Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 5
Sálfræðilegar búk- menntaskýringar Eftir Sigurjón fni það, sem hér verður reifað, hef ég nefnt sálfræðilegar Björnsson bókmenntaskýringar. Því nafni má nefna tilraunir sálfræðinga til að varpa ljósi á það, hvers vegna menn setja saman bækur fagur- fræðilegs eðlis og hvaða sálræn öfl eða eiginleikar geri vart við sig í bókmenntum. FYRRI HLUTI Það skal tekið fram þegar í upp- hafi, að því fer fjarri, að hér geti orðið um nokkurt allsherjar yfirlit yfir þessa viðleitni sálfræðinga að ræða. Til þess hefur mig bæði skort þekkingu og aðstöðu til að afla nægilegrar þekkingar. Efnið er mjög yfirgripsmikið. Sálfræðingar hafa verið, og eru reyndar enn, afar natnir við að rýna í fagurfræðilegar bókmenntir, enda þótt ávöxtur iðjuseminnar hafi reynzt í rýrara lagi, eins og síðar verður vikið að. Framihald á bls. 6. Sigurjón Björnsson Sigmund Freud. Við íslendingar erum í ýmsum skilningi sjálfumglöð þjóð. Stund- 'um mætti œtla, að þorri þjóðarinn- ar legðist á hverju kvöldi til svefns með þakkarávarp til guðs á vör- unum fyrir það, að við skulum ekki vera eins og aðrir menn, — þ.e. ekki eins og þeir þarna úti í lönd- um. ,Þeir‘ bera vopn og fara í stríð hverjir við aðra, líta niður á aðra kynþætti, „dýrka valdið“, eru menningarsnauðir, gefa ekki eins margar bækur út árlega miðað við íbúafjölda og við, eiga sér „múgmenningu“, fótumtroða lýð- réttindi o.s.frv. Þetta yfirlœti helzt í hendur við alls konar fordóma um aðrar þjóðir, og þótt allir geri sér það e.t.v. ekki Ijóst, er hald- ið lífi í viss- um fordóm- um í pólitísk- um tilgangi. Nefna má ra fordómana um Bandaríkin og Bandaríkjamenn sem dœmi. Frá fornu fari hefur verið við lýði í Evrópu töluverð andúð og jafnvel óvild í garð Bandaríkjamanna, sem upphaflega er sprottin af hroka og síðar öfund „hinna gömlu menningarþjóða“ í garð fólksins í Nýja heiminum, sem oft hafði flutzt úr eymd og volœði í Evrópu og komizt vel áfram vestra. Nú er svo komið, að Banda- ríkjamenn eru komnir langt fram úr N orðurálfubúum í mörgum greinum. Þeir hafa tvívegis orð- ið að stilla til friðar í Evrópu, þeg- ar þjóðirnar þar höfðu gengið sér til húðar í mannvígum, og í síð- ara skiptið björguðu þeir Evrópu- mönnum úr klóm annarrar illvíg- ustu einrœðisstefnu nútímans. Eftir þá styrjöld var Ijóst, að án aðstoðar Bandaríkjamanna mundu þjóðir Evrópu ekki geta varizt yf- irgangi hinnar stefnunnar. Efna- hagsleg aðstoð að vestan reisti ríki Evrópu úr rústum, og herstyrkur Bandaríkjamanna í Evrópu hélt útþenslustefnu Sovétríkjanna í skefjum. Fimmtu herdeildar menn kommúnista í Vestur-Evrópu vissu vel, á hvaða strengi þeir œttu að leika til þess að gera Bandaríkja- menn óvinsœla, og draga þar með úr varnarmœtti vestrænna þjóða. Gamli and-ameríkanisminn var endurvakinn og liöfðað var til þjóðernislegra tilfinninga almenn- ings, hvenær sem það var hœgt í því sambandi. Undir þennan söng hafa furðu margir tekið; margir, sem œttu að vita betur. Tæknileg- ar framfarir og almenn velmeg- un skipta e.t.v. ekki öllu máli, en von er að Bandaríkjamönnum sárni, þegar þeir eru kallaðir „menningarsnauðir“, því að í skáldskap, listum, vísindum og hvers kyns frœðigreinum geta þeir mælt sig við hverja þjóð sem vera skal. Jafnvel hér á íslandi heyrast menn segja sem svo, að elcki sé von til þess að allt sé í sómanum vestra, því að þangað hafi „ruslið úr Evrópu“ á sínum tíma hrakizt. Slílc ummœli bera vott um örg- ustu kynþáttafordóma eða jafnvel nazistískan hugsunarhátt. Ummœl- in hljóta að byggjast á því, (ef nokkur hugsun liggur annars að baki þeirra), að afkomendur bandarísku landnemanna, sem flýðu fátœktina í Evrópu, hljóti að hafa erft einhverja miður ákjós- anlega eiginleika. 1 „Timanum“ birtist fyrir nokkrum dögum mynd af bandarískum dreng, sem horfði á leikfangabyssu. 1 textanum með myndinni stóð eitthvað á þá leið, að þetta væri góður undirbúningur að því, sem drengurinn œtti í vœnd um í landi, þar sem einn aðalat- vinnuvegurinn vœri hernaður. Slík setning byggist á grundvallarmis- skilningi eða höfundur textans er smitaður af áróðri þeirra manna sem áfellast nú hernaðaraðstoð Bandaríkjamanna við Suður - Víetnam. Þeir nota sömu röksemdirnar og þeir, sem aðhylltust friðkaupastefnuna („appeasement“) fyrir heimsstyrj- öldina og vildu leyfa Hitler að beita Súdeta-Þjóðverjum fyrir sig til þess að hleypa öllu í bál og brand í Tékkó-Slóvakíu, af því Framihald á bls. 6. 30. janúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.