Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 10
Hvar eru þeir nú
Framhald af bls. 9.
áhöfnin útdeildi ullarteppum. Einn far-
J>eganna dró upp flösku af vökva, sem
var örlítið sterkari en kaffi og te, og
sí'ðan gekk flaskan á milli farþeganna
— og eftir þa'ð kvartaði enginn um veru-
lcgan kulda. Það var sjálfsagt að nesta
sig vel og vera við öllu búinn í slíkri
iangferð.
Hans R. Þórðarson spurði Bretana,
hvort þeir gætu ekki sent fyrir hann
skeyti heim til Reykjavíkur. Hann lang-
aði til að láta konuna vita, að ferðin
gengi að óskum.
Nei, því miður. Bannað var að nota
loftskeytatækin á þann hátt. Andi styrj-
aidarinnar var enn ríkjandi, þótt henni
væri lokið í þessum heimshluta. — En
farþegunum var boðið fram í stjórn-
klefa til flugmannanna, og það var þegið.
I farþegarýminu var mikið rabbað
og bollalagt, því að enginn vissi í raun-
inni, hver aðkoman yrði í Bretlandi,
sem þá var flakandi í sárum eftir heims-
styrjöldina. En það lifnaði yfir mönn-
um, þegar flogið var yfir yztu sker
Skotlands. Áætlað var að lenda í Largs
Bay, sem var höfn fyrir sjóflugvélar
ekki fjarri Glasgow. Þar lenti Kata í
góðu veðri eftir ágætt flug frá Reykja-
vík, — og hafði verið sex klukkustundir
cg fjórar mínútur á leiðinni. Hreyflarnlr
höfðu varla stöðvazt, þegar bátur frá
brezka flughernum renndi að vélinni —
og var farið með alla ferðalangana í land
þá þegar. Embættismenn tóku þar á
móti íslendingunum með miklum virkt-
tm, og yfirmenn í flughernum buðu
hópnum í tedrykkju, til þess að sam-
fagna þeim. En þarna skildu leiðir sam-
dægurs, því að ísienzku farþegarnir
héldu af stað með bifreið suður á bóg-
inn, þangað sem hver hafði erindi að
reka.
Jón Jóhanniesson.
Daginn eftir var flogið heimleiðis,
og þegar flugbáturinn lenti á Skerja-
firði, kom hraðbátur til móts við ferða-
langana. Þar voru komnir Örn Ó. John-
son, Agnar Kofoed Hansen og Eriing
Ellingsen til þess að taka á móti flug-
véiinni, og var ekið með áhöfnina beina
leið niður á Hótel Borg og efnt til smá-
fagnaðar í tilefni dagsins. Blaðamönn-
um var boðið þangað, og sagði frá þessu
í frétt í Morgunblaðinu 13. júlí. Nú var
ferðin orðin forsíðuefni, því að í aðal-
fyrirsögn blaðsins var greint frá þvi, að
Örn Ó. Johnson hefði upplýst, að fyrir-
hugað væri að reyna farþegaflug til Dan
merkur síðar þá um sumarið. Það hafði
sem sé komið í Ijós, að þetta var hægt.
A þessu fyrsta ári millilandaflugsins fór
Kata þrjár ferðir, tvær síðari ferðirnar
til Kaupmannahafnar — og heildarfar-
þegatalan í millilandaflugi eftir sumarið
56. Allt gekk þetta að óskum, þótt erfið-
leikar í síðustu ferðinni leiddu í Ijós, að
ekki yrði hægt að halda þessu flugi
áfram á sjóflugvél. Brottförin frá Kaup-
mannahöfn tafðist nefnilega í marga
daga vegna undiröldu á sundinu við
Kaupmannahöfn. En loksins, þegar hægt
var að komast af stað, gekk allt eins og
í sögu — og flogið var beint til Reykja-
víkur á „aðeins“ ellefu klukkustundum.
Þótti það fijót ferð í þá daga.
F arþegarnir í fyrstu ferðinni til
Largs Bay komu heimleiðis með skipi.
Hans R. Þörðarsón ekki fyrr en tveimur
Og hálfum mánuði síðar — og þá með
Brúarfossi frá Lundúnum. Hann var
fimm sólarhringa á leiðinni.
„Ég hef flogið frá íslandi til útlanda
oft og mörgum sinnum, síðan ég fór
fyrstu ferðina með Kötu, og ég get ekki
neitað því, að stundum verður mér á að
bera saman þægindin og flughraðann.
Munurinn er samt miklu minni á Kötu
og flugvélum okkar í dag en hann var á
Kötu og Brúarfossi. Samt ferðast ég ekki
með flugvél mér til ánægju. Ég flýg til
að spara tírnann og reyni að haga því
þannig til, að ég geti farið aðra leiðina
með skipi. Sjóferðarinnar nýt ég nefni-
lega í ríkum mæli, finnst hún raunveru-
legt ferðalag. í flugvél fer maður aðeins
á milli staða — e.t.v. að undanskilinni
ferðinni með Kötu forðum. Hún var
Hans R. Þórðarson.
