Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Qupperneq 12
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3.
I káetunni sem er við uppgönguna
f skotið situr Kalli kaldi meðal kátra
félaga. Hann er líka dottinn í það. Og
það er slæmt íyrir mann sem er með
aðra höndina í gipsi eftir síðustu áflog
að detta í það. En kærastan sagOi honum
upp í gærkvöldi og menn þurfa að
drekkja sorgum sínum. Og nú rís Kalli
kaldi á fætur og kveðst þurfa að hringja.
Hann vill ná sáttum við kærustuna.
Má ég lána símann fröken? segir hann
kurteisiega við aðra þjónustuna í buff-
inu og tekur tólið. í sömu svifum ber
forstjórann að.
Hvað er einn þessara glæpahunda að
gera hér? spyr hann.
Áttu við mig? segir Kaili kaldi og
hvessir augun.
Ég ræð minum sima sjálfur, segir for-
stjórinn og augu hans flökta.
Passaðu að ég hitti þig ekki í myrkri,
hvæsir Kalli kaldi. Svipur hans er for-
myrkvaður þegar hann heldur út í nátt-
myrkrið fyrir utan. Þjónustan horfir
með áhyggjusvip á eftir honum, Tvö
áföll með svona skömmu millibili. Henni
lýst hreint ekki á blikuna.
Það vinnst samt enginn timi til að
gera sér grillur út af Kalla kalda. Einn
smávöxnu Filippseyinganna ber að. Hann
vill líka hringja til stúlkunnar sinnar og
þarf á leiðsögn að haida. Filippseying-
unum gengur iJJa að læra á simann.
Og Filippseyingurinn nær sambandi við
stúlkuna sína og biður hana að hitta sig
í Bambus-kiúbb. — Hann hefur aldrei
kysst stúlkuna sina. Þeim þykir bara
svo gaman að dansa saman tvist.
Og Filippseyingurinn lætur eldri þjón-
ustuna frá símaaurana og heldur síðan
brosleitur til félaga sinna í neðra piássi.
Þjónustan lætur símagjaldið í kass-
ann og íærir síðan.inn pöntun. Meðan
hún bíður eftir pöntuninni, tekur hún
eftir ungxi konu, sem hraðar sér inn á
snyrtiherbergið. Það er enginn annar þar
inni í augnablikinu, og þjónustan fer
á eftir henni.
Þú ert komin hingað aftur, segir eldri
þjónustan og hallar aftur hurðinni.
Hvað með það? segir unga konan.
Röddin er hás og tjáningarlaus. I>án-
aðu mér spennu. Hún snýr baki í þjón-
ustuna.
Hvað ert þú að gera hér? segir þjón-
ustan eftir andartaksþögn og réttir
henni spennuna.
Skemmta mér, svarar unga konan og
berst við að standa stöðugum fótum.
Ég hef ekki séð þig svo lengi, segir
þjónustan. Ég hélt þú værir komin í
örugga höfn — íarin að búa aftur.
Það er búið, segir konan við spegiJinn.
Og nú er ég áðí.
Lifið er stutt. Það gætir geðshræring-
ar í rödd þjónustunnar.
Ég á ekkert iíf.
Krakkarnir?
Þegiðu.
Þau hafa tilfinningar. Þjónustan vill
ekki láta sig.
Þeim líður vel þar sem þau eru.
Þetta er tiigangslaust, hugsar eldri
þiónustan og virðir fy rir sér spegil-
mynd konunnar, sem horfir á móti köld-
um augum.
Hún víkur fyrir konunni sem er tilbú-
in til útgöngu.
Það er bara að vera kaldur og harð-
ur, segir konan. Það blífur.
Get ég ekkert Jiðsinnt þér? segir þjón-
ostan. Hún veit fyrirfram að spurningin
er vonlaus. Þeir sem brjóta brýr þiggja
ekki hjálp.
Jú, segir konan, láttu mig í friði ....
E ldxi þjónustan gengur að af-
greiðsluborðinu eftir pöntuninni og sér
þá Javar eldhúshuröin opnast og inn kem-
ur ókunn kona rnóð, eins og eftir hlaup.
Þegar kenan feeinur auga á þjónustuna
hraðar hún sér í átt til hennar, teygir
sig yfir afgreiðsluborðið, grípur hana
og hvíslar lágt:
Er hún Dúfa mín hérna niðri?
