Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 8
Aíslenzkum Effir Jeremy Greenwood Höfundur þessarar greinar er unsiir Breti, sem dvalizt hefur á íslandi um alllangt skeið og stund ar nú kennslu í Reykjavík. MEÐAL norrænna manna, sem lögðu í hina arð- bæru en oft áhættusömu sjóferð til að gera strandhögg á Bret- landseyjum á tíundu öld, var ís- lenzkur höfðingi, snillingur á sviði ljóðlistar og bardaga, og frægur fyrir ríkulegar holdsfýsn- ir sínar. Islenzkur togari ber nafn hans í dag, stundar veiðar á stormasömum hafsvæðum Norð- ur-Atlantshafsins og selur iðulega afla sinn í höfnum Grimsby og Hull. Reykjavík er gleðisnauð borg fyrir ungan, félausan útlending, síðustu vikurnar fyrir jól, og hátíð friðarins fylgja oft nöprustu stormar, sem mað ur uppgötvar án mikillar undrunar að koma frá Grænlandi. Vinna á tog- ara bauð sannarlega upp á litla von um að sleppa undan höfuðskepnun- um, en það mundi að minnsta kosti hafa í för með sér mat og næga pen- inga til að standa andspænis janúar- mánuði með meira sjálfstrausti en síðari hluta desember. Vinnuaflsskortur þjóðarinnar gerir það auðvelt fyrir hvern sem vera skal, íslenzkan eða erlendan, reyndan eða óreyndan, að ráða sig á togara. Hvað mér viðkom var um það að ræða að tala við skipstjórann hálfri stundu fyrir brottför og vona, að einn af áhöfninni mundi ekki koma til skips og réttlæta vantrú skipstjórans á að allir mættu. Eins og búast mátti við, var spáin hárrétt, þar sem tog- arinn átti að vera að veiðum bæði um jólin og áramótin. Heita mátit að öll áhöfnin væri ó- lýsanlega drukkin, og þar sem land- göngustiginn hallaðist um 45 gráður var það hreinlega kraf taverk, að eng- inn varð fyrir alvarlegu slysi, þegar menn komu niður af bryggjunni á þilfarið, slagandi og hávaðasamir. Skipshundurinn og skipskötturinn voru á þilfari til að fagna sjómönn- unum, og var sem Syndaflóðið hefði verið sett á svið, þar sem syndararn- ir og spottararnir iðrast á síðustu stundu og halda um borð í Örkina. Skráningin var líkust sjóararevíu sem gerist á 18. öld. Skipstjórinn, sem var einn af örfáum ódrukknum, stóð ú.ti í horni káetu sinnar algerlega af- skiptalaus, en áhöfnin hrópaði og öskr aði út í loftið með flöskur í höndum og beið eftir því, að röðin kæmi að þeim næsta að vera studdur til að skrifa nafn sitt í skráningarbókina. Forstjórinn, sem var útkeyrður eftir að hafa smalað saman hópi skipverja á þekktum knæpum, lokaði loksins bókinni með auðsæjum létti og flýtti sér í land. .1 yrsti raunverulegi kunningi minn var gríðarstór háseti, sem vildi þegar í stað byrja á háfleygum rök- ræðum um siðfræði sunnudagshelg- arinnar, en hann hvarf um síðir frá því og fór að leika frábærlega vel á munnhörpu sína létt, þekkt, skozkt þjóðlag. Undrunarhróp hans, þegar ég viðurkenndi að þekkja ekki lagið, hættu fyrst þegar hann tók að segja mér ógnvekjandi sögu. Hann sagði mér, að harm hefði verið á fylliríi í heila viku og hefði drukkið sleitu- laust siðasta sólarhringinn (sem virt- ist næstum vera regla meðal íslenzkra togarasjómanna). Þetta var skýringin á framhleypni hans, en fram til þessa hafði mér virzt íslendingar vera frem ur feimnir og hlédrægir í skiptum sín um við útlendinga. Enska hans og hin skýra framsögn hefði verið til fyrir- myndar hjá brezkum