Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSAM — Gættu þín, góði. Hún liafnar á slysavarðstofunni, ef þú stanzar ekki! — Allt í lagi. Hún er kvefuð livort eð er — og þarf að fara til læknis. — Þetta er lífið! A erlendum bókamarkaði Saga Tractatus de legibus et con- suetudinibus regni Anglie qui Glanvilia vacatur — The treatise on the laws and customs of the realm of England commonly called Glanvill. Edited with Introduction, Notes and Translat- ion by G. D. G. Hall. Medieval Texts — Nelson 1965. 84/—. Þetta rit hefur líklega verið sett saman á árunum 1187 til 1189. Höfundur hefur verið lög- lærður bæði f landslögum og kirkjurétti. Bókin er rituð á fremur auðveldri miðaldalatínu. Ritið fjallar um réttarvenjur og lög og tilskipanir um daga Hin- riks II. Höfundurinn er ekki þekktur, en hann hlýtur að hafa verið í nánum tengslum við hirð- ina. Auk þess að vera lagarit, er bókin einnig útlistun á ástæð- unum fyrir ýmsum tilskipunum konungs, og er þannig merkilegt heimildarrit á tvennan hátt. Beztu heimildir um líf fyrri tíðar manna er að finna í lagosöfnum og dómasöfnum, þvi er þessi bók svo merk sem heimild um ríkj- andi lög og einnig sem útlistun á þessum lögum og venjum. Bókin er sett saman rúmum hundrað árum eftir valdatöku Normanna í Englandi og hefur því gildi fyr- ir þá sem stunda norræna sögu á þessu tímabili. Það eru til um fjörutíu handrit af þessu riti. Hér er ein gerðin prentuð í frum- texta, með enskri þýðingu og at- hugagreinum. í þessum bóka- flokki hafa verið gefin út hin merkustu rit, svo sem króníkur, eevir, annálar frá miðöldum, út- gáfan er vönduð og ágætir fræði- menn fjalla um hvert bindi. The Penguin Book of the Renais- sance. J. H. Plumb. Penguin Books 1964. 10/6. J. H. Plumb er þekktur sagn- fræðingur, hefur sett saman nokkrar bækur og vinnur nú að útgáfu „History of Human Society", sem á að koma út 1 mörgum bindum. Þetta er safn- rit, sem margir ágætir fræði- menn eiga hlut að og fjallar um ítalska renesansann. Á þessu tímabili blómguðust listir svo mjög að sjaldan hefur eitt tíma- bil átt jafn ágæta listamenn í flestum listgreinum. Fjöldi manna hefur spreytt sig á að rekja ástæðurnar fyrir þessu fyrirbrigði. Það er margt sem hér kemur til og má rekja sumar rætur þessara breytinga til at- burða á 12. öld, en það er fyrst og fremst aðstaðan á Ítalíu á 14. og 15. öld, sem gerir þetta endur- reisnartímabil svo fjölskrúðugt. ít- alía er annað það svæði í Evrópu þar sem mestur auður er saman kominn; Miðjarðarhafið er þjóð- leið arðmestrar verzlunar fram að landafundum og þessi verzlun er blómlegust í ítölsku borgun- um. Höfuðstöðvar kristninnar eru á Ítalíu, „allar leiðir lágu til Rómar“. Tengslin við fortíðina voru hvað sterkust á þessu svæði, en þau tengsl frjóvguðu allt listalíf á þessu tímabili. Ótal margt fleira kemur hér við sögu. í bókimni eru þættir um menn og borgir, aðdraganda og blómstr- an á þessu tímabili. í bókinni eru margar ágætar myndir. Þessi bók er ágætt lestrarefni. Fornmmjar Tutankhamen. Christiane Des- roches-Noblecourt. Penguin Books 1965. 