Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 4
Stjómmálafundurinn við Lagarffjútsbrú 28. júní 1908 Eftir Bjarna Halldórsson eturinn 1963 lá ég í sjúkra- húsi Akureyrar um tíma. Við hlið mér í næsta rúmi lá roskinn mað- ur sem um langt árabil hafði verið bóndi í sinni fæðingarsveit, Skaga- firði. Þetta var mikill skýrleiksmað ur og margfróður um sögu íslenzku þjóðarinnar á þessari öld. Hvorug- ur okkar var svo mikið veikur, að við gætum ekki notið þess að eiga viðræður saman, og var það óspart notað þann stutta tíma sem við vor- um þarna samtímis. Við vorum uppaldir sinn í hvorum landsfjórð- ungi, en það breytti engu, þessi skagfirzki bóndi var jafn fróður um menn og málefni hvar sem var á landinu. Eitt sinn barst í tal hið mikla stjórnmálamoldviðri, sem varð hér á landi sumarið 1908 út af sambandslaga „uppkastinu.“ Þá sagði ég honum, að ég hefði verið staddur á einum fjölmennum stjórn málafundi við Lagarfljótsbrú þetta sumar, þar sem margir þekktir menn leiddu saman hesta sína- Eitt hvað mun ég hafa drepið á það sem gerðist. En á eftir sagði hann: „Mik- ið átt þú gott að hafa upplifað að vera á svona fundi, ég öfunda þig af því-“ Síðar hefi ég oft hugsað út í þetta og reynt að rifja það upp sem ég man frá þessum fundi, sem því miður er lítið, því ég var ekk- ert pólitískur þá. En af því Kristj- án Albertsson rithöfundur minnist ekkert á þennan fund í ævisögu Hannesar Hafsteins, þá datt mér í hug að hripa niður nokkra punkta frá þessum fimdi: Til fundarins var boðað í blaðinu ,,Austra“, sem gefið var út á Seyðisfirði. Fundarboðið er dagsett 4. júní, og undir það skrifa 8 menn, allir af Héraði nema séra Björn Þorláksson á Dvergasteini. Auk hans eru þar séra Þórarinn á Val- þjófsstað, Björn Hallsson, Rangá, Run- óifur Bjarnason, Hafrafelli o. fl. Fund- urinn var boðaður 28. júní við Lagar- fljótsbrú að vestanverðu (enda var hann eingöngu boðaður af mönnum úr Norð- ur-Múlasýslu). Fundarstaður hafði verið valinn skammt frá vestari brúarsporðinum á holti, sem var með þurrum grasmóum í miðjunni, og voru þúfnakollarnir gott sæti fyrir áheyrendur. Austast á holtinu var melhryggur, og í hallanum vestan í honum var sléttur steinn nógu stór um sig til að vera ræðustóll, og höfðu tveir stórir torfuhnausar verið settir brekkumegin við hann, svo auðveldara væri fyrir ræðumenn að komast upp á steininn. Eitt bO'rð og tveir stólar höfðu verið fluttir á staðinn og frá þeim gengið til hliðar við steininn. Voru stólarnir ætlaðir fundarstjóra og ritara. Veður var hið fegursta allan daginn, enda kom það sér betur, því ekkert hús eða tjald var Jón Ólafsson neinsstaðar nærri til að skýla sér, ef út af bar með veður meðan á fundinum stóð. Norðan við móinn, þar sem mann- fjöldinn sat, var svolítill klettur sem hallaði norður af, svo auðvelt var þar að ganga upp á hann. Ég hafði aldrei á stjórnmálafund komið og hefði eflaust ekki heldur verið þarna þennan dag, ef svo hefði ekki á staðið að ég var búinn að ráða mig í kaupavinnu til Jóns á Hvanná, og hann var búinn að gera mér orð um að mæta sér þennan dag við Lagarfljótsbrú, því þá yrði hann þar staddur. — Það var ekki fyrr en um nón sem fólk fór að tínast að. En þá komu stórir hópar í einu úr ýmsum áttum. Einna stærstur mun hópurinn hafa ver- ið, sem kom frá Seyðisfirði. (Seyð- firðingar voru nýlega búnir að halda fund hjá sér og skiptust menn þar líka í tvo flokka). Nokkur dráttur varð á því að fundur- inn hæfist, og voru menn á meðan að nota stundina til að staupa sig, því margir höfðu ferðapela í vasanum. Steindór Hinriksson á Dalhúsum var þarna mættur og að vanda nokkuð við skál. Hann skemmti fundarmönnum með því að birtast uppi á klcttinum og láta þaðan fjúka brandara, ýmist í bundnu eða óbundnu máli. Þrjár vísur fór hanp með sem ég lærði seinna, þær eru svona: Okkur þingið eykur vanda, uiiidur og skelfing,* það er satt. Menn eru þar í einum anda á alþýðuna að leggja skatt. Ef eg gæti allt sem vildi, um það hvellum róimi syng, emibættlingur enginn skyldi íslendinga setja þing. Ekki færir eru þjóna embættinu og þingi senn. Af oss rekum alla Jóna, alla presta og sýslumenn. S ól var gengin mikið til vesturs þegar Runólfur Bjarnason á Hafrafelli steig í ræðustólinn og setti fundinn. Hann tilnefndi sem fundarstjóra séra Björn Þorláksson á Dvergasteini, og ef enginn hreyfði mótmælum við því þá teldi hann það samþykkt. Séra Björn bað Jón bónda á Hvanná að vera ritara fundarins. Var