Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 7
,Mér þykir gööur saltfiskur' seg/V gamanvisnasöngvarinn Alli Rúts FYRIR um það bil tveimur árum þótti það til tíðinda norður á Siglufirði, að ungur piltur úr plássinu var farinn að skemmta í Hótel Höfn með gamanvísnasöng. Frjálsleg framkoma hans og kímni- gáfa féll þegar í góðan jarð- veg í síldarbænum. Hinn unga Siglfirðing dreymdi þó um meiri frama. Áður en varði var hann farinn að sjá framtíðina sveipaða ævin- týralegum ljóma. — Því hleypti hann heimdraganum og hélt suður til höfuðstað- arins í gæfuleit. En það er ekki hlaupið að því að vinna hylli Reykvíkinga í einu vet- fangi. Hann hóf að aka bif- reið fyrir fyrirtæki í borg- inni, en hjástundum sínum eyddi hann í að skemmta borgarbúum. Hann söng og „lék undir“ á sólbakaðan saltfisk — allnýstárlegt hljóðfæri, enda gaf það ekki frá sér ýkja marga tóna. Svo hljóðar í fáum orðum ferill Alberts Rútssonar í sviðs Ijósinu. Fleiri þekkja eflaust pilt undir nafninu Alli Rúts. Þar sem okkur þótti girnilegt „Við erum ung“ nefnist dagsskrárliður, sem fluttur verður í Ríkisútvarpinu n.k. þriðjudagskvöld, þann fyrsta febrúar. Þessi dagskrárliður að vita nánari deili á þessum nítján ára gamla Siglfirðingi, tók'Um við hann tali fyrir skömmu. Uann kvaðst ungur hafa byrjað að syngja á dansiböllum í heimahögum. Söng þá alls kyns lög, en síðustu þrjú árin hefur hann eingöngu flutt gam anvísur og annað léttmeti. Á hann vanda til að bregða sér í ýmis gervi, er við eiga hverju sinni, og þegar bítla- og vælu- kjóasöngvar fengu hljómgrunn með yngri kynslóðinni, tók pilt ur upp á því að leika á saltfisk þann er fyrr greinir. — Já, saltfiskurinn, segir Alli og brosir eyranna á milli. Hann var nú ættaður frá Siglu firði. Mörgum þótti það undar- legt uppátæki hjá mér að vera að glamra á þetta. Ég veit nú reyndar ekki um neina skýr- ingu á tiltækinu. Mér þykir bara saltfiskur góður. Þess vegna var tilvalið að hafa hann sem vörumerki á söng mínum. Auðvitað var þetta gerviihljóð- færi, enda var aðeins einn strengur á þessum forláta fiski. En aldrei gat ég kreist hljóð úr honum. Nú er ég búinn að leggja hann í bleyti. — Hvað tók svo við af salt- fisknum? — Eftir að hann var lagður í bleyti var ég lengi í stök- er á vegum Sambands bind- indisfélaga í skólum. Við fengum Pálmar Krist- insson, formann sambands- ins, til þess að segja okkur ustu vandræðum. Ég tel það- mjög nauðsynlegt að hafa eitt- hvað þessu líkt til þess að vekja athygli fólksins, sem maður er að skemmta. I mestu neyðinni datt mér í hug að kynna fyrir Reykvíkingum einn kunningja minn — kúna Skjöldu. Að sjálf sögðu var þetta aðeins gervi- kýr, sem aldrei fékkst deigur dropi úr. Ég hafði hana sí svona á sviðinu hjá mér og söng um hana. En nú hefur hún geispað golunni, blessunin. Þar varð skarð fyrir skildi. eir, sem hafa tekið sér far með Kleppi-hraðferð í Sig- túni, hafa eflaust veitt athygli unglingunum tveim, fulltrúum ungu kynslóðarinnar, sem þar spranga um sviðsfjalirnar, bítil- óð og ærslafull. Unga piltinn leikur Alli Rúts. — Hvenær tókstu svo upp á því að fara að kyssa tær Þalíu? — Ég var tældur út í þetta. Raunar sé ég nú ekkert eftir því. Fjalirnar í Sigtúni hafa verið mér góður skóli. Það