12/6. Frægasti fornleifaíundur þess- arar aldar er gröf Tutankhamens. Það gerðist 25. nóvember 1922. Þá voru liðin þrjú þúsund og þrjú hundruð ár frá þvf að fara- óinn var iagður til hinztu hvfldar meðal dýrgripa, sem nú verða ekki metnir til fjár. Þeir sem stóðu fyrir þessum framkvæmd- um voru Howard Carter og Carnarvon lávarður. Ýmsar sög- ur komust á kreik, skömmu eftir fundinn, um dularfull dauðs- föll þeirra sem stóðu fyrir upp- greftrinum, en þær hafa ekki við nein rök að styðjast. Nýlega fékkst leyfi hlutaðeigenda til þess að ljósmynda ýmsa þá dýr- gripi, sem fundust í grafhýsi faraósins og árangurinn er að finna f þessari bók. Hér birtast 32 litmyndir og 132 svart-hvítar myndir. Textinn er ritaður af sérfræðingi í egypzkum fræðum, þar er rakin saga þessa faraós og lýst nákvæmlega uppgreftri og rannsóknum fornleifanna. Prent- un mynda er með miklum ágæt- um. Bókmenntir Mallarmé. Introdueed and edited by Anthony Hartley. With plain prose translations. Penguin Books 1965. 6/—. Mallarmé segir f bréfi til vin- ar síns, Henri Cazalis, sem skrif- að er f október eða nóvember 1864: „Ég er að finna upp nýtt tjáningarform ljóðsins ... sem má einkenna með þessu: „Málaðu ekki hlutinn heldur áhrifin sem hann hefur“.“ Hann segist óttast þessa uppgötvun sína; hún lagði honum það á herðar, sem hann reis vart undir, en hann sigraði. Hann er skáld „symbolismans". Hann er eitt þeirra skálda, sem brjóta blað f ljóðlistinni. Útgef- andi ritar ágætan formála að bók- inni. Hér eru birt flestöll ljóð skáldsins, og þær greinar hans sem birta hugmyndir hans um skáldskap. Þetta er allt birt á frönsku og fylgja með þýðingar útgefanda í óbundnu máli. Penguin-útgáfan hefur gefið út nokkur skáld f svipaðri útgáfu, og mun þessu verða haldið áfram. | Jóhann Hannesson: fliÍ ÞANKARÚNIR Á ÞESSU ÁRI gefst mönnum tækifæri til að halda hátíðlegt afmæli mikillar hugsjónabókar, sem varð til fyrir 450 árum. Þessi bók gengur venjulega undir styttu heiti og nefnist „Útópía“, en Thomas More hét höfundur hennar. Ári síðar en hann gaf út sína frægu bók festi þýzkur munkur upp 95 frægar setningar á hallarkirkjuhurð, og með þeim er talið að siðbótin hefjist. En þrem árum á undan Útópíu hafði „Þjóð- höfðinginn“ eftir Machiavelli komið út, eða svo herma flestar heimildir. Það væri ekki virðingarleysi við mannúð og menn- ingu þótt einhverjir íslenzkir menn, sem bókagerð stunda, gæfu út þessi rit, sem hafa orðið svo mögnuð í hugsjónasög- unni að samtíð vor mótast verulega af þeim áhrifum, er þau skildu eftir í hugum síðari tíma manna. Spyrja mætti hvað Útópía hafi sér til ágætis eða höfundur hennar. Það er almennt álitið að bókin hafi átt verulegan þátt í því að vestræn þjóðfélög létu sér — að vísu löngu síðar — til hugar koma að stofna velferðarríki. Margir hafa þó hér að unnið, en „útópíur" eru nú heiti á heilum bókmenntaflokki. Þó er talið að „Póliteia" Platóns sé langamma þeirra allra. Nokkru áður en More reit bók sína (1516) hafði veröldin tekið að vaxa mjög í augum manna. Vesturheimur var ný- fundinn öðru sinni. Menn kynntust furðulegum, framandi þjóðfélögum, lýðum og tungum, menn fundu nýjar lendur og eyjar í miklum fjölda, en samgöngutæki voru fornleg og fór hægt fram, og fjarlægðir voru á þeim tíma