Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 7
Ja, söng-urinn, hann er vort mál, sagð’l karlinn forðum. Eflaust er þetta siglfirzka æskufólk sam- mála karli. (Myndirnar tók Ól.Ragnarsson.) Hér á æskan heima“ Löngum hafa nöldur- samir siðferðispost- ular hrópað um það himin- hátt, að æska vors lands hafi misstigið sig geipilega á þeim troðningi siðgæðisins, sem eldri kynslóðin hefur markað henni. Máli sínu til stuðnings bendir þetta góða fólk m.a. á svallsamkomur þær, sem unglingar hafa undanfarin ár efnt til í skauti guðsgrænnar náttúru. Hitt er mála sannast, að þeir eru einnig til, sem varpa fram þeirri spurningu, hvort það sé nokkuð undar- legt, að unglingarnir hagi sér svona, þar sem þeir eigi í engin skjól að venda í hjá- stundum sínum. Lítið sé gert fyrir blessaða ungling- ana; ýmsar ráðagerðir þessu vonda máli til úrbótar séu aðeins til á pappírnum. Okkur lék því hugur á að sannprófa það, hvort ofan- greindir menn færu ekki með staðlausa stafi. Við höfðum haft nasaþef af því, að í Siglu- firði væri starfrækt gróskumik- il æskulýðsstarfsemi. Bæri þar einna hæst Æskulýðsiheimili þeirra Siglfirðinga, sem talið er ein fullkomnasta stofnun sinnar tegundar hérlendis. f>að var öldungis ekki komið að tómum kofanum, þegar við gengum á vit Ólafs Ragnarsson- ar, ungs Siglfirðings, sem nú er búsettur hér í borg, í þeim til- gangi að fá nánari vitneskju af starfsemi fyrrnefnds heimilis. Er eigi að kynja, þótt piltur kunni frá mörgu að segja í sam- bandi við Æskulýðsheimilið, því að meðan hann var búsettur nyrðra var hann ein af aðal- driffjöðrum æskulýðsstarfsem- innar í heimabæ sínum. Ólafur sýndi okkur kvik- mynd, sem fjallar um Æsku- Jýðsheimili Siglufjarðar og starfsemi þess. Það var kvik- myndaklúbburinn Linsan í Siglufirði, sem tók myndina. Á meðan við horfðum á kvik- myndina sagði Ólafur okkur sögu Æskulýðsheimiiisins og skýrði okkur frá starfsemi þess. Hann komst m.a. svo að orði: Æskulýðsheimili Siglu- fjarðar eyða hinir yngri ibúar bæjarins tómstundum sinum við leiki eða störf að margvís- legum óhugamálum sinum. Hugmyndin um heimilið skaut fyrst upp kollinum í Lionsklúbb Siglufjarðar. Var hugmyndinni mjög vel tekið af hálfu bæjarbúa, og fyrir at- beina Lionsklúbbsins völdu tíu menningarfélög í bænum full- trúa úr sínum hóp og þessir fulltrúar, sem síðan hafa nefnt sig Æskulýðsráð Siglufjarðar, bundust samtökum um að koma hugmyndinni í framkvæmd. Æskulýðsheimilið hóf siðan starf sitt í febrúarmánuði árið 1963, svo að heimilið er þriggja ára um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Æsku- lýðsheimilisins er Júlíus Júlíus- son. Öll hin margháttaða starf- semi heimilisins hvílir verulega á herðum hans. Má með sanni segja, að hann hafi unnið mikið og óeigingjarnt starf, sem seint mun verða fullþakkað. Já, það má með sanni segja, að í heimilinu eigi æskan heima. Á vegum Æskulýðsráðs- ins eru starfandi margir klúbb- ar, sem eru til húsa í heimilinu. Sérhver klúbbur ihefur sína eigin stjórn, sem er skipuð af meðlimum sjálfum. Hver klúbb- ur hefur síðan sinn leiðbein- anda, sem jafnan er einhver fullorðinn, sem ber eitthvert skynbragð á málefni viðkom- andi klúbbs. f þeim klúbbum, sem einna hæst ber, er ljósmynda- klúbburinn. Meðlimir hans eru verið klúbbsmeðlimum innan handar með góð ráð, en hann er sjálfur mikill frímerkjasafnari. Eins og ljósmyndaklúbburinn hefur frimerkjaklúbburinn hald ið sýningu. Af öðrum klúbbum má nefna málfundaklúbbinn, bridgeklúbb inn og myntklúbbinn. En áhuga mál meðlima hans er eins og nafnið gefur til kynna að safna mynt. í módelklúbbnum eru þeir, sem áhuga hafa á því að sýsla við að gera módel, mála þau og snurfusa, sér og öðrum til ánægju, því að þessir ungu völundar hafa haldið sýningu á smíðisgripum sínum. K, að sjálfsögðu mjög