Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1966, Blaðsíða 14
SVIPMYND Framhald af bls. 2 Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld barðist „Mirror" af alefli fyrir stefnu- málum brezka Verkamannaflokksins. Blaðið var mjög langt til vinstri, ekki sízt fyrir kosningar, og miklu sósíalist- ískara en hið opinbera málgagn Verka- mannaflokksins, „Daily Herald“. Vinstri armur Verkamannaflokksins átti greið- an aðgang að „Daily Mirror“. Þetta breyttist allt á einum degi árið 1959, þegar Verkamannaflokkurinn (Labour) tapaði kosningunum. Stefna blaðsins 'breyttist og útlit þess jfnframt að xiokkru leyti. Vígorðið, „Fram með íólkinu!“, hvarf úr blaðhausnum, og stjórnmálaskýrendur og skriffinnar, sem þóttu of vinstrisinnaðir, eins og t.d. Ric- hard Crossman, voru látnir hætta að skrifa í blaðið. Hið nýja vígorð, sem stóð að vísu ekki í blaðinu, virtist nú vera: „Gefið fólkinu það, sem það vill!“ Aðaláherzlan var nú lögð á alls konar kjaftagreinar og frásagnir af mannlífi og mannraunum með „human touch“, þ.e. „snertingu við mannlegt líf“. Blaðið fylltist af sögum um leit kerlinga að týndum kjölturökkum, börn, sem fráskildir foreldrar rifust um, „hetjudáðir óþekktra alþýðumanna“, heimilislíf námuverkamanna, sem unnu í veðmálum eða happdrætti, kynferðis- líf kvikmyndastjarna og aðalsmeyja, framhaldsviðtöl við unnustur dauða- dæmdra morðingja, „játningar" fyrrver- andi munka, nunna, presta og fanga- varða, „endurminningar“ hirðþjóna og dyravarða frægs fólks, siðspillingu her- toga á ítaliu og bankastjóra í Lundún- um, kynferðisglæpi og afbrot hvers konar, einkium meðal leikara, næturlíf bandarískra hermanna í orlofi frá her- stöðvum sínum í Bretlandi, hryllilegt kvennafar sömu manna með „fram að þessu óspilltum enskum stúlkum úr alþýðustétt", þröngsýni enskra biskupa, ágirnd kaupsýslumanna, okur og verð- bólgu, drykkjuskap vörubílstjóra á þjóð vegunum, slóðaskap borgaryfirvaldanna í Lundúnum o.s.frv. Innan um allt þetta slúður komu annað veifið hrikalegar forsíður með risavöxnu fyrirsagnaletri, þar sem brezku ríkisstjórninni, Krúst- joff eða Bandaríkjaforseta voru gefin góð ráð um það, hvernig þeir ættu að haga sér í heimspólitíkinni. Slíkar ráð- leggingar drukknuðu þó innan um allt hitt bullið, seinustu heimskufyndni ein- hvers leikara eða kvikmyndastjörnu, ýtarlegar frásagnir af matseðlinum í síðustu snobbveizlunni og klæðaburði fólks þar, sögur af brandarakreistingi frægra manna og kvenna, þar sem hver fimmaurabrandari var gerður að „hnyttilegum ummælum", og viðtöl við einhverja ótínda slordóna af götunni, sem áttu að sýna „heilbrigt og þrótt- mikið almenningsálit" á öllu himins og jarðar, allt frá vetnisperengjum og flókn ustu alþjóðamálum ofan í sokkatízku unglinga, kirkjurækni þeirra í East End og kynferðislíf. Segja má með sanni, að blaðið hafi snobbað bæði upp á við og niður á við með eilífum kjaftavaðli um (háaðaiinn annars vegar og mærðarfullu kjamsi á dyggðum „brezkrar, óspilltrar alþýðu" hins vegar. Þetta var oft sett skemmtilega fram, án þess að það yrði staglkennt um of, en