Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 3
Konan í hellinum ___ Eftir Margaretu Ekström - E g verð víst að trúa þeim, þegar þeir skrifa í lófa minn, að þeir hafi augu. Mér ber víst að trúa þeim. Ég kann merkin, sem tákna augu. Alla bók- Btafina. Þekki líka augasteinana, heita og hála undir fingurgómunum. Skyldu þeir „sjá“? Hvað merkir það? Getur það ekki verið það, sem kennslukon- an kallaði „eittlhvað yfirnáttúrulegt?" Hvernig get ég nokkru sinni fengið að vita, hvort þeir „sjá“? Kannske eru þeir bara áhorfendur í óeiginlegri merkingu, sjáendur með lifandi draum um augu — svo ljóslif- andi draum, að þeir neyðast til að teikna mynd augans með fingrum sín- um, og fingur lesa táknin, sem flytj- ast á næstum dularfullan hátt til dimma, heita heilaklumpsins, þarna lengst, lengst inni í myrkrinu. Litlar, rakar og hálar kúlur. Ég held hendinni fyrir framan augu þeirra — fyrir framan augun, sem þeir staðhæfa að séu „sjáandi", en finn ekkert. Þegar ég styð hendinni á píanóið, titrar allur líkaminn af því, sem þeir kalla „hljóð“, og sem þeir fullyrða, að litlu brjósk- sneplarnir okkar, þessi gagnslausu xnarsipanblóm utan á höfðinu, geti tek- ið á móti, skilið og notið. Jú, þar skeð- ur eitthvað. í þessari slípuðu, olíulykt- andi kistu, sem þeir kalla píanó. En fyrir framan augu þeirra ... Ég finn andardráttinn koma í tveim- ur mjóum taumum úr nasaholunum. Og digran strók úr safaröku inntaki og út- opi munnsins — með hálu tanngirðing- unni, sem skilur mitt myrkur frá þínu. Einkaeign, segja tennurnar, þegar ég þreifa með hendinni um nýtt andlit. Varirnar eru aftur á móti alltaf mjúk- ar og ríkar af tjáningu eins og snopp- ur dýranna. Vilja gjarnan sleikja, en eru bara hundar í bandi við skiltið fyr- ir utan garðshliðið, þar sem skrifað stendur: Einkaeign. Hafa engan sjálf- stæðan vilja. Verða að hlæja, þegar húsbóndinn skipar. Verða að beygja af, þegar eigandinn rykkir í bandið. E g held hendinni fyrir framan þessi augu þeirra — með lokinu, en finn ekkert. Skyldi það vera eins og þeir halda? Ég hefi reyndar kúlur á brjóstinu. Það er indælt að handleika þær. Þær smjúga notalega, snúast í fitu- lögum sínum. Kennslukonan kallaði þær stækkaða fitukirtla, sem gætu framleitt mjólk. Mínar framleiða enga mjólk. Mínar augnkúlur framleiða enga sjón. Dag einn hneppti ég frá mér treyj- unni og lét mér detta í hug, að kannske gætu brjóstkúlurnar mínar séð. En þá kom ein gæzlukonan og sló til mín. Það var allt og sumt, sem skeði. Síðan þrifu harðir fingur hennar og ískaldir í hálsmál mitt, rykktu og tog- uðu hnappa og hnappagöt og hún and- aði ótt og illskulega. Hendurnar skulfu. Ég studdi hendinni á höfuð hennar, og hún hristi það ákveðið. Þá hafði ég fengið vissu mína: Brjóst mín gátu ekki séð. Aldrei nokkurn tíma mundi mjólk koma úr augum mínum. Ef ég á að trúa þeim, — þeir eru hið eina, sem segir eitthvað, — en er það samt óyggjandi staðfesting á sannleik- anum? — Ef ég á að trúá þeim, þá er ég og nokkur þúsund í viðbót aðeins