Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 7
Nemendamótskórinn, sem flutti lög úr söngleiknum „Kiss me- Kate“ ásamt söngstjóranum, Jan Morávek. (Myndir: Sveinn Þormóðsson) Memendamót Ein sú f jölbreytileg- asta og eflaust ein- hver glæsilegasta skóla- skemmtun, sem haldin hef- ur verið um langt árabil, fór fram í Sigtúni dagana 15. og 16. febrúar sl. Það voru Verzlunarskólanemar, sem efndu til síns árlega nemendamóts. Svo mikil þátttaka var nú, sem endra- nær, að ekki var komizt hjá því að halda mótið á tveim kvöldum. Fyrra kvöldið fjölmenntu efribekkingar á- Ásrnundsson Ægi ó. með miklum ágætum., E ftir flutning leikritsins rak hvert skemmtiatriðið ann- að. Þorsteinn Pálsson flutti annál ársins, sem þeir Gunnar Guðmundsson og Guðmundur Hannesson höfðu samið. Skóla hljómsveitin, sem nefnist „The Music Makers“, lék við mikil fagnaðarlæti áheyrenda, eink- um siðara kvöldið. Þegar skólaWjómsveitin hafði flutt nýjasta óð Bítlanna hófst það atriði á efnisskránni, sem einna mesta athygli vakti meðal gesta mótsins. Tveir penna- færir nemendur, þeir Ásgeir Hannes Eiríksson og Gunnlaug- ur Briem, höfðu samið og flutt ásamt öðrum gamanþátt á nem endamótinu í fyrra, við góðan orðstír. Nefndu þeir þátt sinn „Tjöru“. Þar sem flutningur þáttarins þótti takast með ágæt um varð úr, að þessir sömu blekiðjumenn legðu hönd að nýjum þætti, sem þeir nefndu Tjöru II. Okkur þótti framlag þeirra félaga allnýstárlegt og skemmti legt. Því tókum við þá tali að lokinni sýningu og báðum þá að segja okkur eitthvað um „Tjöru“ þeirra. Þeir sögðu: — Þær persónur, sem birt- ust í ,,Tjöru“ okkar númer tvö, eru í raun og veru skapaðar eftir fyrirmyndum. Þær spegla aliar persónuleika ýmissa val- inkunnra nemenda. Ymsir eig- inleikar þeirra og sérkennileg- heit voru dregin fram í dags- ljósið og sett í gervi fornmanna. Okkur þótti víkingatíminn á- kjósanlegastur til þess að t/íma- setja leikinn. Með þvi er hægt að fylla upp í ýmsa galla á stykk inu, sem óhjákvæmilega hljóta að vera á svona verki sökum tímaskorts, með því að draga afchygli áhorfandans að skraut- legum og fáránlegum búning- um og leiktjöldum. Viðkom- andi persónur léku sjáifar sig, en við gáfum þeim öllum viður nefni, sem benda jafnan á að- aleinkenni viðkomandi persónu í daglegu lífi hennar, sem nemendur þekkja vel. Einn bar t.d. viðurnefnið „hinn óseðj- andi“. Bar hann þá nafnbót með sönnu, því að hann er þekktur, sem mikill mathákur. — Hvað fór þessum persón- um svo á milli? — Þátturinn hófst með því, að Gunnlaugur las prologus leiksins. Síðan mátti sjá veizlu sal einn, fagurlega skreyttan á forna vísu. Þar sátum við einir sex á „kjaftaþingi“ og reynd- um að krýfja til mergjar ýmis mál, sem snerta skólalífið. Voru ekki allir á eitt sáttir um lyktir mála og voru því tíð mannvíg, meðan á fundinum stóð, þar til Framhald á bls. 10 samt lærimeisturum sínum, en seinna kvöldið mætti fríður hópur neðribekkinga. Að þessu sinni hófst nemenda mótið, sem var það 34. í röðinni, með því að nemendamótskór- inn söng. Síðan steig í pontu Vilhjálmur Þ. Vi’lhjálmsson, formaður nemendamótsins, og setti samkomuna. Skólastjóri Verzlunanskóla íslands, dr. Jón Gíslason, ávarpaði siðan ges.ti, en að lokinni tölu hans hófust skemmtiatriðin. Birtist þá nemendamótskórinn á ný og söng lög úr söngleiknum „Kiss me Kate“ við góðar undir tektir áheyrenda. Þetta var all fjölmennur, blandaður kór, sem Jan Morávek hafði æft. Varla hafði kórinn brokkað af sviðinu, er næsta atriði hófst. Það var hvorki meira né minna en leikritið DELERIUM BÚ- BÓNIS eftir þá