hrærigrauturinn var ofboðslegur. Þótt mörgum yrði ó- glatt af samsuðunni, að eigin sögn, virðist hún samt hafa verið nógu lysti- leg til þess, að blaðið seldist, — og til þess var nú leikurinn gerður. E n „Mirror mótar ekki almenn- ingsálitið, segir Cecil King, heldur fylgist blaðið með því og lætur það síast uxn síður sínar. Svo mikið er víst, að á seinni árum hefur blaðið tekið nokkrum stakkaskiptum. Ritstjórninni virðist ljóst, að dagar æsifrétta- óg kyn- ferðismálablaðamennsku eru liðnir hjá að miklu leyti, a.m.k. bili. Þess vegna er minni áherzla lögð á æsifréttir og kynferðismál í Speglinum („Mirror") á seinustu árum. Heilsíðumyndir af fá- klæddum eða nöktum meyjum eru að mestu horfnar, en í stað þess hafa kom- ið greinar og frásagnir, að meira eða minna leyti alvarlegs eðlis. Sé hægt að lesa brezkt almennings- álit af síðum „Mirrors", má nefna til dæmis, að til skamrns tíma fylgdi blað- ið hinni „hörðu stefnu“ Wilsons gagn- vart stjórn Ians Smiths í Ródesíu og hvatti hann ákaft með stóryrðum til þess að láta hvergi deigan síga, en þeg- ar á daginn kom, að brezkur almenn- ingur var ófús til þess að láta til skar- ar skríða með herhlaupi inn í Ródesíu, þar sem margir brezkir landnemar og afkomendur þeirra búa, breytti blaðið skyndilega um stefnu og mælir nú með alvarlegri aðvörunarraustu við Wilson, að bezt sé að fara að öllu með gát. M estu kaup sín gerði King árið 1961, þegar hann keypti hið mikla blaðaútgáfufyrirtæki, „Odlham’s Press“, fyrir um 4.500 milljónir ísl. króna (hálfan fimmta milljarð), og hafði hann þá yfirboðið Roy Thomson í harðri sam- keppni. Að þeim kaupum loknum, sagði King: „Ég gat ekki látið Thomson yfir- bjóða mig. Ég er líka Iri og hef gaman af því að berjast". Þá var sagt í „Tim- es“, að nú væri ekki lengur hægt að líta á King sem blaðakonung, heldur yrði hann að kallast blaðakeisari. egar King keypti „Odham’s Press“, fylgdi Verkamannaflokksblaðið „Daily Herald" með í kaupunum. Þótt það kæmi úit í 1,4 millj. eintaka daglega, var það gefið út með geigvænlegum halla á rekstrinum. Sunnudagsblaðið „The People“ fylgdi einnig með, en það hefur alltaf staðið á traustum fótum og gerir enn. Cecil King var ekki á höttunum eftir þessum blöðurn, þegar hann keypti út- gáfufyrirtækið, helrdur rúmlega 150 tímaritum og vikublöðum, sem „Odham’s Press“ gaf úit eða átti meiri- hlutann í. „Daily Herald“ varð samt að fylgja með, og King varð að taka á sig ýmsar skuldbindingar vegna þess. Hann hét verkalýðsfélögunum, sem höfðu „Daily Herald“ fyrir málgagn, því, að hann skyldi ekki á neinn hátt skipta sér af stjórnmálastefnu blaðsins, og hann skyldi halda blaðinu úti næstu sjö árin, þrátt fyrir áframhaldandi tap- rekstur. Allt var gert til þess að lífga upp á „Daily Herald“, en það er eins og sósíaldemókratar geti hvergi látið b flð sín bera sig, því alltaf jókst hallinn. Fyrir u.