Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1965, Blaðsíða 3
Eftir Örn H. Bjarnasctn Rc Lödd móður hans blandaðist svefn- mókinu, en hann trúði varla sinni eigin heyrn. Hann þorði ekki að opna aug- un af hræðslu við að siá rimlana fyrir glugganum og læstu stálhurðina. „Farðu nú að koma þér á fætur", var kallað. „Jóhann, heyrirðu til mín?" ,,Já, ég er að koma", svaraði hann og setti hnén upp að höku og flúði lengra undir sængina. Hugsanir streymdu eins O'g á færibandi inn í höf- wðið á honum og út úr því aftur. Fara é fætur. Hlaupa eins og fætur toga. Fela sig. „Pabbi þinn kemur snemma heim í dag, reyndu að vera kominn út áður", kallaði móðir hans. Hugsanir möruðu í hálfu kafi. Pabbi kemur heim. Heim. Hvert heim? „Þú nærð ekki niður á Ráðningar- skrifstofu nema þú flýtir þér", kallaði rnóðir hans. Pabbi. Ráðningarskrifstofa. (Ljótur maður með gleraugu að kíkja í spjaldskrá. Vinna. Hvert svo? Óvissa, kannski fyrirlitning. Langur, mjór, bend- andi fingur. Þetta er þjófurinn, sem þeir birtu myndir af í blöðunum. óðir hans missti þolinmæðina og kom nú inn í herbergið og svipti af honum sænginni. Oddhvöss júlíibirtan skein á gulnuð nærfötin, og hann settist fram á rúmbríkina og brá hönd fyrir augun eins og til þess að fela sig fyrir deginum sem framundan var. Er hann hafði vanizt birtunni, teygði hann sig í fötin, en skyrtan lá úti í horni, og iþað var rétt með erfiðismunum að hann hafði sig upp til þess að ná í hana. Það var greinilegt, að hann var ekki vanur miklum fjarlægðum. Hann var kominn fram í 'eldhús og þessi aðlaðandi ólykt, sem ekki var til í neinu öðru eldhúsi í heiminum, bauð hann velkominn. „Mikið var", sagði móðir hans og leit á hann rannsakandi augnaráði eins og hún væri að reyna að sjá ómennið, sem iþeir þarna úti í þjóðfélaginu höfðu sagt hann vera. En hún sá ekkert nema litla góða drenginn sinn. „Hérna er mjólkurglas", sagði hún og strauk hrjúfri hendi um unglingslegan vanga hans. Það hlj 'p roði fram í nitján ára kinnarnar. ,,Það er víst bezt að drífa sig", sagði hann og lagði frá sér glasið. Hann kyssti móður sína á ennið og var síðan rokinn. Sterk morgunsólin hafði hitað upp malbikið, og það dúaði undan þunga hans. Blendnar minningar flóðu við- stöðulaust og kitlandi upp mjóhrygginn Auðkúluheiðargöngur í ágrlpi (Sléttubönd) Eftir Sigurb Jónsson frá Brún Skýrast línur hæðar, háls. Höldum sýnir veitir. Dýrast vínið morgun-máls mönnum Stína heitir. Manna-floti, hesta-hjörð hundum skotin kveður anna-kotin bjásturs-börð. Birta hlotin gleður. Flötur heiðar myndar mál. Margir skeiða jóar götur breiðar, áar ál. Engan veiða flóar. Hóf a-vali seggir sjá svífa, hjala taumi. Þpfa- dala -f jöllin fá fyllast bala glaumi. Fætur letjast auðnum á. Ógna hretin kvöldum. Nætur-setur f irðar f á, fagnað geta tjöldum. Skæra, þýða hljóma hreint heiða lýðir syngja, færa víða bergmál, beint bragi hlíðar yngja. Dofna hljóðin ,veitast værð verður góðan tíma. Sofna móðir. Náðum nærð nærir þjóðir gríma. Skiptu leitum. Hraunið, hlíð höldar teitir smala. Giftu veita fénaðs-fríð f jöllin, reitir dala. Norðar Fellum kelda kann klárum brellin reynast. Forðar ellin meini, mann menntaði' smellin seinast. Kenndi aldinn leiðir lýð, lengi valdi slóðir. Sendi