Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 5
Eftir Gunnar Dal EPIKUR Epikúr kemur fram á sviðið, þegar draumur Platóns og 'Aristótelesar um hið fullkomna gríska borgríki er að engu orðinn. Aþena hefur glatað hinu forna frelsi sínu, og gullöld hennar er liðin. Demosþenes, síðasti foringi frjálsra Grikkja, fellur, þegar Epikúr er tví- tugur, og hann verður þá vitni að aftökum grískra stjórnmálamanna í Aþenu. Ný sókn til að endurheimta það, sem er eilíflega glatað, er von- FYRRI HLUTI laus. — Epikúr skynjar, að allar leiðir til veraldlegrar framsóknar eru blindgötur. Hin unga kynslóð á ekki annarra kosta völ en að leita að friði undir vængjum arnarins, snúa baki við vandamálum mann- félagsins og reyna að uppgötva nýj- ar leiðir til að sætta manninn sem einstakling við lífið og sjálfan sig. Epikúr var spámaður þessara nýju viðhorfa, og hann tók að sér að flytja mönnum nýtt fagnaðarerindi um, hvern- ig þeir gætu lifað „hamingjusamir eins og guðir“. Öll kenning hans miðast við þetta hlutverk: Hvers virði er sú læknis- íræði, sem kann engin ráð til að lækna xnein líkamans? Hvers virði er sú heim- speki, sem græðir ekki hin andlegu mein mannsins? Fagnaðarerindi Epikúrs á að kenna mönnum, hvernig þeir geta varð- veitt frið sálar sinnar, komizt hjá hinum nagandi kvölum slæmrar samvizku, liíað árekstralaust við aðra menn, sigrazt á óttanum við dauðann og fram- tíðina þessa heims og annars, losnað undan klafa rangra trúarhugmynda og orðið frjálsir. Fylgjendur Epikúrs litu á hann sem frelsara og höfund nýrra trúarbragða. Þeir fóru með rit hans (sem urðu þrjú hundruð talsins) sem helga dóma og báru á sér mynd hans sem verndargrip. H ins vegar hefur líklega enginn heimspekingur verið ófrægður meira af andstæðingum síntun en Epikúr, og kenningar hans hafa verið rangtúlkaðar alveg fram á okkar tíð. Þessi ranga túlkun hefur gert Epikúr í hugum manna að sérstökum foringja þeirra, sem halda að nautnalíf sé hin æðsta sæla, þrátt fyrir þá staðreynd, að Epikúr afneitar öllu nautnalífi. Röng túlkun á trúarskoðunum hans hefur gert hann í vitund margra að siðlausum guðleys- ingja, þrátt fyrir það að Epikúr kennir að hin æðsta hamingja manna sé að lifa í andlegu samfélagi við guðina. Vegna þröngs skilnings á heimspeki hans hafa margir sakað hann um að hafa verið fjandmann menningarinnar, sem láti sig engu skipta annað en það hagnýta. Sannleikurinn er hins vegar sá, að í rit- um sínum fer Epikúr langt út yfir það, er hann kallar hagnýta heimspeki; — það er að segja þá heimspeki, sem kennir manninum að lifa hamingjusömu lífL Epikúr lætur yfirhöfuð öll vísindi og alla þekkingu til sín taka og gerir strangar þekkingarkröfur til fylgjenda sinna. Og loks hefur Epikúr verið kall- aður sérgóður „hedónisti“. Epikúr er hedónisti, en sérgóðan er naumast hægt að kalla þann mann, sem ver langri ævi t'l að leitast við að gera aðra menn ham- ingjusama. Og þótt maðurinn að dómi Epikúrs eigi að leita sinnar eigin ham- ingju, þá leggur hann einnig alveg sér- staka áherzlu á gildi vináttunnar. Og vinátta er, að menn hugsi jafnt um hag vina sinna og sinn eiginn. Þ-essi