Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 13
Thomas Mann. mcimmu sinni. Ekki stóð sú dýrð þó lengi, því að móðirin giftist aftur ári seinna. Það lætur að líkum, að stjúp- faðirinn hafi ekki verið .B. litla sérlega kærkominn. Hann fylltist heift og reiði, og að kvöldi brúðkaupsdagsins þegar hjónin ætluðu að fara að hátta, kom í ljós, að piltur hafði læst hjónaher- berginu og fleygt lyklinum út um gluggann. Hann hafði þó ekki annað upp úr þvi en verða sendur svo til samstundis á heimavistarskóla, og þar mátti hann dúsa til 18 ára aldurs. Hinn franski sálfræðingur telur nú, að þessar aðstæður hafi tengt Baudel- aire móður sinni mjög sterkum böndum. Hann þráði hana alla tíð, en var einn- ig haldinn stöðugri tvíátt ástar og hat- urs í garð allra kvenna. Alla ævi gerði Baudelaire þrotlausar tilraunir til þess að fá móður sína aftur. Hann grát- bændi hana um að koma og gæða sig aftur von og kjanki. En Ihtún hafði ekki fyrr látið undan en hin hlið tilfinn- inganna kom fram á sjónarsviðið. Hann gat ekki stillt sig um að niðurlægja fhana, móðga og særa á alla lund og halda sýningu á spillingu sinni fyrir henni. Hann gat engar tryggðir bund- ið við aðrar konur en negra, betlara og vændiskonur og jafnvel þeim sýndi hann sína verstu hlið. Hann fullyrti, að konur eyðilegðu gáfur hans, en í 6endibréfum sínum, kvæðum og leik- xitum hyllti hann engu að síður kon- una, hina glötuðu móður. Hann virð- ist hafa verið haldinn þeirri áráttu að fyrirlíta þær konur, sem hann elskaði, og tilfærir höfundur greinarinnar mörg dæmi þessa úr skáldskap Baudelaires. etta sálarstríð skáldsins nefnir greinarhöfundur Orestes-duld eftir goð- sagnahfctjunni Orestesi, sem myrti Klýt- emnestru, móður sína, eftir að hún og elskhugi hennar höfðu drepið Agam- emnon, föður hans. Síðar játaði Or- estes glæp sinn og baðst þess að hljóta dóm. Þessa goðsögn telur höfundur sambærilega reynslu Baudelaires. Hann telur og, að ef B. hetfði ekki orðið skáld, hefði hann hæglega getað orðið móðurmorðingi eins og Orestes. Hitt dæmið, sem ég nefni, er ritgerð um Dauða í Feneyjum og höfundinn Thomas Mann. Höfundur greinarinnar heitir Heinz Kohut, Bandaríkjamaður, að ég held (2). Kohut notar þessa sögu til þess að sýna hver tengsl geta verið milli ytri aðstæðna höfundar og sköpunarverks hans. Þegar Thomas Mann skrifar sög- una, reynir mjög á sálarþrek hans, og hann er að því kominn að brotna. Asch- enbadh, söguhetjan í Dauði í Feneyj- um er Thomas Mann sjálíur. Mann sýnir hvernig Aschenbach, rithöfund- urinn og listamaðurinn, leysist upp inn- an frá, ef svo má segja, unz hann ferst að lokum. Kohut telur, að Thomasi Mann hafi tekizt með þessari sö.gu að skrifa sig frá sínu eigin vandamáli og forða sjálfum sér frá andlegu hruni. Ástæðurnar til þess, að svo mjög reyndi á Thomas Mann um þessar mundir voru þær, að systir hans hafði nýverið framið sjálfsmorð, og konan hans var sjúklingur á berklahæli. Þessi áreynsla veldur því, að sálarþróttur skáldsins dvinar. Þá taka frumstæðar kenndir að skjóta upp kollinum og andlegt hrun vofir yfir. Kohut rekur hér lýsingu Manns á Asdhenbach og sýnir fram á, •hvernig þær kenndir, sem taka stjórn á sálarlífi hans, verða skiljanlegar, ef stuðzt er við vissar staðreyndir úr bernskureynslu Thomasar Manns. E g hygg, að engum blandist hug- ur um, að rannsóknir sem þessar geti