Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 5
r um sagnaskáldskap Heyrzt (hefur sú sk'oðun, aS dagar tíkáldsögunnar í heimi bókmenntanna væru nú senn taldir. >ótt það mál verði hér ekki tekið til meðferðar, þá skal eðeins á það bent, að skáldsagan í þeirri mynd, sem hún nú þekkist, á sér ekki ýkja langan aldur. Talið hefur verið, að fyrsti vísir til skáldsagnagerðar síð- ari tíma sé skop- og deiluritið Don Kí'kóte eftir Spánverjann Cervantes. Það var skrifað í fangelsi á 16. öld. Og slíkur hefur lífsmáttur þess verið, að enn í dag, að meir en 400 árum iiðnum, er ris Iþess ekki tekið að falla, talið ennþá eitt áhrifamesta og fræg- asta stórverk heimsbókmenntanna. >að gildir um skáldsögu sem flest annað, að sínum augum lítur hver á silfrið. Og tilgangurinn með lestrinum margvíslegur. Og ef dæma á söguna og virða, geta mörg sjónarmið komið til greina. >að er hægt að lesa hana á þann hátt, að hlaupa yfir efnið án um- Ihugsunar, og svo er allt gleymt að lestri loknum. Sumir höfiundar skrifa líka bækur sínar frá því sjónarmiði og ætl- ast hvorki til annars né meira af Ies- andanum. En þeir hinir sömu verða raunar varla með sanni kallaðir skáld. Einnig er hægt, o^g sem oft hefur átt sér stað hér á landi, að lesandinn lifi sig inn í söguna, ,læri hana því sem næst, túlki hana sem veruleika. Er það auð- vitað hin rétta leið, en nær þó of Bkammt. >að verður að reyna að seil- ast lengra til skilnings á verkinu, íhuga hvort sagan hefur einhvern boðskap að flytja, hvernig hún er byggð, hver tök höfundurinn hefur á málinu o.s. £rv. Hér er nú að vísu komið inn á svið bókmenntafræðingsins, sem leit- ast við að rýna verkið, rekja þræði efnisins til upphafs síns, — inn í smiðj- una sjálfa — huga höfundarins og hafa þaðan útsýn til allra átta. En er þá nokkuð, sem mælir gegn því, að hinn almenni lesandi, fari einnig þessa sömu Eftir Sigurð Sigurmundsson Jón Trausti leið í samræmi við vit sitt, þroska og ' þekkingarstig, svo að hann a.m.k. verði móttækilegur fyrir það, sem bók- menntafræðingurinn hefur að flytja? Sú skoðun hefur stundum heyrzt, að þeir sem leggi það fyrir sig að rýna 6Ögurnar og rekja þær til upphafs síns geri ekki annað en tæta þær sundur og eyðileggja. En þessi skoðun er hirm mesti misskilningur, stafar af skorti á hugsun. Verkið stendur sem órofa minnisvarði höfundar síns, hvaða stormar sem um það næða, og hvað sem sagt er um það eða ritað. >að mætti miklu fremur segja að, að rann- sókn lolkinni, væri listaverkið orðið sem kristall, þar sem hver flötur hefði sitt sérstaka ljósbrot. F átt er æskilegra eða meiri fengur ífyrir bóíkmenntarýnandann en þegar höfundarnir sjálfir hafa einhverja vit- neskju í té látið um tildrög og sköpun verka sinna. Margir af frægustu skáld- sagnahöfundum heimsins hafá ýmis- legt skrifað eða látið uppi um sjálfa sig og verk sín. En nú þykir slik vit- neskja sem sannur fjársjóður. Sú saga íslenzk, sem mest hefur ver- ið rannsökuð, rætt og ritað um nú á síðustu tímum er Brennu-Njálssaga. Einhverjium kann nú að virðast, að ekki beri að ræða um hana hér, þar sem einungis eigi að taka skáldsögur til meðferðar. En þá er því til að svara, að sagan er ekki þekkt öðruvísi en höf- undur hennar túlkar hana, þótt vitað sé um nöfn helztu söguhetjanna og um suma atburði úr heimildum. Njála, eins og við þekkjum hana, hefur ekki raunverulega gerzt, nema á einum stað, — í huga þess höfundar, sem hana skóp. En ef hinn umdeildi yfirlætislausi höf- undur, skapari meistaraverksins, sem ekki lét nafns síns getið, hefði ein- hversstaðar látið orð að því liggja, hvernig hann hefði hagað vinnubrögð- um sinum, þá þætti það nú fengur, sem ekki yrði