Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1966, Blaðsíða 6
1 6 vikur að skrifa ihálfa blaðsíðu, kafl- ann Vetrarmorgun í bókinni Sjálístætt fólk suður á Spáni. Má gera sér í hug- arlund hvílík þrekraun það hafi verið. Hann hefur líka sagt, að hann vildi eklki ólska neinum þess að vera rithöfundur. Það vissi enginn, nema sá sem reyndi, hvað það væri að vera knúinn af ómó't- stæðilegu afli, til þess að skrifa bók, sem hann vildi feginn gefa aleigu sína tii að þunfa ekki að skrifa. Gunnar Gunnarsson hefur, við (hina nýju út- gáfu verka sinna, ritað framan við hverja sögu fonmála, þar sem hann ger- ir igrein fyrir ti'ldrögum og tilgangi hrverrar bókar, vinnubrögðum sínum, Sálarástandi o.fil. Verður ekki annað sagt en að það sé mikilis virði og veiti lesandanum aukinn gkilning. Hann segir fná, hvernig hann var heilan vetur, við mestu harmkvæli og sálarangist, að koma saman einni skáldsögu. En þegar handritið var loksins orðið búið til prentunar og hann var að lesa það yfir í síðasta sinn, þá varð honum ennþó einu sinni ijósit, að það var óhæft til birt- ingar eins og það var. Síðan gekk hann með það á bálið. Skrifaði svo söguna aÆtur á nýjan leik. Hann segir einnig frá iþví, ag 17 ár hafi liðið frá því að honum fyrst datt í hug að skrifa söguna Svartfugl og þar til að hann hófst handa. Allan þann tim_a var efnið að þróast í huga hans. Á meðan samdi hann margar skáldsögur, en gekk þá alitaf með Sjöundá í baksýn. Einu sögurnar af síðari tíma bók- menntum íslendinga, sem teknar hafa verið og skýrðar til rótar af 'bókmennta- fræðingi eru skáldsögur Jóns Thorodd- sens. Það gerði Steingnímur J. Þor- steinsson prófessor. Er það doktorsrit- gerð hans. Þetta er hið merkasta rit og mætti mikið af því læra. Sennilega lesa það alltotf fáir. Tveir voru þeir skláldsagnahöfundar, sem mest kvað að á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar, hér er ekki rúm til þess að geta fleiri, en það voru Einar H. Kvaran og Jón Traiusti. Um Einar Kvaran hafa verið skrifað- ar nokkrar ritgerðir, sem birzt hafa í ýmsum támaritum, en helzt ber þó að nefna ritgerð eftir bókmenntafræðinginn Stefán Einarsson í ritgerðasafni hans Skáldaþing, þar sem hann ræðir um verk hans á víð og dreif. Geta má þess, að Vonin, sú saga Einars sem bezt hef- ur verið talin allra sagna hans, varð þannig til, að sjálfs hans sögn, að hann dreymdi aðaletfni hennar vestur í Ame- ríku. Um Jón Trausta hefur sami mað- ur Skrifað eina stutta ritgerð sem er að finna í áðurnefndri bók. Einnig hefur Benjamiín Sigvaldason, fræðimaður, haldið útvarpserindi um Höllu og það sem hann vissi um tildrög þess verks. Síðar var erindið prentað í ritinu „Sannar sögur“. Fleiri hafa elkki orðið til þess að rita um höfundinn á þeim vettvangi, þótt undarlegt kunni að virð- ast, jafn sérstætt og merkilegt skáld. Og verk hans eru enn að mesu óplægð- ur akur. Þó hafa komið fram raddir um það í blöðum, að sögur hans væru girni- legt rannsóknarefni. En skyldi þá nokk- uð liggja eftir höfundinn sjáifan, sem gæti orðið till þess að vísa þeim veg- inn, sem þar vildi leggja land undir fót? Svo er þó íyrir að þakka. Til er bók etftir Guðmund Finnbogason, sem nefnist Hugur og heimur. Eru það fyrir- lestrar, sem hann einu sinni hélt en voru síSan prentaðir og getfnir út. Sú bók mun nú vera lítið lesin og víða liggja óhreyfð, þar sem hún er til, enda margt auðvitað orðið úrelt sem í henni stendur. En hinar rykföllnu sræður hafa þó oft búið yfir gleyandum fjár- sjóðum. í bókinni er kafli sem höf. nefn- ir Persónur í skáldskap. Þar segir hann frá iþví að hann hafi farið þess á leit við Jón Trausta að hann gerði honum grein fyrir sköpun persónanna í sögum hans. Og siðan birtir hann bréf frá Jóni Trausta varðandi þetta málefni, sem hér verður tekið orðrétt upp. Dagsett 10/10, 1909. „Þá er það hvernig sagan skapast. