Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 2
JTJkki er líklegt, að kvenmað- ur hafi nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni verið kosinn í jafnmikla ábyrgðar- og virðingar- stöðu og Indira Gandhi hefur nú verið valin til. 48 ára gömul er hún orðin mestur valdamaður í Indlandi, forsætisráðherra yfir næstfjölmenn- asta ríki veraldar. Indland telur 480 milljónir íbúa, sem greinast í ótal þætti eftir tungumálum, trú- arbrögðum, uppruna, stéttum, ætt- bálkum og stjórnmálum. Indira Gandlhi, dóttir Nehrús, tek- ur við völduim á hættulegum tím- um í Indlandi, því að á þeim átján árum, sem liðin eru frá sjálfstæðistökunni, hefur ástandið aldrei verið jafnalvarlegt í innanríkis- og ut- anríkismálum. Indverjar eiga við mat- arskort að búa, hungurvofan stendur jafnan í dyrunum, atvinnuleysi er tö'lu- vert, og yfirleitt eiga þeir við ailla þá erfiðleika að stríða, sem fylgja í kjölfar of örrar fólksfjölgunar í iandi misgjcf- ullar náttúru. Hatrammar trúarbragða- deiiur, þar sem blóði hefur hvað eftir annað verið úthallt, herja landið. Sjáif- stæðiskröfur einstakra fylkja veikja landsstjórnina, og rótgróin andúð mi'lli ólíkra kynþátta eitra andrúmsloftið og spiilla fyrir því samlyndi, sem Indverj- um er svo nauðsynlegt, eigi þeim að takast að varðveita einingu sína og sjálfstæði. X norðri ógnar herskáasta ríki ver- aldar: Kcmmúnista-Kína. Kínverjar hafa þegar lagt undir sig geysivíð'lend svæði af indverskri jörð og hafa sýnt, að þeir geta hvenær sem er flætt nið- ur á indversku silétturnar. í austri og vestri er Pa'kistan, sem hefur nýlega átt í síyrjöld við Indland, og enn er ástandið ótryggt. Meðan Kasmírdeilan er óleyst, má búast við Ihinu versta. * ótt indverskar konur hafi lögum samlkvaemt öðlazt allan rétt til jafns við tkarla, fer því enn víðs fjarri, að þær noti þann rétt. í indverskum stjórnmálum hafa konur þó verið éhrifameiri en kynsystur þeirra eru í lýðræðisríkj uim Vesturlanda. Á ind- verska þinginu sitja nú 59 konur. >eg- ar fulltrúar Kongressfolkksins á ind- verska þinginu kusu eftirmann Shastris, sem bráðkvaddur varð í Tasjikent, hlaut Indira Gand'hi 355 atkvæði, en Morarji Desai 1S9. Líf hennar í æsku var misjafnt. Dótt- ir Nehrús varð • að gjalda pólitískrar baráttu hans, og heimilið leystist cxft upp, meðan foreldrar hennar sá.tu í fangelsi, Hún hraktist mi'Ili frændfólks síns og eignaðist aldrei gott athvarf, sem hún gæti talið heimili sitt, nema til skamms tíma í senn. Hún gekk í fleiri heimavistarskóla en tölu verði á ikomið, og menntun hennar var án alls skipulags, sem Nehrú hafði sjálfur helzt kosið. Hún átti einnig við van- hei-lsu að stríða árum saman, og andlát móður hennar fékk mjög á hana. sjáilfstæðis þegar í æsku, svo mjög, að fjögurra ára gömul hélt hún ræður um aðskilnað við Bretland yfir brúðunum sínum. Sarnt ihefur hún aldrei haft and- úð á Bretum og brezkri menningu eða orðið and-brez,k í skoðunum. Hún hefur eignazt of marga brezka vini um dag- ana til þess og átt of lengi heima í Bretlandi. Hún óskaði þess, að synir hennar tveir hlytu fyrst indverskt upp- eldi en síðan brezka menntun, og þann- ig varð það. Rajiv (2il árs) og Sanjay (19 ára) leggja báðir stund á verkfræði í Englandi. 1 Xndira er hlédræg að eðlisfari og ekki metnaðargjörn. Líf hennar hefur að mi'klu leyti verið helgað öðrum, fyrst móður 'hennar og síðan föður. Honum unni hún svo heitt, að hún yfirgaif eig- inmann sinn, Firoze Gandhi, (sem var al'ls óskyldur gamla Mahatma Gand'hi), til þess að gerast húsfreyja í húsi föður síns. Móðir hennar hafði látizt 19136, og eftir stríð bað Ndhrú Indu (gælunafn Ihans á dóttur sinni; annars merkir naifn hennar „tungl í fylilingu“) að koma til sín í Del'hi og halda hús fyrir sig. Firoze hafði hún gifzt, skömmu eftir að hún kom heim frá námi í Ox- ford árið 1941, í óiþökk föður síns. Hann var lítt þekktur lögfræðingur af Parsa- ættum, en ötull sjálfstæðismaður. Þau settust að í Luöknow og stýrðu þar álhrifamiklu dagblaði. Firoze vildi alls ekki, að Indira færi till' Delhi, en hún ifór engu að síður og hlýddi kalli föður síns. 1947 ski'ldu þau hjón að borði og sæng, og árið 1960 lézt