metinn til fjár. Hér skal nú reynt að gera grein fyrir einhverju af þvií sem vitað er um að nokkrir íslenzkir höfundar hafa sagt um skáldskap sinn og stönf. Nóbelsverð- launasikáldið Halldór Kiljan Laxness hefur sagt frá því, að hann hafi verið ■■ n 1 nýútkom- ■ inni starjs- I ^Hskýrslu Ferða- H?náíardðs segir |1|| frá því, að 1 iHS nokkrir af ^mmeðlimum ráðsins hefðu Ijarið í kynnis- III iferð um landið á síðasta ári og komið við á 31 veitinga- og gististað. Þar seg- ir orðrétt: ra „Heildarmynd af ástandi veit- inga- og gistihúsanna á lands- byggðinni er sú, að hreinlæti og snyrtimennsku er mjög ábótavant Enda þótt trassaskapur og kœru- leysi sýnist oft vera undirrót þess, sem ábótavant er, þá virðist oftar, að vankunnátta orsaki þann frum- stœða aðbúnað og aumu af- greiðsluhœtti, sem upp á er boð- ið.“ Slík kðnnun A greiðasölu og gististö&um landsins er mjög gagn- leg, ef ekki bráðnauðsynleg — og vonandi leiðir hún til þess að á- standið batni eitthvað. En Ferða- málaráð þarf ekki að fara út fyrir höfuðborgina til þess að rekast á veitingastaði, sem lýsa mœtti með sömu orðum. Af þeim er enn allt of mikið í Reykjavík: Slœmur matur og óhóflega dýr, fákunnandi og ókurteist afgreiðslufólk, sóða- skapur — „aumir afgreiðsluhœtt- ir“. Hér eru hinsvegar líka til veit- ingastaðir, sem eru til fyrirmyndar og borginni sómi. Oft heyrist sagt, að leiðinlegt sé að þurfa að bjóða útlendingum hitt eða þetta af þessu tagi. En er það þá nónu gott fyrir íslendinga sjálfa? 1 daglega lífinu leiðum við þetta hjá okkur, reynum það a.m.k. — af því að baráttan virðist vonlítil. Vonum þó, að þetta lagist. En þeg- ar við sjáum útlendingum fallast hendur, verða orðlausa af undrun yfir þeirri þjónustu, sem víða er vevtt hér við verði sem tekur engu tali, kemur það illa við okkur af því að það staðfestir, að ástandið er langtum verra en það œtti að vera, verra en það þyrfti að vera. „Er þetta ekki nógu gott ofan í yður?“ spurði þjónn einn í mesta sakleysi, þegar gestur kvartaði kurteislega yfir því að kjötið, sem honum var borið, virtist skemmt. Þetta var elcki í Reykjavík, en verð máltíðarinnar var á borð við það, sem gerist á betri veitingahúsum höfuðborgarinnar. Já, var það ekki „nógu gott“? Ástandið í þessum málum er ekki aðeins slœmt, þegar útlend- ingar eiga í hlut. Það, sem er ekki „nógu gott ofan í“ útlendinga, er heldur ekki „nógu gott ofan í“ okkur. Það er lítill vandi að fóðra hænsni. Greinilegt er, að ýmsir, sem annast veitingar í þessu landi, koma beint úr hœnsnarœktinni — og eru þar með komnir á ranga hillu í lífinu. Hlutverk veitingahúsa er ekki að þeyta kjötbollum eða soðinni ýsu í viðskiptamenn þótt sumir virð- ist gera sér það að góðu. Hótel og veitingahús gegna mikilvægu menn ingarhlutverki, eiga að stuðla að bættum umgengnisvenjum, siðfág- un og snyrtimennsku, leysa þjón- ustuna af hendi á þann hátt, að viðskiptavinirnir njóti hennar. Það veitingahús, sem ekki gerir annað en metta sína gesti, er lélegt — en þó skárra en mörg þeirra, sem við þekkjum hér. Þorri íslenzkra ferðamanna vill heldur hafa með sér mjólkur- flösku, kóka-kóla, rúgbrauð með kæfu — og snœða sitjandi í bíl sín- um utan við veitingastaðina en að fara inn — af augljósum ástœð- um. Þetta er ekki aðeins slœmt fyrir veitingastaðina, dregur ekki aðeins úr eðlilegri þróun atvinnu- greinarinnar, heldur slœmt fyrir alla heildina. Veitingamenn gegna mikilvægu hlutverki hjá hverri þjóð: þeir geta verið henni lyfti- stöng, en þeir geta líka gert hana vesœlli en hún er í raun og veru, dregið mannfólkið niður í stað þess að lyfta því upp. Haraldur J. Harnar 13. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.