Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Síða 8
Állt fram á síðasta fjórðung 19.
aldar voru tvö prestaköll í Mýrdal. Það
voru Reynisþing með kirkjum á Höfða-
brekku og Reyni og Sólheimaþing, þar
voru kirkjur á Dyrhólum og Sólheim-
um ytri.
Brauðanefndin, sem skipuð var 1877,
lagði til að bæði þessi brauð væru sam-
einuð í eitt prestakall. Gekk það fram.
Og með lögum 27. febr. 1880 var hið
nýja kall stofnað og nefnt Mýrdalsþing.
Ekki voru Mýrdælingar ánægðir með
þessa skipan sinna kirkjumála, þótt þeir
fengju ekki rönd við reist. Fyrsti prest-
ur í Reynisþingum var sr. Lárus Þor-
láksson, bróðir sr. Arnórs á Hesti.
Hann var heilsuveill og andaðist eftir
þriggja ára prestþjónustu í Mýrdal 28.
apríl 1885. Tveim dögum eftir lát hans
er haldinn almennur sveitarfundur í
Loftssalahelli „til að ræða ýmis mál-
efni“. Var þar fyrst og fremst haft á
orði það sem fundarmenn töldu sitt
„áhugamesta og lífsnauðsynlegasta mál,
nefnilega í hve andlega ánauð vér vor-
um hrepptir þegar oss var skipaður einn
prestur í stað tveggja, sem frá öndverðu
hafa verið í Dynhólahreppi“. Því næst
er minnt á, að héraðsfundur hafi ráðið
frá þessu, því það mundi illa gefast,
sem reynslan hafi líka sýnt og sannað.
Sérstaklega geti „söfnuðinum ekki dul-
izt hvert banamein trúarlífi þeirra sé
sú erfiða og ónóga þjónusta, sem einn
prestur geti þeim í té látið í mjög
erfiðum yfirferðar fjórum kirkjusókn-
um“. — Sú þjónusta hafi líka gengið
það nærri prestinum, að hann hafi misst
heilsuna á öndverðum sl. vetri og sé
nu látinn. —
að er heldur ekki vænlegt til
úrlausnar að leita til nágrannaprest-
anna. Annar er í miklum fjarska undir-
okaður embættismönnum (sr. Brandur
í Ásum hafði þá Álftaver líka) hinn
er aldurhniginn og hrumur (sr. Kjartan
í Skógum kominn undir áttrætt), sem
naumast getur veitt viðunanlega þjón-
ustu í sínu eigin kalli, „svo eins og
stendur erum vér nærfellt sviptir allri
prestsiþjónustu hvers sem með þarf.“
Hafa þeir jafnvel á orði, að útvega sér
sjálfir prest, „en veita ekki móttöku, þó
hingað yrði skipaður einn prestur, en
kirkjur vorar mundum vér brúka eftir
þörfum þar þær eru bændaeign og í
þeirra ábyrgð“. Ályktar því fundurinn
að skora á stiptyfirvöldin að gera þá
ráðstöfun, sem í þeirra valdi stendur.
1. Að oss verði veitt prestsþjónusta,
sem allra fyrst að verða má, þó þannig
2. að Mýrdalsþingin verði ekki full-
komlega veitt einum presti fyrr en
reynt er hvort ekki fæst að skipta þeim
aftur í tvö prestaköll.
Undir þessa ályktun skrifuðu safnað-
arfulltrúar í Mýrdal o.fl. og sendu
biskupi.
Þessi afstaða Mýrdælinga í kirkju-
málum var næsta eðlileg. Þeir höfðu
ætíð haft tvo presta í Mýrdalnum, og
þótt annað kallið væri autt í bili var
hægurinn hjá að fá hinn prestinn til
þjóiiustu þegar hann var innan sveitar.
Allt öðru máli var að gegna þegar slíka
þjónustu þurfti að sækja austur yfir
Mýrdalssand eða út yfir Sólheimasand
með óbrúuðum stórvötnum á báðum
þessum eyðimörkum.
lEynisþing mun hafa þótt með
betri brauðum sunnan lands, eða a.m.k.
í meðallagi. í bauðamatinu frá 1868
var það næst-hæstmetna brauðið í
Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi. — _
Kirkjubæjarklaustur eitt hærra. í
þessu brauði voru ýmsir merkisprestar,
en ekki verður nema fárra getið hér í
þessum þáttum.
