Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 5
tst'«V^gi"3l^ Fítir dr. Stefán Einarsson fVöluspá tilheyra gullnar töflur* gullöldinni, bæði við upphaf og enda veraldar. Nafnið tafla hlýtur að vera tökuorð úr lat- ínu, eins og nokkur önnur nöfn úr goðsögnum eða hetjusögnum, svo sem dreki og ægishjálmur. Ekki er sagt til hvers þessar gullnu töflur voru notaðar né heldur að goðin hafi notað þær, til að framleiða gull, eins og sagt er um hringinn Draupni, sem níundu hverja nótt gaf af sér átta hringi, jafnhöfga. Þó segir í Völu- spá 8 um goðin: „Tefldu í túni teitir váru — var þeim véttergis vart ór golli", og má skilja þetta á þann veg, að þeir hafi haft gullið úr töflunum, og er það líklegt. Gullöldin fyrsta varir, „unz þrjár koma þursa-meyjar", en hefst aftur á hinni r.ýju jörð í Völuspá 61: „þar munu eptir undursamlegar gullnar töflur í grasi íinnast, þær er í árdaga áttar höfðu". I bókinni Python, A Study of Delphic Myth and Its Origims (University of California Press 1959, bls. 146), segir Joseph Fontenrose söguna af örlagatöfl- um í Babýlon, sem vel gætu verið fyrir- myndir taflanna í Völuspá, þótt ekki séu þær úr gulli. Eftir að hafa sagt tvær íyrstu sögurnar um baráttu goða og jötna (eða ginnunga = chaos) í Babýlon, heldur Fontenrose áfram: „Mjög lík er * Gulltaflið góða í íslenzkum ævin- týrum verður víst ekki skilið frá gull- tóflum. Völuspár. J. Á. þj. 3. útg. H, 350— 52, V, 161—2, 300. f registri þjóðsagn- anna stendur líka: II, 453—5, 469—70, IV, 226, 538, en það er rangt. sögnin um baráttuna við Zu, hinn trölls- lega og ægilega stormfugl-dreka (Fonten rose telur hann vera hinn norræna Hræ- svelg). í sagngerðunum frá Susa og Ninive er röð atburðanna, fyrir utan upphafið, mjög lík því sem er í sögunni um Labbu (sem Fontenrose hefur sagt rétt á undan). Zu vokkaði yfir Enlil (höfuðguðinum) í hinu mikla musteri hans í Nippur og ágirntist vald hins mikla guðs, en það lá í konungskórónu hans (crown of sovereignty), guðdóms- skikkju hans (robe of divinity) og ör- lagatöflum hans (tablet of destinies). Svo Zu lá í leyni við musterisdyrnar, og þegar Enlil gekk ofan frá hásæti sínu að þvo hendur sínar í hreinu vatni og lagði frá sér kórónuna, þá greip Zu örlagatöfl- urnar og guðdómstákn Enlils og flaug með þau í fjall sitt. Enlil missti málið og dýrð hvarf úr musteri hans. Svo virð- ist sem vald hans hyrfi þá til Anú, sem þá reyndi að fá kappa til að drepa Zu, en lofaði hverjum æðsta valdi er fengi gert það. Guðirnir kölluðu á Adad en hann neitaði af því að vald Zus væri hverjum andstæðingi ofurefli. Shara, frumburður Ishtar (Freyju), neitaði líka. Loks varð til þess guðinn Marduk (eða Ninurta eða Lugabanda) (hér er eyða í báðar sagnirnar) með hjálp Ea að fara til fjallanna og berjast við Zu. Hann sendi storma og vinda gegn Zu, við það þvarr máttur hans. Á leirtöflu frá Ashur segir að Ninurta færi að berjast við Zu en mistókst, því Zu lét boga hans og örv- ar snúast í frumefni sín með töframætti örlagataflanna. Þá gekk fram annar kappi, liklega Marduk, og hafði sigur". Á blaðsíðu 402 ber Fontenrose vald ðrlagataflanna saman við mátt þrífótar (tripod) Apollons. Þegar Apollon missti þrífótinn missti hann vald spádómsgáfu, sem hann þurfti við véfréttina í Delfí, en þjófurinn Herakles fékk gáfuna. Framhald á bls. 6. Guð berst við Zu. (Lágmynd í British Museum). NÝLEGA las ég í erlendri bðk um ísland, sem samin var fyrir einum JfO