bræður, Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikrit- ið, sem er mörgum að góðu kunnugt, síðan það var leikið á fjölúnum í Iðnó um árið, var að visu eitthvað stytt að þessu sinni. Þó má telja það mikla fórnfýsi af hálfu þeirra nem- énda, sem komu fram í leikrit- inu, að taka svo stórt stykki til flutnings, einkum og sér í lagi, þegar þess er gætt, að allir leikararnir eru í sjötta bekk •— stúdentadeild — skólans. Ríkti mikil kátína meðal á- horfenda, er þeir fylgdust með orðugleikum forstjórans, Ægis Ó. Ægis, að ná bílnúmerinu R 9 úr höndum eiganda þess, Gunnari Hámundarsyni, leigu- bilstjóra. Einnig var spaugilegt að heyra ráðabrugg þeirra Æg- is Ó. og jafnvægismálaráðherr ans um að fresta jólunum. Að öllum öðrum ólöstuðum bar af leikur Garðars Valdimars- sonar, sem fór með hlutverk Leifs Róberts, sem var fóstur- sonur jafnvægismálaráðherrans og tilvonandi tengdasonur Ægis Ó. Ægis. Einnig lék Björn Bærilega bera þau klæði sín, kelli mín „REYKFÖT“ Nc I ú er sá árstími genginn í garð, að árshátíðir og aðrir skyldir mannfagnaðir skóia um gjörvallt landið eru haldnir með miklu skrumi og tilheyrandi lúðraþyti. Sérhver skóli kepp- ist við að gera sína gleðihátíð sem myndarlegasta úr garði, við komandi aðstandendum og skóla til sóma og upphefðar í augum alþýðu. Eigi þykir það lengur nýlunda, þótt fjöldi skemmtiatriða sé farinn að stíga hátt á annan tuginn á slíkum skólahátíðum hér í borg. Að sjálfsögðu er algjör óþarfi að hnýtá í slí'kan glæsibrag og rausn við gesti, svo framarlega sem slíkur myndarbragur geng ur ekki fram úr hófi. Við vorum t.d. staddir á einni skólahátið fyrir skömmu, þar sem skemmti atriðin tóku um sex klukku- stundir. Dansinn hófst ekki fyrr en liða tók á næsta dag. Samfara þessu eru margir skólar komnir inn á þá óæski- legu braut, að „skreyta" hátíða- dagsskrá sína með nöfnum þekktra utanskólaskemmti- krafta. Fyrir nokkrum árum þótti það saga til næsta bæjar, ef nemendur önnuðust ekki sjálfir öll skemmtiatriði og fengu sem fæsta skemmti- krafta aðflutta. Núér víst öld in önnur, og ástæðuna fyrir þess ari nýbreytni telja fróðir menn vera „leti“ hjá nemendum. All ir vilja þeir láta skemmta sér, og það vel, og eru ósparir á gagnrýni, en fæstir þeirra telja það skyldu sína að taka nokk- urn þátt í undirbúningi eða framkvæmd skemmtiatriða. 1 yrst við erum byrjuð að ræða um skólaskemmtanir, sakar ekki að drepa á annað atriði. Á hinum meiriháttar hátiðum margra borgarskóla er það hæst í tizku um þessar mundir, að nemendur klæðist slíkum samkvæmisklæðnaði, sem broddborgarar og annað fint fólk fer í við meirihátt- ar tækifæri, s.s. þegar erlent kóngafólk stígur hér á land og situr veizlur hérlendra heldri- manna. Ekki er óalgengt að sjá ungar stúlkur, vart komnar áf gelgjuskeiði, spranga um sali á skólaskemmtunum í skósíð- ur kjólum. Ef til vill er kjó'll- inn fenginn að láni hjá mömmu. Ekki láta piltarnir sitt eftir liggja. Þeir mæta til leiks klæddir „reykfötum“ með lang ar þverslaufur. Svo taka þeir sig til, þessir fínu unglingar, og troða nútámadansa á ÍS- lenzka vísu með viðeigandi hoppum og fettum. Já, það er kominn stórborgar- bragur á íslenzka unglinga. Er það nema von? Ok.kur rekur minni til, að eigi fyrir löngu hafi verið efnt ti‘1 mikillar sam komu hér í borg til styrktar göfugu málefni. Ætlazt var til, að gestir skrýddust sínu feg- ursta skarti - samkvæmisrklæðn aði — og hengdu upp öll sín HEIÐURSMERKI. Ef til vill líður ekki á löngu, þar til ís- lenzkir unglingár mæta á skólaskemmtunum með orður og aðra bandpeninga feðra sinna. 27. febrúar 1&66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.