Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 8
'ISLENZK HEIMILI M yrkrið er að skella á og stjörn- urnar eru smátt og smátt að kvikna á himninum. Við stöldrum við á hæðinni við Jófríðarstaði, þar sem guðhræddar nUnnurnar helga líf sitt honum, sem öllu ræður. Það stirnir á spegil- fagra höfnina, bátur skríður letilega út úr hafnarmynninu og gárar vatnsflöt- inn í kjölfarinu. Það er engu líkara en að komið sé vor, en þó er enn miður febrúar. Við ökum Suðurgötu, beygjum til hægri og komum að götu, er heitir Kaldakinn. Það er ekki laust við, að kuli af nafninu og það má raunar segja, að nafn götunnar sé hið eina, sem minni okkur á, að enn sé hávetur, svo blítt er veðrið í Hafnarfirði í norðan- átt á þessu góðviðriskvöldi. 1 húsinu, sem ber töluna 12 við þessa götu, Ijia hjónin Solveig Erlendsdóttir og Sveinn Björnsson, lögregluvarð- stjóri, ásamt þremur sonum sínum, Er- lendi 17 ára, Sveini 15 ára og Þórði Heimi, sem er tæplega þriggja ára. Við hringjum dyrabjöllunni og Þórð- ur kemur til dyra. Húsmóðirin stendur við pönnukökubakstur í eldhúsinu, við göngum í bæinn og litumst um. 1 for- stofunni er loftið fagurlega skreytt. Húsbóndinn, Sveinn Björnsson, hefur málað loftið, enda listmálari í tóm- stundum. í stofu hanga málverk á veggj um, bæði eftir húsbóndann svo og ýmsa landskunna listamenn og getur þar að líta málverk eftir Júlíönu Sveinsdótt- ur, Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving, Pétur Friðrik og marga fleiri. Allt er heimilið hið smekklegasta. Sveinn segist hafa eignazt þessi lista- verk oftast í skiptum fyrir eigin verk. Hann bendir okkur á allsérkennilega mynd eftir Engilberts, sem okkur finnst sem við höfum séð áður. Við spyrjum hann, hvaðan þessi mynd sé og hann segir: — Þessi mynd er úr bók Baldurs Óskarssonar, Hitabylgju, og var skreyt- ing við söguna „Hangikjöt til jólanna“. Hana gaf Jón Engilberts mér. Skammt frá þessari mynd hangir önnur, sem er eftir Gunnlaug Scheving. Hún er lítil og laetur lítið yfir sér, en er skemmtilegt samt.Hún heitir „Skúla- skeið“ og sýnir Skúla sitja á Sörla ein- um „svo heldur þótti gott til veiðar“. Sveinn segir okkur, að frummynd þess- arar myndar hangi í svartlistarsal „Stat- ens museum for kunst“ í Kaupmanna- risinu hefur Sveinn búið sér skemmtilega baðstofu. Við stigaupp- ganginn er sérkennileg hraunhleðsla, Hafnarfjarðarhraun, táknræn mynd hins skemmtilega umhverfis kaupstaðarins, í lofti baðstofunnar hanga netakúlur og fíngert net, en loftlampinn er rússnesk- ur línubelgur, sem Sveinn segist hafa keypt fyrir lítið vegna þess, að íslenzkir fiskimenn hafi ekki viljað nota hann. Hafi hann skorið hann í tvennt og varp- ar hann einkar skemmtilegri birtu á stofuna. Á veggnum hangir málverk eftir Björn Sæmundsson, föður Sveins, sem hann segir vera frístundamálara og ætla að halda sína fyrstu og síðustu sýningu, þá er hann verði sjötugur. Minna listaverk Björns mjög á lista- verk Grandma’ Moses, og má segja um þá feðga, „að fjórðungi bregði til fóst- urs“. Inn af baðstofunni er vinnustofa mál- arans. Þar kennir margra grasa. Þar er aragrúi málverka og þar er heimur hús- bóndans. Við spyrjum hann í hvaða flokk lista megi skipa verkum hans og hánnsegir: — Ja, eiginlega myndi ég ekki kalla mig abstraktmálara, þó að ýmsir aðrir myndu ltannski gera það. Eihs óg þið liéskurðarmynd Carls Andreasens, „K/ittur“. sjáið eru þær töluvert fígúratívar, mynd irnar mínar. — Þú átt mikið af málverkum hér. — Já, maður hefur í rauninni gert alltof ítið af því að selja, en þó hef ég sýnt víðs vegar um landið eins og t.d. á „Huldufólksfundur“ eftir Svein Björnsson. höfn, svo að ekki var henni eða lista- manninum í kot vísað. Á borði þar rétt hjá er allskemmti- leg stytta skorin í tré. Er hún af ketti og er eftir danska listamanninn Carl Andreasen. Sveinn segir okkiur, að Carl hafi verið mikill fiðlari á yngri árum, en orðið fyrir því óláni, að hendur hans krepptust, svo að honum varð ókleift að leika á fiðlu. Hafi hann því byrjað að fást við tréskurð og náð svo langt sem raun ber vitni. Hjónin Solveig Erlendsdóttir og Svein n Björnsson ásamt yngsta syninum, R Þórði Heimi. (Ljósm. Sv. Þorm.). LIST 8 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 27. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.