Ég feannast ekki við stúlku með þvi
nafni, segir þjónustan.
Það getur ekki verið að þú kannist
ekki við hana Dúfu mina, sem er hér
svo oft, segir konan, en bætir svo við:
Heyrðu annars, hún Dúfa min er kölluð
DoJlý meðal vinstúlkna sinna.
Þjónustan kannast mætavel við Dollý.
Ef þú átt við stúlku sem heitir Dollý,
segir hún, þá er hún með félögum sín-
um hér í kvöld.
Ó, segðu mér, segir konan og nudd-
ar saman sigggrónum höndum, er það
satt að hún sé hér drukkin? Það kom
einhver til mín í vinnuna áðan og sagði
mér að hún Dúfa mín væri hérna blind-
full. Móðirin byrgir andlitið í höndum
sér og gjætur hljóðlaust.
Bölvaður fanturinn, segir yngri þjón-
ustan lágum róm. Hún kemur inn í
þessu. Eldi þjónustan kinkar kolli og
herpir saman varirnar. Hún hugsar sig
lítillega um og segir síðan:
Hún dóttir þín er ekki drukkin.
Ðollý hefur aldrei komið drukkin
hingað, bætir yngri þjónustan við eftir
stutta umhugsun. Hún þarf líka að
spyrja samvizkuna ráða.
Nei, fullvissar eldri þjónustan. Og báð
ar klappa þær konunni hlýlega á axlirn-
ar.
Æ, nú varð ég fegin, segir mamma
hennar Dúfu og brosir við. Svo horfir
hún á þær biðjandi augum. Ætlið þið
að lofa mér því að segja henni Dúfu
minni ekki frá því að ég hafi komið,
svo að hún verði mér ekki reið?
Og þjónusturnar keppast við að full-
vissa móðurina um, að þær muni ekki
segja neitt. Og erfiðiskonan hraðar sér
sömu leið til vinnunnar. Það er aftur
komin reisn í herðarnar ............
r
1-j Idri þjónustan hraðar sér fram í
sal með síðbúna pöntun.' Gestirnir sem
orðnir eru langeygir eftir veitingunum
kvarta um það sín á milli hve þessar
þjónustur veitingahúsanna séu seinar í
snúningum. En það verða líka ófyrir-
sjáanlegar tafir hjá eldhússtúlkunni.
Hún missir snögglega einn rennvotan
diskinn, sem fer í þúsund meia á gólf-
inu, og hljóðar upp yfir sig:
Ó Jesús! Hann er kominn aftur!
Hver? kallar stúlkan í kaffinu. Yngri
þjónustan leggur frá sér bakkann.
Maðurinn við tunnuna, segir eldhús-
stúlkan og skimar út í myrkrið.
Hver er maðurinn við tunnuna? segir
yngri þjónustan.
Almáttugur, segir eldhússtúlkan.
Komdu bara og sjáðu.
Þær þyrpast allar að glugganum.
Nei, nú dámar mér ekki, segir yngri
þjónustan, en stúlkan í kaffinu signir
sig. Hann bograr yfir tunnunni!
Þetta er ekki í fyrsta sinn, segir eld-
hússtúlkan, ég hef séð honum bregða
fyrir áður bognum yfir tunnunni, sumu
stingur hann uppí sig, öðru í vasa sinn.
Hún hryJlir sig.
Nei, nú fer ég út að sjá hver þetta er,
segir yngri þjónustan og lætur ekki
sitja við orðin tóm.
Hvað sástu? segja hinar þegar hún
kemur inn aftur.
Hann þoldi ekki Jjósið gegnum hálf-
opna hurðina, segir yngri þjónustan von-
svikin, og skauzt í burt eins og kólfi
væri skotið. Ég sá aðeins að þetta var
hár þrekvaxinn maður.
Hvað skyldi valda því að hár þrek-
vaxinn maður sækir fóðrið sitt í úldinn
svínamat? segir eldhússtúlkan og dæsir
við.
Hver skilur það? segir stúlkan í kaff-
inu. En svóna er lííið, bætir hún við.
Já, svona er lífið, andvarpar eldhús-
stúlkan, og engin skilur lífið. Með það
snýr hún sér að því að hreinsa burt
brotin....
Y
i ngri þjonustan heldur niður í
neðra pláss með flöskur á bakka og
áleiðis upp í skot.