þ.b. tveimur árum var samið um, að blaðið skyldi hætta að koma út. Þess í stað var ákveðið að ráð- ast útgáfu nýs blaðs, sem skyldi fylgja sömu stefnu í meginatriðum, en vera nýtízkulegra og útgengilegra í sniði eft- ir höfði Kings. Árangurinn varð „The Sun“, sem minnzt er á hér að framan, og komið hefur út síðan haustið 1964. Það er fjörlegra blað en „Daily Her- ald“ var, skemmtilegar sett upp og ó- háðara í skrifum, en enn hefur því ekki tekizt að fá varanlega fótfestu. B laðajöfurinn Northcliffe lávarð- ur sóttist eftir pólitískum völdum. Það mistókst honum að mdklu leyti. Næsti blaðakóngurinn, Beaverbrook lávarður, sóttist fremur eftir persónulegum áhrif- um og fékk á tímabili, áður en og með- an hann var ráðherra, töluverð pólitísk völd. Thomson lávarður af Fleet sækist aðallega eftir peningum og íánýtri upp- hefð eigin persónu. Hvort tveggja hefur 'hann hlotið, en það er víst enginn, nema hann sjálfur, sem heldur, að hann hafi nokkur pólitísk áhrif. King virðist hvorki sækjast eftir pólitískum né per- sónulegum völdum utan blaða sinna, heldur hefur hann einkum áhuga á efnahagslegri velgengni þeirra. Honum er líka sýnt um að græða fé á útgáfu þeirra, þegar „The Sun“ er tmdanskilið. Annars situr hann nú í bankastjórn Englandsbanka („Bank of England") og er nú, sem fyrr segir, formaður félags brezkra blaðaútgefenda. Deilt er um manninn Cecil King; margir bölvar honum, en margir dást líka að honum. Brezka blaðaráðið hef- ur kallað tvö blaða hans „smánarbletti á brezkri blaðamennsku“, en honum virðist þykja heiður að skömminni, því að í bæði skiptin lét hann segja frá þessu sigri hrósandi á forsíðu blaðanna. Þegar hann er gagnrýndur fyrir að iáta blaðamenn sína hnýsast í einkalíf fólks og skrifa frásagnir af því, segir hann án þess að blikna: „Flestir njóta þess að láta blöðin ryðjast inn í einkalíf þeirra. Hver einstakur maur vill mikið til vinna, til þess að hann greinist frá hinum maurunum í mauraþúfunni“, Þetta segist hann vita frá blaðamennsku árum sínum, þegar hann ritstýrði slúð- urdálki um tíma. „Ég átti í vök að verj- ast gegn fólki, sem vildi láta skrifa og tala um sig. Því finnst betra að láta tala illa um sig en að ekki sé á það minnzt“. Aftur á móti lætur hann vernda einkalíf sitt eftir beztu getu. Fáir þekkja hann, og margir, sem vinna við blöð hans, hafa aldrei litið hann aug- um. Hann forðast skarkala heimsins og býr á smekklegu og ríkmannlegu heim- ili sínu í Cheyne Walk. Þar geymir hann ómetanlegt safn silfurmuna og sjaldgæfra bóka. Mikill hluti bóka hans fjallar um Afríku. Kona hans er Agnes Margaret, fædd Cooke, og gifitust þau árið 1923. Þau eiga þrjá syni og eina dóttur barna. — Þótt King vilji hafa einkalíf sitt í friði, er ekki þar með sagt, að hann kunni ekki að hafa rétt fyrir sér um afstöðu annars fólks til friðhelgi einkalífsins og dagblaðaslúð- urs. Ferill Cecils Kings í brezkum blaða- heimi er ótrúlegur, hvorit sem það er þakkað heppni, snilligáfu eða frændum hans. Undir hans stjórn hefur „Daily Mirror“ orðið útbreiddasta blað heims- ins, en upplag þess er nú á sjöttu millj- ón eintaka daglega. Af þessu hefur hann haft gífurlegar tekjur, en hann segir, eins og aðrir stórlaxar 1 blaða- heiminum, að dagblöð séu dýrasta leikfang, sem hægt sé að gamna sér við.