Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 1
ínn og víð urðum að fará upp. Svo var
þetta undarlega dýr farið, þegar við
gátum kafað aftur eftir að hafa þurft
að hvílast í þrjár klukkustundir.
Köfun telst ekki lengur til íþrótta.
Hún er nú orðin alþjóðleg tómstunda-
iðja. Vísindin hafa tekið hana upp á sína
arma sem hversdagslegt tæki til rann-
sókna og könnunar. Nú er þörfin fyrst
og fremst sú að geta haft kafara niðri
langtímum saman, svo að unnt verði að
fræðast raunverulega um hafið. Ég er
þeirrar skoðunar, að homo aquaticus
muni þróast fyrir ásetning mannvitsins
fremur en að þar verði um að ræða
hina blindu og hægfara aðlögun nátt-
úrunnar. Við þokumst nú í þá átt, að
breyting verði á líffærum mannsins, svo
fhonum verði unnt að hafa nærri ótak-
markað frelsi neðansjávar".
Homo aquaticus: ný manngerð
Eftir James Dugan
1% eðansjávarkönnuðurinn Jacq-
J.^(j ues-Yves Cousteau kom
ekki alls fyrir löngu fram með ó-
vænta hugmynd á alþjóðaráðstefnu
um starfsemi neðansjávar, sem hald-
in var í Lundúnum. Hann sagði
nokkrum hundruðum neðansjávar-
sérfræðinga, sem þar voru saman
komnir, að ný manntegund væri að
þróast — homo aquaticus — sem
myndi lifa í hafdjúpunum. Sjávar-
maðurinn myndi dveljast meðal
sinna líka í neðansjávarbæjum og
¦ synda um djúpin við dagleg störf
sín. Til að gera honum kleift að
ferðast um víðátturnar neðan haf-
aldnanna, án öndunar, yrði að um-
breyta honum með skurðaðgerð. Að
lokum myndi hin nýja manntegund
"íæðast í djúpunum.
Lífeðlisfræðingunum og haffræðing-
/unum á ráðstefnunni þótti hugmynd
Cousteaus ekki langsótt. Hinum fræga
öýrafræðingi Sir Alister Hardy kom hún
ékki á óvart, en hann gengur að því
éem vísu, að maðurinn hafi á þróunar-
skeiði sínu þegar gengið í gegnurr.
ýatnastigið, ef til vill fyrir 60 þúsund
árum. Homo aquaticus myndi loka
4iringnum með því að snúa aftur til
úndirdíjiúpanna.
Ég hitti Cousteau fyrst árið 1944 á
fjörugum skemmtistað í London, sem
ttieitir Le Petit Cluto Francais og er við
iSt. James's Place, og það virtist riú
yiðeigandi staður til að spyrja hann um
jþessa nýju hugmynd hans. Könnuður-
inn er liðugur og háfættur maður, 54
éra að aldri, með íbogið nef og mein-
lætalegt andlit, sem ljómar oft af
ómótstæðilegu torosi. Hann gekk einu
sinni fram af félögum sínum, þegar þeir
voru á fundi til að ræða nýja gerð tækis
til rannsókna neðansjávar, með því að
segja: „Jæja, ég held iþað komi að gagni
og verði ef til vill til að afla mikil-
vægra upplýsinga, en þýðingarmesta
spurningin er, hvort það verður okkur
til gamans".
IL
1-nræðuefnið, þegar við hittumst
"fyrst á stríðsárunum, voru köfunar-
tækin Aqua-Lung, sem nú eru fræg orð-
in. Cousteau smíðaði þau ásamt verk-
fræðingnum Emile Gagnan. Það var
fyrsta skrefið til sjávarmannsins, sem
Cousteau sér nú fyrir sér í huganum
sem fullkomnaðan.
Aqua-Lung köfunartækin eru auð-
flytjanleg og venjulega samsett úr ein-
um eða fleiri kútum með samþjöppuðu
lofti og bundin á bak kafarans, og frá
kútunum er slánga með stillitæki þeirra
Cousteaus og Gagnans, og á enda henn-
ar munnstykki. Stillitækið er sjálfvirkt,
og fær kafarinn loft í samræmi við önd-
unarþörf sína og þrýsting í sjónum um-
'hverfis, svo lungun þoli hinn aukna
þrýsting þegar hann fer niður og lækk-
unina þegar hann fer upp á við.
Aqua-Lung köfunartækin losuðu kaf-
arann við loftslöngurnar upp á yfirborð
ið. Þau gera það mögulegt að ferðast
um í allar áttir án hindrunar með hjálp
annars útbúnaðar, sem fylgir þeim —
köfunargrímunnar sem nær yfir augu
og nef, lóðbeltisins sem aðlagar líkam-
ann flotaflinu, og gúmmísundfitjanna
sem einnig voru fundnar upp af Frakka,
Yves de Corlieu að nafni.