undan- tekning frá þeim reglum, sem gilda um mannkynið á jörðinni. Flestir geta séð og heyrt. Og gengið. Og eignazt börn. Og hlaupið. Og synt. Flestir þeirra. En hver veit? Hvernig á ég að vita sann- leikann, innilokuð í svörtum helli lík- amans? Þetta gæti líka verið alveg öfugt, — að ég tilheyri „yfirstéttinni“, þeim vold- ugu, þeim eðlilegu, þeim vel sköpuðu. Ég hafi bara verið tekin til fanga af nokkrum vesaiings vanskapningum, sem þjást aí einhvers konar sjón í augn- tóftunum, sem líða vegna truflana í sín- um litlu, margbrotnu brjóskrósum, — þessum handarhöldum á kringlóttri skál höfuðkúpunnar. ]\í aður reynir að telja sér trú um, að þannig hljóti það að vera. Að hvað? Hljóti að vera? Ég er. Ég hlýt að vera. Ég er eðlileg, lifandi. Hvers vegna kalla mig gallaða? Er annars ólæknandi van- smíði nokkiur galli? Mittt myrkur er mín eign, og kannske deili ég því með öðrum? Þeir vilja bara ekki viðurkenna að þannig sé því varið. Þarna höfum við það: Þeir vilja lifa í sinni stóru blekk- ingu um ljós og hljóð, — ný Prómeþ- eifs-goðsögn. En ég. Ég er sú raun- sæja, og það geta þeir ekki sætt sig við. Þess vegna einangra þeir mig. Nei, nei, það er minn eigin vísdómur, sem ein- Framhald á bls. 9 Trunt trunt og tröllin í fjöllunum Eftir Gisla Sigurkarlsson Lifað hef ég ár og ævi inní höllum næturtrölla. Blaktir ljós á lýsisskari. Löng er tíð í svölum göngum. Dagar týna lit og lögun. Litverp nóttin feiknstaf ritar. Grimmlynt þý með grettna kjamma geyma landsins undirheimar. Mér var nær að vera að vakna. Ég vissi ei hvers ég hafði að sakna. Oni landsins iður sokkinn, upp af draumi hins tryllta hrokkinn, skynja ég í síðsta sinni sálarkvalir algáðs manns. Ær ég var og verð það bráðum. Vakað get ég þá í náðum. Núna man ég hlýrri heirna. Horfnir dagar framhjá streyma. Brjótast fram úr bernskuminni bjartir fletir sjós og lands. Gakktu upp að Gýgjarsteini, glitrar dögg í björk og reyni. Upp úr vök á vatni og polli vorið lyftir björtum kolli. Ryðjast yfir fen og flóa feigar minjar vetrarsnjóa. Hýrleit grös um holt og móa, hrannast fram í sólskinið. Sumardagur annir eykur. Ólmast bóndinn hvergi smeykur. Fellir stör og fífu og smára. Flissar ljár í breiðum skára. Landið hlær á ljósum kvöldum. Líður senn að töðugjöldum. Loftið hampar tærum tjöldum. Túnin slegin blasa við. Haustar að á heiði og sölum. Hverfur kind úr fjallasölum. Fingur rakra rökkurkvelda rjóða tundri á hugarelda. Mann og konu myrkrið geymir. Myrkvuð á í flúðum streymir. Búmannsraunum bóndinn gleymir. Baðstofan er vær og hljóð. Sigri vetrar vindar hrósa. Vefjast faðmi norðurljósa fjöllin hvít og foss við ána. Fela klakkar bleikan mána. Brestur hátt í hrímsins kjúkum. Hafið skartar bylgjudúkum. Sælleg börn á svæfli mjúkum svæfa stormsins næturljóð. Húmar að í hugar kinnum. Hljóðnar niður alls hins liðna. Dagar týna ht og lögun. Litverp nóttin feyknstaf ritar. Höndin tryllist, tjaldið fellur. Trunt trunt og tröllin í fjöllunum. •C 27. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.