Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 12
lagað sig slfku lífi og að löng kðfun gaf þeim tækifæri til rannsókna á botninum og hegðun fiska, sem ekki var fyrir hendi við köfun í stuttan tíma. Cousteau sagði: „í slíkum landgrunns- stöðvum framtíðarinnar mun verða fleira fólk, farið dýpra og dvalizt lengur niðri", Ég spurði Cousteau, hvort starfsmenn- irnir á neðansjávarnýlendum hans myndu taka þótt í námugreftri. „Sá möguleiki er stórlega ýktur", sagði hann. „Þótt þeir Peter Keeble og Sammy Collins nái upp demöntum með sog- pípu á vesturhluta landgrunnsins við Suður-Afríku verð ég að segja, að ég er svartsýnn á ríkuleg uppgrip hráefna úr sjónum. Vinnan er annmörkum háð og allt of kostnaðarsöm til að unnt sé að vera með glæsilega spádóma þar um. Hafið mun ekki gefa okkur neitt án erfiðrar baráttu og geysimikillar fjár- festingar. En sá dagur getur komið, og við þörfnumst allra þeírra málma sem unnt er að vinna þarna niðri. Sé það haft í huga, mun neðansjávarnýlendan skila betra verki en því, sem reynt yrði að gera frá yfirborðinu". _ Ræða Cousteaus í Lundúnum um hom- inem aquaticum hlaut ekki einróma við- urkenningu allra. Einn af starfsmönnum ráðstefnunnar vísaði henni á bug sem „vísindareyfara" og setti allt sitt traust á vélrænar framfarir í sambandi við neðans j á varrannsóknir. É, ig spurði Cousteau, hvað hann á- liti um þetta. „Hvað er athugavert við vísindareyfara sem fyrirboða þess sem koma skal?" spurði hann. „Allt frá tím- um Jules Vernes og fjölmargra á undan honum hefur ímyndunarafl hins fjöl- fróða manns boðað það sem koma skyldi. í sannleika sagt reyndi ég að vera heldur íhaldssamur þegar ég ræddi í Lundún- um um framtíðina neðansjávar. Þeir menn voru meira að segja til þar, sem vildu ræða um þann möguleika að hval- kýr yrðu mjólkaðar í raunverulegum neðansjávarmj ólkurbúum". Neðansjávarkönnuðurinn sagði: „Á ráðstefnunni spurði mig maður, hvað homo aquaticus gæti búizt við að finna í hafinu, sem ekki hefði þegar verið upp- götvað. Spurningin gerði mig furðu lost- inn. Við vitum í rauninni harla lítið um hafdjúpin. Þetta minnti mig á nokkuð, sem Har- cld Edgerton sagði við svipaðri spurn- ingu. Hann var að vinna í grennd við kafbátinn okkar í Toulon og búa mynda- vélarnar sínar undir 1600 metra köfun. Vegfarandi sneri sér að honum og sagði: „Nú, já. Kodak-vélar handa hákörlunum. Segið þér mér, hvað búizt þér við að mynda þarna niðri?" Edgerton svaraði: „Vinur minn, ef ég vissi það, væri ég ekki að hafa fyrir þessu". Vísindin þríf- ast ekki þegar niðurstaðan er vituð fyrir- fram. Orðið vísindi þýðir þekking. Homo aquaticus mun verða til vegna þekking- Varúð SEM forstöðumaður Hafrannsókna- safnsins í Monaco var Cousteau árið 1960 einn af þeim, sem stóðu að velheppnuðum mótmælum gega því, að geislavirkum úrgangi væri fleygt í Miðjarðarhafið. „Enginn veit um þau líffraeðilegu áhrif sem geislunin hefði í sjónum", sagði hann. „Ég tók þátt í baráttunni gegn henni, þvi að við ættum að vita um afleiðingarnar, áður en við hendum citri í sjóinn. Hvaða gildi hefur allt þetta tal um „óend- anleg auðæfi" og „síðustu von mannkynsins", ef við nú spillum hafinu um alla framtíð? Hvað verð- ur um þær vonir mannsins að toyggja úthöfin? Eigum við að láta tilviljun ráða, hvort framtiðar- draumarnir rætast?" aröflunar, ekki bara til að rækta fisk eða vinna góðmálma. Fyrir mig mun lífið neðansjávar verða innblástur. Ég