Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 8
Feðgarnlr við hreindyrstarfinn i husbondaherberginu. Riffillinn, sem Sverrir heldur a, er af gerðinni Sako cal. 343, en með honum skaut hann tarfinn. Við sjáum hana varla fyrir „Sdlinni" ISLENZK HEIMILI K étt fyrir sunnan Sund.laug Vest- udbæjar (hefur á síðast’liðnum tveimur árum risið lítið einbýlishúsa'hverfi og 'þar er hvert húsið öðru fallegra. Gatan, sem heitir Einimelur hefur enn ekki verið malbikuð og iþegar við komum þangað um miðaftansleytið nú á dögun- um þunftum við að stikfla á mill'li forar- poliana, annars áttum við á hættu að 'bera aur og annan ólþrifnað, sem hús- mæðrum er ávallt svo uppsiga við inn á faileg teppin. En hvað um það við ætluðum ekíki að spegla okkur í poiiun- um, heldur sk'oða eitt hinna fallegu heimila sem þarna eru, heimilið að Eini- mel 14. Að Einimel 14 húa hjónin Áslaug og Sverrir Söheving Thorsteinsson, jarð- fræðingur, ásamt þremur börnum sin- um, _ Þ'orsteini 13 ára, Brynhildi 12 ára og Árna þriggjá ára. Þegar inn er komið verður manni strax ljóst, að húsráðendur eru smekk- vís og 'hafa einkar næmt auga fyrir listrænum hlutum, Við göngum fyrst ti'l stofu, þar sem á gólifum eru þrjú lit- fögur persnesk teppi, og á veggjum fög- ur listaverik og ber þar mest á tveimur málverkum, „Ailmannagjá“ eftir Kjar- vál og „Sigríður Eyjafjarðarsól“ eftir Tryggva Magnússon, Sýnir myndin þá, er þeir bræður flytja Sigríði á brott með sér, ríður hún í söðli og hefur krókfald á höfði. — Þessi, segir Sverrir og bend- ir á málverk Tryggva, er augasteinn allra á heimilinu. Hún er eins konar enfðagóss frá foreldrum mínurn, eins og raunar Kjarvalsmyndin líka og þó að við séum mög hrifin af Kjarvals- málverkinu og þyki vænt um það, má nærri segja, að við sjáum það ekki fyrir „Sóilinni". — Hiver teiknaði húsið? — Það gerði Sfkúili N'ordahl, arkitekt, íkunningi minn, segir Sverrir og held- ur svio áfram — eins og þið sjáið er húsið ákaflega einfalt í gerð sinni. Það er enginn vandi að gera flókin hús, en hins vegar mun erfiðara að gera hús, sem einkennist af eintfaldleik. Þetta hús er byggt í L og er enginn veggur í því steyptur, nema útveggirnir. Allir inn- veggir eru smáðaðir af tengdaföður mín- um Sigursteini Árnasyni og raunar alilt tréverk llíka. Þó eru noklkrir veggir hlaðnir úr vikri eins og veggir við eld- hús og bað. — Hive lengi hafið þið búið hér? — Við erum búin að vera hér í rúmt ár, segir frú Áslaug, og erum satt að segja rétt að 'byrja að rata um ibúðina það tekur alltaf svolítinn tíma að stað- festast, alltaf virðist eitthivað vera eftir að gera ö.s.frv. Upp úr sbofunni og inn í borð- stofuna eru tvær tröppur. Þar á vegg hangir lítil tílómamynd eftir Kristánu Jónsdóttur og er hún gjöf frá Áslaugu til Sverris, er hún færði hon- um þá, er hann varð þrítugur. — Úr því að þið minnist á þessa mynd, segir Sverrir þá hefðuð þið ef til vill gaman af að sjá litla mynd, sem ekki lætur mikið yfir sér, en er þó nok'kuð sikemmtileg, en það er penna- teikning eftir Mugg eða Guðmund Thor- steinsson. Hana gaf Kristín Jónsdóttir okkur, þegar blómamyndin var keypt. (Hún hafði staðið í ' brófaskriftum við Mugg og hafði faann rissað myndina á brófið. Skemmtileg pennateikning. Aftan á ramman er svo límt umslag og í því er bréfið, svona eins og ti'l staðfestingar sögunni. Við enda borðstofunnar og við stig- ann niður í ikjallarann er króikur, sem kallaður er baðstofa, þar sem frúin segir að fjölskyldan eyði mörgum stundum, bæði við dagblaða- lestur og annan lestur, þar hlusti hún á útvarp og þar grípi hún, frúin, stundum í saumadótið sitt. í glugganum eru gróskumiklir kaktusar og við höfum oi'ð á, hve fallegir þeir séu. — Já, segir Áslaug, blóm vaxa og dafna svo vel hér í húsinu. Það er ekki af því að ég sé svo nostursöm við þaiu, segir hún svo af Mtil’Íæti. — Það er af því að þú talar svo vel við þau á morgnana, segir þá xnaður hennar og brosir. Og állir brosa. N JL ’ iður í kjaillarann, sem þó er eins (kionar jarðhæð liggur opinn stigi, sér- staklega skemmtilegur. Yfir stiganu'm hangir málverk eftir Svein Þórarinsson, af Þingvöllum, einkar fagurt. Þegar komið er niður stigann er þar rúmgóður skáli og í honum miðjum stórt borðtenn- isboi'ð, seim á er rafmagnsjárnbraut. Þar una strákarnir sér vel og láta lestina leika listir sínar. Þar á vegg hangir lít- il mynd, sem móluð er af unnustu von Knebels, ungs jarðfræðings, sem fórst við Oskjuvatn. Sýnir myndin Herðu- breið og Lindalhraun. —• Þennan hlut keypti Ikunningi minn fyrir mig á uppboði. Hann tók eftir myndinni og bjóst við því að óg hefði gaman atf henni. Þrír Þjóðverjar komu hingað sumarið 1907 til þess að rannsaka jarðfræði íslands og tveir eiga ekki afturkvæmt Asikja gleypti þá. Næsta sumar kemur svo unn- usta von Knebel, Ina von Grumfo- kow hingað ásamt ungum jarðfræðimgi til þess að leita að unnusta sinum, en. leit hennar bar engan árangur. Nokkru síðar giftist hún svo þessum unga jarð- fræðingi, sem hét Hans Reck og reit góðar bækur um ísland og Öskju. Og nú erum við komnir að húsbónda- herberginu, sem er inn af skiálanum. Þar opnast okkur nýr heimur, heimur nátl- úruifræðingsins og þar væri unnt að dvelja stundum saman og sá væri skrít- inn, sem gæti látið sér leiðast þar. — Ja, það er eins gott að ég sé eíkkl „Sigríður Eyjafarðarsól“ eftir Tryggva Magnússon 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. febrúar 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.