Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1965, Síða 2
rsviPl lMVNDj Ídesember eiga Frakkar að ganga að kjörborðinu og velja sér íorseta til næstu sjö ára. De Gaulle hefur ekki enn látið uppi, hvorí hann hyggst verða í kjöri að nýju, og er það næsta einkennandi fyrir manninn, því að hann virðist telja sér í hag og stefnu sinni til framdráttar að halda mönnum sem lengst í óvissu um áform sín. Hann er nú 75 ára gamall. Enginn veit neitt með vissu um það, hvernig heilsu hans er háttað, nema trúnað- arlæknar hans, en ekki má telja ólíklegt, að verði hann endurkosinn forseti, verði hann að láta af embætti vegna aldurs og heilsubrests, áður en hann verður 82ja ára gamall, ef hann þá nær þeim aldri. Talið er víst, að de Gaulle nái kosn- ingu, gefi hann kost á sér. Andstæðingar hans eru tvístraðir, ekki sízt eftir að frambjóðandi vinstri manna og milii- flokka, Gaston Dcferre, borgarstjóri í næststærstu borg Frakklands, Marseille, hefur neyðzt til að skerast úr Ieiknum vegna sundrungar stuðningsmanna hans og mismunandi afstöðu þeirra til komm- únista. Hvað sem líður áliti Frakka á stefnu de Gaulles í utanríkismálum, kjósa menn fremur að búa við stöðug- leika og öryggi i innanríkismálum undir forystu hans en að kjósa yfir sig óviss- una. Pað hefur þótt benda til þess, að de Gaulle hyggist ekki verða aftur í kjöri, að hægri hönd hans og forsætisráðherra, Georges Pompidou, hefur látið bera meira á sér opinberlega upp á síðkastið en vani hans hefur verið. De Gaulle hefur greinilega mest álit á honum sem hugsanlegum eftirmanni, og ef til vill hefur hann ákveðið að láta hann ekki bíða lcngur. Ekkert leyndarmál er, að de Gaulle hefur beinlínis skipað Pompidou að sækjast eftir lýðhylii og láta almenning kynnast sér. Margir þeirra, sem næst standa de Gaulle, eru ekki stjórnmála- menn af gamia skólanum, heldur hæfi- leikamenn, sem hann hefur persónulega valið sér til samfylgdar. Þeir eru því margir tiltölulega lítt þekktir meðal al- mennings. De Gaulle veit mætavel, að flokkur sá, sem hann hefur að baki sér í Frakklandi, fylgir honum sjálfum ein- göngu. Falli hann frá, má búast við, að gömlu stjórnmálaflokkarnir komi fram á sjónarsviðið í sínu gamla veldi, og yrði þá litið úr flokksmönnum hans, þar eð þá vantaði sameiningartáknið. Hann telur því hættu á, að snúið verði frá stefnu þeirri, sem hann hefur fylgt undanfarin ár, og starf hans allt verði ónýtt. De Gaulle vill koma í veg fyrir, að svo fari, með því að vera búinn að velja sér frambærilegan eftirmann í tæka tíð, sem þjóðin kynnist og geti sameinazt um. Allt bendir nú til þess, að Pompidou eigi að verða sá maður. Það er því ekki útilokað, að Pompidou verði í framboði í staðinn fyrir de Gaulle nú í desember, en jafnvel þótt svo verði ekki, virðist hann þegar hafa verið val- inn sem „krónprinz", er geti tekið við starfi de Gaulles, þegar þar að kemur. S íðan de Gaulle sagði Pompidou að Iáta almenning kynnast sér, hefur hann verið á einlægu ferðalagi um allt Frakk- land og flutt óteljandi ræður. Pompidou er kænn áróðursmaður og laginn að koma sínu fram, þegar hann vill það við- hafa. Fram að þessu hefur hann verið vanur að eyða sumarleyfi sínu í St. Tropez eða öðrum tízkubaðstöðum við strönd Miðjarðarhafsins, og blöðin hafa birt myndir af honum í baðfötum innan um ólíklegasta fólk, svo sem Francoise Sagan og hópinn, er myndazt hefur í kringum hana, með kampavínsflöskur og kræsingar í körfum við fætur sér. Þótt uppruni hans og ferill framan af ævi bendi til annars, hefur Pompidou ávallt kunnað að njóta lífsins með glæsibrag, en það er fyrst á síðari árum, að hann hefur getað leyft sér það. Nú í sumar er þessu