svo gengið til dagskrár og tekið fyrir eina málið sem á dagskrá var: „Uppkast að millilandafrumvarpi milli Islands og Danmerkur“. Fundar- stjóri bauð Jóhannesi Jóhannessyni sýslu manni orðið til að innleiða umræður, enda var hann sá eini sem þarna var mættur af sendinefnd íslands. Ræða hans var hógvær en skýr, og túlkaði hann sjálfsagt vel gerðir millilanda- nefndarinnar frá þeirra sjónarmiði séð. Jóhannes var í sínum sýslumannsskrúða og sómdi hann sér mjög vel þar sem hann stóð í ræðustólnum og flutti mál Þorsteinn Erlingsson sitt af mikilli hógværð og stillingu. Ég hygg að það hafi verið á meðan Jöhannes var að tala, sem þeir komu tii fundarins Jón Ólafsson, Jón Jónsson frá Múla og Þorsteinn Erlingsson. Ég heyrði sagt að þeir hefðu verið með fundahöld í Austur-Skaftafellssýslu og * Talsmáti Steindórs. kæmu beint þaðan, og hefðu hraðað ferð sinni til að geta tekið þátt í fund- inum við Lagarfljótsbrú. Það var áður búið að fréttast að þeir væru væntan- legir á þennan fund, og voru margir farnir að hlakka til að heyra menn leiða hesta sína saman á þessum fundi, enda urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum. Nú rak hver ræðan aðra, og er mér ómögu- legt að muna í hvaða röð menn töluðu. Ræðurnar setti ég ekki á mig, utan þess að ég reyndi að fylgjast með ræðu Þorsteins Erlingssonar, af því mér þótti vænt um kvæðin hans og hafði lært mikið af þeim. Þorsteinn mælti á móti frumvarpinu og voru helztu rök hans þessi: ísland öðlast engin ný réttindi, fær aðeins viðurkenningu yfir fullveldi í sumum málum, gegn því að afsala sér réttindum yfir öðrum, eins og t. d. utan- ríkis- og hermálum, sem Danir eiga að halda í sínum höndum um aldur og ævi. — Þýðingin á danska textanum er víða villandi, t. d. Statsforbindelse sé þýtt sem ríkjasamband, en það þýði ríkis- heild. Og orðin „det samlede danske Rige“ þýði ríkissamband, en ekki veldi Danakonungs, svo Island sé eftir sem áður hluti af danska ríkinu! Jón Ólafsson var annar ræðumanna, sem ég reyndi að hlusta vel á og festa í minni hvað segði: Hann taldi að með „uppkastinu“ væri frelsi og sjálfstæði íslendinga vel tryggt, og hver sem nú brygðist íslenzku þjóðinni væri fordæm- ingar verður. „Þetta samningsfrumvarp býður íslendingum jafnrétti og sjálf- ræði. Það er rangt að telja það sjálf- stæðisskerðingu fyrir Island þótt Dan- mörk sé með sérstökum samningi falið að annast sameiginleg mál beggja ríkj- anna svo sem utanríkismál og hermál". Jón varð fyrir nokkrum truflunum á meðan hann var að tala, var það Stein- dór á Dalhúsum sem öðru hvoru birtist á klettinum og var að grípa fram ífyrir ræðumönnum. Sérstaklega var honum uppsigað við Jón Ólafsson. J ón Ólafsson talaði tvisvar á fund- inum, og í síðara skiptið sem hann talaði sáust nokkrii ungir menn safnast saman uppi á melnum bak við ræðustólinn og allt í einu byrjuðu þeir að syngja „ís- lendingabrag" eftir Jón Ólafsson; það var á meðan hann var í miðri ræðu, og beið hann rólegur meðan þeir sungu: svo hélt hann áfram ræðunni eins og ekkert hefði í skorizt. Ég spurði ein- hvern sem nálægt mér var, hver mundi hafa staðið fyrir söngnum, og hann sagðist halda að það hefði verið Gutt- ormur Pálsson frá Hallormsstað. Á með- an flest var á fundinum, munu hafa verið þar tvö til þrjú hundruð manns. En þegar leið á kvöldið fóru menn að tínast burt. En alltaf voru einhverjir á mælendaskrá, og því dróst það fram und ir miðnætti að fundinum væri slitið. Að síðustu var borin þar upp tillaga á móti því að frumvarpið yrði samþykkt nema með miklum breytingum, og var hún samþykkt með um 90 atkv.; mótatkvæði komu ekki fram og engin önnur tillaga var borin þar upp. Blaðið Austri á Seyðisfirði birtir fund- argerð frá þessum fundi og tilnefnir þá sem hafi talað með „uppkastinu" og þá sem töluðu á móti því; fara nöfn þeirra hér á eftir (tekin upp úr blaðinu): Með „uppkastinu“ töluðu: Jóhannes Jóhannesson, sýslumaður, Seyðisfirði; Guttormur Vigfússon, Geita- gerði; séra Þórarinn Þórarinsson, Val- þjófsstað; séra Einar Jónsson, Kirkjubæ; Brynjólfur Bergsson, Ási. Móti „uppkastinu" töluðu: Séra Björn Þorláksson, Dvergasteini; Sveinn ólafsson, Firði; Jón Jónsson, Hvanná; Halldór Jónasson, skólastjóri, Seyðisfirði; Runólfur Bjarnason, Hamra- felli; Gunnar Jónsson, Seyðisfirði (frá Fossvöllum); Bergur Helgason, skóla- stjóri, Eiðum; Jón Stefánsson, pöntunar- Framhald á bls, 9. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.