Cousteau sagði: „Aqua-Lung tækin
urðu til vegna þess að við vildum geta
verið lengur í kafi en mögulegt var með
því að halda einungis niðri í sér and-
anum. Þau hundraðfölduðu köfunar-
tímann, en tímaaukningin gaf okkur
tækifæri til að sjá hluti, sem gerðu það
að verkum, að við vildum geta verið í
kafi miklu lengur. Ég get ekki lýst því,
hversu oft í lok langrar köfunar við
höfum séð áður óþekkt dýr eða furðu-
legar athafnir, sem okkur langaði til að
kanna nánar, en tímavörðurinn uppi á
yfirborðinu skaut aðvörunarskoti í sjó-
V» ousteau hefur verið kallaður
„mesti ævintýramaður á okkar tímum".
Hann kallar sjálfan sig „tækni-
fræðing undirdjúpanna". Hann starf-
aði sem skotliðsforingi i franska flot-
anum, en dró sig í hlé árið 1957. Hann
fæddist árið 1910, þegar móðir hans var
á leið frá París til Gironde til að hitta
föður hans, sem var vínútflytjandi þar
eins og forfeðurnir höfðu verið. Barnið
lifði af erfiða fæðingu og alvarlega
sjúkdóma í bernsku. Faðir Cousteaus
var kaupsýslumaður, sem hafði við-
skiptasambönd um allan heim og ferð-
aðist því mikið. Ferðasögur hans vöktu
löngun drengsins til að sjá sig um í
heiminum. Frá 9 ára aldri dvaldist
strákurinn í tvö ár í New York með
föður sínum og sótti þar skóla, lék sér á
götunni og kallaði sig ,,Jack".
Fyrsta köfunarferð hans var í vatni
nokkru í Nýja-Englandi, þar sem hann
stakk sér til að ná upp trjágreinum fyrir
neðan dýfingarpall, sem þar var. Það
vakti enga löngun hjá honum til að
kanna botninn, enda voru engar köfun-
grímur til þá, sem gerðu mögulegt að
sjá greinilega það sem var undir yfir-
borðinu.
Þegar slíkar grímur sáu fyrst dagsins
¦ljós á fjórða áratugi aldarinnar, var
Cousteau að skyldustörfum í flotanum í
Toulon. Hann var hálfbæklaður eftir
árekstur í kappakstursbíl þokunótt eina
í Vosges. Skurðlæknar höfðu ákveðið
að taka af honum margbrotinn vinstri
handlegginn vegna mikilla tauga-
slíemmda. Cousteau harðneitaði þvi
og horium tókst að fá aftur að nokkru
afl í handlegginn með langvinnum
sjúkraæfingum.
Hann var í Toulon og synti þar í sjón-
um klukkustundum saman til að reyna
að ná bata, þegar Philippe Tailliez,
lautinant, sýndi honum köfunargrímuna.
Fyrstu kynni Cousteaus af lífinu undir
yfirborði sjávarins nægðu til að vekja
hjá honum ákafa löngun til að sjá og
kynnast öllu sem þar væri.
Hann, Tailliez og Frédéric Dumas
köfuðu 23 metra niður án nokkurra önd-
unartækja. Þeir héldu bara niðri í sér
andanum. Til að geta verið lengur í
kafi fundu þeir Cousteau og verkfræð-
ingurinn Emile Gagnan upp Aqua-Lung-
tækin. Uppfinningunni var lokið og
Cousteau fer ofan í eitt af djúpsaevar-
köfunartækjum sinum.
hún reynd í sjónum við hinar hættu-
legustu aðstæður meðan Frakkland var
hernumið, og henni var haldið leyndri
þar til landið hafði verið frelsað.
r
V< ousteau og Dumas lýstu reynslu
sinni af Aqua-Lung tækjunum fyrstu
árin í bókinni „Hinn þöguli heimur",
sem kom út árið 1953 og hefur verið
þýdd á 27 tungumál, þar á meðal
rússnesku og islenzku, („Undraheimur
undirdjúpanna"). Hún og Aqua-
Lung fækin urðu til þess, að fjöldi
manna tók að stunda köfun sem íþrótt
og til könnunarferða. Enn fleiri bættn-*
í þennan hóp eftir að Cousteau tók
kyikmyndina „Hinn þöguli heimur".
(Aður en hann uppgötvaði köfunina
Framhald á bls. 7. .
Nokkrir af samstarfsmönnum Cousteaus gera tilraunir á nokkurra metra dýpi í Miðjarðarhafinu. Tveir þeirra voru
heila viku neðansjavar, höfðust við í sívölum klefa (í baksýn) og unni í sjónum fimm tíma á dag.