Séra Gamalíel Eyjólfsson
H ann var prestur í Reynisþingum
Eftir séra Gisla
Brynjólfsson
fyrir og um 1600, og er með vissu á
iífi 1608, en annars er harla fátt um
hann kunnugt. Hann bjó fyrst á Reyni,
en síðar á Heiði í Mýrdal. Svo sagði
dr. Jón heitinn Þorkelsson þjóðskjala-
vörður eftir Þorgerði Loftsdóttur, gam-
alli ekkju á Litlu-Heiði, að séra Gamal-
íel hafi orðið úti á Arnarstakks'heiði í
frosti og snjó, og hafi fundizt þar látinn
undir steini á heiðinni, en þá er hann
var villtur orðinn hafði hann pjakkað
með broddstaf sínum á steininn vísu
þessa:
Ein er kindin úti í vindi
ef illa fer,
stafirnir vindir standa blindir
á steini hér.
Geti þess lýðir, að gert hefur smíðið
Gamalíel.
Magnús Hákonarson, Vík í Mýrdal.
Sonur séra Gamalíels var séra Jón, er
prestur varð eftir föður sinn í Reynis-
þingum, og bjó á Heiði fyrir og eftir
1630, en hann hefur hingað til verið
svo ókunnur, að engin prestatöl þekkja
nafn hans.
(H. Þ.).
Séra Björn Þórðarson
S r. Björn Þórðarson var prestur í
Reynisþingum árin 1650—54. Hann ólst
upp á Lundi í Borgarfirði hjá sr. Eyjólfi
Jónssyni og Katrínu Einarsdóttur móð-
systur sinni. Síðan fór hann í skóla og
var haldinn á dögum Brynjólfs biskups
eitt hið skarpasta höfuð, sem var í Skál-
holtsskóla. Vígðist hann 19 ára til Reyn-
isþinga 1650. En ekki nutu Mýrdælingar
lengi þessa mikla gáfumanns, því að
4 árum síðar féll hann í barneignarmál
með Elínu nokkurri Árnadóttur. Það
barn vildi sr. Björn ekki meðganga, en
Elín sannaði sögu sína með eiði og
hlaut sr. Björn því að missa kjól og
kall. Gaf hann sig þá í lausamennsku á
Hjallasandi undir Jökli. Þar eignaðist
hann annað launbarn.
Árið 1668 fór sr. Björn utan til að fá
uppreisn og gekk sjálfur fyrir konung.
Hafði hann góða von um uppreisn, ef
hann gæti lagt fram það fé sem upp-
reisnarbréfið kostaði.
Kom hann út aftur félaus og leitaði
nú til góðra manna um aðstoð. Er sagt
að hann hafi farið í því skyni um allt
land nema Vestfjörðu og orðið vel
ágengt. Aflaði hann sér, með aðstoð
vina og náunga, 100 ríkisdala, sem
hann sendi út til Hafnar sem greiðslu
fyrir restitutionsbréfið. En það var eins
og það ætti ekki fyrir sr. Birni að liggja
að komast aftur í hempuna. Peningar
hans fórust á leiðinni eða m.k. komust
þeir aldrei til skila. Sr. Björn gaf því
upp alla viðleitni sína til frekari kenni-
mennsku. Hann kvæntist, gerðist bóndi
á Signýjarstöðum í Hálsasveit og hélt
þar skóla á vetrum „og undirbjó marga
góðra manna sonu í latínulærdómi og
góðri skikkan áður en þeir voru sendir
í skóla“.
Séra Jón Salómonsson
E ftir hinn skammæja prestskap sr.
Björns, tók Reynisþing maður, sem var
þaulsætnari í því embætti. Það var sr.
Jón Salómonsson, sem hélt þau í 42 ár
1654—96.
Þótt ekki færi eins illa fyrir honum
og fyrirrennara hans, hafði sr. Jón samt
ekki heppnina með sér í kvennamálum.
Mælt var, að hann hefði trúlofast
stúlku, sem fékk bezta orð af öllum
kunnugum. En þegar komið var að því,
að þau giftust, andaðist stúlkan.
Nokkru síðar skal hann hafa lofazt
annarri stúlku, jafnvel systur hinnar, en
þá er sagt, að hann hafi komizt í kunn-
ingsskap við bústýru sína og hafi þá
stúlkan sagt honum upp og þá hafi hann
komizt í ýmsar kröggur. En ekki ber á
öðru en hann haf i komizt klaktolaust út úr
þessu kvennastandi. Segir í Æviskrám,
að sr. Jón hafi verið tvíkvæntur og átt
a.m.k. tvær dætur með seinni konu
sinni.
Á prestastefnu á Þingvöllum 1693 bar
sr. Jón fram mörg mál í spurningar-
formi til úrlausnar fyrir prestastefnuna
eins og t.d.
1. Hvort prestar væru ekki skyldir
að gegna boðum prófasts til Al-
þingisprestastefnu.
2. Hvort líðast eigi árlegur skortur
á brauði og víni af þeim, sem
það eigi að leggja til.
3. Hvort menn hafi leyfi til að byrja
ferð sína frá sóknarkirkju sinni
á laugardegi eða sunnudags-
morgni.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
9. janúar 1966