Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 14
■ Vk m mm ^Tu^iusonAR mi - HAHutwssw EIH ERMEÐWSUM,EMÖk/MUR M££>HRIM- þURSVM, Þ/IRSEM FORÐVM VAR Q/NMWÍA- C,Ap, (N ÞRipjA STENPR WFIli MiFí-HEIM/, OK VNDIR ÞEIRI Rbr ER WV£RC£LMIR,£a/ M/ÐH'ÓQCiR CMflCAR MEÐAM 7?ÓT/a/A. £N VND/R ÞEIRI Röf, ERT/L HR'/MÞVRSM HORFIR. ÞAR ER MIMISBRUNNR , ER SPEKT 0K AfAMV/T £/? '/ fóLCIf; Ö/C HEIT/R ÍÁ M'/MIR, £R A I5RUNNlNN. HANM ER FvllR fíF V'/SEMDUM/ FVRIR ÞV/ AT HANM DREKKR ÓR 8RVAJM- IMUM AF HÓRMÍMV <i>IALLARHORMl. * ÞRIEUA RÖT fíSKSINS STENDR 'A H/MMI, OK UMDIR Þ£|R( RÖf £R CRUMMR Sfl.ERMÖKER HE/LACJR, £R Hé/7/R URÐAR- BRUMNR. ÞAR EICU COÐ/M DÓMSTAÐ S’/MM. HVERN DÁC R'lOA /£SlR ÞAWCAT UPP UHBIFRÖST.tfON HEITIR OK 'FlStSRÖ. MestaR 'asamma heiíasva-. SLEIPAIIR ER BAZTR, HANN'A 'ODlNN, - F/ANM HEA/Æ ÁTTA TÆTR, — ANMARR ER CLADR, 3. CVLLIR, V. CLEWR, 5. SKEIÐ- BKIMIR. b- SlLFRINTOPPR, J. SINlRt ?.<JíSL,9. FALHÖFNIR, lO.QULLTOPPR H.LETfFETl. BALDRS HESTR VAI? MENNDR HE&HVNUrt............ ÞAR KOM ALFÖÐR OK BEIDDlSK EINS DRVKKJAR AF J3RUMNINUM, £N HANN FEKK EIGI, FVRR ÍN HANm LAAÐI AUCA SITT AT V£DI. £N ÞÓRR QENCR T/L VoMSINS OK VEDR ÁR ÞÆR, £R SVÁ HElTfí: KÖMT OK ÖRMT OK KERLAUÚARTV/ER ÞÆR 5KAL ÞÓRR VADA MC HVERN, ES HANN DÆMA £E/?P fiT ASKI YQQDRASILS, ÞV/ 4T ftS0Rl> WENNR ÓLL LOQA, HEILUQ VÖTN HLÓA- rn J Annar annmarki er sá, að aS- ferðin er afar neikvæð eins og nafn- giftin „pathographia" ber með sér. Sú forsenda er í upphafi lögð til grund- vallar, að bókmenntalegar tilhneiging- ar stafi frá sjúklegum eiginleikum eða óleystum vandamálum í fari höfundar- ins, og síðan er sálarlíf hans krufið á sama hátt og væri hann sjúklingur. Þessi forsenda er vafalaust mjög hæp- in. Væri hún rétt, yrði í rauninni að telja alla list óheilbrigða og gera ráð fyrir eða stefna að því að lækna mann- kynið af slíkum kvilla. Óneitanlega hefur þessi skoðun legið í loftinu á stundum meðal sálkönnuða og annarra, sem kynni hafa haft af stefnunni. Sú spurning hefur oft verið rædd, hvort það geti ekki eyðilagt s-káldgáfuna, að skáld gangist undir sálkönnun. Og er ljóst á hvaða forsendum slík spurning er reist. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að skáldum og rithöfundum er al- veg hættulaust að láta kryfja sig á þann hátt, ef þeir þarfnast þess. Sýnir það að eitthvað mun vera bogið við kenn- inguna. Reyndar er rétt að taka það fram, að svarið er öllu flóknara en það gæti virzt við fyrstu sýn. Til er sægur af fólki, sem lítur á það sem hlutverk sitt og köllun að fást við skáldskap og listir, en nær þó aldrei neinum veru- legum árangri. Þá kemur þráfaldlega í ljós við sálkönnun, að þessar tilraunir reynast vera taugaveiklunargrillur, sem gufa upp, þegar viðeigandi lækningu er beitt. Sálkönnun getur gert slíku fólki góðan greiða, hjálpað því til að finna hæfileikum sínum aðra farvegi — og létt miklum leirburði af listunnendum. En einnig ber við, að hæfileikamenn á sviði lista þarfnast aðstoðar. Alkunn- ugt er fyrirbæri, sem nefnt hefur veriö „writer’s-block,“ — eða ritstífla, Snjall- ir og afkastamiklir rithöfundar missa skyndilega hæfileika til að skrifa. Enn- fremur eru ekki ótíðar hliðstæðar trufl- anir hjá hljómlistarmönnum, sem geta ekki lengur slegið nótu, jafnvel lam- ast á fingrum eða handlegg. Sálkönn- un getur komið þeim mönnum aftur til starfa, án þess að skerða á no-kk- urn hátt skáldgáfu þeirra. Að vísu er erfitt að fá öruggar heimildir um, hvaða listamenn hafa fengið sálkönn- un, því að venjulega er ekki haft hátt um það, en þó veit ég, að sálkönnunin hefur lengt listamannsævi nokkurra manna, svo sem Knuts Hamsuns, Stefans Zweigs, Thomasar Manns, Gust- avs MaiMers, Arthurs Millers, svo að nokkrir séu nefndir. E ins og fyrr var getið, taldi