Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 1
Ettir Ronald og Beatrice Gross etta var árið 1906. í kjall- ara leigukassa nokkurs í fátækrahverfi í Rómaborg gekk hópur af tötralegum, óþægum krökkum inn í lítt búið herbergi, sem átti að verða leikskólinn þeirra. Þau litu á kennarann sinn tortryggnisaugum. Þessi kennari var Maria Mont- essori, fyrsta konan sem tekið hafði læknapróf frá ítölskum háskóla og var full áhuga, greindar og ein- beitni. En auk þess, sem hún var óvenju vel af guði gerð, hafði hún fundið upp merkilega uppeldisað- ferð. Innan fárra mánaða voru nem- endur Montessori orðnir eftirtekt- arsamir, vingjarnlegir, þokkalega Maria Montessori klæddir og til fyrirmyndar í hví- vetna. Og svo voru þeir að læra - og það fljótar en afkvæmi menntaðra foreldra af millistéttunum, sem gengu í venjulega skóla. í dag eru uppeldisaðferðirnar, sem Montessori notaði í „Barnaihúsinu" sínu, í miiklum uppgangi og endurreisn um öll Bandaríkin. Bækur hennar, sem voru löngu uppseldar, eru nú gefnar út aftur. Margir uppalendur telja, að Montes- sori-aðferðirnar og skilningur þeirra geti bætt úr mörgum grundvallargölium í barnaskólum Ameríku. Foreldrar í New York, Ohicago, Washington, Los Angeles, Houston, St. Louis, Bhila- delphia — fjölmörgum stórborgum — sem þrá að láta krakka sína læra lest- ur, skrifit og reikning — hafa komið upp meira en hundrað Montessori-skól- um á síðastliðnum sex árum Engin kennsluaðferð hefur vakið svipaða 'hrifningu í Bandaríkjunum siðan á þriðja áratug þessarar aldar, þegar einkaskólar tóku að beita sér fyrir raun- hæfri kennslu. Þessi endurreisn Montessori-aðferðar- innar er ekki annað en einn þáttur Iþeirrar endur'bótaöldu, sem nú flæðir yfir kennslumélin í Bandaríkjunum og íbyggist sumpart á óttanum við, að þeir skólar, sem þegar eru til, þroski ekki fullkomlega haafileika nemendanna. Þessi ótti hefur verið staðfestur af ný- legum gögnum sem uppalendur og sál- tfræðingar hafa lagt fram og sýna að þriggja, fjögurra og fimm ára börn þarfnast'* skólakennslu og hafa gott af henni. Og áhangendur Montessori-að- ferðarinnar reyndu að fé því framgengt, að börnuim sé kennt meira og á yngra aldri með 'því að brey'ta andilegum hæfi- leikum þeirra í raunverulegan lærdóm. Hvað amerísk börn snertir, eru Montes- sori-aðferðirnar sérstaklega þýðingar- miklar, að því er tekur til „menningar- snauðra“ barna — fátækrahverfabarn- anna í stórborgunum, sem eru nú aðal- óhugamál Joihnsons forseta í baráttu hans við örbirgðina. M ITJ.ontessori-aðferðin byggist á mörgum aðgreindum hugmyndum. Enda Iþótt skólarnir fari í rauninni ýmislega að því að framkvæma kenningarnar — og þessi mismunur grammdist stundum hinum sitjórnsama kveniiækni — þá eiga allir áhangendur aðferðarinnar sameig- inlega heimspeíkisiteínu. byggða á þrem Með því að binda fyrir augun á barninu, er því gert erfiðara að greina hluti, en jafnframt verður verkefnið skemmtilegra og skerpir skynfærin. grundvallaratriðum. Þessi atriði eru: frumbernskan, námsumihverfið og hlut- verk kennarans. Montessori hafði þá trú, að frá fæð- ingu ti,l sex ára aldurs hefði barnið „móttækilegan huga“, sem veitti því mikinn 'hæfileika til skipulegrar vinnu, og mikla námsþrá. Hún hélt því fram, að einkum væri tíminn frá þriggja til sex ára aldurs „næmt“ tímabil, þar sem börn in gæitu haf't mjög gott af raunverulegri þekkingu. Montessori hélt því fram, að ef skól- inn hagnýti þetta næmi-timabil muni hugur barnsins þroskast innan fná. Eðlilega leggur barnið sjálft til fram- kvæmdaihjvatann. Ýtni af 'háifu hinna fullorðnu er í litlum metum og sömu- leiðis öll hópmennska. Þess í stað velur 'barnið sér sjál-ft viðfangsefni, vinnur með sínum eigin hraða og teikur sínum eigin framförum í óskipulögðum skóla- deildum, sem ná yfir þrjú ár. Útkoman af þessu verður — ef trúa má Montes- sori-dýrkendum — óháð börn, full sjálfstrausts, sem eru fús til að takast ó við verkefni. Skyld þessu trúarkennda áliti á barna- þroska er hlýðni við annað undirstöðu- alriði Mioratessori-kenningarinnar: hið „undirbúna“ um'hveríi. Samkvæmt kenningunni um, að „'hlutirnir séu 'beztu kennararnir“, leggur Montessori- kennarinn til kennsluálhöld, sem þroska, án þess að áiberandi sé, hæfileika barns- ins lil að sjá, finna oig greina sköpulag, hljóð og samsetningu. Síðar notar barn- ið svo efni og fremur ætfingar, sem und- irbúa það undir lestur, skrift og reíkn- ing. R Warn, háltfs þriðja árs eða þriggja óra, lærir „alvöruverk“, svo sem það að binda á sig skóna, þvo borð og opna dyrnar fyrir kennaranum. Það getur greint sundur hnappa með bundið fyrir augun eða stafað sandpappírsstafi með fingrunum. Krakkinn getur haft gaman af þessum æfingum og framkvæmt þær tímunum saman. Þannig lærir hann að uppfyila eiraföldus'tu þarfir og hlýða leiðbeiningum — sem er mjög mikils- verð kunná'tta fyrir þróun vitsins, eins og sáifræðingar hafa þegar bent á. Til dæmis að taka, þroska sandpapp- írsstafirnir 'handai'vöðvana til að skrifa. Síðan lærir barnið hljóðmynd hvers bó'kstafs, fer svo smámsaman að setja saman stutt orð úr hreyfanlegum bóik- stöifum, og getur svo síðar meir sett saman heilar setningar. Úr þessu rekur bnátt að því, að barnið fer að þurfa sögubækur tii að lesa sjálfu sér til ánægju í hinu strang-ihagnýta umhverfi Mont- essori-skóiastoifunnar eru engin þessara venjuiegu dýra, sem notuð eru sem leik- föng, heldur ekki brúður, bilar eða brúðuföt. Börn í „hreinum“ Montessori- skólum eru bundin við kennslutæki, sem hiún ihefur sjélf fundið upp og æt-luð eru til þess að bæla niður hiugmynda- filug og „þyikjast“-ieiki. Börn á ekki að fóðra á blekkingum, hélt Momtessori Fiamihald á bls. 8.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.