á ekki við andlegs eða trúarlegs eðlis, heldur daglegt líf fullt andagiftar á svipaðan hátt og menn hafa öðlazt vegna sköpunarverka sinna á um- liðnum öldum — hinnar grísku lífsskoð- unar, renaissance-tímabilsins og byltinga 18. aldarinnar. Bergmál þessa er enn í tíag eitt hið bezta í lífi okkar. Ég er þeirrar skoðunar, að sjávarmaðurinn muni eiga sér slík ævintýri". ARNI ÖLA Framhald af bls. 4 nema sem stefnunafn, þegar farið var eftir götum. Áttin til sjávar var niður, menn gengu niður Aðalstræti og niður í Grófina, niður Pósthússtræti og niður á Steinbryggju, og Lækjargötu gengu menn niður með læknum og alla leið niður í fjöru. Stefnan í fjöruna var alls staðar niður. Vestur. Algengt var þá að tala um að fara vestur á Stíg og þá var átt við Vesturgötu, sem einu sinni hét Hlíðar- húsastígur. Svo var vestur allt svæðið frá sjó suður að Melum. Menn fóru vestur að Ánanaustum, Seli, Landakoti, Bráðræðisholti, Sauðagerði og Kapla- skjóli. En lengra náði vestrið ekki. Ef menn vildu fara lengra, þá fóru þeir fram á Seltjarnarnes. Mátti svo segja að vestur væri fyrir vestan Aðalstræti, þó var ekki talað um að fara vestur í Grjótaþorp, heldur upp í Grjótaþorp. Suður. Það var allvíð og mikil átt. Talað var um suður á Mela, suður að Görðunum, suður á Grímsstaðaholt, suður í Skildinganes og Skerjafjörð, suður í Vatnsmýri, Beneventum og Öskjuhlíð. Talað var um að fara suður með tjörn, hvorum megin sem gengið var við hana. Gengið var og suður Laufás- veg og göturnar í Þingholtunum, og menn fóru suður Hafnarfjarðarveg frá Skólavörðu. Telja má að suðrið hafi náð milli Melanna og Hafnarfjarðarvegar. "á er komið að því að segja frá öðrum áttastefnum. Upp. Aldrei var talað um að fara austur eða suður í Þingholtin og Skóla- vörðuholt, heldur var stefnan þangað upp. Menn fóru upp í Latínuskóla, upp í Bankastræti, upp í Þingholtsstræti og göturnar þar fyrir ofan, upp að Skóla- vörðu og upp að Steinkudys. Einnig var talað um að fara upp úr bænum, en það var nokkuð óákveðin stefna. Inn. Kallað var að fara inn Lindar- götu, Hverfisgötu og Laugaveg, og göturnar þar fyrir ofan, þegar þær komu. Þetta var stefnan austur. Menn fóru inn í Skuggahverfi og inn með sjó alla leið frá Batteríi að Kirkjusandi innri. Þá hét að fara inn að Rauðará, inn í Norðurmýri, Kringlumýri og Grens ás, inn að Fúlutjörn, inn í Laugar, inn að Laugarnesi, Kleppi og Laugarási, inn í Sog, inn að Elliðaám og inn að Bú- stöðum. Kallað var og að fara inn sund að Skarfakletti og Viðey. Nokkuð er á huldu hver stefnuskil hafi verið milli suðurs og inn, en þó hygg ég að telja iregi, að þau hafi verið um veginn suður á Öskjuhlíð, og hlíðin þaðan inn að Bústöðum hafi öll verið í inn-stefnunni. Sumir kölluðu að fara upp að Bústöðum og upp á Bústaðaholt, en ekki held ég að það hafi verið gömul málvenja, og ef til vill myndazt af því, að kallað var upp með ánum að Bústöðum eftir að brýrnar komu á þær. Út var kallað í eyjarnar, Akurey, Örfirisey og Engey. Klemens Jónsson talar um út í Viðey, en ekki minnist ég þess að hafa heyrt það, heldur alltaf inn í Viðey og inn í Sund. Þó má geta þess, Æð á ferjustöðunum frá Laugar- nesi, Kletti og Vatnagarði var alltaf sagt að fara út í Viðey. Málvenja var að kalla út með sjó þegar farin var fjaran frá lækjarósnum að Hlíðarhúsum. Einnig var kallað að fara út að Kríusteini og ut á Örfiriseyjargranda. Fnam var lítið notað sem