áhugasamir um Ijósmyndatöku og framköll- un mynda. Mjög góð aðstaða til ljósmyndagerðar er í heimilinu og nota áhugasamir ljósmynd- arar það óspart. Það má geta þess, að meðlimir klúbbsins hafa efnt til sýningar á mynd- um sínum, svo og happdrættis. Miðarnir voru allnýstárlegir; tölusettar ljósmyndir. Ágóðan- um af sýningunni og happdrætt- inu vörðu þeir til kaups á fork- unnarfögru málverki, sem þeir síðan afhentu Æskulýðsheimil- inu að gjöf. Á vegum taflklúbbsins eru haldin regluleg taflmót í heim- ilinu. Er jafnan mikil þátttaka í mótum þessum. Árlega er keppt um titilinn „Skákmeistari Æskulýðsheimilisins“. Milli móta æfa meðlimir sig í tafllist- inni. Stundum koma góðir gest- ir í heimsókn og tefla við þá fjöltefli. Starfsemi frímerkjaklúbbsins er einnig mjög gróskumikil. Vikulega eru haldnir fundir, eins og raunar hjá öllum klúbb- um, en þess á milli bera menn saman bækur sínar og ræða um frímerki og frímerkjasöfnun. Formaður Æskulýðsráðsins, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, hefur i-venpeningnum er öldungis ekki gleymt. Auk þess sem stúlkurnar taka verulegan þátt í starfsemi framangreindra klúbba, hafa þær innan sinna vébanda tvo klúbba, sem eru einungis ætlaðir þeim. Það er snyrtiklúbburinn og föndur- klúbburinn. Snyrtiklúbburinn er nokkurs konar visir að tízku- skóla. Þar er stúlkum kennt hvernig þær eiga að snyrta sig, greiða hár sitt, ganga rétt og margt fleira, sem öllum stúlk- um er hollt að kunna. í föndur- klúbbnum dunda stúlkur hins svo góð, að jafnan eru haldnar tvær sýningar hvern föstudag. Ekki má heldur gleyma hinu svonefnda opna húsi, sem nýtur mikilla vinsælda. Þá koma unglingarnir saman og eyða tímanum við leiki, spil og sitt-. hvað fleira, sem til fellur. Hlustað er. á hljómplötur og stiginn dans, þegar verkast vill. Um helgar eru svo jafnan haldn ir dansleikir. Einnig má nefna þær skemmt anir, sem Æskulýðsráðið held.- ur fyrir bæjarbúa. Þær eru, auk hinna margvíslegu sýn- inga, eins konar kynning á starfseminni. Þar koma img- lingarnir fram með sitthvað til skemmtunar, sem æft og undirbúið hefur verið í heim- ilinu. Ekki er þó öll starfsemi Æskulýðsráðsins miðuð við skemmtanir einar. Æskulýðs- félag Siglufjarðarkirk-ju hefur einnig fengið húsnæði í heimil- inu með starfsemi sina. Efri hæð hússins hafa svo skátarnir í bænum til afnota og vinna þar að málefnum sínum. Það nýjasta í sambandi við æskulýðsstarfsemina þar nyrðra er, að í haust var stofnað Ungtemplarafélagið Setið að spilum í vistlegum salar kynnum Æskulýðsheimilisins. vegar við föndur og tágavinnu. Fyrir utan alla þessa klúbba- starfsemi er margt annað gert í heimilinu til fróðleiks og ánægju. Hvern föstudag eru haldnar kvikmyndasýningar. Sýndar eru myndir frá ýmsum löndum, jafnt fræðslu- og gam- anmyndir. Aðsókn hefur verið Hvönn. Markmið félagsins er skemmtanir og ferðalög án áfengis. Þ Þessi mynd er af Æskulýðsheimili Siglufjarðar. Stórt og glæsi- legt hús, miðað við liöfðatölu staðarbúa. egar hér var komið sögu var kvikmyndin að enda komin. Það stóð líka heima, því að Ólafur taldi sig vera búinn að fræða okkur um það helzta, sem viðvíkur Æsku_ lýðsheimilinu í Siglufirði, þó að margt fleira mætti gjarnan minnast á. Eftir að hafa horft á kvik- myndina og hlýtt á sögu Ólafs, urðum við sammála um gildi slíks heimilis. Það má með sanni segja, að æskulýðsheim- ili þeirra Siglfirðinga sé þeim til sóma. Að okkar dómi hef- ur slíkt heimili margt sér til ágætis. Æskulýðsheimili veita unglingunum aðhald. Þau eru staðir, sem unglingarnir geta leitað til í hjástundum sínum. Fer vel á því, að við sláum botninn í þessa grein með því að bera fram þá frómu ósk, að flest bæjarfélög fari að dæmi þeirra Siglfirðinga. — b.sív. 13. fébrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.