Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 14
Rannsóknir á eðli líkam B 1 arn fæðist, stækkar og þyng- ist, allt fram að þroskaaldri, en hætt- ir þá að vaxa. Að undanteknu því óhugnanlega fyrirbæri, þegar barn þýtur upp um þriggja til fjögurra þumlunga hæð á skömmum tíma, þyk ir vöxtur mannslíkamans vera meira eða minna eðlilegt fyrirbæri og hon- um tekið sem sjálfsögðum hlut. Vísindamenn undir stjórn prófess- ors eins við Johns Hopkins háskól- ann erú nú að rannsaka þetta, sem þeim þykir vera töfrandi ævintýri, — vöxt mannsins. Prófessorinn, dr. Donald B. Cheek, sem fæddur er í Ástralíu, leitast við að komast að því, hvaða breytingar verði í líkamanum, þegar hann vex. Hann vonast eftir, að þessar rannsóknir leiði ekki aðeins undirstöðufróðleik í ljós, heldur og að þær geti bent á leiðir til að hafa hemil á og lækna margskonar sjúk- dóma. Dr. Cheek hefur nýlega fengið mikla hjálp við rannsóknir sínar, þar sem er mikil fjárveiting frá Heil- brigðismálastofnuninni í Bandaríkj- unum. Hin nýja, velútbúna stofnun hans hefur næstum 100 vísinda- og tæknimenn yfir að ráða, hjá Johns Hopkins í Baltimore, Maryland, Læknarannsóknastöð hersins í Walt- er Keed-sjúkrahúsinu, í Washington, Háskólanum í Miami, Flórida, og Martin-Marietta-stofnuninni í Balti- more. Verulegur hluti þessa fyrirtækis, sem var hálft annað ár í undirbúningi, snýst um lífeðlisfræðilegar rannsókn- ir á fjórum börnum, hálfsmánaðar- lega. Börnin dveljast í nýja barnaspít alanum hjá Johns Hopkins í Balti- more. Tvö barnanna eiga við vaxtarerf- iðleika að stríða sökum meðfæddra hjartagalla, eða vanþroska á slím- kirtlinum. Með hverju barni verður heilbrigt systkin þess, til þess að hægt sé að gera samanburð. Mörg hinna afbrigðilegu barna fá læknismeðferð. Svo verða þau send aftur til stofnunarinnar, til þess að séð verði, hvaða breytingum læknis- meðferðin hefur valdið. Ein ástæðan til þess, að Cheek pró- fessor notar þannig börn með með- fædda hjartagalla, er sú, að mörg slík börn dragast aftur úr hvað líkams- vöxt snertir. En fái þau læknismeð- ferð, geta þau stundum tekið út allt að því fjögurra ára vöxt á einum sex mánuðum. Ennfremur er það, að tak Barnalæknir gerir tilraun með súrefn isneyzlu ungs drengs. Hvert barn, sem tekur þátt í tilraunum dr. Cheeks, dvelst tvær vikur í sjúkrahúsi Johns- Hopkin s-Háskólans. ist þessum börnum að ná eðlilegri lík amsstærð á þennan hátt, þá hægir þessi ofsahraði vöxtur á sér og kemst á eðlilegt stig, miðað við aldur. Það er orðið að vana að miða lík- amsvöxt við hæðina, þungann og ýmsar mælingar á líkamanum. Vöxt- urinn hefur venjulega verið útskýrð- ur, sem margföldun á frumum líkam- ans. Nýlegar rannsóknir á dýrum, framdar af starfsliði Cheeks prófess- ors, svo og tveimur kanadískum vís- indamönnum, hafa sýnt, að vöxtur eftir fæðingu stafar fyrst og fremst af stækkun en ekki fjölgun hjá frumun- um. H . ins vegar hafa lífeðlisfræðing ar trúað því fram að þessu, að vöðva- sellum fjölgi ekki eftir fæðingu. En viðurkennd skoðun er nú, að þessar sellur — ólíkt flestum öðrum •— marg faldist að tölu og það nokkrum sinn- um. Engu að síður eignar Cheek prófessor mestallan vöxt vöðvavefja fyrst og fremst stækkun, frekar en fjölgun frumnanna. Eftir að þessar rannsóknir voru ný- lega gerðar á dýrum, þurftu Cheek prófessor og aðstoðarmenn hans að koma sér upp aðferðum til að mæla vöxf einstakra frumna og finna út efnasamsetningu mannslíkamans. Hér skulu nefndar nokkrar aðferðir, sem stungið er upp á: Ef gengið er út frá, að magnið af DNA, sem er upphafsefni frumnanna, haldist óbreytt í hverri sellu eftir fæðingu, er hægt að mæla vöxt hverr ar frumu óbeint. Eftir því sem frum- an stækkar eykst eggjahvítuinnihald- ið. Þannig getur vísindamaðurinn sloppið við það vonlitla verk að