Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Síða 7
SIGGI SIXPEHSARI — Ég hlýt að gera það Annars mundi ég ekki hafa hangið með henni öll þessi ár. — Flóra, komdu hérna snöggvast. — Bíddu! Ég er á kafi í vatni. — Ef þú snautar ekki hingað strax, skal ég lúberja þig! — Nú hvað er það? — Ég elska þig. A erlendum bókamarkadi Saga: Éurope in the Late Middle Ages. Edited by J. R. Hale, J. R. L. Highfield, B. Smalley. Faber and Faber 1965. 70/— í þessari bók eru sextán greinar um margvísleg málefni á síðari hluta miðalda. Útgefendur telja að full þörf sé á sliku greinasafni fyrir þá sem áhuga hafa fyrir þessu tímabili og útgáfa þessi geti bætt að nokkru þann skort, sem sé á leiðbeiningum um þessi efni. Greinarnar fjalla um margvísleg efni, en efnahagssögu er sleppt, þar eð rannsóknir á því sviði eru bundnar vissum landsvæðum og löndum og hæfa því ekki þeim stakk, sem bókinni er sniðinn, sem er almenns efnis. Einnig er sleppt greinum um trúarhreyf- ingar og kirkjuþing. Sumar þess- ar greinar eru úrdrættir úr verk- um, sem verið er að vinna að, aðrar taka takmörkuð efni til meðferðar og reynt er að gera þeim nokkur skil. Miðaldasaga er sú grein al- mennrar sögu og það tímabil sem er mjög forvitnilegt fyrir Islend- inga, vegna þeirrar bókmennta- arfleifðar, sem er þeirra frá þess- um tímum. Og ekki síður vegna þjóðfélagsskipunar sem íslending- ar bjuggu við á þessu tímaskeiði. Saga íslendinga á miðöldum er nátengd evrópskri sögu, landið var ekki byggilegt, nema sam- band héldist við umheiminn. Hér skorti bæði járn og korn; einnig timbur, því að skógar hérlendis voru óverulegir og aðeins nýtan- legir til beitar eða eldiviðar. Menningartengsl við umheiminn eflast mjög eftir kristnitöku, bókagerð hefst hér með kristni og hin gamla frásagnar- og kveð- skapararfleifð frjóvgast af erlend- um áhrifum, og upp úr þessum tengslum hefjast hér bókmenntir, sem rísa einna hæst í Evrópu á vissu tímabili. Áhrif kirkjunnar aukast hér á landi eftir stiftun biskupsembættis, sem var lengi i nánum tengslum við höfðingja- valdið. Svo náin voru þessi tengsl og hagsmunir, að hér olli það engri mótspyrnu að lögleiða tí- und, nokkru fyrr en henni var komið á annarsstaðar á Norður- löndum. Það tekur að brydda á togstreitu milli kirkju og leik- mannavalds seint á 12. öld, og þessi átök harðna mjög I upphafi þeirrar 13., og urðu þau átök með- al annars til þess að raska valda- jafnvæginu í þjóðfélaginu. Hér koma til erlend áhrif, alþjóðleg stofnun, sem krefst sérréttar. Sú stofnun, sem varð til eflingar bókmenntunum í upphafi, átti einnig mikinn þátt í upplausn hins forna þjóðskipulags. í þessari bók eru greinar um sundurleitustu málefni þessa tímabils svo sem konungdæmi og aðal á Frakklandi á 14. öld, Byz- anz og Rússland, Frakkland á 15. öld og efnahag námsmanna í þýzkum háskólum. Öllum grein- unum fylgir ítarleg ritaskrá neð- anmáls, 12 myndasíður fylgja og registur. Bókmenntir: Medieval Age. Specimens of European Poetry From the Ninth to the Fifteenth Century. Edited, with an Introduction, by Angel Flores. Phoenix House 1965. 28/— Þetta á að vera sýnisbók evrópskrar miðaldaljóðagerðar, þýdd úr fornmálum á ensku. Með öx-fáum undantekningum eru all- ar þýðingai-nar gerðar vegna þess arar útgáfu, og sum þessara kvæða birtast nú í fyi-sta sinn á enskri tungu. Bókinni er skipt í átta kafla og fylgir hverjum at- hugagrein. Bókin hefst á hetju- kvæðum og sagnakvæðum, írsk- um, fomfrönskum, islenzkum og spænskum. Hér er að finna trúba- dúrakveðskap, og eru tekin hér kvæði eftir Vilhjálm £xf Poitiers, Berti-and de Boi-n, Girault de Bornelh og fleiri. Nokkur kvæði ex-u eftir Walther von der Vogel- weide, eitt eftir Friðrik keisara II og töluvert magn portúgalskra ljóða og norður-franskra. Welsk- ur kveðskapur er hér eftir Dafydd ap Gwilym og Sion Cent frá 14. og 15. öld. Bókinni lýkur með Dante og Juan Ruiz. Þessi bók er hent- ug fyrir þá sem stunda miðalda- bókmenntir og einnig gefur þetta góða hugmynd um íjölbreytileik bókmennta á þeim öldum, sem ei-u nefndar „myikar" með sum- um þjóðum. Útgefandinn er prófessor í spænskum bókmennt- um í New York. Hann hefur séð um útgáfu sýnisbóka spænskra, franskra og þýzkra bókmennta. Hann er einnig fyrirlesari