aftur á móti ekki að heilsa. í stað þess að flatmaga á baðströndum og sötra kælt kampavín, hefur hann lagt leið sína í hvert þorpið og héraðið á fætur öðru, þar sem hann hefur flutt hvatn- ingarræður. Frakkar voru fljótir að taka eftir þessari breytingu á lifnaðarháttum hans og siðvenjum í sumarleyfum. Helzt er að skilja á sumum frönsku blöðunum, að þau sakni fyrra lífernis hans og óttist, að hann ofreyni sig nú, því að enginn dregur í efa, að hann sé hvíldar þurfi eftir ráðuneytisstörf sin, sem hann hef- ur rækt af mikilli elju og ástundun, enda er hann talinn afburða vinnuvíkingur og samvizkusamur í stjórnarstörfum. Blöðin hafa fylgzt rækilega með ferð- GEORGES POMPIDOU um hans í sumar og eru sammála um, að hann hafi staðið sig vel. De Gaulle hefur aftur á móti látið minna á sér kræla en vant er. Til dæmis sleppti hann hinum venjulega júlífundi sínum með blaða- mönnum. í stað þess kom Pompidou fram í sjónvarpi og talaði um sjálfan sig og árangursríkt starf stjórnarinnar. Hann þykir koma vel fyrir í sjónvarpi, og er það auðvitað mikill kostur fyrir stjórn- málamann. Þá er nýlega komin út hálf- opinber ævisaga Pompidou, þar sem sagt er fullum fetum, að hann sé sjálf- sagður eftirmaður de Gaulles í forseta- stólinn. Starfsferill hans hafi verið slík- ur, að forsetastaðan sé rökrétt afleiðing hans. P M. ompidou er fæddur árið 1911 í Mountboudif í Auvergne, en almanna- rómur segir, að íbúarnir þar séu nízkast- ir allra Frakka. Þaðan komi ekki nema samansaumaðir grútarháleistar og okur- karlar. Pompidou verður ekki sakaður um slíkt, þótt hann þykist nú vera ráð- deildarsamur til þess að geðjast smá- borgurunum, sem eru þrátt fyrir allt sterkasta aflið í Frakklandi. Sannleikur- inn er sá, að hann er manna örlátastur og hefur bókstaflega gaman af að eyða peningum. Allt sitt líf hefur hann viljað lifa með glæsibrag að hætti auðugra og menntaðra aðalsmanna, og sumir telja raunar, að löngunin til þess að geta veitt sér það, sem hann lystir, hafi verið drif- fjöðurin að baki látlausri sókn hans upp á við í þjóðfélagsstiganum. Þar sem hann átti ekki auðugt foreldri, hafi hann orðið að brjótast áfram, svo að hann gæti lifað í samræmi við lífsskoðanir sínar. Faðir hans var kennari og batt miklar vonir við hinn gáfaða og ötula son sinn. Hann brást heldur ekki vonum hans; tók mjög hátt stúdentspróf og fékk síðan inngöngu í „École Normale Superi- eure“, sem er strangasti og erfiðasti há- skóli Frakklands. Þar lagði hann stund á fornmenntir og frönsku og varð magister. Hann langaði ekki til þess að gerast menntaskólakennari, og prófessor gat hann ekki orðið fyrr en eftir tíu ára erfitt nám. Hann hafði heldur ekki sér- stakan hug á að gerast prófessor, -— hann vildi græða fé, en á árunum fyrir stríð var erfitt fyrir ungan og gáfaðan mann að brjóta sér braut. í rauninni hefur alltaf verið of mikið framboð af gáfuð- um, menntuðum og ungum mönnum í Frakklandi. Hann gerðist nú kennari í Marseille og síðar í Versölum. Það fé, sem hann gat sparað saman, notaði hann til kaupa á nútímalist og fornmunum. Arið 1940 var hann lautinant í franska hernum, og eftir ósigurinn gerð- ist hann kennari við hinn þekkta skóla „Lycée Henri IV“ í París. Á hernámsár- unum var hann hvorki Þjóðverjavinur, Pétainisti né mótspyrnumaður. Hann var hlutlaus, sökkti sér niður í fræði- mennsku og lét sem hann vissi ekki á hverju gekk utan skólans. Þessi afstaða hefur reynzt honum heppileg síðar í líf- inu, því að hann er einn hinna fáu, sem getur miðlað málum milli gamalla fjenda frá styrjaldarárunum, er enn hafa illan bifur hver á öðrum. Þegar Þjóðverjar höfðu verið hraktir úr Frakklandi, gekk Pompidou á