Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1965, Síða 15
I
Moskvu, án þess að vera stöðvaður hvað
eftir annað af Rússum, sem buðu honum
að kaupa af honum dollara. Eftir aftök-
urnar kemur þetta mjög sjaldan fyrir,
og mér hefur verið tjáð, að svartamark-
aðurinn sovézki sé orðinn talsverr.
(hræddur við dollarabrask. En þar sem
hagskýrslur eru ekki til — Oig allar sov-
ézkar hagskýrslur sem nokkuð er að
marka vantar — geta engir nema ör-
fáir embættismenn Sovétríkjanna metið
til fulls árangurinn af herförinni.
Hvaða áhrif hinar nýju sovéttillraun-
ir í markaðsmálum (að gefa fyrirtækj-
um frjálst að útvega og selja vörur sín-
ar, til þess að hafa sem mest upp úr
þeim) muni hafa á auðgunarglæpi
og dauðadóma verður auðvitað ekki sagt
með neinni vissu. Þó er ástæða til að
búast við, að nýja skipulagið muni
draga úr auðgunarglæpum. Að minnsta
kosti ætti sá mannfjöldi að minnka, sem
tekur þátt í hverjum glæp, því að þegar
eftirlitið ofan frá minnkar, hafa for-
stöðumenn fyrirtækja minni þörf á að
múta embættismönnum ríkisins.
Og ef hið nýja frelsi og áherzlan á
ágóða gefa nægilega útrás fyrir fram-
takssemi í verzlun, í samræmi við eftir-
spurn neytenda, geta auðgunarglæpir
farið minnkandi á ýmsan þýðingar-
meiri hátt. Fjárdráttur, mútur, þjófnað-
Ur á eignum þjóðarinnar, ruglingur á
skipulaginu og spilling á sósíölsku sið-
ferði — allt þetta getur breytzt að all-
verulegu leyti í kapphlaupi um sósíalísk-
an ágóða, en það hugtak er nú hafið upp
í æðra og dýrðlegra veldi. En það eru
hugsarileg framtíðaráhrif hins nýja hag-
skipulags, sem gefa bezta vonina um, að
dauðarefsing fyrir auðgunarglæpi verði
afnumin. Sú staðreynd, að ágóðaskipu-
lagið hjálpar til þess að afnema hina
lanigvinnu neyzluvöruþurrð, getur af-
numið sjálfa orsök svikanna og prett-
anna. Því að — eins og vestrænir menn
fengu að reyna í heimsstyrjöldinni síð-
ari — þá er það vöruþurrðin miklu
fremur en ásetningur, sem veldur
svartamarkaði og samtökum um að stela
eignum frá ríkinu, sér til einkaábata.
Eða eins og Aristóteles orðaði það: „Fá-
tæktin er móðir byltinga og glæpa“.
Afnemið þurrðina og um leið er afnum-
in orsökin til auðgunarglæpa.
Svona hljóðar það að minnsta kosti
í orði kveðnu. En enn sem komið er hef-
ur ekki verið til neitt marx-leninískt
þjóðfélag með nóg af neyzluvörum til að
sanna kenninguna.
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
um hagsmunum, en það voru þingmenn-
irnir ekki. Forsetinn átti að hafa áhrif á
og blátt áfram beina öllum stofnunum
ríkisins í þá átt sem þjóðin vildi. Þessir
forsetar voru eldlegir erindrekar þjóð-
arinnar.
E isenhower leit allt öðrum augum
á hlutverk forsetans. Skilningur hans var
bæði óhefðbundinn og fjarri veruleikan-
um. Hann túlkaði stjórnarskrána eins
og samanlögð reynsla fyrirrennara hans,
stórra og smárra, væri ekV-i fyrir hendi.
Hann hélt að stjórnarskráin tæki yfir
allt hið flókna og blæbrigðaríka skipu-
lagskerfi ríkisins, og svo fór að hann
hegðaði sér eins og samvizkusamur kon-
ungur í þingræðisríki. Fyrir bragðið var
öll stjórn hans einstaklega hæggeng.
Hann neitaði að taka þátt í stjórnmála-
þrasinu. Þess vegna átti hann oft í mikl-
um brösum við þingið. Bandaríkjaþing
er ekki eins og þjóðþing Vestur-Evrópu,
fullvalda og alrátt í ríkinu. Það er ein-
ungis ein af þremur greinum ríkisvalds-
ins. Það er löggjafarþing en jafnframt
vettvangur mjög sundurleitra staðbund-
inna hagsmuna í flóknu sambandsríki.
