Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1966, Side 11
J,C3i7-- n Hinn ósanngjarni Framhald af bls. 4. detta í hug að fara til Missisippi", voru xnyrtir, en þeir dóu ekki til einskis." ★ ★ ★ „IVIeginþáttur þessa viðfangsefnis er augljóslega: Hvað á höfundurinn við xneð „sanngjörnum“ og „ósanngjörnum“ . . . . Ef hann með orðinu „ósanngjarn" á við þann sem lætur sér ekki nægja orð annarra, heldur leitar frekari sann- ana .... þann sem er stöðugt á verði og óánægður með vísindalegar niður- stöður (bæði á sviði þjóðfélagsmála og raunvísinda) og reynir að leiðrétta vill- urnar, eða þann sem viðurkennir, að xnaðurinn er langt frá því að vera full- kominn, og langar til að bæta þar um —■ þá er hinn „ósanngjarni" vissulega fremri þeim, sem tekur öllu eins og sjálfsögðum hlut. Galilei, Newton, Ein- Stein, Fermi og Kennedy voru allir „ósanngjarnir“ samkvæmt þessari skil- greiningu. Þeir hafa vissulega stuðlað að framförum. Og álíti höfundur, að orðið „ánægður" sé aðeins samheiti orðsins „afskiptalaus“, þá hafa allir ónægðir menn afrekað sama og engu. Samt sem áður er einnig unnt að ’benda á, að Hitler var óánægður, svo og Sesar, Napóleon og Stalin auk ann- arra harðstjóra. Ef höfundur leggur þessa meiningu í orðið „ósanngjarn" hefur hann rangt fyrir sér“. ekki verið gæddur slíkri sérhyggju, kynnu menn enn að álíta jörðina flata. Wright-bræðurnir voru sannarlega uppreisnarmenn. Almenningur hæddist að hugmynd þeirra um, að maðurinn gæti flogið eins og fuglar himinsins. Jafnvel stærstu fyrirtæki álitu hugmynd iþeirra svo fjarstæða, að þau létu sér ekki til hugar koma að smíða vél sam- kvæmt fyrirmælum bræðranna .... Þegar litið er á heildina, sést þó, að heimurinn byggist ekki bara á sér- hyggju. Slíkt gæti leitt til sundurþykkju og allsherjar upplausnar. Þess í stað verður að vera heilbrigt jafnvægi milli samhygðar og sérhyggju.“ „E ★ ★ ★ „E: ★ ★ ★ f litið er til baka yfir söguna, má sjá að bak við næstum hvert spor í framfaraátt eða hverja uppgötvun var uppreisnarmaður . . . Við vitum, að á tímum Kólunibusar var sú skoðun ríkj- andi, að jörðin væri flöt og ef farið væri of langt, félli maður fram af jarðar- brúninni í eilífa gleymsku. Kólumbus nda þótt unnt sé að rekja flest- ar þjóðfélagsframfarir til hins ósann- gjarna manns, gæti hann ekki náð þess- um árangri nema fyrir tilstuðlan hins sanngjarna manns; hann er því ekki fremri hinum sanngjarna. Ósanngjarni maðurinn er skapandinn, sanngjarni maðurinn er framkvæmandinn.......... Báðar mánngerðir eru því óhjákvæmi- leg forsenda þjóðfélagsframfara .... I sameiningu hafa þeir hafið mannkyn- ið af frumstæðu stigi hellisbúans á hið margbreytilega þjóðfélagsstig nútímans." ★ ★ ★ „Væru aðeins sanngjarnir menn í heiminum, mundi hann brátt líða und- ir lok. Ósanngjarnir menn hafa lag á að koma sér og samfylgdarmönnum sín- um í hlægilega og oft hættulega að- stöðu. Þó þeir reyni ávallt að laga heim- inn eftir sínu höfði, breyta þeir oft á verri veg og hindra á þann hátt fram- farir í stað þess að örva þær. . . . Ósann- gjarnir menn sjá gjarna aðeins aðra hlið mála og láta því sannleikann lönd og leið. Sanngjarn maður hugsar gjarna mál til enda, áður en hann hefst handa um framkvæmd þeirra, og dregur þannig úr líkum fyrir villum eða óréttlæti. En