þrátt fyrir allt ferðalag, minnistætt ferða
lag — og merkilegt“, segir Hans R. Þórð-
arson.
Já, „Bétur gamli“ stóð fyrir sinu.
— h.j.h.
Hagaiagöar
Mission meðal sjómanna
Meðal sjómanna bæði innlendra og
útlendra hefur sr. Friðrik Friðriks-
son hafið reglulega mission á þessum
vetri bæði í landi og á skipum úti
og unnið með því hið þarfasta verk.
Auk þess hefur hann öðru hvoru í
allan vetur haldið prýðilega sóttar
guðræknissamkomur í Good-templ-
arahúsinu og hefur þar notið aðstoð-
ar fröken Ólafíu Jóhannsdóttur, sem
ekki er síður sinnandi kristindóms-
en bindindismálum og hin mælskasta
allra kvenna hér á landi.
(Verði Ljós mai 1902.)
Mikið má ef vel vill
Tók ég góðum kunningsskap við
fjórar af húsfreyjum. Ein var á
Brekkum, önnur á Hvoli, þriðja í
Pétursey, fjórða á Sólheimum.
Keypti hver þeirra handa mér
brennivínspott, er ég vel borgaði
þeim. Af þessu tók ég mér hressing,
þá ég var á ferð þar um, eftir þörf-
um, sem mér nægði frá einni kaup-
tíð til annarrar vel svo. Ein var svo
fyndin, þá hún gat ei flöskuna svo
geymt fyrir manni sínum, sem var
drykkimaður, lét hún hana ofan í
skyrkjarald sitt, þar kom honum ei
til hugar að leita. — Mikið má ef
vel vill.
(Jón Stgrs.: Ævisaga.)
Klæðskeri
Framhald af bls. 4.
orðnari. Og ef þú ert gamall
yngi ég þig upp“.
Með mörgum frumdráttum
og hvössum skærum sínum
býr Litrico til nýjar fatagerðir
tvisvar á ári. Núverandi stíll
bans er sá „sameiginlegi“ (þ.
e. sama snið fyrir alla aldurs-
ílokka, blátt áfram og laust við
allar hundakúnstir). Til heið-
»rs kirkjuþinginu bjó hann til
nýtt snið, sem minnti á hemp-
trr prelátanna, sem eru þröng-
ar. Það voru jakkar, mjög að-
hnepptir — einhnepptir með
fjórum hnöppum, og efsti
hnappurinn ofurlítið hærra en
brjóstvasinn, eða tvíhneppta
með þrennum hnöppum, sem
alla átti að hneppa, smærri
hnappa, skálmamjóar buxur,
skó með saumlausu yfirleðri og
breiða tungu upp yfir ristina,
eftirlíkingu af kardínálaskóm.
Einn fyrirmaðurinn spurði
hann um annan og stjórnmála-
menn hafa alltaf gaman af að
spyrja um hina viðskiptamenn-
ina. Með því að umgangast
stjórnmálamenn og listamenn,
lækna, lögfræ'ðinga og kaup-
sýslumenn er Litrico farinn að
telja sjálfan sig vera einskonar
bandstrik milli þjóðhöfðingj-
anna og innræta þeim þannig
einingar- og friðarhug. Ef þeir
hafa sama klæðskerann, hljóta
þeir að vera vinir, telur hann.
„Mundu eftir því“, segir
hann, „að ég varð fyrstur til að
komast til Rússlands, meðan
það var enn erfitt. Ég varð á
undan Fanfani. Þegar Fanfani
kom með sikileyska kerru
handa Krúsjeff, sagði hann:
„Já, Litrico gaf mér einmitt
eina svona.“ “
„Fólk var að vara mig við
því, að það væri erfitt að kom-
ast til Rússlands — ómögulegt!
Ég sagði bara: „Mér er ná-
kvæmlega sama, hvernig menn
eru á litinn, pólitískt, en mér
er ekki sama um málin á þeim.
Ég vil sýna heiminum, að
skraddaraskærin geta klippt
sundur gaddavír“. Eftir Ung-
verjalandsbyltinguna fannst
fólki Krúsjeff vera sikrímsli. Nú
ef skrímsli fer til skraddara,
er það ekki lengur skrímsli.“
I Via Sicilia eru enn grá
röndótt föt, sem 'Litrico ætlar
að senda undir eins og hann
heyrir frá Krúsjeff, en þetta eru
hin síðustu af þrennra fata
pöntun. Það gerir ekkert til
þó að reikningurinn bíði eitt-
hvað. „í mínum augum er
Krúsjeff veikur. Og maður er
ekki að gera veður út af pen-
ingum, þegar vinur manns er
veikur“.
Litrico trúir því, að klæð-
skerinn geti stuðlað að friði á
jörðu. Hann segir: „Ég held, að
friður komist á um alla jörð,
þegar Litrico er búinn að
sauma hversdagsföt á Mao Tse-
tung".
24. tbL 1965
10 LESBÓK morgunblaðsins