Það er samspil þingsins og forsetans sem
leiðir af sér stjórnarstefnuna á hverj-
um tíma.
Hvað eftir' annað lagði Eisenhower
fram frumvörp, og lét síðan ráðast hvaða
afstöðu þingið tæki. Hann neitaði að
berjast fyrir þeim málum sem lágu hon-
um á hjarta. Sárasjaldan örvaði hann
vini sína eða refsaði flokksmönnum
sem brugðust honum. Allt var þetta
gert í góðri trú. Ein afleiðing þessa var
óskiljanlegt umburðarlyndi hans við
McCarthy öldungadeildarþingmann og
aðra þá sem báru fyrrverandi vin hans
og yfirboðara, Marshall hershöfðingja,
óhróðri. Hann átti til að beita sér, en
gerði það sjaldan, þannig að stjórnin
hafði margar raddir, en ekki eina. Hann
virðist hafa litið á embætti sitt eins og
foringi herráðs.
„Herráð" hans var honum mjög eftir-
látt. Stjórn hans í Hvíta húsinu var ekki
eins glæst og hjá Roosevelt eða eins
manneskjuleg eins og hjá Truman, en
hún vann eins og vel smurð vél. Eitt
meginhlutverk samstarfsmanna hans,
einkanlega eftir hjartaslögin 1955 og
1956, var að vernda hann fyrir of-
reynslu, „mata“ hann á upplýsingum
sem búið var að vinna úr, hlífa honum
við andlegri áreynslu eða erfiðum á-
kvörðunum. f rauninni átti aðeins utan-
ríkisráðherrann, Jolin Foster Dulles,
frjálsan aðgang að honum. Hann var
umkringdur varðhundum og haf'ði ekk-
ert samband við stjórnmálamenrv
að sem var kannski ískyggileg-
ast við þetta ástand var sú árátta að horf
ast ekki í augu við óþægilegar stað-
reyndir og koma sér undan að taka erf-
iðar ákvarðanir. Vígorðin komu ístaðinn
fyrir staðreyndirnar. Hann var varaður
við örum tækniframförum Rússa, en
honum var meira í mun að tryggja sér
tiltrú þjóðarinnar; fjárlög án halla. Hann
hafði vanizt velgengni og vildi ekki
hugsa um annað.
Eisenhower naut óvenjumikils trausts
og var lofaður fyrir mannvit og heiðar-
leik í ríkara mæli en flestir aðrir. Þesa
vegna krafðist það mikils framtaks og
sjálfsþekkingar að takast á hendur hið
erfiða embætti forsetans, þar sem oft
verður að taka snöggar og óvinsælar
ákvarðanir. Hann sýndi stundum áræði,
þegar hann var öruggur um hlutverk
sitt og Tétt, eins og t.d. í kynþáttadeil-
um Suðurríkjanna. Þegar Súez-vandina
var um garð genginn tók hann afdráttar-
lausa afstöðu, en meðan á honum stóð
var hann hikandi.
E ftir að Eisenhower hafði tvívegis
fengið vægt hjartaslag bauð hann sig
fram við forsetakosningarnar 1956 og
vann aftur sigur yfir Stevenson með
35,6 milljónum atkvæða gegn 26 milljón-
um. í janúar 1957 lagði hann fram „Eis-
enhower-kenninguna" sem tryggði hon-
um fulltingi til að veita löndunum við
austanvert Miðjarðarhaf efnahagslega
og hernaðarlega hjálp. Ein afleiðing
hennar var að Bandarikjamenn skárusfe
í leikinn i Líbanon 1958. í forsetatíð
hans var SEATO-bandalagið í Suðaust-
ur-Asíu stofnað, endurhervæðing Vestur
Þýzkalands hafin og teknir upp samn-
ingar við Sovétríkin um eftirlit með
kjarnorkuvopnatilraunum og takmörk-
un á hervæðingu. Arið 1957 tók hann
þátt í Bermuda-ráðstefnunni og var
viðstaddur hinn misheppnaða fund leið-
toga stórveldanna í París 1960.
Eftir að Eisenhower lét af forsetaem-
bætti í árslok 1960 hefur hann einungis
haft óbein afskipti af stjórnmálum og þá
einkanlega í sambandi við framboð
Repúblikana við forsetakosningarnar í
fyrra. Þótti hann þá sýna svipað hik og
gætni eins og oft áður, og hefur ekki
vaxið af þeim afskiptum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15
24. tbl. 1965