Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 2
;w«rs?K« I| dward (Ted) Heath var kos- -i inn leiðtogi brezka íhalds- flokksins í júlílok í sumar. Kjör hans kom mörgum á óvart, þótt oft hefði hans verið getið sem leiðtogaefnis. í sannleika sagt er þessi kosning jafn mikilvæg fyrir flokkinn og val Disraelis á sínum tíma. í bæði skipt- in hefur íhaldsflokkurinn tekið á sig mikla áhættu. í stað þess að velja „öruggan" mann, eins og Reg- inald Maudling, hefur flokkurinn kosið að velja „harðasta" mann sinn í leiðtogasæti. Harold Wilson, for- sætisráðherra og foringi brezka Verkamannaflokksins, hefur fengið mann, sem er meira en jafningi hans, til að kljást við. 1 áðir eru harðir í horn að taka i um- ræðum, en Heath hefur örugglega vinn- inginn, þegar þeim tveimur lendir sam- an. En Heath er meira en snjall ræðu- skörungur. Hann er maður aðgerða og framkvæmda, sem þolir ekki fánýtt orðaskraf, heldur vill láta „lífið sjálft", eins og hann kemst að orði, skera úr um það, hvor hafi á réttara að standa. Þar skilur á milli hans og Wilsons. Wilson er ekki reiðubúinn að hrinda í fram- kvæmd öllu því, sem stefnuskrá Verka- mannaflokksins og kosningaloforð hans fela í sér, af því að hann veit undir niðri, að það er ekki allt framkvæmanlegt, a.m.k. ekki nú. Heath hefur hins vegar kosið að segja færra, en enginn er í minnsta vafa um, að hann muni beita sér fyrir því, sem hann hefur einu sinni sagt, komist hann í valdasessinn. Það er ekki srít vegna þessa eiginleika hans, að sumir íhaldsmenn eru kvíðnir fyrir því, að hann verði forsætisráðherra. Hann mun til dæmis ekki sýna smákaupmönn- um, sem eru ein tryggasta stoð íhalds- fiokksins, neina miskunn, ef um það er að ræða, að almenningur geti fengið ó- dýrari vöru í stóreflis kjörbúðum, sem voldugar verzlanasamsteypur reka. Fyrir honum er sjónarmið hins almenna neyt- enda mikilvægara en hitt, að þúsundir smákaupmanna um land allt verði að loka búð og hætta að höndla. Jr egar kosið var um næsta leiðtoga fhaldsflokksins, fékk Heath 150 atkvæði, Maudling 133 og erki-íhaldsmaðurinn Enoch Powell 15. Maudling var fulltrúi þeirra, sem vildu „samtímamann" í leið- togasætið, er hægt væri að treysta til þess að koma á nýtizkulegu þjóðfélagi á sársaukalausan og þægilegan hátt. Hann var og er tákn „traustleika" og öryggis í síbreytilegri veröld; maður, sem fylgist »neð breytingum tímans og skilur þær, en vill fara sér hægt. Hann er þeirrar skoðunar, að hlutverk brezka íhalds- flokksins sé að koma á slikum breyting- um, án þess að nokkur verði var við þær. Heath vill hins vegar, að brezka þjóðin verði þess áþreifanlega vör, að lífið á næstu áratugum breytist hraðar en það hefur gert á síðustu tveimur öld- um. E E I dward Heath er þekktur að því að hvika í engu frá skoðunum, sem hann hefur myndað sér. Fyrir nokkru, meðan hann var enn ráðherra, var hann að koma af fundi íhaldsþingmanna, þar sem rætt var um viðkvæmt deilumál innan flokksins. Einn þeirra, sem beið lægra hlut á fundinum fyrir rökfimi og staðfestu Heaths, tautaði mátulega upp- hátt í dyrunum: „Hroki, yfirlæti. Engin furða, að honum skyldi ekki takast að koma okkur í Efnahagsbandalagið. Það er ekki rúm fyrir tvo de Gaulle". Þetta voru óvingjarnlega orðaðar ýkjur, því að ekkert er fjær hugsunarhætti Heaths en ímyndanir um þjóðlegan mikilleika Breta. Hins vegar á hann ýmislegt sam- eiginlegt með „mon général": Ó- drepandi áhuga á endurbótum, efnahags- legum og öðrum, sem geti lyft þjóðinni á hærra stig, og hreinskilnislega óþolin- mæði, þegar andstæðingar þess áhuga eiga í hlut, ekki sízt, ef þeir beita fyrir sig „vitleysu" (nonsense) í röksemda- færslu. Enginn er fljótari að sjá bresti í röksemdafærslu en Heath, og fáir eru jafn snjallir honum í að benda á slíka galla, tæta þá í sig andvarpandi yfir heimsku andstæðinganna og biðjandi um rökrétta hugsun. I dward Heath er 49 ára gamall og yngsti leiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi síðan Disraeli var kosinn flokksformað- ur. Þótt hann sé fremur stuttur vexti og ekki sérlega fríður sýnum, ber á honum innan um menn. Augnaráð hans er ger- hugult, harkalegt og óhvikandi. Hann horfir beint og hvasst í augu þess, sem hann