miklar og ægilegar. Þá kynntist More riti eftir Amerigo Vespucci — en Ameríka ber nafn hans — þar sem þessi landkönnuður lýsir furðulegu þjóðfélagi, sem lifir samkvæmt lögmálum náttúrunnar o. s. frv. More greinir frá nýrri eyju, þ.e. Útópíu, en þessa eyju byggir þjóðfélag, sem er furðulega fullkomið, mannúðlegt og reglusamt, svo háþróað að sex stunda vinnudagur er þegar kominn á, en þó eru allsnægtir handa öllum. Þar er engin verðbólga, því peningar hafa verið afnumdir, þótt til séu sem varaforði. Gull og silfur nota þeir í náttpotta og fjötra á þræla og þá fáu afbrotamenn sem finnast. Gullhringir og festar eru aðeins á afbrotamönnum, en perlur og gimsteinar leikföng handa börnum meðan þau eru lítil. Útópingar eru auðvitað ekki kristnir, en hafa þó átrúnað, sem líkist kristninni mjög mikið, og prestar þeirra eru bæði vitrir menn og vandaðir. Atvinnuleysi er ekkert, iðjusemi mikil, þótt menn vinni stutt, og í frítímum sínum er nálega öll þjóðin að læra eitthvað nyt- samlegt eða göfgandi. Velferðin stafar m.a. af því að þjóðin hefir að mestu leyti losað sig við iðjuleysingja, aðalsmenn, betl- ara, okrara, svindlara, tildurmenni, gagnslausa embættismenn, afætur og óhófsseggi, hóruhús og drykkjukrár og einnig að mestu leyti við þjófa og afbrotamenn, en þeir hinna siðast- töldu, sem til falla, eru látnir stunda skynsamlega vinnu fyrir þjóðfélagið í eins konar vinnubúðum. Nálega allur landslýður tekur jákvæða afstöðu til þjóðar sinnar og telur sér sæmd að því að vinna henni allt það gagn, sem auðið er að gera. Þjóð- félagið hefir á að skipa eins konar velferðarlið'i, sem m.a. lítur eftir því að menn vinni hvorki of né van. Og margar aðrar róttækar hugmyndir er að finna með þessari þjóð, m.a. hugsa menn mikið um dyggðir og lesti, menntir og íþróttir, sem hafa almennt gildi. Eins og gefur að skilja er hér um skáldskap að ræða, en það dró ekki úr gildi verksins, heldur lærðu menn að hugsa skáldlega og nýstárlega um þjóðfélag og pólitík. Þannig örvaði Útópía huga manna til að hugleiða þjóðfélagsmál í nýju ljósi, leita umbóta og úrlausna á vandamálum og sækja fram til síbatnandi þjóðfélags. Áhrifin urðu jákvæð, líkt og það hafði jákvæð áhrif á sínum tíma að hugsa guðrækilega um náttúr- una, því um leið og það var gert, komst náttúran undan valdi demóna, vætta og galdramanna, en stórt og smátt varð mikil- vægt af því að Guð hafði skapað það og átti allt í náttúrunni. Þannig varð (fyrir löngu) náttúrufræðin Guði þóknanleg grein, þótt þekking manna væri ekki fullkomin. Útópíuþjóðfélagið er að ýmsu leyti andstæða hins enska þjóðfélags á þessum tímum. More varð kanslari Hinriks VIII konungs, en gat ekki fallizt á valdabrask hans, kvennapólitík og kirkjueignarán. Þessi andspyrna kostaði hann kanslara- tignina og lífið. More var ákærður fyrir drottinsvik, dæmdur til hryllilegra misþyrminga og dauða, en „náðaður“ til þess að verða aðeins hálshöggvinn, 1535. Hann varð píslarvottur fyrir hugsjónir sínar, andspyrnu gegn framferði konungs og tryggð við kaþólska kirkju. Og eftir fjórar aldir (1935) tók hún More opinberlega í tölu heilagra manna. 27. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.