mæla einstakar örsmáar frumur, en mælt í staðinn magn eggjahvítu og DNA í til tölulega stóru vefjarstykki, þar eð hlutfallið milli þessara tveggja gefur til kynna stærð sellunnar. Vísindamaðurinn getur fljótt og hæglega athugað breytingar í sell- unni með því að mæla magnið af radioisotop-potassium-40. Hlutfallið milli hinna þriggja talna, potassium- 40 gagnvart hinu eðlilega potassium- 39 og eggjahvítuefnisins í sellunni er stöðugt. Mæling á geislavirkni potass ium-40 nægir til að mæla selluna og vöxt hennar. Vatnsmagnið í og kring um sell- urnar er og mikilvægt atriði í þess- um rannsóknum. Starfsemi Cheeks prófessors að mælingum á vatni kring um líkamsfrumur barna er heims- þekkt. /Xnnað viðfangsefni er það, hvernig vextinum er stjórnað, Til dæmis verður talsvert stökk í vextin- um þegar barnið tekur að nálgast kynþroskaaldurinn. Verið er að rann saka áhrif hormóna á þennan vöxt. Allt, sem barnið etur, drekkur og gefur frá sér, meðan á dvölinni stend ur í Barnaspítalanum, verður ná- kvæmlega mælt. Til þess að tryggja það, að ekkert sé hlaupið yfir, hefur stofnunin gert óvenjulega varúðar- ráðstöfun: Barn, sem ætlar að hægja sér, án þess að gera hjúkrunarkon- unni aðvart, er stöðvað af sjálfvirku viðvörunarkerfi. Cheek prófessor er mjög spenntur vegna þess, að nú er hann að ljúka dýrarannsóknum sínum og að því kominn að hefja tilraunir á mönnum. Hann vonast eftir að minnsta kosti einum árangri af þessum lífeðlis- fræðilegu rannsóknum á mannslíkam anum, sem sé, að hann komist að nyt sömum fróðleik um eðli tiltekinna sjúkdóma, sem tefja fyrir vexti manna. „Aðrir hafa athugað vöxtinn áður, en bara ekki alveg svona", segir hann. s Menn geta oroio langleibir á sífelldum áróðri (J, ¦íVrsþing eistneska kommúnista- flokksins var háð í janúar og voru þar 750 fulltrúar. Þar af voru 468 eist neskir, hinir voru Rússar. Á þessu þingi kom fram, að við mikil vand- ræði væxi að etja á öllum sviðum. Bændur hefðu ekki nógan áburð til þess að rækta jörðina; kúm hefði að vísu fjölgað, en mjólkurframleiðslan þó minnkað, og ógerningur væri að fá bændur til þess að flytjast á sam- yrkjubúin. En þetta vseri þó ekkert hjá því hvað hugarfarinu hrakaði. Nú yrði þar að draga af sér slenið. Skól- arnir vanræktu að innræta nemend- um hið rétta hugarfar, og kennararnir sjálfir stæðu á of lágu þroskastigi í hugmyndafræði kommúnismans. Bókmenntum og listum hefði mistek- izt að lýsa „sovétmanninum sem hetju, með öllum sínum yfirburðum og glæsileik". 11 af þessu spunnust svo um- ræður í blöðum eftir þingið. í blað- inu „Nö'ukogude Öpetaja" birtist t.d. löng grein. Þar segir að hugarfari kennara og nemenda í æðri skólum sé mjög ábótavant. Það vanti þó ekki að þeim sé kennd hugmyndafræði kommúnismans og þeir læri í hverju yfirburðir hans séu fólgnir. Við próf svari nemendur öllum spurningum um þetta efni rétt, en hugur fylgi þar ekki máli. Kennslan hafi ekki getað sannfært þá, og þeir trúi ekki á það sem þeir læri. Þetta er alveg ófært, segir blaðið, því að með þessu móti verður kennlsan gagnslaus. Sök- inni verði að sikella á kennarana. Hin ir pólitísku leiðtogar í skólunum fræði nemendur með hangandi hendi. Þeir hafi enga brennandi sannfær- ingu. Og því fari svo, að nemendur öðlist enga sannfæringu heldur. \jr etið er um eitt dæmi, þessu til sönnunar. Piltur, sem hafði lokið prófi úr æðri skóla, gekk í söfnuð Votta Jehova, og það þótti auðvitað ógurlegt hneyksli. Honum var stefnt fyrir rétt og ákærður fyrir það að hafa gengið í trúarsöfnuð, þrátt fyr- ir það að honum hefði verið kennt í skóla að öll trúarbrögð væru bann- færð, og hann hefði við próf svarað rétt öllum spurningum þar að lút- andi. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 32. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.