hef- ur verið gaman að kynnast leik- urunum og fá tækifæri til að starfa með þeim. Þetta er allt sómafólk, ekki sízt hún Emilía. Hún er nú al- veg afbragð allra kvenna. Eitt- hvað svo létt og skemmtileg. Hún getur tekið upp á því í miðri sýningu að segja allt ann- að en til var ætlazt, og þá á maður nú bágt með að skelia ekki upp úr, því að vanalega er það bráðfyndið hjá henni. — En hvað um þitt hiutverk? Finnst þér nútíma unglingun- um rétt lýst í revíunni? — Heldur þykir mér nú djúpt tekið í árinni hjá höfund- unum. En hinir eldri hafa nú einu sinni gaman af þvi, þegar við unglingarnir erum hafðir sem trylltastir. Ég held, að eldra fólkinu þ'yki það skemmti- legast, þegar ég syng bítla- söngva og skæli mig sem mest. — Hví safnarðu ekki bítla- hári? —■ Ég er nú bara ekkert hrif- inn að því. Ef til vill er það líka vegna þess, að undirleikar- inn minn er hárskeri. — Ætlarðu að halda áfram á leiklistarbrautinni? — Ég hef hug á því. Ef til vill fer maður að læra leiklist, en þetta er nú allt svo laust í nánar frá umræddri dag- skrá. Hann sagði: — Eins og undanfarin ár höfum við fengið inni hjá Ríkisútvarpinu fyrrnefnt kvöld. Að vanda verður reynt að búa dagskrána sem bezt úr garði. Við höfum haft því láni að fagna, að okkur tókst að fá hinn kunna út- varpsmann, Andrés Indriða- son, til þess að stjórna dag- skránni að þessu sinni. — Af því efni, sem flutt verður, má m.a. nefna: Jónas Tómasson og Heimir Sindra- son syngja þjóðlög. Nokkrar Pálmar Kristinsson VIÐ ERUM UNG Alli Rúts reipunum hjá mér ennþá. — En þú ætlar væntanlega að halda áfram að syngja gam- anvísur? — Já, á meðan einhver vill hlusta á mig. Ég hef svo gam- an af þessu sjálfur. Það, sem háir mér mest, er skortur- inn á efni. Þeir eru frekar fáir, sem fást við að semja gaman- vísur og slíkt fyrir svona strák- iinga eins og mig. s vo morg voru þessi orð hins unga Siglfirðings, sem áfram heldur að kæta fólk með gamansöng sínum. Hann held- ur áfram að syngja um hina bítilóðu æsku og sinöldrandi elli. Hvað það varir lengi veit nú enginn, ef til vill í stuttan tima. Hann er svo hrifinn af öllu stuttu. Textarnir eiga að vera stuttir, saltfiskurinn var stuttur, kýrin Skjalda lifði stutt, og þótt hann heiti Albert Rútsson, þá hefur hann það bara stutt og kallar sig Alla Rúts. — b. siv. valinkunnar persónur úr hópi unga fólksins svara spurningunni: „Hví er ég bindindismaður?" Farið verð ur í heimsókn með segul- bandstækið að Fríkirkjuvegi 11 og starfsemi Æskulýðs- ráðs kynnt. Sittlhvað fleira, bæði til fróðleiks og skemmt unar, verður einnig flutt, sem yrði of langt mál að telja upp hér. — í tilefni dagsins verður haldin kynning á starfsemi sambandsins í skólunum. Við höfum fengið góða menn til þess að fara í skólana þann dag og kynna starf- semi okkar og ræða við nem endur um bindindismál. — Það helzta, sem við höf um á prjónunum, fyrir utan umrædda dagskrá, er, að innan tíðar verður gefinn út bæklingur á vegum sam- bandsins og honum dreift í skólunum. Þetta er þýddur bæklingur. Efni hans er á þá leið, að ung stúlka, sem lent hefur í ýmsu, segir frá reynslu sinni. Má segja, að bæklingurinn sé bæði fróð- legur og skemmtilegur af- lestrar. 30. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.