Það er mikið rætt um Jenný við borð-
ið sem hún kemur að. Að Jenný sé dott-
in í það, norskættaða stúlkan, sem ólst
upp í bjórverzlun föður síns úti í Noregi,
og var dottin í það tólf ára. Nú er hún
tvítug, og það eru ekki nema nokkrir
dagar síðan hún sá á sér skríðandi pödd-
ur um hábjartan dag — en þá varð hún
ástfangin og fór í bindindi.
Kærastinn hennar varð úti milli húsa
í fyrrinótt í frostinu mikla. Hann var
vist í slæmu ásigkomulagi, nýkominn úr
sölutúr. Og það er óttazt um að nú sé
allt búið fyrir Jenný. . . .
E inn lögreglubílanna stanzar fyrir
utan. Tveir löggæzlumenn birtast í dyr-
unum. Þeir eru hér að beiðni forstjór-
ans, sem óskar eftirlits, sérstaklega á
laugardagskvöldum.
Það dettur þögn á mannskapinn í
neðra plássi. Flópurinn strammar sig af
sem einn maður. Annar lögreglumaður-
inn bíður við dyrnar meðan hinn skoðar
sig um. Hann gengur að borði einu til
pilts, sem er nýkominn inn og situr einn
sér. Hann klappar á öxl hans meðan um-
hverfið heldur niðri í sér andanum.
Þ»á situr hér, segir lögreglumaðurinn
lágmæltur.
Ég er að bíða eftir félaga mínum, seg-
ir pilturinn þrjózkulega og leggur lófa
á glasið.
Farðu varlega, drengur minn, segir
lögreglumaðurinn aðvarandi og horfir á
glasið. Þú veizt hvað henti þig fyrir
fáum dögum.
Ég stal engu, segir pilturinn, ég var
bara kaldur og svangur og glugginn
lauslega kræktur. Eigandinn sleppti Iíka
kærunni.
Þó hygg ég að hann vilji vera laus við
komur þínar hingað, segir lögreglumað-
urinn.
Ég er bara að bíða eftir félaga mín-
um, endurtekur pilturinn.
Þú íerð svo, segir lögreglumaðurinn.
Já, segir pilturinn.
Og komdu ekki aftur — ekki í bráð,
segir lögregiumaðurinn.
Nei, anzar pilturinn, en svipur hans
segir annað.
Lögreglumaðurinn hverfur aftur út í
náttmyrkrið og jafnóðum er kallað vin-
gjarnlega til piltsins frá næsta borði:
Hæ, Polli, á að djamma í Þórsinu í
kvöld? Það er KJefabrjótur sem kallar,
og hann er óvanur að kalla. Hann gerir
það í þetta sinn til að herða upp piltinn
sem flýtir sér sviphýrri að borðinu til
hans.
Klefabrjótur er mesta prúðmennið í
þessum mislita hópi og sá eini sem orðið
hefur svo frægur að fá af sér birta mynd
meðal annarra stórlaxa blaðanna. Það
hefur eigi ósjaldan komið honum í koll.
Þó eru það ekki fyrrverandi klefafélagar
hans sem hann á í höggi við, heldur
ungir borgarar utan af götunni sem
aldrei hafa komizt í kast við lögin svo
vitað sé. Og þeir leggja leið sína að
borðinu til hans á laugardagskvöldum
þegar þeir detta í það, hella yfir hann
svívirðingum og bjóða honum út í port-
ið á bakvið. Eflaust sjá þeir ofsjónum
yfir írægð Klefabrjóts og vilja líka
komast í blöðin. En það er eins og að
skvetta vatni á gæs. Klefabrjótur lætur
sér í engu bregða; hann er öllu vanur
af hendi kristilegra meðbræðra — og
hann á inni hjá þjónustunum fyrir
bragðið. .. .
I kvöld heldur Kidda Kiðlingur öll-
um þráðum í hendi sér. Hún gerir það
ieyndar líka hina dagana, en ekki í
jafnríkum mæli.
Hún er nýkomin inn úr feuldanum
fyrir utan og sezt að í káetunni. Hún
fyllir upp í plássið, sem tveir skipuðu
áður. Kidda Kiðlingur er stúlka ærið
þrekvaxin, ekki aðeins til líkamans,
heldur og sálarinnar, ef nokkur er. Þeir
eru margir sem efast um tilveru sálar-
innar i Kiddu Kiðlingi.