verið hinar fróðlegustu og markverð- ustu, ef vel er á haldið og varfærni er gætt um fullyrðingar og niðurstöður. En vitanlega ná þær skammt sem bók- menntaskýringar og ennþá skemmra sem fagurfræðilegt innlegg, enda var þeim aldrei ætlað það hlutverk. Mestur fengur hefur mér fundizt í þessari að- ferð, ef hún er notuð að öðrum þræði við samningu ævisagna rithöfunda og skálda. Með því móti er bezt hægt að tengja verk höfundarins lífssögu hans og persónuleika, svo að úr verði ein heild. Það hefur oft viljað við brenna í ævisögum merkismanna, að þær eru ritaðar af litlum sálfræðilegum skiln- ingi. Höfundarnir láta sér nægja að slá því föstu, að sá sem ritað er um hafi verið óvenjulegum gáfum gæddur, síð- an tekur hver langlokan við af annarri um samtíð mannsins, jafnvel er skotið inn sögu heilla héraða, þjóða og tíma- bila, og að lokum rekur lestina upptaln- ing á afrekum söguhetjunnar ásamt til- heyrandi lofgerðarrollu. Lesandinn skil- ur við fi’ásögnina, án þess að hafa feng- ið nokkra tilfinningu fyrir grundvallar- atriðunum: mótunarsögu óvenjulegs persónuleika, sem fullþroskaður fæddi af sér afrek og atburði fyrir eins konar innri nauðsyn, sem skilst, þegar per- sónuleikinn og mótunarskilyrði hans hafa verið rýnd í kjölinn. Þetta finnst mér að gæti orðið okkur íslendingum nokkurt íhugunarefni. Hér er mikið ritað af ævisögum, eins og allir vita. Yfir- leitt er auðvelt að afla heimilda, en oftast nær hörmulega farið með efnið. Engu að síður hefur hin pathograf- iska aðferð marga annmarka. Sumir þeirra stafa frá þröngsýni þeirra, sem aðferðinni beita, aðrir eru fólgnir í að- ferðinni sjálfri. egar lesnar eru bækur og rit- gerðir sálkönnuða um skáld og rithöf- unda, fær maður oft ekki varizt þeirri hussun, að það sem fyrir höfundinum vakti hafi verið það eitt að færa sönnur á ákveðin atriði í kenningum sínum. Oft verður niðurstaða ritgerðarinnar engin önnur en sú, að sá, sem um var ritað, hafi verið haldinn sterkri ödi- púsduld, anal-fixeringu hómóerótiskum tilhneigingum eða einhverju öðru á- móta Slík skrif eru, held ég, harla gagnslítil, því að venjulega eru bók- menntaverk fremur lítilfjörleg sönnun- argögn í þessu skyni, a.m.k. er enginn hörgull á öðrum betri, og auk þess verða engar sönnur færðar á það, að skapendur bókmennta og lista séu þjáð- ir þessum vanheilindum að meira marki en annað fólk. Eitt er a.m.k. víst, og það er, að ekki er það af þeim sökum, sem þeir ná tökum á listgrein, heldur af einhverju öðru, sem erfiðlegar hefur gengið að skýra. Svo að vitnað sé í áð- urnefnda grein um Baudelaire, mætti spyrja: Ef Baudelaire gat ekki orðið nema annað af tvennu: skáld eða morð- ingi, hvernig stóð þá á því, að hann varð skáld íremur en manndrápari? Ég vil þó halda því fram, að þessi annmarki sé ekki fólginn í rannsókn- araðferðinni sjálfri, heldur sé hér um að ræða fallgryfju, sem vel sé hægt að forðast, eins og reyndar oft hefur verið sýnt. LAUSN JÓLA-MYNDAGÁTU Fleiri lausnir bárust að verðlauna-myn dagátunni en nokkru sinni fyrr. Þegar dregið var um verðlaun, komu upp þessi nöfn: Kr. 1000,00 hlýtur Þuríður Skeggjadóttir, Geitagerði, pr. Egilsstaðir. Kr. 500,00 hljóta Sigurður Kristjánsson, Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu, og Sig- urjón Rist, Hjarðarhaga 60, Reykjavík. 30. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.