Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 12
77 ára og lætur engan bilbug á sér finna Eftir að hafa staðið í sex klukkustunda upptöku á Chopin-mazúrkum var Arthur Rub- instein til í að hvíla sig dálítið á því að tala um hljómlist.. Hann saup sem snöggvast á viskíi, var- aði ljósmyndarann við því að „taka myndir þegar ég gretti mig“, og síðan réðst hann gegn sumum helg- ustu hefðum tónlistarinnar með ákafa, sem hefur gert hann að ein- um eftirsóknarverðasta manni í kvöldboðum og samkvæmissölum heimsins. Hann var um það bil tvær klukku- stundir að rífa í sig slagbörpuleikara, sem halda að þeir geti leikið og stjórnað hljómsveit samtímis, gerði hégómlega hljómsveitarstjóra hlægilega, hva'tti áheyrendur til að klappa milli þátta í löngum tónverkum, ef þeir kærðu sig um, gerði gys að erlendum tónlistarhátíð um en hrósaði þeim bandarísku og stráði um sig meinlegiheitum um gagnrýnend- urna. Rubinstein lagði áherzlu á orð sín með grettum og handapati. Hann rak upp fagnaðaróp eins og þau gerast í Bronx, kleip í nefið á sér og var allur á ferð og flugi í hægindastólnum. Prakk- araskapurinn skein út úr bláu augunum, hvíta hárið fór að verða óþægt og roð- inn í kinnunum breiddist út um enni og hö'ku. Stundum — í miðjum skrípa- látunum — rétti hann upp fingur í að- vörunarskyni til ljósmyndarans, sem varð vonsvikinn, og sló síðan yfir í ein- hverja sögu af hóruhúsalífinu í París, þegar hann var ungur, eða skrítinni framkomu sumra áheyrenda. Og þegar hann andvarpaði í uppgerðarangist: „Aoh, gefið mér aftur fjörutíu ár“, þá bar hann ekki með sér neina þreytu þessara 77 ára, sem hann er búinn að lifa. Athugasemdir Rubinsteins byggj- ast á 60 ára tónlistarstarfsemi í Banda- ríkjunum — hann kom fyrst fram sem einleikari með Filadelfíuhljómsveitinni í Carnegie Hall 8. janúar 1906. Nú er svo fjarri því að hann sé uppgefinn, að hann hélt þrenna tónleika á sama stað — eftir miðjan janúar með hljómsveit undir stjórn Alfreds Wallensteins. En 16. janúar var hann heiðraður með við- hafnarhljómleikum, einnig í Carnegie Hall, sem Amerísk-ísraelska menningar- sambandið stóð fyrir. í>ar komu fram ýmsir ágætustu listamenn, og samiband- ið afhenti Rubinstein hin árlegu verð- laun sín fyrir ágætt framlag til menn- ingarlífs ísraels. Rubinstein hóÆ reiðilestur sinn á þvi að ráðast að slaghörpuleikurum, sem vilja vera að stjórna hljómsveif um laið og þeir leika: „Það kann að vera gengið út frá því, að þeir geri þetta betur en hljómsveit- arstjórinn, en mér finnst þeir allir sileppa fjandalega frá því. Ég veit hvað sjálfan mig snertir að þegar ég er að leika og er í góðu samræmi við hljómsveitina, þá er þ..ð hljómsveitarstjórinn sem stjórn- armönnunum. Þegar ég er að leika ein- hvern kafla, er óhugsandi að ég geti um leið sagt fimm sellóum, hvernig þau eigi að leika undir hjá mér. Mitro.poulos fór ekkert vel út úr því, þegar hann lék og stjórnaði samtímis, og var hann þó góð- ur hljómsveitarstjóri. Hljómsveitin þarf eitthvað meira en að slaghörpuleikar- inn sé að kinka kolli framan í hana.“ Rubinstein hnyikkti til höfðinu, gaut hornauga út í herbergið að einhverri ósýnilegri hljómsveit og lamdi einhverja ímyndaða silaghörpu með báðum höndum — allt samtímis. „Hinir mi'klu, núlifandi slaghörpu- leikarar — Horowitz, Serkin, Richter, Gilels — ekki stjórna þeir! Þeir leika. Ég get stjórnað Beethoven-konserti með fætinum, nefinu eða rassinum — og í gegnum síma“. M sneri Rubinstein sér að því, hvers vegna slaghörpuleikarar vilja endilega stjórna um leið og þeir leika. Hann kenn ir Bandaríkjamönnum um meirihlutann af þessu óþarfa ofmati á hljómsveitar- stjórn. „Þið — amerískir áheyrendur og gagn- rýnendur — þið hneigðuð ykkur. Þið rákuð hausinn í gólfið frammi fyrir -Toscanini. Þið 'kölluðuð Stokowski Apollon. í mínu ungdæmi var hljóm- sveitarstjórinn bara stjórnandi hljóm- sveitarinnar. Öll þessi hetjudýrkun á Toscanini........“. Hann fussaði. „Tosca- nini var nærsýnn. Hafði stutta efnis- skrá. Hann var stuttur. Hann varð að stjórna blaðalaust til þess að vekja á sér eftirtekt ..... Það var nú enginn sér- legur vandi. Ég get haldið tíu hljóm- leika utanbókar. En Toscanini kom af stað þessari utanbókarvitleysu. Og svo koma þeir ungu á eftir, þeir lemja hausnum í vegginn til þess að geta stjórnað utanbókar. Mitropoulos var frábær stjórnandi. En mér fannst hann alltaf hafa meiri áhuga á minninu sínu en músíkinni. Hann hafði áhyggjur af þessu og var þess vegna ekki frjáls mað- ur. Ja, þessi utanbókarvitleysa, þó, þó!