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að segja það, án þess að verða of lang- orður. Ég skal reyna að lýsa því, hvernig grundvöllurinn • undir henni, landið skapast, því að ef til vrlil hef- irðu tektð eftir því, að ég læt mér ekki draga um það að búa til landið líka. „Þar Skal verða nýr himinn og ný jörð“. Þar þartf ég á fjöllum, hálsum. viíkum og vogum að halda, heilu landa- bréfi, miklu beíra en herforingjaráðs- ins. Þetta svífur lengi fyrir huganum eins og í bláleitri móðu. Þar koma fram eilífar „oombinationir“, sumt hefi ég séð og sumt eikki, fjöll og dalir, fossar og ár bætast við, eru teknir með eða strikaðir út eins og óþarfir umsækjend- ur. AUt verður að samræmast. Loks síg- ur landið saman í heila steypu og stend- ur fast. Lönd þau, sem lýst er í sögum mínum, eru hvergi til. Þesis vegna haifa kamið raddir frá öllum hornum lands- ins, Keflaivík, Búðum, Ólafsvík, Djúpa- vogi, Húsavík og víðar, að „Leysing“ haifi gerst hjá sér. Allir þóttust þekikja landslagið. Nokkuð ólíkt þessu er með sj'áltfa sög- una. Svona skal hún byrja, svona skal hún enda, — þetta getur hver maðiur sagt. En í sögu er löng leið og torveia frá byrjun til enda. Það er enginn vandi að flétta saman atburðum; það er eins og að tefla skák við sjálfan sig. Það eru mennirnir, sem örðugast er að eiga við, ef þeir eiga að verða nokikuð annað en taflmenn. Þegar ég legg út í að skrifa sögu, er likast því að ég leggi gangandi á Mosfelldheiði og hugsi sem svo, að óvíst sé bvort ég komist nokkurn tíma af henni. Söigunni er fyrir fraim skipt í kapítula eins og heiðinni í áfanga. Hver kapiítuli hefir álkiveðið innihald, og hve- nær sem er, er mér Ijóst hve langt ég er kominn; „ég þekki mig“. Það er seig- drepandi að labba alla heiðina á efcki langstígara verkfæri en pennaoddi. En það vinnst þó. Aðalpersónurnar eru meira eða minna skírar þegar ég byrja. Hver kapítuli sögunnar er ný leið að þungamiðju þeirra. Hinar persónurnar verða eiginlega ekki til fyrr en um leið og þær verða fyrir mér. Ég sé hverja einustu persónu fyrir mér, þegar ég er að skrifa um hana, og heyri til hennar. Það eru ekki mín svipbrigði, sem ég lýsi, heldur sviþbrigðin á því andliti, sem ég horfi þá á, og þau verða að vera í sam- ræmi við það andlit. Ef til vi'll er þetta að nokkru leyti aríur frá leilkhúsunum, ef til vill frá lífinu að nokkru leyti. En ég er mér þess ekki meðvitandi að hafa tekið eitt einasta andlit eftir fyrirmynd, sem ég hefi þekkt. Ef svo er, þá er það ósjálfrátt. En persónur þær, sem ég Skrifa um, verða mér eins kunnugar og eins handgengnar eins og þeir imenn, sem ég hefi mest af að segja í daglegri umgengni. Þess vegna er mér það mikill starfsléttir að geta notað sömu persón- urnar i fleiri sögum og bætt nýjum við. Og það er lesendum mínum léttir lóka. Eitt að lokum. Ég ligg cxft vdkandi á nóttunni, stundum af 'því að ég get ekki sofnað fyrir hugsunum. En mér leiðist ekiki. Ég er alveg hissa á því hvað klukkustundirnar eru fljótar að líða. Klukkan Slær eitt — hálf tvö, tvö — þrjú — fjögur — og stundum fæ ég skróplur út aif svefnleysinu, því að þá kemur skynsemin snöggvast og segir mér, að ég þurfi að sofa, því að ég eigi að fara til vinnu klukkan sjö. — En slíkar nætur eru frjósamar. Þá er eins og ímyndunaraflið vaxi yfir sig. Þá fer gáfan taumlaus og ræður sjálf ferðum sínum. f há'lfgerðu móki og djúpri dauðaþögn fæðast hinir kynlegustu hlutir í huganum, náskyldir draumum í eðli sínu, en ákveðnari og viðráðan- legri. Þá verður mér ekki skotaskuld úr að semja heilar sögur fná upphafi til enda eða gera eittihvað annað við- lí'ka smáræði. Þetta er að vísu sjúkt og óeðlilegt, eins og lundur Jónasar, en það venmir inn að hjartarótum. Á morgnana er allt gleymt. En samt er eins og það hafi fest rætur eða fellt fræ einhversstaðar langt, langt niðri í undirvitundinni og þegar dagar þess eru fullnaðir, skýtur það upp teinungi. Auð- vitað fæðist það ekki fullaldra eins og ég sagði áðan, en þegar margt af þessu tagi kemur saman, getur orðið úr því sitthvað heillegt------—“ Eins og sjá má, vantar hér niðurlag iréfsins. En það skiptir engu. Það hef- rr þegar talað sínu máli. Hins vegar verður að telja, ef rétt er á litið, að hér hafi má'laleitan Guðmund- ir Finnbiogasonar tiil nafna síns — fyrir- spurn heimspökingsins til skiáldsins — verið merkur atburður, sem gæti haft nikla og varanlega þýðingu. Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti. SVIPMYND Framihald af bls. 2 því að hún fylgir frj'á'lslyndi hans, en hefur það fram ytfir hann, að hún er af Nehrú-ættinni og Kasimíri sjáflf. Því getur hún, ef nauðsynlegt reynist, vitn- að í ósk föður síns á dauðastundinni um það, að deilur verði settar niður með hinum tvéimur þjóðum, áður en þær leggi lönd síri í rúst. Hún lýsti þvlí þegar ytfir, er hún hafði tekið kjöri, að bún mundi fylgja því samkomulagi, sem Shastri undirritaði í Tasjkent. Verið get- ur, að þessi veikbyggða kona eigi eftir að reynast Indiverjum sá leiðtogi, sem þeir þartfnast niú hvað mest, þegar óveð- ursskýin hrannast upp handan landa- mæra og inni yfir landinu sjálfu. Hagaíagiar Mátti sanna sr. Hjálmar. Þegar séra Hjálmar Guðmundsson var prestur á Hallormsstað felldi dóttir hans ein ástarhug til fátæks pilts, sem þar var vinnumaður. Stóð prestur á móti ráðahagnum, en þó fór svo, að stúlkan varð vanfær. Var reynt að leyna prest þess í lengstu lög, og lét því móðir stúlkunnar hana sofa til fóta sinna, og enga fóta- vist hafa, eftir að leið á meðgöngu- tímann. Verður prestur því einskis áskynja fyrr en stúlkan tekur létta- sóttina. Sækir hann þá vinnumann- inn og kveður að nú sé bezt að hann hafi hana. Um þetta er þessi vísa kveðin: Mátti sanna séra Hjálmar, sá hinn snjalli, að verra er að gæta vífs á palli en vakta hundrað ær í fjalli. Á hesti Á skólaárum sínum mun sr. Skúli Gíslason helzt hafa talið sig til heim- ílis á Mlælifelli, en átti að réttu lagi hvergi heima. Því var það eitt haust- ið, er hann reið einn síns liðs suð- ur Kaldadal að hann mætti manni, sem var á norðurleið. Maðurinn spurði hann að gömlum íslenzkum sið til nafns og hvaðan hann væri. Sagði Skúli honum til nafns og kvaðst sem stendur eiga heima „á hesti.“ Varð manninum undarlega við, er hann heyrði heimilisfangið og hélt hann vera að skrökva að sér. En svo stóð á, að maðurinn var úr Borgarfirði og kunnugur á Hesti og kannaðist ekki við, að þar ætti heima nokkur maður með því nafni. (Merkir júlendingar). Rigndi og snjóaði Uim Hafnanveru P.P. (þ.e. Péturs Péturssonar síðar þiskups) á námsár- unum vitum vér lítið, stúdentalífið mun að hinu ytra hafa verið líkt þvi sem síðar var nema hvað menn al- I mennt í þá daga voru lítilþægari í kröfum sínum til lífsins en nú er orðið. Pétur stúdent bjó um tíma á Kristjánshavn í kvistherbergi sam- an við Geir Bachmann (d. 1886) er þeir báðir fengu mislinga, Geir fyrst og stundaði Pétur hann. Áttu þeir mjög illt og örðugt, því að herbergið var svo hrörlegt, að þar rigndi og snjóaði inn um rifurnar, þegar úr- koma var, en ekkert fé var fyrir hendi til þess að fá sér betri hjúkr- un og húsakynni. ' (Ævisaga dr. P.P.). Drottinn borgar Báðar konur Einars á Kollafjarð- arnesi voru taldar með merkustu húsfreyjum, duglegar og hjálpsamar. Þó er sumra sögn, að Þórdísi hafi þótt nóg um hjálpsemi Einars, og átti að hafa sagt við hann; „Ekki veit ég hvað þú hugsar, Einar minn, að lána svona alltaf. Þetta færðu aldrei aftur“. Þá er sagt að hann hafði svarað: „Heldur þú, Þórdís mín, að drottinn sé ekki nógu rikur til að borga fyrir fátæklingana? Get ég ekki alltaif farið í kaupstaðinn og fengið það sem ég vil? En á hverju á auminginn að lifa, sem ekkert hefur að láta fyrir?“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 13. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.