Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 6
Charles Baudelaire. BÖKMENNTIR Framlhald af bls. 5. Fyrir um það bil einu ári ætlaði ég að gera gangskör að því að kynna mér skrif sálfræðinga um þetta efni. Tók ég þá saman skrá yfir þau sálfræði- verk, sem ég taldi nauðsynlegt að kynn- RABB Framhald af bls. 5. að landið var oj „fjarlœgt“ og „heimsfriðurinn í hættu“. Sami söngurinn heyrðist og eftir styrj- öldina, þegar Bretar hjálpuðu Grikkjum og Malöjum að sigrast á kommúnistum. Þá eru það Þjóðverjar. Þeir eru sagðir hernaðarsinnaðir, valda- sjúkir, frekir og grimmir, alltaf reiðubúnir til nýrra krossferða. Þeir hafi „hleypt af stað“ tveim- ur heimsstyrjöldum og nazisminn hafi ekki verið tilviljun, heldur byggist hann á þjóðareinkennum og eðli Þjóðverja. Slikir fordóm- ar, sem menn fella yfir tugmillj- óna þjóð án þess að depla augu, hljóta að vera reistir á sams kon- ar trú og lá að baki helztu kenn- ingum nazismans: þ.e., að með hverri þjóð eða kynstofni búi sér- stakir, arfgengir eiginleikar, sem ekki sé hægt að uppræta, nema þá líklega með útrýmingu alls kyn- stofnsins. Mönnum finnst allt í lagi að ákvarða með nokkrum lýs- ingarorðum eðlisbundna eiginleika Þjóðverja, þótt þeir sjái hins veg- ar, hve fáránlegt er að kalla alla svertingja (svo að dœmi sé nefnt), lata, vœrukæra og heimska. Allt of margir hér á landi og annars staðar þykjast ekki sjá eða gleyma uppbyggingu fyrirmyndar lýðrœð- isríkis í Vestur-Þýzklandi seinustu árin, sem hlýtur að hafa verið mik- ið átak eftir tólf ára svartnætti, en einblína hins vegar á sögulegt hat- ur og kynþáttakenningar ná- grannaþjóða Þjóðverja. Hin gáfaða, norska skáldkona, Sigrid Undset, féll í þá freistni árið 1945 að dæma alla þýzku þjóðina hart og stað- hæfa, að „svona hefðu Þjóðverjar alltaf verið og mundu verða“. Þýzki heimspekingurinn Karl Jaspers benti lienni á, að slíkar staðhœfingar œttu ekki heima í munni þeirra, sem gagnrýndu naz- ismann. Boðskapur nazismans ein- kenndist af alhœfingum um aðrar þjóðir, og árið 1945 var kannske skiljanlegt, að settar vœru fram alhæfingar um Þjóðverja, en tutt- ugu árum síðar virðist slíkt engum tilgangi þjóna nema þeim að við- halda illindum þjóða á meðal. Við áfellumst aðrar þjóðir harð- lega fyrir hvern snefil af kyn- þáttafordómum, en vœrum við sjálfir miklu betri, ef við hefðum lifað í nábýli við aðrar þjóðir? Hérlendis heyrast oft hrokafullar yfirlýsingar um ágœti okkar eig- in kynstofns. Við erum af „kon- ungakyni“, nœstum því „goðkynj- aðir“, og svo gáfaðir og mennt- aðir og friðelskandi að eig- in dómi, að sjálfsréttlœtingin mundi sennilega gera okkur óbœri- lega í sambýli við helga menn. Magnús Þórðarson. ast. Þau reyndust liðlega eitt hundrað, mörg hver stór og þykk. Flest voru fná fimmta og sjötta tug þessarar aldar. Gæti ég trúað, að sálfræðibækur um bókmenntir reyndust ekki færri en 2- 300 bindi, ef fulltalið væri. Eru þá eft- ir allar ritgerðir í blöðum og tímarit- um, en tala þeirra er legíó. Þess má geta, að fæstar þessara bóka og ritgerða eru til hérlendis. Bækur um þetta efni í bókasöfnum hér munu varla fylla tuginn, og af sálfræðilegum tímaritum er þar nauðafátt. Aðstaðan er þv'í óihæg til fræðilegrar könnunar á þessu sviði hér á landi. Af nefndum ástæðum hlýtur því þetta framlag að verða í heldur fátækara lagi, þar sem ekki hefur verið annað upp á að hlaupa til undirbúnings en fábreyttan og nokkuð handahófskennd- an bókakost, oft úrdrætti og umsagnir um annarra manna verk, stopult minni, og loks þegar allt annað þraut hið gam- alkunna brjóstvit, sem íslendingar eru vanir að fleyta sér á, þegar þeim ligg- ur við strandi. egar fjallað er um sálfræðileg- ar bókmenntaskýringar, verður senni- lega fyrsta verkefnið að glöggva sig örlítið á eðli og helztu einkennum sál- arfræðinnar sem fræðigreinar. Enda þótt sálarfræðin sé með allmiklum rétti talin ein fræðigrein, er því ekki að leyna, að þar hafa verið, og eru enn, uppi nokkrar stefnur eða kenn- ingakerfi, þar sem reynt er að skýra mannlega reynslu og athafnir í heild með hliðsjón af tilteknum, rökstuddum sjónarmiðum. Má þar til nefna hina gamalgrónu intróspectív-sálarfræði, gestalt-sálarfræði, behaviorisma, sál- könnun Freuds, sálarfræði Jungs, og að lokum existential-sálarfræðina, sem er yngsti sprotinn á þessum stóra meiði. Sé rætt um notkun sálfræðikenn- inga í einlhverju ákveðnu skyni, t.a.m. því sem hér um ræðir, er