ræðir við, og margir andstæðingar hans í stjórnmálum kvarta undan því, að þeir geti ekki horfzt nema andartak i augu við hann, án þess að depla augum eða líta undan. Rödd hans er fremur ó- þýð, axlirnar ýtast fram á við, þegar hann gengur, eins og hann beri vatn í kilpum, og handleggirnir eru einkenni- iega stífir. Allt eru þetta einkenni ákveð- ins og eirðarlauss manns. Hann þolir ekki „snakk" eða ómerkilegar viðræður, reykir ekki og drekkur sparlega, þótt bann sé manna fróðastur um vínárganga og njóti þess að drekka góð vín og borða góðan mat með gáfuðu og viðræðugóðu fólki. Samt líður fólki vel í návist hans. Þar koma til gáfur hans; þótt hann sé ef ti„ vill óþolinmóður í veizlum, sem hann neyðist til að sækja, lætur hann helzt ekki bera á því, en reynir að samlagast borðfélögum sínum og taka þátt í um- ræðuefnum þeirra. Hann nýtur þess ag sigla undan Miðjarðarhafsströndum Frakklands með kunningjafólki sínu, synda, borða og tala. 0, um „stéttaruppruna", stéttarlegan mis- rnun á mönnum. Fátt afsannar þá auo'- veldu skýringu allra hluta betur en það, hve þeir Wilson og Heath eru ólíkir, þótt báðir séu vaxnir upp í svipuðu um- hverfi enskra smáborgara. Enginn vafi leikur á því, ef út í þá fáránlegu sálma er farið, að Ted Heath er af „lægri stig- um" kominn en Harold Wilson. Faðir Teds var William Heath, trésmiður í Broadstairs, og móðir hans er dóttir garð- yrkjumanns. Harold Wilson er enn með hugann við „stéttastríðið" svokallaoa (kannske bara til þess að friða vinstrl væng Verkamannaflokksins), og hefur yndi af að rifja upp sín „erfiðu" æsku- ár í Milnsbridge. Ted Heath hefur and- styggð á allri samkeppni um það, hvor sé „tengdari alþýðunni" og hvor eigi sér stéttarlægri uppruna. í sjónvarpsviðtali lýsti hann því yfir, að auðvitað skipti einstaklingurinn sjálfur mestu máli; ekki uppruni hans. Það lýsir manninum nokkuð vel, að hann hefur aldrei viljað fara út í neins konar samkeppni við Verkamannaflokksleiðtoga um það, hvor væri af „lægri stigum", þótt hann væri viss um að fara með sigur af hólmi í slíkri samkeppni við flesta kratabrodd- ana. Fyrir honum er það hugsjónin og framkvæmd hennar, sem máli skiptir; ekki maðurinn. E: I inkalíf hans? Hann er piparsveinn, og sennilega ákveðinn í að vera það á- fram. Hann er ágætur píanóleikari, eins og kunnugt ætti að vera orðið, og eina áhugamál hans utan stjórnmála er tón- list. Hann er hlynntur ríkisstuðningi við listir, sennilega vegna þess að margir vina hans eru tónlistarmenn, og í þessu, sem fleiru, er hann ekki dæmigerður íhaldsmaður. Hann unir sér vel í kvenna- hópi, einkum ef þær hafa vit á tónlist og/eða stjórnmálum. Hann er gallharður „Evrópumaður"; vill sameiningu Evrópu og veit, að til einhvers konar samruna hlýtur að koma fyrr eða síðar. Hann er stuðningsmaður algerrar samkeppni í verzlun, hatar og fyrirlítur hvers konar þjóðnýtingu og einkasölur. Hann er ekki þeirrar skoðunar, að sættast eigi á ein- hverja málamiðlun í þeim efnum, því að hann er algerlega sannfærður um kosti kapítalismans. Þar leitar hann ekki stuðnings í neinum tilfinningalegum rök- semdum gamaldags íhaldsmanna, heldur styðst hann við nýtízkulegar staðreyndir tuttugustu aldarinnar. Hann segir, sem er, að hvergi líði jafnmörgu fólki jafnvel innan sama þjóðfélags og þar, sem kapítalisminn hefur fengið að leika laus- um hala. Það er honum fyrir mestu. Hann býr einn í þægilegri íbúð, sem skreytt er listaverkum nútíma lista- manna. Slíkt er sjaldgæft að sjá í húsa- kynnum leiðtoga íhaldsflokksins, og reyndar Verkamannaflokksins líka. Bókasafn hans ber hugsunarhætti hans vitni. Bækur um tónlist, hagfræði, sagn- fræði og skáldsögur ráða yfir hillurým- inu. Framhald á bls. 9. 'ft er minnzt á það, að Heath og Wilson eigi sams konar sögu að baki og séu af „lágum stigum komnir". Þetta sýnir hve fólk er farið að hugsa mikið Framkv.stJ.: Siglns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthlas Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Arni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Sími 22480. Utgefandi: HA Arvakur, Reykjavflc 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 32. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.