu.
(„Látum oss nú setja upp hátíðlegan
svip, piltar, svo að fólk haldi að við
séum gáfaðir.“) Orðið „menntamað-
ur“ er eitt af þessum orðum, og
sömuleiðis mætti nefna orð eins og
„bókmenntaþjóð" (sem er oft notað
alveg út í hött), og þá má ekki
gleyma sjálfri hrollvekjunni mestu,
sem er „hetjur hafsins“. Þetta eru
vindorð, uppskafningar. Við vitum
að vísu hvað orðið „menntamaður“
þýddi um aldamótin og vitum það
harla vel; en ég trúi því ekki fyrr
en ég tek á því að það eigi að hafa
sömu merkingu í dag — og ef ekki,
hverjir eru þá „menntamennirnir“ í
dag og hverjir ekki?
Ég ítreka að ég legg eindregið til
að vitur maður verði fenginn til að
skilgreina títtnefnt orð. Það hefur
margur fengið fimmtíu þúsund króna
ríkisstyrk af minna tilefni. Þetta orð
er í tísku núna eins og ég sagði áðan
hjá dagblöðunum, og mér leikur for-
vitni á að vita á hvaða aldursskeiði
og úr hvaða skólum þessir náungar
eru. Og svo ætla ég að lokum að
stinga því að vitra manninum ókeypis
(ef það gæti hjálpað honum að leysa
þrautina) að þar sem ég ólst upp var
það talið aðalsmerki hins sannmennt-
aða manns að hann var ekkert að
hafa orð á því.
É,
U:
lg vona að menn fyrtist ekki
út af öllum þessum gæsalöppum (en
eins og allt er í pottinn búið, er naum
má líka hugsa sér að hann hafi bara
haft nauman tímá, en þá grípa menn
einmitt í nauð sinni fremur en í aðra
m daginn var ég á rölti í mið-
bænum og alls ekki á þeim buxunum
að njósna um einn eða neinn, þegar
mér varð gengið fram hjá fasteigna-
sala nokkrum og kunningja hans eða
viðskiptavini, og um leið og ég geng
fram hjá, þá heyri ég að fasteigna-
salinn segir við manninn: „Ef hún
var sjö hundruð þúsund króna virði
í fyrra, þá er hún níu hundruð þús-
und króna virði í dag.“ Ég geri ráð
fyrir að hann hafi átt við íbúð manns
ins fremur en konuna hans.
Ég veit að maður á ekki að kássast
upp á annarra manna jússur, en með
leyfi: Er þetta ekki komið út í vit-
leysu, strákar? Mér varð bókstaflega
illt í maganum í fyrra þegar ég upp-
götvaði að ég og götusóparinn vorum
orðnir milljónamæringar; og mér óar
við þeirri tilhugsun að ég og götusóþ-
arinn verðum í þokkabót billjóna-
mæringar.
Sannið til: svonalagað kann ekki
góðri lukku að stýra.
Einu sinni hét það: Sparið eyrinn
og þó kemúr krónan.
Og hvað’heitir það í dag?
Sparið krónuna og þá kemur verð-
bólgan.
En Jón Jóhannesson hafði aldrei flog-
ið áður: „Ég var töluvert eftirvæntingar-
fullur; e.t.v. svolítið kvíðinn — en þó
e'rin meira, þegar okkur var sagt, að
ékki mætti tendra eld, ekki einu' sinni
kveikja í sígarettu inni í flugvélinni.
Ekki vegna þess, að mig langaði til að
kveikja í sígarettu — heldur miklu
fremur vegna þess, að hætta gat stafað
et slíku lítilræði. Þegar Kata hóf sig tií
flugs á Skerjafirði, minnist ég þess
greinilega, að sælöðrið huldi gluggana
fyrst í stað — á meðan báturinn var að
komast á ferð — og það þótti mér líka
hálf undarleg tilfinning, að sjá ekkert
ú! um gluggann, vera kominn í kaf. En
svo lagaðist þetta og mikið þótti mér
einkennilegt og jafnframt skemmtilegt
að sjá Reykjavík úr lofti. Ég man, að
mér' þótti þetta’ allra myndarlegasta
borg. Skipulagið var miklu reglulegi'a
og í rauninni skipulagslegra úr lofti en
það hafði verið niðri á jörðu. Já, þetta
var skemmtileg reynsla. — Að vísu
hvarflaði það að mér nokkrum sinnum
á leiðinni, að sennilega yrði lítið úr
okkur, ef hreyflarnir stöðvuðust skyndi-
lega. En það var víst óþarfi að óttast
það“.
ICatan, sem þeir flúgu í áleiðis til
Skotlands þennan júlímorgun, var síðar
kölluð „Pétur gamli“ í hópi þeirra Flug-
félagsmanna. Pétur — vegna þess að
hún bar einkennisstafina TF-ÍSP, en á
máli loftskeytamanna heitir P ekki að-
eins P, heldur Pétur. Þessum flugbáti
fiaug Örn Ó. Johnson heim frá Banda-
ríkjunum árið áður, og var sú aukning
fiugflotans mikill viðburður á sínum
tima. — Og þarna flaug „Pétur gamli“,
sem þá var nýr, yfir Reykjavík klukkan
hálf átta að morgni í þann mund, er
bærinn var að vakna af svefni. Pétur
tók stefriunaa Skotland, hækkaði flugið
— með tíu manns innanborðs, fjögur
kíló af pósti og alla geyma fulla af
benzini. Nokkrir Flugfélagsmenn stóðu
í flæðarmálinu við Skerjafjörð og horfðu
á eftir ferlíkinu. Veður var gott, hlýtt
er. lágskýjað.
„Ég man ekki, að neitt sérstakt hafi
borið til tíðinda á fluginu“, sagði Hans
R Þórðarson. „Vélin haggaðist ekki, við
höfum sjálfsagt verið eftirvæntingar-
fullir, þótt ólíklegt sé, að neinn okkar
hafi gert sér fyllilega grein fyrir því,
hve merkur áfangi var að hefjast í sam-
göngumálum okkar íslendinga. Samt
vorum við þess meðvitandi, að þessar-
ar ferðar yrði minnzt síðar meir, því
að ég bað samferðamenn mína að skrifa
nöfn sín á farseðilinn minn — og hann
geymi ég ætíð síðan“.
Sama gerði Jón Jóhannesson. Allir
farþegar og áhöfn skrifuðu nöfn sín á
farseðil hans og staðfestu þar með kafla-
skipti í flugmálum okkar. —
J óhann Gíslason, loftskeytamaður,
fékk það hlutverk að hita kaffi og te
fyrir farþega og áhöfn, en Hans R.
Þórðarson opnaði ferðatösku sína og dró
upp nestisbita, sem konan hans hafði út-
búið, og var þetta það ríflegt, að allir
nutu góðs af — bæði farþegar og áhöfn.
„Já, svona þurfum við að hafa það
i framtíðinni“, sagði Smári Karlsson við
Hans. „Við þurfum auðvitað að hafa
matarbirgðir. Ég ætla að segja honum
Erni frá þessu“.
Þegar komið var um hundrað milur
austur af landinu, var flugið hækkað
og farið upp í sjö þúsund feta hæð. Þá
kólnaði mjög í flugvélinni, því að Kata
var ekki .útbúin á sama hátt og flug-
vélar .nútímans. Farþegunum varð kalt
a fótunum, þeir fóru að skjálfa — og
Framhald á bls. 10
24.. tbl. 1065
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9
■ * *