nauðsynlegt að tiltaka, hvaða kenningakerfi er beitt eða hvort viðhöfð er sambræðsla margra skóla (eclectismi), eins og sumir höfundar tíðka. Framlag sálfræðiskóla til skýringar á bókmenntum hefur verið mjög svo mismunandi bæði að vöxtum og gæð- Halldór Laxness um. Intróspectív-sálarfræði og gestalt- sálarfræði munu hafa lagt þó nokkuð af mörkrm, behaviorisminn aftur á móti lítið. Miklu mest hafa verið af- skipti sálkönnunarinnar af bókmennt- um. Kemur það greinilega í Ijós, að um svipað leyti og stefnunni vex fiskur um hrygg, tekur að hlaupa mikil gróska í skrif sálfræðinga um bókmenntir, og frá því um 1920-30 hefur verið svo til stöðugt flóð bóka og ritgerða um bók- menntaleg efni í anda sálkönnunarinn- ar. Svo mikið kvað meira að segja að sálkönnuninni á bókmenntasviðinu um eitt skeið, að margir rithöfundar urðu fyrir sterkum áhrifum af henni og tóku að skrifa með hliðsjón af kenningum Freuds. Vegna þessarar greinflegu sérstöðu sálkönnunarinnar á bókmenntasviðinu, svo og af því, að ég er þeirri stefnu einna kunnugastur, verður eingöngu fjallað um framlag sálkönnunar til bókmennta í því, sem hér fer á eftir. S vo sem vel er kunnugt, eru kenningar Freuds sprottnar af athugun- um hans og lækningum á geðsjúku og taugaveikluðu fólki. Freud komst að raun um, að mörg skapgerðar- og sjúk- dómseinkenni þessa fólks áttu sér ræt- ur í reynslu sjúklingsins. Hugarstríð, sár innri barátta og andstreymi, sem viðkomandi réð ekki við, sökk í dul- vituð djúp sálarlífsins, en gerði síðan vart við sig á lítt þekkjanlegan hátt í s.fúklegum myndum. Hlutverk sálfræð- ingsins varð það að kynnast sálarlífi sjúklingsins eins náið og kostur var á. Hann gerði sér far um að rekja tengsl nútíðar við fortíð og reyndi að lyfta hulunni af dulvituðum hræringum mannssálarinnar. Við þessar athuganir varð mönnum ljóst, að væri sjúklingur- inn látinn segja hugrenningar sínar frjálst og óþvingað, ef hugarflug hans, draumar dags og nætur, fengu að koma fram, voru þau þrungin af efni, sem var sprottið af þeim erfiðleikum, er leitt höfðu til.sjúkleikans, Þannig urðu þessar hugsanir og draumar eins kon- ar leiðarhnoða, sem vísaði veginn til hinna upprunalegu orsaka. Þessi kerfisbundna sálkönnun reynd- ist oft gædd áhrifamiklum lækninga- mætti. Hinn aukni skilningur sjúklings- ins á samhenginu í lífi hans og raun- verulegri merkingu hálfgleymdra at- burða juku á sálarþrek hans og gerðu honum kleift að glíma betur við sjúk- leika sinn en áður eða jafnvel eyða honum með öllu. Freud var maður mjög vel lesinn í fagurfræðilegum bókmenntum og þvi fór það ekki fram hjá honum, að oft og tíðum fólst dulin merking í textum höfundanna, á sama hátt og sjá mátti í hugrenningum sjúkra. Bernskureynsla höfunda gat skotið upp kollinum, þeg- ar minnst vonum varði og í margs konar myndum. Hún litaði einatt efnis- val og átti þátt í sköpun persóna. Freud var ljóst, að oftlega voru höfundar að glíma við persónuleg vandamál sín, reyna að kveða niður vofur fortíðar- innar, enda þótt öðru vísi gæti litið út á yfirborðinu. í ritgerðum um Goethe, Dostójevski, Leonardo da Vinci, Midh- elangelo o.fl. sýndi hann fram á, hversu mikið mátti lesa úr hugsmíðum manna, ef beitt var aðferð hans. Engu að síður var Freud þeirrar skoðunar, að sálkönnunin væri þess ekki umkomin að útskýra hvað list væri, né heldur gæti hún ráðið gátuna um sköpunarhæfileika mannsins. Hann taldi, að sálkönnunin gæti ekíki veitt fag- urfræðinni neinn stuðning, enda þótt hún gæti leitt eitt og annað fróðlegt í Ijós um höfundinn og verk hans. Þetta er rétt að taka skýrt og greinilega fram, svo oft sem afstaða Freuds í þessum efnum hefur verið misskilin og rangtúlkuð. L engi vel fylgdu lærisveinar Freuds þessari sannfæringu hans og litu svo á, að raunverulegur skilningur á list og sköpunarhæfileika mannsins væri viðfangsefni, sem sálkönnuninni þýddi ekki að glíma við. Þeir létu sér því yfirleitt nægja að skoða bókmennta verk á sama hátt og hugrenningar s.jikra, lesa úr þeim baráttu höfundar- ins við persónuleg vandamál sín og reyna að leita staðfestingar á þeim til- gátum, sem þannig fengust með vit- neskju um fortíð höfundanna eftir öðr- um leiðum. Því er ekki unnt að neita, að margt fróðlegt kom þar upp úr kaf- inu. Oft og tíðum var hægt að sýna fram á, að bókmenntaferill höfundar fylgdi markaðri rás, sem skiljanleg Framhald á bls. 12. 6 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.