“ BÓKMENNTIR Framhald á bls. 6 bækur og heimspekirit og fræða ein- staka nemendur sem báru af öðrum. Þar næst komu hinir raunverulegu kennarar (orð sem Epikúr bannaði að nota), sem önnuðust fræðslu einstakra hópa. Nefndust þeir aðstoðarforingjar. S kóli Epikúrs kom sér upp sínum eigin launhelgum. Afstaða hans til trú- arinnar virðist á ýmsan h'átt mótsagna- kennd. Ástæðan til þess er, að við'horf Epikúrs til trúarinnar er fyrst og fremst pragmatískt: — Það er mannin- um hagkvæmt (og þess vegna er það rétt) að trúa ekki á drauma, spádóma, véfréttir, Mf eftir dauðann eða reiði guðanna. Með því loisnar hann við ótt- ann og getur lifað hamingjusömu lífi. Það er hins vegar gott, og þess vegna rét't, að trúa á kærleiksríka guði, því að það gerir líf mannsins hamingjusam- ara. — Launhelgar Epikúns voru haildn- ar að næturlagi hinn tuttugasta hvers mánaðar. En eins og fyrr segir báru vígslurnar í Demeter-launhelgunum upp á hinn tuttugasta í mónuðinum Gamelion. Sá dagur var einnig séristak- lega helgaður guðinum Apollóni. Þessi starfsemi skólans var aðeirns fyrir hina fullorðnu. Hún var í senn samdrykkja, átveizla og trúarleg samkoma, þar sem Epikúr fór með hlutverk sp.ámannsins og opinberaði söfnuðinum hin innstu rök boðskapar síns. Epikúr kaillar sjálf- Ur orð sín á þessum nætursamkomum véfrétt, en það og ýmis önnur ummæli hans sýna, að Epikúr telur sjálfan sig standa í sambandi við guðina. Metródór- os segir, að þessar launhelgar hafi verið „guðdómleg samdrýkkja", sem lyft hafi mönnum upp í hinar „hæstu hæðir eilífðarinnar". Og úr þessum hæð- um segir hann að söfnuðurinn hafi síðan skoðað alla 'hluti á jörðu niðri, bæði það sem var, það sem er, og það sem mun verða. Þetta er kjarninn í launhelgum Epikúrs: Að gera menn fullsæla og vitra eins og guðina. Þær voru í senn hátíð holds og anda og op- inberun á þeirri leið, sem lá til hinnar fullkomnu hamingju. - - - - ■< - —" ■ ... - j| Gilgamesh — Húmanismi Framhald af bls. 4. þetta, en sú bók fjallar ekki um ársetn- ingu styrjalda og stórorusta, eins og flest sagnfræðirit gerðu áður fyrr, held- ur um þróunarsögu mannlegra samfé- lagshátta. Dr. Orthbandt tekur syndaflóðssögu Biblíunnar sem eitt slíkt dæmi. Hana er einnig að finna Gilgamesh-kvið- unni frá Babýlon, sem er allf að þvi 4000 ára gömul, og var um síðustu alda- mót, að hætti þeirra tíma ritskýrenda, talin skröksaga ein. Síðar fannst við uppgröft í írak mjög þykkt leirlag, sem sýndi að geysimikið flóð hafði gengið yfir byggðina þar meira en þúsund árum áður en Gilgamesh-kviðan var skráð og hefur því endurminningin um það haldizt í munnlegri frásögn mestan eða allan þann tíma. Nú vilja sumir rekja þann atburð, sem syndaflóðssagan styðst við, miklu lengra aftur í timann, eða til þeirra ógurlegu flóða, sem urðu í lok ísaldar fyrir 10-12 þúsund úrum síðan, þegar jöklarnir í fjalllendum Vestur-Asíu þiðnuðu. Ef sú tilgáta er rétt, að þeir atburðir, sem syndaflóðssagan er runnin frá, séu 6000-8000 árum eldri en ski'áðar heim- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. febrúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.