Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 15
ildir hennar, er varla nema um tvær skýringar að ræða. Önnur sú, að þeir hafi geymzt í naannaminnum allan þann tíma. Hin er sú, að þar hafi komið til ófreskisgáfa (extra-sensorial percepti- on=E.S.P.) og skyggn maður hafi séð þessa löngu liðnu atburði. Dr. Stefán Einarsson hefur bent mér á, að Græn- landsuppdrátturinn á Vínlandskortinu fraega geti varla orðið skýrður á annan hátt, því að óhugsandi er, að nokkur maður á fyrri öldum hafi siglt kringum allt Grænland og því siður farið hring ■um það fótgangandi í því skyni að gera uppdrátt af því. Kenning Jungs um sameiginlega eða kollektiva djúpvitund, sem geymir all- an minningaforða mannkyns frá upp- hafi, nær ekki heldur til að skýra þetta, nema h|ún sé látin ná til vitneskju, sem áður hefur í einskis manns huga komið og er því frekar kosmisk en kollektiv, oða að hún sé móttækileg fyrir það, sem kristin kirkja skilur við opinberun fyr- ir munn spámanna, spekinga og sjá- enda. Drekar eru til í þjóðtrú og skáld- skap margra þjóða og á hugmyndin nm þá rót sína að rekja til Austurlanda. Fornleifafræðingurinn Ro- bert Koldeway setti saman brotin úr drekamynd frá Ezekíels, enda hafa höf- on og er hún geymd í Berlín. Slíkum furðudýrum er lýst í spámannsbókum Jesajasar og Ezekilse, enda hafa höf- undar þeirra sennilega séð þessa mynd. Menn héldu, að hér væri um ímyndun eina að ræða, en við nánari athugun myndarinnar sýndi það sig, að hún er af dinosára-tegund, sem er útdauð fyrir óralöngu, enda var blómatími dinosáranna fyrir um 60-80 milljónum ára síðan. Margir steingervingar af þessari dýra- tegund hafa fundizt í fornum jarðlög- Um, svo áð ekki skortir samanburð. Annað furðudýr, einhyrningurinn, sem mjig gætir í þjóðt.|ú og fornum skjaldar merkjum, m.a. Englandskonungs, á rót sína að rekja til löngu dauðrar risa- vaxinnar nashyrningstegundar, sem hafði eitt horn í enni. Hún heitir á fræð- ismáli Sinotherium, en afkomandi henn- ar, allmiklu minni, dó ekki út fyrr en á ísöld. Hann hét Elasmotherium. Dr. Orthband bendir á það, sem marg- ir hafa áður staldrað við, að sköpunar- saga Biblíunnar fellur í aðalatriðum saman við slj'ipunarsögu jarðfræðinn- ar að því er snertir tímaröð þeirra at- burða, sem gerðust löngu áður en mað- urinn varð til. Miklu frekar líkist þessi dramatíska frásögn lýsingu leifturmynda með milljóna áratuga millibili. Orðalagið er líka einkermilegt: Láti jörðin af sér spretta græn grös, sáðjurtir og aldintré. Lögmál lífræðilegr ar þróunar eru sköpuð i upphafi. Þró- unin sjálf fylgir stig af stigi samkvæmt þeim. Það breytir lítið matinu á dýpt þeirr- ar vitundar, sem maðurinn hefur öðlazt um frum rök lífs síns, að einhver gleið- gosi, t.d. í efsta bekk verzlunarskóla, fjallar um þau á svipaðan hátt og fá- viti í efsta bekk Kópavogshælis myndi fjalla um djúpvitrustu og myndauðug- ustu kvæði Einars Benediktssonar í skólablaði þeirrar ágætu stofnunar, ef til væri. 27. febrúar 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.