hann kann þó að vera svo sanngjarn, að hann taki aldrei neitt mikilvægt fyrir hendur af ótta við að breyta rang- lega....... Það er skoðun mín, að hinir sann- gjörnu menn séu hinum ósanngjörnu miklu fremri hvað snertir gáfur og al- menna skynsemi. Hins vegar þarfnast veröldin nokkurra róttækra manna til að halda öllu gangandi". „ JMtllar framfarir, hvort sem þær eiga sér stað í skólastofunni eða í þjóð- félaginu, eiga rætur að rekja til þess, sem hugsar sjálfstætt. Veki hann með efa sínum á viðurkenndum málefnum menn til um umhugsunar um gildi þeirra, leiðir hann menn nær sannleik- anum og stuðlar að framförum. Almenn- ingur kann að kalla hann ósanngjarnan, en svo er ekki; hann hefur yfirburði. .... Kópernikus trúði, að sólin væri miðpunktur alheimsins, en ekki jörðin. Hann var í andstöðu við almenn sjónar- mið þegar hann reyndi að halda fullyrð- ingum sínum til streitu til þess, eins og höfundur orðar það, „að laga umhverf- ið etfir sér“. Kópernikus var ef til vill talinn „brjálaður", og á hans tímum voru menn oft pyndaðir fyrir að ganga í berhögg við almennt viðurkenndar skoðanir, en hann stuðlaði að framför- um. Aðrir sem stuðluðu að framför- um með því að efast um viðteknar skoð- anir voru Pasteur og Darwin. Ef tilveran byggðist aðeins á sann- gjörnum mönnum stæðum við ávallt í stað. Þess vegna eiga allar framfarir rætur að rekja til ósanngjarnra manna“. ★ ★ ★ „ Þegar við nú á tímum lítum um öxl yfir rás mannkynssögunnar, er aug- ljóst að ósanngjarnir menn hafa ekki aðeins haft áhrif á samfélag síns tíma, heldur allt fram á okkar dag. Menn eins og Benjamín Franklin, Louis Pasteur og fleiri, sem féllu ekki að aldarhætti sinna tíma, hófust handa um að bæta ástandið. Hefði Benjamín Franklin látið sér lynda að vinna á síðkvöldum við flökt- andi kertaljós og skaða með því sjón- ina, lýstu rafljós ef til vill ekki upp heimili okkar nú. Hefði Louis Pasteur sagt, að sér stæði á sama þótt fólk lét- ist af völdum mjólkurgerla, væri mjólk- in ekki gerilsneydd nú. .... Þegar við lítum á veröld nú- tímans, stöðugt hrjáða af vesæld og vandamálum, eigum við þá ósk heit- asta að á ókomnum dögum muni einnig koma fram „ósanngjarnir" menn, sem haldi áfram að umbreyta veröldinni mönnunum til velfarnaðar". H Lugtök eins og sanngjarn og ð- sanngjarn kunna að vera helzti afdrátt- arlaus, þegar rætt er um menn og mann- félag. Orðið „ósanngirni" ber að skýra afdráttarlaust. Sé með orð- unum „ósanngjarn maður“ átt við þann, sem er forvitinn, friðlaus, þegar hann veit af óleystum vandamálum, met- orðagjarn og ákafur, er auðveldara að skýrgreina vandamálið. .... Skipið hinum ósanngjarna manni á bekk með sínum líkum. Af þessu mundi spretta samfélag, sem væri stöðugum breytingum undirorpið. í samfélagi þessu yrðu örar vísindalegar framfarir og tíð stjórnarskipti. Brátt mundu vísindaöflin og stjórnvaldið ber- ast á banaspjót og allur vandi vera óieystur. Skipið hinum sanngjarna manni sess í þessu samfélagi og málum er borgið. Beggja er þörf. Hinn ósanngjarni maður uppgötvar, hinn sanngjarni varðveitir. Bæði loginn og ljósastikan verða að vera til staðar. Án annars mundi jörðin farast í allsherjar loga. Án hins væri allt húlið eilífu niyrkri." 9. janúar 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.