“ Og svo kom fagnaðaróp frá Bronx, feitt og glymjandi, og hann varð eins og hlæjandi skrímsli. Og loks breiða bros- ið. „Þessir hljómlistarmenn, sem sneru sér að hlj óms veitarstj óm, gerðu það bara af því að þeir voru cánægðir sem einleikarar. Þeir halda að þeir geti stjórnað eins og Johann Strauss stjórn- aði völsunum sínum“. ú var Rubinstein tilbúinn að sniúa sér að gagnrýnendunum. Hann skammaði þá fyrir að leggja þau höft á áheyrendur að banna þeim að klappa milli þátta í löngum tónverkum. „Það er ekki annað en skrílmennska“, sagði hann. „Það er skrílmennska að segja fólki, að það séu engir manna- siðir að klappa fyrir því sem það er hrifið af. Það er ekki nema mannlegt að láta í ljós hrifningu sína ef maður verður hrifinn. Þessir gagnrýnenda- bjánar hafa fengið fólk til að trúa því, að það setji einleikarann úr jafnvægi ef klappað er fyrir honum. Áiheyrendur mínir mega gjarna klappa milli þátta, hvenær sem þeir vilja. Mér þykir vænt um það. Þeir mega gjarna hrópa bravó“. Svo hermdi hann sem snöggvast eftir hrifnum áheyranda, sem verður að halda hrifningu sinni í skefjum milli þátta, af því að honum hefur verið sagt, að það sé fínt. Svo koma sögur um áheyrendur, sem klöppuðu hvenær sem vildu, og um reynslu hans frá Spáni a£ áheyrendum, sem hafði verið sagt, að það væri óviðeigandi að klappa hvenær sem verkast vildi. „Ég gæti drepið þessa gagnrýnendur“, gaus upp úr honum. „Það er aldrei móðgun við neinn lista- mann, að klappað sé fyrir honum eða hrópað bravó. Það er engin truflun. Fögnuður áheyrenda er aldrei nein truflun“. etta væri að kenna mikilli banda- rískri minnimáttarkennd og væri ekki nema hlægilegt, sagði Rubinstein. Sú tilfinning eigin óverðleika hefði ek'ki við neitt að styðjast. „Ameríka hefur gert það fyrir tónlistina á 40 árum, sem Bvrópa hefur ekki getað gert á 200 ár- um“. Hann minnti á hina miklu aukn- ingu hljómsveita og byggingu margra tónlistarhalla og visaði á bug gagnrýn- inni á hljómiburðinum í Philharmonic Hall sem ýkjum einum. Hann sagði, að tónlistarhátíðarnar í Ameriku væru tón- listarinnar vegna, en í Evrópu „mest fyrir skemmtiferðafólk og til þess að geta selt vaðmál og peysur og klósett- pappír og hiltt og þetta“. En þegar hér var komið, var tekið hvasst fram í á pcilsku, og það var konan hans, sem tók orðið. Rubinstein var tekinn að ganga á kvöldverðartímann sinn. Hann stanzaði því í fyrirlestri um að þjóðarharmleikur geti vakið tónlist- arábuga hjá heilli þjóð. Að baki honum beið slagharpan, sem hann átti eftir að æfa á Chopin-mazúrkana fyrir plötu- upptökuna næsta dag. BÖKMENNTIR Framihald af bls. 6. varð, ef þessi skilningur og rannsóknar- aðferð var lögð til grundvallar. Þess háttar rannsóknir hafa á síðari árum verið nefndar „pathographia“. Mun það hugtak vera smíðað með hliðsjón af orðinu „biograhia“, enda eru þessar ritsmíðar oftast e.k. ævisögubrot, þar sem hið sjúklega eða óeðlilega í fari höfundanna er sérstaklega dregið fram og sett í samband við verk þeirra. Langsamlega mestur hluti sálfræði- legra skrifa um bókmenntir er af þeim toga spunninn. Þannig getur t.d. allt, sem Freud hefur um bókmenntir ritað, talizt til þess flokks. Svo að ljósara verði hvers eðlis þess- ar rannsóknir eru, skulu tilfærð tvö lítil dæmi. En ég vil þá um leið minna á-tvennt: Mjög erfitt er að gera úr- drætti úr slíkum rannsóknum, án þess að þeir missi marks, þar sem sjaldnast er hægt, lengdarinnar vegna, að gera nógu rækilega grein fyrir því, hvernig sálfræðingurinn hefur komizt að nið- urstöðum sínum. Hitt er, að þau dæmi, sem valin eru, hef ég ekki tekið vegna þess, að þau séu til neinnar fyrirmynd- ar, heldur öllu frekar af því að hægt er að skýra frá þeim í tiltölulega stuttu máli. F ranskur sálfræðingur, að nafnl Dracoulides, ritaði ekki alls fyiir löngu um sa-mband skáldsins Baudelaires við móður sína og tengdi það goðsögninni um Orestes, sem myrti móður sína (1). Þegar Baudelaire fæddist, var móð- ir hans 27 ára, en faðir hans 62. Móð- irin var óhamingjusöm, og það varð hlutskipti B. að veita henni þá tilfinn- ingalegu fullnægju, sem hún fékk ekki annars staðar. Þegar B. var 6 ára, dó faðir hans. Þá urðu tengsl þeirra mæðg- ininna ennþá nánari, sem m.a. sést á því, að þá fékk B. að sofa í rúminu hjá Eftir Murray Sshumach 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.