Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Qupperneq 9
mmm ’Phw mm *mu«- im- HAHUUEWSOfl- Þfí rí/ÍLTl SAMLERi: 5KJÖTT FERR 5ÖLIN. ÖKH/ER SVÁ SEH HOW S"£ OK Elfll MYNOI HON VA MEIR HVfíTA GÖNGUNNl' AT HON HR/EDDISK G>ANA SINN. >A smrar harr: eí<4« er þat" undarhgt; AT HON FARI AKAFLIGA.NÆR GENGR 5A, ER HANA S/EKIR, OK ENGfíN ÚTVEG A HON NEMA RENNA UNDfíN. ÞA M/ÍLTI GANCLE.RK WVERR ERS*A, ER HENNI GERIR ÞANN ÖHfíKA ? H'ARR SEQIR! ÞAT ERU TVEIR ÚLffíR. OK HElTlR SÁ, ER EFTiR HENNI FERR, SKOLL . HANN URÆDISK HON, OK HfíNN MUN TfíKfí HfíNA. £N 5A HflTlR hlATl HRÖÐVITNISSDN, ER FiRlR HENNI HLEYPf?, OK VILL HAls/N TAKA Ti/NGLIT, OK SV'A MUN VERÐA. :-------*---- ÞA M/ÍLTI GANGLERi: MVER ERÆTT ÚLFANNA ? HÁRR SECIR: GYCR EIN JíYr FVRlR AVSrfíN MIÐCARÐ 'I ÞE7M SKöqi, ER JARN VlDR HEITlR.'» ÞEIM ÍKCX;/ BYGOJA PÆR TRDLLKONVR, ER JARNVIÐJUR HEITA. OK SVÁERSAGÍ, flTAf/ETTINNl VERÐR SÁ ElNN rí'fiTTKASTR.EK KfíUfíOR ERrí'fíNAGfíRríR.HfíNN FVLUSKMEÐ fJÖRVI ALlRA W/RA MANNA. ER DEYJA, OK HANNGLEYPIR TUNGL, £N STÖKKVlR BLÓÐI HIM/N OK LOPT ÖLL. ÞAÐAN T^N/R ÍÓL 5KINI S'/NU, OK VINDAR ERU ÞA ÖKYRRIR 0K GNÍJfí HEOfíN OK HANDAN. ---------------------- Séra Brynjólfur Jónsson 4. Hvemig reisa eigi slcorður við skrafi og skvaldri og hirðuleysi í heyrn Guðs orðs á helgum dög- um við kirkjuna og hvort leyfi- legt sé að sóknarfólkið sinni ver- aldtegum erindum við kirkju eft- ir messu á helgum dögum. Benda þessa fyrirspurnir til þess, að sr. Jón hafi verið árvakur og reglufast- ur í embætti sínu. Er ekki að efa, að vel hefur verið rækt hirðisstarfið í Reynisþingum í prestsskapartíð hans. Seinustu 5 seviár sín, 1'691—96, var séra Jón prófastur í Skaftafellssýslu. Séra Daði Guðmundsson N okkru eftir miðja 18. öld kemur sá prestur í Reynisþing, sem sjálfsagt hefur orðið Mýrdælingum næsta minni- stæður. Það var sr. Daði Guðmundsson. Hann bar nafn afa síns, sr. Daða Halldórssonar í Steinsholti, hins fræga barnsföður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur. Nokkuð var Daði yngri brokkgengur í æsku. Komst hann í klandur í Skál- holtsskóla og var vikið þaðan fyrir of- beldi við Eirík nokkurn Guðmundsson, sem dvaldist í Skálholti veturinn 1729— 1730 til að hressa upp á lærdóm sinn svo hann gæti fengið vígslu. Engu að síður náði Daði stúdentsprófi og fékk predikunarleyfi hjá biskupi, sem þá var Jón Árnason, bindindis- og reglumaður mikill. En ekki var ein báran stök. Þegar Daði var við sjó- róðra suður í Höfnum steig hann í stól- inn í Kirkjuvogskirkju. En svo óheppi- lega vildi til, að hann var ekki með öllu allsgáður, er hann flutti predikun sína yfir Hafnamönnum. Og það sem verra var, það barst til eyrna herra biskupsins og þá var ekki að sökum að spyrja. Segir hann í bréfi til Daða af þessu tilefni, að það sé fjarri sér að vígja þann mann til prestsskapar, sem væri svo hneigður til brennivínsdrykkju þá efni og tækifæri gæfust. Gekk í nokkru stappi fyrir honum að ná vígslu, svo að þó hann fengi veitingu fyrir Keldna- þingum hjá amtmanni í marz 1736 varð ekkert af prestsskap hans þar. Þess f stað sneri hann sér að búskap, fyrst í Árbæ á Rangárvöllum, síðar á Lamba- felli undir Eyjafjöllum. Ldks náði hann vígslu er hann fékk Stóradal og var vígður 18. maí 1750, kominn undir hálf- fimmtugt. Eftir sex ára veru þar hafði hann svo brauðaskipti við prestinn í Reynisþingum og hélt því kalli til dauða dags. Séra Daði varð prestur í Mýrdal um sama leyti og sr. Jón Steingrímsson flutt ist suður í Reynishverfi. Höfðu þeir vitanlega margvísleg samskipti og varð vel til vina. í Ævisögu gefur séra Jón svofellda lýsingu á sálusorgara sínum: „Var hann ei búsæll maður, og var oft hjá mér í Hellum; tók ég svo oft af honum börn hans til skiptis. Hann var gleðimaður og söngmaður mikill, sem átti vel við geð mitt, fyndinn og lög- skýr, en veitti ei af, hjá honum fyndist ei vanþakklæti, þá honum líkaði ei all- ar viðgerðir. Lét ég það aldrei á mér festa, því að hann var prestur minn, þar breyzkleika presta eiga sóknarbörn gjarnan að yfirstíga vegna embættis þeirra. Stóð hann mér sem kunni móti vondum mönnum og svo í embættis- verkum mínum, og ég svo einninn sér- deilis, þá hann var orðinn blindur og héldum vinskap til dauðadags“. Þegar sr. Jón Guðmundsson í Sól- heimaþingum varð að láta af embætti árið 1760, var sr. Daði settur yfir allan Mýrdalinn. Hlaut hann þá að taka sér aðlstoðarprest, því að þóbt hann væri ek'ki eldri en þetta var hann bæði digur og ístrumikill, 24 fjórðungar á þyngd, svo að það gefur að skilja að honum hefur ekki verið létt um ferðalög. (Fjórðungur er tæp tíu pund). Því er eftirfarandi samnsetningur hafður eftir manni einum, sem á að hafa mismælt sig mjög: „Það má vera sterkur Daði, sem ber hann séra hest allan daglangan vorinn og kemur kvöldgóður heim að jafni“. Falaði nú sr. Daði Jón Steingrímsson fyrir sinn kapilán, „hvað ég kona mín aftókum", því að sr. Jón vildi ei vera klerki undirgefinn „vegna hissugra skapsmuna hans“. E n enginn má sköpum renna. Jón Frú Ingunn Eyjólfsdóttir með þrjá elztu syni þeirra hjóna, Jón, Pétur og Boga. 9. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.