árum, aö íslendingar vœru meðal löghlýönustu og háttprúð- ustu þjóöa heims. Höfundi þótti mikiö til um, hve fádœma Utið vœri um afbrot og ósæmilegt at- hœfi hér á landi. Tímarnir hafa breytzt meö vax- andi samskiptum viö umheiminn. Viö höfum mjög lagt okkur eftir því versta í fari annarra þjóöa (sbi'. dátasjónvarpiðj, og er nú svo komiö, að við stöndum nágranna- þjóðunum skammt að baki á ýms- i um sviðum afbrota og skrílmennsku, og á sumum sviðum eig- I um við senni- lega heims- ! met, t.d. % vandalisma. , Eyðilegging- arhvöt I manna hér- lendis er með ólíkindum, hvort sem um er að rœða mannlausa sumarbústaði eða bara venjulega símaklefa til al- menningsafnota. Það vakti athygli mína í Istanbúl nýlega, að simar á álmannafœri voru nothœfir og gamlar símaskrár við hlið þeirra höfðu verið látnar í friði, og eru þó Tyrkir á siðmenningarstigi sem er langt fyrir neðan meðallag. Ökuníðingar vaða hér uppi af æ meiri óskammfeilni og umferðar- brot eru að verða ískyggilegt vandamál. Dauðaslysið um síðustu helgi var enn ein áminning um, að hœtta ber að sýna ökuníðingum linkind. Annars má segja að íslendingar séu sífellt að fœra út kvíar hvers kyns ósómu, og birtust tvö dæmi um ný tilbrigði í sigurgöngu skril- mennskunnar hér á landi um síð- ustu helgi, annað á Laugardals- vellinum, hitt í Listamannaskál- anum. Á Laugardálsvellinum var háð- ur harður kappleikur, þar sem tveir keppenda úr öðru liðinu slös- uðust. Hér var væntanlega um að rœða óhöpp, sem jafnan geta átt sér stað í hörðum leik, og fráleitt oð œtla, að þeir sem slysunum ollu hafi af ráðnum hug veitt keppi- nautum sínum áverka. Niðurstað- an varö samt sú, að keppendurnir, sem oft hafa verið samherjar % landsleikjum og átt margt saman að sœlda, köstuðu milli sín hnút- um í búningsklefum og voru hinir verstu, þ.e.a.s. liðið sem beðiö hafði lœgra hlut, og fór næsta lít- ið fyrir hinum margumtalaða íþróttaanda t þeim viðskiptum. Kannski heyrir knattspyrna ekki lengur undir þann anda. Þó voru orðahnippingarnar í búningsklefunum hátíð hjá við- brögðum stórs hluta áhorfenéa, sem bókstaflega breyttist í band- óðan skríl eitthvað í líkingu við frumstœðinga í Suður-Ameríku. Var öskrum og ókvœðisorðum lát- ið rigna yfir sigurvegarana, þeim hótað limlestingum og jafnvel Uf- láti (þar átti meira <að segja kven- fólk í hlutj, og þegar þeir gengu út af leikvanginum var hrœkt framan í þá úr stúkunni. Hér kom ekki einungis við sögu unglinga- skrill og bítladót, heldur einnig ráðsettir borgarar og virðulegar húsmœður. Fyrir utan völlinn safn- aðist saman stór hópur Reykvík- inga, sem héldu áfram að svívirða leikmenn og hrœkja á þá, og nokkrir þeir framtákssömustu köstuðu í þá grjóti. Manni hrýs hugur við svona framkomu fullorðins fólks og undrast satt að segja, hvaðu er- indi svona lýður á til knattspyrnu- kappleikja. Hann á að sœkja nautaat á Spáni eða Ivanaat í Asíu, en ekki láta sjá sig þar sem sið- menntaðir menn koma saman til að horfa á fótbolta. Atburðurinn í Listamannaskál- anum var að því leyti frábrugðinn ofannefndum skrílslátum, að þar komu einungis við sögu unglingar, strákar og stelpur (þó erfitt vœri að greina á milli kynjaj, en það er vitanlega engin ufsöknu á því fá- heyrða athæfi að ráðast inn á list- sýningu og eyðileggja verk manna, sem jbessi skríll á ekkert sökótt við. Andlegt ástand þessara ung- Framhald á bls. 6. 32. tbl. 1965 • LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.