ásökun er því ekki heldur rétt. Það er ennfrem- ur rangt að skoða Epikúr sem höfuð- andstæðing Stóuspekinnar eins og venja hefur verið ög rekja má til skrifa Cicerós um Epikúr og Stóuspeki. Sann- leikurinn er sá, að Stóuspekin hafði áhrif Umrœður um sjónvarpsmálin sœlu tóku dá- lítinn fjörkipp eftir myndar- lega áskorun 600 íslenzkra háskólastúd- enta, og er framtak þeirra gleðilegur vott- ur um vakn- andi þjóðern- istilfinningu yngri kynslóða í land- inu, þó kreppukynslóðin, sem nú fer með völd, virðist hafa týnt öll- um áttum í góðœri og gróðafíkn. Við áskorun stúdentanna hafa síð- an hœtzt áskoranir frá stjórn barnakennarasamtakanna og al- mennum fundi í Rithöfundasam- bandi Islands. Ýmis fleiri almanna- samtök munu vœntanlega sigla í kjölfarið. Viðbrögð „Félags sjónvarpsá- hugamanna“ við vaxandi mót- mælaöldu gegn dátasjónvarpinu eru þau að efna til undirskrifta- söfnunar meðal sjónvarpsnotenda, þar sem farið er fram á áfram- haldandi ölmususjónvarp frá her- stöðinni í Keflavík. Heyrzt hefur að œtlunin sé að safna 6000 und- irskriftum, og þótti engum mikið. Eins og þessari undirskriftasöfn- un er háttað, œtti að vera leikur einn að fá svo sem 15.000 undir- skriftir, þar eð sjónvarpstœkin munu nú vera orðin liðlega 10.000 talsins og meðalfjölskyldan 4-5 manns. Hitt er þó vert að hafa í huga, að fjölmargir sjónvarpseig- endur eru andvígir því að standa eins og betlarar gagnvart Keflavík- ursjónvarpinu. Margir munu verða til að spyrja, hvort meira mark sé tak- andi á fólki holt og bolt, sem á- netjazt hefur dátasjónvarpinu, eða t.d. þeim mönnum sem fylgjast með áhrifum þess á börnin í skól- um Reykjavikur og nágrennis. Hafa margir barnakennarar nœsta átakanlega sögu að segja af ástand- inu í bekkjum sínum: þar greinast börnin raunverulega í tvær að- skildar „þjóðir“ sem hafa fjarskyld áhugamál og lifa í gerólíkum hug- arheimum. Er reyndar furðulegt að yfirvöld menntamála skuli ekki hafa látið fara fram ýtarlega rann- sókn á þessu máli í skólum borg- arinnar. Hvað sem líður tilfinningum manna til hins erlenda sjónvarps, er Islendingum nú almennt að verða Ijóst, að með tilkomu ís- lenzks sjónvarps verði þáttaskil og þá sé brýn nauðsyn að endurskoða sjónvarpsmálið í heild. Kom það fram i yfirlýsingu „Félags sjón- varpsáhugamanna“ í dagblöðunum nýlega, að sjónvarpseigendur gœtu því aðeins sœtt sig við lokun Keflavíkurstöðvarinnar að tryggt vœri að íslenzka sjónvarpið fengi beztu sjónvarpsþœtti hennar. Nú hefur þegar komið á daginn, að Keflavíkursjónvarpið er að missa ýmsa þœtti, sem íslenzka sjón- varpið mun hafa hug á, þannig að það neyðist til að draga saman seglin og vœntanlega takmarka sendingar sínar við herstöðina eina. Þó þessi lausn sé ekki til- takanlega reisug frá íslenzku sjón- armiði, er hún vissulega mun betri en engin lausn. Kjarni málsins er hins vegar sá, að Keflavíkursjónvarpið hefur ver- ið rekið öðrum þrœði fyrir fs- lendinga af erlendu herliði í land- inu (þó það hafi aldrei beinlínis skuldbundið sig til að sjá sjón- varpseigendum fyrir efni um ófyr- Framhald á bls. 6 27. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.