Það er Kidda Kiðlingur sem pantar á
borðið, þegar menn eru komnir á það
stig, að þeim. verður einhvernveginn
svo innilega sama um aurinn sinn. Það
er Kidda Kiðlingur sem pantar bílinn
eða flöskuna, eða þá hvorttveggja. Það
er hún sem tekur á leigu rútuna og inn-
heimtir fargjaldið hjá þeim sem ætla
austur yíir fjall á laugardagskvöldi. Það
er hún sem safnar sarnan skotliðinu,
bæði piltum og stúlkum. Einstaka piltur
hefur stundum gert veika tilraun til að
brjótast undan þessu ofurvaldi Kiddu
Kiðlings — en þeir reyna það bara einu
sinni. Kidda Kiðlingur hefur sterka
hnefa — stundum hefur henni líka bara
nægt að setjast ofan á þá.
Stríðsmenn atómstöðvarinnar hafa
líka fengið að kenna á sama ofurvald-
inu, og þeim verður eftir það ósjálfrátt
hlýtt til Rússans.
I kvöld situr Kidda Kiðlingur í káet-
unni og hámar í sig beikon og spælegg.
Hún hefur horfið af sjónarsviðinu um
stundarsakir til að afla sér hýru, því
stundum vill Kidda Kiðlingur borga
beikonið sitt sjálf fyrir það sem hún
hefur unnið sér inn í sveita síns andlits,
svona til tilbreytingar. Hitt er annað mál
s'ö það skeður afar sjaldan. Hina tuttugu
og átta daga mánaðarins fá félagarnir að
blæða, eigi þeir aur. Og eigi þeir ekki
aur, sem skeður afar oft, en Kidda
Kiðlingur soltin, leggur hún leið sína
yíir landamærin og upp í efri sal. Hún
horfir rannsóknaraugum frá einu borði
til annars, og eftir að hafa komizt að
skynsamlegri niðurstöðu, býður hún sér
sæti hjá einhverjum ungborgaranna,
sem enn búa að óþægilegum endur-
minningum eftir djammið í Þórsinu eða
einhversstaðar annarsstaðar á laugar-
daginn var.
Ja, ég heyrði ljóta sögu um ykkur,
drengir mínir, núna rétt áðan, segir
Kidda Kiðlingur með þetta ófullgerða
sigrihrósandi bros á andlitinu, sem neínt
er glott í glæpasögum.
Henni liggur hátt rómur. Þessari tón-
hæð beita yfirleitt ekki aðrir en gamal-
reyndir togarasjómenn í ofsaveðri á
halanum. Og Kidda Kiðlingur horfir
með lítt dulinni græðgi á rjúkandi
lambasteikina sem verið er að bera á
borð hjá ungherrunum.
Það slær þögn á hvert einasta manns-
barn í efri sal. Menn bíða í ofvæni eftir
framhaldinu. En þeim til sárra von-
brigða endar sagan á upphafinu.
Piltarnir keppast við að bjóða Kiddu
Kiðlingi upp á allt hið bezta sem ein
„rekstrarsjón" hefur uppá að bjóða. Og
æru -þeirra er borgið — í bili.
Kidda Kiðlingur hefur lokið beikon-
inu sinu. Hún sleikir diskinn með síð-
asta hveitibrauðsbitanum og fær sér
slurk úr glasinu — en það er óblandað
kók. Mikil ábyrgð hvílir á herðum
Kiddu Kiðlings á laugardagskvöldum.
Hún hefur tileinkað sér það aðalsmerki
góðra íjárhunda að koma í veg fyrir að
lömbin ráfi eitthvað út í náttmyrkrið —
og sitt í hverja áttina.
Hæ, kallar hún yfir að borðinu til
litlu Filippseyinganna. Getið þið holað
niður tveimur skörfum í aftursætið hjá
ykkur? Rútan verður fullskipuð.
Jájá, segja Filippseyingarnir.
Ókey, kallar Kidda Kiðlingur. Og
Filippseyingarnir taka aftur upp sína
fyrri iðju að jórtra tyggigúmmí. Það
smellur í gúmmídeiginu undan drif-
hvítum tönnum þeirra. Kjálkarnir ganga
eins og tveir þrýstiloftshreyflar.
Þessi fyrirgangur í kjálkum Filippsey-
inganna heldur óskertri athygli roskinna
hjóna nokkurra, sem sitja við glugga-
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS.
24. tbl. 1965