áttarstefna. Kallað var fram á Seltjarnarnes, og í gamalli landamerkjalýsingu er talað um slefnu úr Grandahöfði (á Örfiriseyjar- granda) fram að Eiðisgarði. Niður. Á þá stefnu hefir þegar verið rr.innzt, en þó er rétt að taka það upp aftur. Áttin að sjónum var niður og menn gengu niður þær götur og stíga, sem að honum lágu. Alltaf var sagt niður í Grófina, niður í fjöru, niður á Steinbryggju ( og aðrar bryggjur). Bæði í Austurbæ og Vesturbæ var talað um að fara niður í bæ, og var þá átt við Miðbæinn. Var því kallað að fara niður Túngötu, Vesturgötu, Hverfisgötu, Laugaveg og Bankastræti. Frá Skóla- vörðunni (háholtinu) var kallað að fara mður að tjörn og niður að sjó og allt þar í milli. u, m aldamótin má telja að byggðin í Reykjavík næði frá Barónsstíg vestur að Seli. Ætla mætti því, að þeir í Aust- uibænum og Vesturbænum hefði eigi getað notað sömu áttastefnur og Mið- bæingar, þeim hefði eigi fundizt þær eiga við hjá sér. En á þessu ber ótrú- lega litið. Að vísu gátu Austurbæingar ekki fellt sig við að segja að þeir færi upp í Landshöfðingjahús, heldur fóru þeir niður í það, og þeir fóru niður á Batterí og niður að læk. Hjá þeim var norður til sem stefnutáknun, því að þeir gengu norður göturnar í Þingholtunum, en norðrinu lauk þar sem þær enduðu. Má því segja, að hvorki norður né aust- ur hafi verið til í bænum sem höfuð- áttir. Nokkur munur var á stefnunöfnum vegna þeirra, sem nýlega voru komnir t:l bæjarins og höfðu vanizt öðrum nöfn- um en þeim, er giltu. Kom það því fyrir að tvö nöfn eða fleiri væru höfð um sömu áttarstefnu. Heyrði ég t. d. talað um að fara suður, vestur eða út á Gríms- staðaholt, og ýmist inn eða suður á öskjuhlíð. Þá heyrði ég menn líka tala um út að Skerjafirði og út á Seltjarnar- nes. Þessa hafa áreiðanlega gerzt mörg fieiri dæmi, en að lokum hefir farið hér sem annars staðar, að hin gamla mál- venja hefir sigrað. Og enn munu gömlu áttanöfnin halda velli að mestu leyti. VÍBARI ÁTTIR mt egar bænum og næsta umhverfi bans sleppir, taka við aðrar áttir til fjarlægari staða. Þá er ekki þörf á jafn núkilli nákvæmni í stefnum, eins og þegar talað er um það, sem nær er. Þessar áttir verða því með öðrum hætti en hinar. En um stefnurnar er það að segja, að þær fylgja ekki fremur réttum höfuðáttum heldur en innanbæjar. Upp. Langvíðfeðmasta áttarstefnan er upp, ef um stefnu er hægt að tala, þv't að hún er ekki bein, heldur nær íangt til hliðar frá þeim stöðum þar sem hún byrjar. Hún byrjar í rauninni rétt ofan við Elliðaárnar og fyrstu byggðu bólin þar eru Ártún og Árbær. Það var alltaf sagt að fara upp að Ártúnum og upp að Árbæ. En það var líka sagt að fara upp að Vatnsenda og Elliðavatni. Og svo er haldið árram upp að Kolviðarhóli og upp á Hellisheiði, upp að Hengli og upp á Mosfellsheiði. Og svo er öll Mosfells- svéitin í þessari upp-stefnu, nema Graf- arvogur og Gufunes, var sagt inn í Graf- arvog og inn að Gufunesi og var fram- hald á stefnunni inn sundin. Annars var alltaf talað um að fara upp í Mos- fellssveit. Og svo var haldið áfram upp á Kjalarnes, upp í Kjós, upp í Hval- fjörð (sumir sögðu þó inn í Kjós, inn í Hvalfjörð, inn á Hvalfjarðarströnd; það er eitt dæmið um misræmi í stefnu- táknum). En svo var farið upp á Akra- nes, upp í Melasveit, upp í Borgar- nes, upp í Borgarfjörð, og néði það eigi aðeins til allrar Borgarfjarðar- sýslu, heldur einnig Hvítársíðu, Þver- árhlíðar og Norðurárdals. Þetta