háskólastúdent- um. Við hittumst næst á fyrstu vakt- inni og undir ólíkum kringumstæð- um. Ég þekkti hann varla, þar sem hann lá meðvitundarlaus á þilfarinu, stór og þungur í gulum stakk og stíg- vélum, „hors de péche" um stundar- sakir. Ég missti af þeirri venju að bíða um borð fyrir utan höfnina eftir því að síðustu slóðunum væri safnað sam an og fluttir út í skipið á báti, en við urðum að snúa aftur til hafnar eftir tuttugu mínútur til að sækja einhverja vélavarahluti, sem höfðu gleymzt. Þessi óvænta koma til Reykjavíkur sannfærði einn skip- verja um, að veiðiferðinni væri lok- ið. Það var aðeins með fortölum, munnlegum og likamlegum, að unnt var að koma í veg fyrir að hann yfir- gæfi skipið. -fit þessum togara, sem var 700 tonn að stærð, var þrjátíu manna áhöfn. Á jafnstórum enskum togara hefði áhöfnin ekki verið stærri en tuttugu manns. Allt frá árinu 1952 hafa íslenzkir togarasjómenn unnið á tveim sex tíma vöktum, en Eng- lendingar halda sér enn við eina 18 tíma vakt á dag. Hinar hefð- bundnu veiðar á togurum, sem enn eru við líði í flestum löndum, eru í meginatriðum óbreyttar frá því upp úr aldamótum. Hlerarnir, spilin, tog- vírarnir, talíurnar og gírstengurnar myndu virðast hugarfóstur einhvers sérviturs uppfinningamanns Viktoríu tímabilsins ef þær væru sýndar utan síns rétta umhverfis. Botnvörpunni er stjórnað með tveimur spilum á þil- farinu, beint fyrir neðan brúna. Tveir þungir tréhlerar, annar að framan, hinn að aftan, halda botnvörpunni op- inni til hliðanna og röð þungra járn- bobbinga heldur henni niður við botn. Þeir eru tengdir saman og velta yfir tálmanir á sjávarbotninum, vonar maður að minnsta kosti, en fjölmarg- ir alúmínbobbingar halda botnvörp- unni opinni lóðrétt. Fiskitorfur eru fundnar með bergmálsdýptarmæli. Til allrar ógæfu getur hann aðeins gefið skipstjóranum til kynna, hvort nokkuð sé undir skipinu, og togara- maðurinn er enn eins og veiðimaður í myrkri, sem verður að treysta á gæfuna og frjósamt ímyndunarafl, jafnt sem hæfni sína, áræði og kunn- áttu. Yfirleitt er það venja að taka vörp- una inn á um það bil tveggja tíma fresti, en það getur farið allt niður í þrjátíu mínútur ef veiðin er mikil. Skröltið í spilunum og ískrið í tog- vírunum gleymist aldrei þeim, sem hafa einu sinni heyrt það. í huganum minntist ég oft allra sögusagnanna um menn, sem krömdust í sundur í spilunum og misstu útlimi sína er togvírinn hrökk í sundur. Það er aðeins hægt að taka fiskinn um borð í poka vörpunnar, en net hans er tvöfalt að þykkt og er hann styrktur með húðum á íslenzkum tog- urum. Sé um meira en „einn poka" að ræða er hann festur, settur aftur fyrir borð og fylltur á ný úr hinum hluta vörpunnar. Á þennan hátt hefur allt að ellefu pokum fengizt úr einu hali. Það tekur allt frá fimmtán mín- útum til einn og hálfan tíma að taka inn vörpuna, en þá þarf að gera að hverjum fiski, þvo hann og koma fyr ir í lestinni. Þetta verk krefst kunn- áttu og er mikilvægt. Sé það illa gert, getur það kostað skipið þúsundir sterlingspunda á markaðinum. Þetta eru ytri staðreyndir varðandi vinnu á togurum. En það gefur enga hugmynd um þá erfiðleika, hættur og óþægindi, sem sjómennirnir eiga við að búa vegna strangra skilyrða, frostaveðra og stórsjóa. í þessari veiðiferð varð bátsmaðurinn