fund de Gaulles og bauðst til að ganga í þjón- ustu hans. De Gaulle þurfti þá einmitt á duglegum og ritfærum háskólamanni að halda. Skólakennarinn Pompidou, sem var orðinn þreyttur á kennslu og nem- endum, fékk stöðuna og vann sér fljótt hylli allra fyrir gáfur og starfsþrek. Brátt varð hann ómissandi vegna þess, hve hann aflaði sér mikillar og tæmandi þekkingar um öll málefni ríkisins. Sam- vizkusemi og dugnaði hans var við- brugðið, og ekki spillti það fyrir, að þeir de Gaulle urðu þegar mjög miklir vinir. Þegar de Gaulle dró sig í hlé árið 1946, fékk Pompidou stöðu í Ferðamálasam- bandi Frakklaifds, en því næst hlaut hann sæti í Ríkisráði, sem er eins konar yfirhæstiréttur eða landsdómur. Þar starfaði hann í sjö ár, en var jafnframt „forsætisráðherra" í „skuggaráðuneyt- inu“, sem de Gaulle setti á stofn meðal hirðmanna sinna. í „ráðuneyti“ þessu voru margir framúrskarandi menn, svo sem rithöfundurinn og fræðimaðurinn André Malraux, núverandi menningar- málaráðherra, Michel Debré, síðar for- sætisráðherra, Roger Frey, nú innan- ríkismálaráðherra, og hinn ljóngáfaði þjóðfræðingur Jacques Soustelle, sem síðar féll í ónáð. Þegar de Gaulle stofnaði stjórnmála- flokk sinn, RPF (Rassemblement de Peuple Francais). tók Pompidou mikinn þátt í öllum undirbúningi og fundahöld- um, en aldrei gekk hann í flokkinn. Hann sagði blátt áfram, að hann hefði skömm á virkri stjórnmálaþátttöku. Því má skjóta hér inn, að í æsku sinni hneigðist hann um tíma að hægrikröt- um, en það stóð ekki lengi. Þessi afstaða til virkrar stjórnmálaþátttöku er samt undarleg og mótsagnakennd, — eins konar sambland af hatri og ást, þvi að Pompidou var alltaf með í spilinu, þeg- ar eitthvað var að gerast í RPF. S tarfsorka hans virðist vera með fádæmum, og hann hefur örugga yfir- sýn um alla hluti. Síðan hann varð for- sætisráðherra, hefur honum stundum verið brugðið um einkennileg letiköst, en þau standa ekki lengi yfir, og hann er fjögramannamaki á eftir, fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Framkoma hans er einkar viðfelldin, ljúfmannleg og vingjarnleg. Árið 1954 varð Pompidou auglýsinga- stjóri og blaðafulltrúi Rotschilds-bank- ans í Paris, og kom það flestum á óvænt, — en staðan var vel launuð. Sennilega hefur honum leiðzt að geta ekki lifað á þann hátt, sem hann helzt kaus. Guy Rotschild, barón, hreifst svó af hæfileikum hans, að skömmu síðar gerði hann Pompidou að bankastjóra sín- um. Loks hafði Pompidou nægar tekjur til þess að geta látið eftir sér að halda sig ríkmannlega. Þegar de Gaulle varð forsætisráðherra, varð Pompidou nánasti ráðgjafi hans, en þegar de Gaulle varð forseti, fór Pompi- dou aftur í bankann. Michel Debré féll í ónáð í apríl 1962, og varð Pompidou þá forsætisráðherra. Þá vár hann orðinn auðugur maður. F ram að þessu hefur Pompidou alltaf verið á sama máli og de Gaulle. Enginn veit þó, hvort hann mundi fylgja núverandi stefnu hershöfðingjans fast eftir, yrði hann æðsti maður franska lýð- veldisins. Sumir ætla, að' undir niðri sé hann hlynntari þeim, sem vilja efla sam- starf Atlantshafsríkjanna, en ætla mætti af núverandi pólitík. Kenning de Gaulles um öfluga Evrópu frá Úralfjöllum til Ermarsunds undir forystu Frakklands (með Sovétríkin i öðru sæti og Þýzka- land í þriðja) hljóti að vera óraunsæ í augum hans, þótt hann styðji að öðru Framhald á bls. 11 Framkv.stJ.: Sigfns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vlcur. Matthías J ohannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 8. Sími 22480. Utgefandl: H.f. Arvakur. Reyhjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tbi. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.