upp var mikið flæmi og náði frá réttu suð- austri til hánorðurs, ef miðað er við landabréfið. Suður. Sagt var suður í Hafnarfjörð og þaðan „suður með sjó" og náði það til Keflavíkur og Miðness. Einnig var kallað suður í Krýsivik og Grindavík. En þarna á milli og Miðness varð fleygur, sem hét út. Talað var um að fara út í Hafnir og út á Reykjanes (eins og nú er talað um að fara út á Keflavíkurflugvöll). Austur. Sú átt byrjaði ekki fyrr en fyrir „austan Fjall", eða öllu heldur fyrir austan heiðar, Hellisheiði og Mos- fellsheiði. Það náði frá Selvogi, yfír Ölfus og Grafning og upp í Þingvalla- sveit. Og síðan hélt austrið áfram alla leið til Austfjarða, náði yfir allt Suður- landsundirlendið, alla suðurströndina og líklega alla leið að Gunnolfsvíkur- fjalli. Vestur. Það byrjaði ekki fyrr en á Mýrum, en náði svo yfir Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Barða- strandarsýslu og ísafjarðarsýslu að mestu leyti, sleppti aðeins Hornströnd- um. Norður. Það byrjaði raunar ekki fyrr en á Holtavörðuheiði, náði svo yfir Strandasýslu og Hornstrandir, og frá Hrútafirði yfir allan Norðlendinga- fjórðung og þar til það mætti austrinu, hvort sem það var nú hjá Gunnólfs- víkurfjalli, eða sunnar. Þessar eru þá þær áttastefnur, er notaðar voru í daglegu tali í Reykja- vík. Um höfuðáttirnar er þetta að segja: „Suður með sjó" var stefna til vest- ur-suðvesturs. Austrið byrjaði hér um bil í hásuðri, en hélt svo áfram til suðausturs og austur. — Vestur var alls ekki vestur, heldur norður, en Norður var að mestu leyti í norðaust- ur. í þessu sambandi er það athyglis- vert, að áttirnar norður og austur, sem varla voru til innanbæjar í Reykja- vík, skyldu ekki byrja fyrr en langt í burtu. Það var því hvorki austur né norður til í nánd við bæinn. Mætti því segja að Reykvíkingar hefðu ekki átt sér nema tvær höfuð- áttir, eins og Vestfirðingar og Aust- firðingar. r ík var fyrsta býlið hér. Um það höfum vér heimildir í sögum og Ölaf- ur prófessor Lárusson hefir bent á eitt atriði því til staðfestingar: „Þegar bæjanöfn eru dregin af náttúru um- hverfisins, þá virðast líkurnar vera fyrir því, að það nafn, sem dregið er af aðaleinkennum landslagsins, sé það nafn, er fyrst hafi verið tekið upp. Það sem fyrst og fremst einkennir þann stað, er hér ræðir um, er sjálf víkin milli Laugarnesstanga að innan og Örfiriseyjar og grandans að utan. Víkín er aðalsérkenni landslagsins, og því er líklegast, að sá bærinn, sem við hana er kenndur, sé elztur". Það hefir nú að sjálfsögðu komið í hlut þeirra, sem fyrstir settust þarna að og reistu fyrsta bæinn, að marka upphaflega áttir og stefnur frá bæn- um, og þetta hefir síðan haldizt vegna þess að málvenja hefir helgað það. Nú lætur að líkum, að þegar áttir miðast frá einhverjum bæ, þá ná þær heim að bæjarveggjum, og bærinn verður því sá miðdepill, þar sem áttirnar mæt- ast. Þetta skýrist betur, ef vér gerum kross og látum arma hans tákna höfuð- áttir, þá verður miðdepillinn, þar sem allar áttirnar mætast, sá staður sem áttirnar miðast við. Þess vegna geta áttirnar í miðbænum sýnt oss, svo ekki verður um villzt, hvar Vik stóð, bær Ingólfs Arnarsonar. Málvenjan sýnir, aS frá upphafi hafa aðeins verið þrjár höfuðáttir í Kvosinni, sem nú kallast Miðbær: Austur, suður, vestur. Attin til sjávar 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 32. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.