Fre- ud, að sálkönnun gæti hvorki útskýrt eðli listar né sköpunarhæfileika manns- ins. Og lærisveinar hans létu sér lengi nægja að feta í fótspor hans. Patho- graphiskar ritgerðir flæddu í stríðum straumum úr pennum þeirra, en svo ekki meir. Fáar tilraunir voru gerðar til þess að brjóta málin betur til mergj- ar, t.d. með þwí að reyna að finna ein- hvern sálrænan samnefnara fyrir lista- menn. Reyndar læddist sú skoðun smám saman inn, sem óhjákvæmileg afleiðing þessarar rannsóknaraðferðar, að list- hneigð og skáldskapariðkun væri e.k. taugaveiklun, en annars voru menn í nokkrum vandræðum með hvernig líta bæri á málið. Sá 'fyrsti af fylgismönnum Freuds, sem braut hefðina og reyndi að kanna iistamannseðlið, var sálfræðingurinn Ottó Rank. Raunar er líklega fullmikið sagt, að hann hafi kannað listamanns- eðlið, því að hann gerði lítið annað en kveða upp úr með þá skoðun, sem lá í loftinu. Snemma á öldinni kom út lítil bók eftir Rank, sem hét „Der Kúnstler" (3). Þar hélt hann 'því fram, að list og listhneigð væri að uppruna til kynferðislegs eðlis. Listamaðurinn var að hans áliti taugaveiklaður mað- ur, er n-otaði listina sem útrás fyrir s.|ikleika sinn. í stað þess að finna sjúklegum hugarórum framrás í raun- verulegum sjúkdómseinkennum (s.s. ihræðslu, áráttu, líkamstruflun o.s.frv.), fengu þessir sömu órar framrás í lista- verkum. Listaverkin voru sjúkdómsein- kenni listamannsins. Astæðan til þess að fólk nýtur listar er sú, að það er einnig taugaveiklað, og því léttir við að lifa sig inn í heim listamannsins eins og hann birtist í verkurn hans. Fræg er setning Ranks, sem hljóðar á þá leið, að hinn taugaveiklaði sé misheppnaður listamaður. I mislegt má um þessar skoðanir Ranks segja bæði með og móti, og rétt er að dveljast um stund við þær, þar sem þær hafa orðið býsna lífseigar. Þá er fyrst sú staðhæfing, að list og listhneigð sé að uppruna kynferðisleg. Eins og menn vita, skipaði kynhvötin hið veglegasta sæti í kenningum Freuds fyrr á tíð. Hann taldi hana eina aðal orkulind mannsins og að til hennar mætti rekja hinar margvíslegustu at- hafnir. Margar háleitustu hugsjónir mannsins og afrek, — og þá ekki sízt í bókmenntum og listum, taldi hann stafa frá göfgaðri kynhvöt. En svo hefst hinn mikli misskilningur, sem menn hafa tuggið hver eftir öðrum ára- tugum saman. Freud gaf kynhvötinni mun rýmri skýrgreiningu en tíðkaðist. Hann leit svo á, að kynhvötin væri til hjá einstaklingnum allt frá fæðingu og birtist í ýmsum myndum á þroskaferli mannsins. Hann rakti og gerði grein fyrir nokkrum þroskastigum, svo sem oral-kynferði, anal-kynferði og phall- ísku-kynferði. En þessu síðast nefnda þroskastigi nær einstaklingurinn á 5-6 ára aldrinum. Á kynþroska-skeiðinu sameinast pihallíska-kynferðið svo getnaðarhvötinni. Göf.gun kynhvatar er að mati Freuds ekki göfgun hinnar full- þroskuðu phallísku kynhneigðar, heldur göfgun frumstæðrar kynhneigðar, þ.e. oral- og anal-kynferðis, og sú göfgun fer því fram snemma í bernsku manns fyrir tilverknað uppalendanna. í raun og veru á því göfgun kynhneigðar sem aflvaki andlegrar starfsemi afar lítið skylt við kynferðismál, eins og þau eru venjulega skilin. Ef réttur skilningur er lagður í kenn- ingu Freuds, sé ég afar lítið afhugavert við hana, og því get ég vel fallizt á þennan fyrsta lið í skoðun Ranks, að því undanteknu, að vitaskuld er skylt að taka til greina seinni tíma viðbætur, þar sem gert er ráð fyrix- fleiri grund- vallarhvötum, sem á hliðstæðan hátt renna nokkur þroskaskeið, göfgast og verða aflvaki andlegrar starfsemi, auk þess sem einnig er nú gert ráð fyrir, að eðlishvatir geti breytzt á annan hátt en með göfgun. M J-"-! argir hafa sem sagt misskilið 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.