kaldinn heiðum hríð hittist valdar þjóðir. Góðar lengi heimtur heim heiðin drengjum veiti. Óðar strengur beri beim blessun, gengi heiti. j^/U^^ og námu ekki staðar fyrr en í hvirfli. Oft er hann hafði legið út af í klefan- um eða verið á gangi eftir grænu tún- inu, sem umlék fangelsið, hafði hann hugsað um þetta malbik. Hér á þessum eggsléttu götum, þar sem húsin skýldu honum, átti hann heima. Svæfandi olíu- þefur og næstum því áþreifanlegur hávaði borgarinnar tengdi hann á ný viðburðaríkum æskuárum, og hann hlakkaði til 'þess að koma ofan í mið- bæinn og blandast elskulegu ráðvilltu mannhafinu, sem hlykkiaðist áfram stefnulítið eins og hann. Hann langaði til þess að velkjast með eins og dropi í rótlausu hafi. Nú þegar skynjaði hann andardrátt þúsundanna, sem fór eins og þíður vindur í gegnum strætin. Bráðum myndi hann feykjast undan þessum vindi, og það myndi verða gott að eiga samleið eitthvað út í buskann eftir að hafa verið innilokaður og af- skiptur svona lengi. x»llt er mætti honum var nýstár- legt. Ómerkilegustu atburðir Hkastir síendurtekinni opinberun. Búðargluggi með samsulli af upplituðum hrísgrjóna- pökkum, apríkósum £ poka og rúsínum var í hans augum ævintýraheimur. Fjöldi bíla þræddi göturnar, og er hann sá lögregluþj ón, sem var að stjórna umferðinni, hrökk hann við. Úr gylltum hnöppunum skimuðu eftir- tektarfull augu. „Rólegur nú", sagði hann við sjálfan sig, „þú ert búinn að taka út refsing- una. Hann á ekkert heiminn frekar en þú, þó hann sé í búningi!" Hann skauzt fyrir næsta horn og smokraði sér undan augnaráðinu og þessum svartklædda manni með rétt- lætisiþungan svip og hvíta hanzka, sem ýmist bar við rjótt andlitið eða bláan himininn. Honum hafði fundizt hann vera gagnsær frammi fyrir lögreglu- þjóninum, rétt eins og marglytta eða plastpoki, og sólin skein á sektartil- finninguna. Eftir því sem hann nálgaðist miðibæ- inn fjölgaði nafna- og auglýsingaskilt- unum. Heimurinn á bak við þessi skilti var honum ókunnur. Hann gekk fram hjá ótal dyrum, og harm langaði til þess að knýja á þær allar og eiga hlut- deild í því lífi, sem hrærðist innan við iþær. En dyrnar voru honum lokaðar og fyrir gluggunum héngu Hansagardínur, sem bægðu ekki aðeins sólinni frá, heldur líka honum. Þær minntu hann á fangelsisrimla, og hann var fyrir utan. J óhann sá tilsýndar roskna konu, sem hafði kennt honum biblíusögur, þegar hann var í barnaskóla. 1 hvert skipti sem hann mætti þessari konu mundi hann eftir því, hvað hann hafði átt erfitt með að fela tárin, þegar hún kom að þeim þætti er Júdas fskaríot gekk út og hengdi sig. Nú vonaði hann að blessuð konan hefði ekki þekkt hann af myndunum, sem blöðin birtu af hon- um. Þetta var gæðamanneskja og átti annað betra skilið en að hafa kennt verðandi glæpamanni biblíusögur. Annars hafði hann breytzt svo mikið, að það var hæpið að hún hefði veitt því at- hygli. Og þó. Nei andskotinn. Sekur, saklaus, sekur. Efinn hafði náð tökum á honum og ætlaði að tæta í sundur höf- uðið. „Æ", hugsaði hann, „mér er alveg sama þó að fólk viti, að ég sé dæmdur glæpamaður". Meðvituð syndin hrísl- aðist um hann allan og þetta augna- Framhald á bls. 6. 32. tbl. 1965 ¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.