Firoze Gandlhi af hjartaslagi. Það var ekki auðveflt að standa fyrir Iheimilisihaldi Ne'hrús, enda sagði Indira eitt sinn, að henni fyndist hún bæði vera í hlutverki Öskúbusku og Anbígónu. Samt tó'kst henni að sinna áhuga sín- um á indverskum stjórnmálum og tók alltaf nokkurn þátt í þeim. C O mám saman vakti hún meiri og meiri atihygli á sér sem skeleggur stjórnmálaimaður, og ekki spillti það fyrir henni að vera dóttir Nehrús. Árið 1959 var hún kjörin forseti Kongress- flokksins, fiesturn að óvörum. Hið pó'li- tíska tafll stóð þannig þá stundina, að eniginn viildi taka þetta starf að sér, en hún íélilst á að gefa kost á sér að öðrum frágengnum, og bjuggust fæstir við því, að hún sæti lengi í forsetastóli. Hún reyndist þó svo vel, að flokkur- inn hefur ekki átt betri forseta frá því að Indland fékk sjáilfstæði. Sýndi hún og sannaði, að í rauninni er þetta næst- valdamesta staðan í Indlandi. Hún studdi föður sinn dyggilega í forsætis- ráðherrastöðu hans og eggjaði hann oft til dáða. Til dæmis er vitað, að það var hún öðruim fremur, sem fékk Nehrú tiJl þess að ffieygja silkiihönzkunum í átök- um hans við kommúnista í Kerala-ríki og taka upp harðihenta stefnu. Einnig 'hafði hún áhrif á það, að Nehrú tók að lokum upp einarða afstöðu með hinum ofsóttu Tíbetbúum og leiðtoga þeirra, Dalai Lama. Tilraunir hennar til þess að hreinsa til innan Kongressflokksins og losa hann við alræmdustu flokksibroddana, seim imisibeittu valdi sínu, mistókust að mestu. Þess vegna gaf hún e'kki kost á sér að nýju í forsetastöðu flokksins. egar faðir hennar veiktist árið 1962, hvarf Indira að mestu leyti úr opinlberu lífi, Hún varði þá tíma sínum. til þess að að'stoða föður sinn, hjúkra honum og hlífa honuim við of miklu vinnuálagi. Þennan tíma notaði hún mjög vel til þess að mennta sig og fræð- ast um málefni Indlands, svo að segja má, að á þessum árum hafi hún hlotið fulllkominn undirbúning undir forsætis- ráðherrastanfið. Hún fylgdist með öllu starfi föður sins og las öll skjöl, sem til hans koimu eða frá honum fóru. Eftir andllát Néhrús varð hún upp- lýsinga- og úbvarpsmálaráðiherra. Litlar sögur fara af skörungsskap hennar í því embætti. Ef til vill er hún betri skipu- leggjandi en framkvæmandi, — betur fallin til þess að undirbúa mál, skipu- leggja þau út í yztu æsar og leggja síð- an fyrir áðra til framkvæmdar en til þess að framkvæma þau sjáif. Vera má og, að hún hafi aldrei getað fengið veru- legan áhuga á starfinu. H vers konar forsætisráðherra reynist hún? Margt mælir með því, að henni eigi eftir að takast vel í starfi. Hún er gátfuð, menntuð, þekkir vanda-' mál Indlands í þaula, nýbízkuleg í við- Ihorfuim, heimsvön, hefur andúð á öfga- stefnum og ekki er hægt að segja, að hún dragi taum eins eða neins. Hún er þek'kt meðal almenninus, ekki sízt fyrir að fara jafnan þangað, sem einihverjir erfiðleikar gera vart við sig. Hún fór til víglínunnar í styrjöldinni við Pakistana og til Suður-Indiands, þegar andúðin á Hindiúum kom fram í óeirðum. Hún á enga óvini, og al'lir forsætisráðlherrar indversku undirrákjanna eða fylíkjanna virðast ætla, að þeir geti hatft áhriif á hana til framdráttar sérsjónarmiðum sínum. í þessu getur falizt styrkur, því að í embætti hennar þarf að bræða saman óilíkar skoðanir og tengja óskylda hagsmuni, og treysti henni allir til þess að vera „sín megin“ og þeim hlið;v !, getur hún í rauninni orðið mijög sjálf- stæð og óháð. t' yrr var Indira vinstra megin 1 Kongressílokknum, e:i nú er hvorki hægt að segja, að hún sé til vinstri eða hægri. Utanríkisstefna Indlands er ljós og getur ekki breytzt á næstunni: Það verður að fá mat frá Bandaríkjunum og stuðning fiá S'oivétrikunum gegn heimsveldisstefnu kínversku kommún- istanna í Peking. Stefnan getur breytzt á einu sviði: þ.e. í Kasmírmálinu og gagnvart Pakistan. Þar stendur Indira mun betur að vígi en Shastri heitinn. Framihald á bls. 6. Framkv.slJ.: Siglas Jónsson. Kitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieux Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti G. Sínu 22480. Utgefandi: li.t. Arvakur. ReykjavfR. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.