oft að berja burtu klakann með hamri, áð- ur en unnt væri að draga vörpuna inn. Þegar gera þarf við netin, sem iðulega kemur fyrir, fá menn stund- um kal á hendur, því óhentugt er að hafa vettlinga. Mest er þó hættan þeg ar veiðar eru stundaðar í miklum öldugangi. Togari, sem var að veiðum á sama tíma og við, þurfti að leggja fjóra menn inn á sjúkrahús, þegar hann sneri aftur til Reykjavíkur. Rétt er þó að taka það fram, að fyrri og harðari tímar eru liðnir á íslandi, þegar skipstjórar áttu það til að hætta lífi manna í hirðuleysi og missa menn og skip með því að vera að veiðum í stórhættulegum veðrum á sama tíma og aðrir togarar leituðu vars inni á fjörðum. í þessari ferð var ég í tvo og hálfan dag á slíkum firði, sem fyr- ir löngu hafði verið gefið nafnið „Grand Hotel". Þar borðuðum við, sváfum, lásum, spiluðum og tefldum. Mig grunaði, að eina sanna ástríða íslendinga væri vínflaskan, en flestir skipsfélaga minna voru miklir bridge áhugamenn, og ég held ekki að sá maður hafi verið til um borð, sem ekki gat teflt. Eins og alls staðar á Islandi var stéttaskipting ekki til um borð. Hvar sem væri annars staðar hefði þetta getað leitt til stjórnleys- is, en ég sá menn aldrei óhlýðnast skipunum né varð nokkru sinni var við nöldur út af því að þurfa að vinna í verstu veðrum. E i f tir sextán daga vorum við með eitt hundrað og fimm tonn af þorski og ýsu um borð og urðum að hætta veiðum áður en fiskurinn tæki að skemmast. Við stönzuðum skamm an tíma í Reykjavík til að skilja þar eftir hálfa áhöfnina, áður en haldið var til Englands. Þótt áfengisverzl- anirnar væru lokaðar, tryggði leyni- vínsalan, ^ sem er efnahagsleg stað- reynd á fslandi og stunduð af leigu- bílstjórum, að áhöfnin héldi á brott aftur í svipuðu ástandi og í upphafi veiðiferðar. Við höfðum meira að segja farþega um borð, fyrrum matsveinn á skipinu, sem hafði einungis komið til að spjalla við gamla kunningja. Næsta dag vaknaði hann, kominn vel áleiðis í þessari ókeypis og óráðgerðu sjóferð. Enginn gerði athugasemd við þetta og sízt af öllu hann sjálfur. Eftir fjög- urra og hálfs sólarhrings siglingu komum við til Hull næsta mánudag, en það er bezti dagurinn á markaðin- um. Hér var okkur gefið 30 stunda landgönguleyfi og 35 sterlingspund til að eyða (4.200 ísl. krónur). Auk drykkjunnar notaði áhöfnin pening- ana til að kaupa allt frá nýjum föt- um niður í kartöflukassa. Fyrir þessa tíu daga sem fóru í siglinguna feng- um við aðeins greidda dagpeninga, 180 krónur á dag, en Islendingar fagna svona ferðum, því verðlagi er þannig háttað á íslandi, að kexpakki, sem kostar 1 shilling (6 kr.), er seldur á 4 shillinga (24 kr.) vegna tolla ríkisins. Ferðin til íslands aftur gekk vel, að öðru leyti en því, að siglt var suður í stað norðurs um hríð. Við höfðum selt fyrir meira en 10 þúsund sterlings pund (1,2 millj. kr.). Þetta var ágætt verð á markaði, þar sem íslendingar fá yfirleitt betra verð en enskir tog- arar af ástæðum, sem enginn getur gefið fullnægjandi skýringu á. Hlut- ur minn sem háseta var um 70 sterl- ingspund (8.400 krónur), þegar kostn- aður hafði verið dreginn frá. Mér fannst sem ég hefði unnið til pening- anna. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 32. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.