í sam- anburðarbókmenntum. Athuga- greinar eru fullstuttaralegar. Bókaskrá fylgir og registur. „Þakklæti fyrir góðgjörð gjalt, Guði og mönnum líka“ segir Hallgrímur Pétursson (Ps. 8,8). Það hefir verið þjóðleg venja hjá oss að bæta við nýárskveðjuna nokkrum orðum: „Gleði- legt nýár — og þökk fyrir það liðna, (eða gamla)“. Þakklætis- afstöðu milli vina og velgjörðamanna — einnig fyrir löngu veittar velgerðir — má telja til fornra, þjóðlegra dyggða. En með vaxandi vélvæðingu, kröfuhyggju og verðbólgu mun þakklætiskenndin hins vegar undir lok líða, líkt og margt ann- að, sem áður setti svip á mannlífið. Hvers vegna ætti eitt hjól að þakka öðru, ein vélin annarri? Frumstæðum mönnum, sem lifa í töfi-abryggju og reyna að fá málum sínum fram- gengt með göldrum, finnst niðurlæging í því að pakka öðrum mönnum, þótt þeir hins vegar fallist auðveldlega á manna- dýrkun og skeri ekki við nögl gi-eiðslu til galdramanna sinna. Enn lifir þó svo mikið af persónalisma kristindómsins vor á meðal að oss finnst ástæða til að þakka sumum mönnum, svo sem sjómönnum, leikurum, skáldum, söngmönnum og einstaka vísindamönnum, svo dæmi séu nefnd. Jafnhliða þessu finnst fólki — af því að sanngrninn og persónuhyggjan eru í upplausn — eðlilegt að vanþakka öðrum stéttum nokkurn veginn markvisst, svo sem vegagerðarmönnum, stjórnmála- mönnum, pilsner-hruggurum, bændum og lögreglumönnum Um marga aði-a er þagað, nema við jarðarfarir: Þá eru jafnvel húsmæðrum færðar þakkir fyrir heimilisstjói-n og barnauppeldi. Með þakklætis- eða vanþakklætis-afstöðu eru mannleg verk metin. Sjómennskan er undirstaða gjaldeyrisöflunar, velmeg unar og peningaflóðs, og þess vegna finnst oss engin goðgá að eyða svo sem einum degi árlega til að þakka sjómönnum (og e.t.v. fylla þá) og segja um þá nokkur fögur orð. Það telst meira að segja viðeigandi að biðja fyiúr þeim á sunnu- dögum og suma aðra daga, þótt bænin verði oft í styttra lagi út af ókyrrð og skvaldri innan sálar. En hér ætti hugur að fylgja máli. Útlendir menn, er land vort gista í fáeina daga, líta margt öðrum augum en vér, sem vanir erum að rækta ínnlent illgresi óánægju og sundrungar. Sumir þeirra láta jafnvel í ljós á- nægju með íslenzkan pilsner og íslenzka vegi — en þetta telja landsmenn undir virðingu sinni. „Vegurinn frá okkur norður til Alaska er ekki betri en þessi“, sagði vesturheimskur auð- kýfingur við undirritaðan á sl. hausti. „Við skulum bara fara örlítið hægar“, sagði hann, þegar rykið þyrlaðist upp á veginum undan bíl, sem ók fram úr. Þessum gesti var vel ljóst að vega- og brúagerð ber að telja til þrekvirkja. Bágborið ástand vega vorra á sumum árstíðum á sér oft orsakir í ástandi náttúrunnar — en á líka rætur að rekja til óskynsamlegs háttar- lags og frekju. Of þungum ökutækjum er beitt á óheppilegum tímum, þegar vegirnir eru viðkvæmir. Menn vilja ekki taka sanngjarnt tillit til eðlilegra fyrirbæra — og fyllast gremju út í aðra menn og valda þjóðfélaginu stórtjóni af þeim sök- um. Meðal frjálsra manna er það eðlilegt að taka þakkláta af- stöðu til þeirra manna, sem afla hins daglega bi-auðs handa oss og öðrum, til þeirra, sem lækna sjúkdóma vora og við- halda heilsunni, til þeirra, sem miðla oss þægindum og andleg- um verðmætum, og til þeirra, sem forða heimilum frá tjóni og þjóðinni frá óstjórn og vandi'æðum. Þeir eru vort daglega brauð, eins og Lúther segir. „Hvað er þá nefnt daglegt brauð?“ spyr hann. Og svarar síðan: „Allt sem heyrir til fæðslu líkamans og þarfa, svo sem: Matur, drykkur, klæði, skæði, hús, heimili, jarðnæði, fénaður, peningar, fjármunir, guðhrædd eiginkona eða eiginmaður, guð- hrædd börn, guðhrædd hjú, guðhræddir og trúir yfirmenn, góð landstjórn, góð veðrátta, friður, heilbrigði, siðsemi, heið- ur, góðir vinir, trúir nágrannar og því um likt“. (Fræðin, III. partur, 4. bæn). Menn segja að eins dauði sé annars brauð. En miklu veiga- meiri eru þau sannindi að annarra manna líf og starf er vort daglega brauð. Og ánægður skyldi sérhver sá lifa, sem sjálf- ur fær tækifæri til að veita og vera náunga sínum daglegt brauð. Þetta þýðir ekki mannát, heldur samfélagslíf, þar sem menn veita og þiggja og lifa í friði. J. H. 9. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.