Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 3
MOSKVA Framhald af forsíðu. um. Liður tvö: Morð, sem jramin eru fyrir eða ejtir tiltekið tímabil, svo og morð í sambandi við rán eða nauðg- un, teljast til ajbrota og eru rejsi- verð samkvœmt gildandi landslögum. Moskvu, Kreml. Forseti œðsta ráðs Síðan sagði hátalarinn: „ . nú verður haldið ájram að útvarpa jrá alþýðuhljómleikunum . , (C V ið stóðum og horfðum algerlega ringluð hvert á annað. „Einkennilegt“, sagði ég, „mjög ein- kennilegt. Ég skil ekki í hvaða t.d- gangi • • • • “. „Þeir skýra það áreiðanlega", skaut Soja inn í. „Það er óhugsandi, að blöð- in birti ekki skýringu“. „Félagar, þetta er ögrun!“ Igor gekk fram og aftur um (herbergið, — hann var að leita að skyrtunni sinni. „Þetta er Rödd Ameríku, sem sendir á okk- ar bylgjulengd, Voice of Ameriea". „Rödd Ameríku?" endurtók Volodjka íhugandi, „nei, það er af og frá. Tækni- lega ómögulegt. Á þessum tíma [hann leit á úrið], hálf-tíu . . . . ef þeir sendu á okkar bylgjulengd, hlytum við að heyra í þeim báðum“. V ið gengum aftur út. Hálfklætt fólk kom í ljós á garðsvölum nágranna- húsanna. Það safnaðist saman í smá- hópa, yppti öxlum og eigraði til og frá. ígor stóð mitt á meðal okkar, al- klæddur, eins og trúboði í villimanna- hópi. Hann var heldur framlágur eftir þá staðhæfingu Volodjkas, að útvarps- tilkynningin yrði ekki kennd véla- brögðum glæpamannanna hinum meg- in hafsins. Hann iðraðist þess auðsjá- anlega að hafa skilgreint fréttina svo skorinort sem ögrun. En að mínu á.'iti var ótti hans tilefnislaus, að líkindum voru engir njósnarar í ökkar hópi. „En hvers vegna að vera að æsa sig þetta upp?“ spurði hann með upp- gerðarkæti. „Soja hefur rétt fyrir sér, það hlýtur að koma einhvers konar skýring á þessu. Tolja, hvað heldur þú?“ „Æ, það má fjandinn vita . . . .“, tautaði ég, „það er nærri heill mánuð- ur til þess, hvað var hann kallaður — dagur morðsins". Mér varð orðfall. Og aftur litum við hvert á annað, undrandi og kvíðin. „Það skiptir alls engu máli“. ígor hristi höfuðið. „Ég held, að það standi í sambandi við alþjóðapólitíkina". „Við forsetakosningarnar í Amer- íku? Er það það, sem þú ert að hugsa um, lgor?“ „Æ, Lilka, þú ættir nú að halda þér saman! Þú bullar svo mikið!“ „Komið þið, við skulum fara að synda“, sagði Soja og stóð á fætur. „Tolja, viltu rétta mér sundhettuna mína!“ Það var greinilegt, að þetta óskilj- anlega atvik hafði meira að segja kom- íð henni úr jafnvægi, því að annars hefði hún ekki þúað mig í návist hinna, en enginn veitti því athygli. Þegar við vorum á leið niður að fljót- inu, náði Volodjka mér, tók undir hand- legg mér og sagði, um leið og hann horfði á mig raunamæddum biblíuaug- um sínum: „Veiztu hvað, Toja, ég held, að þetta sé eitthvað, sem þeir hafa fund ið upp gegn gyðingunum............“. ★ E g skrifa þetta allt og hugsa um leið: til hvers eru eiginlega þessi skrif? Ég get allavega ekki gefið þau út hér heima, né heldur get ég sýnt þau nein- um, lesið þau fyrir neinn. Smygla þeim til útlanda? I fyrsta lagi er það ógern- ingur, og í öðru lagi hefur það, sem ég ætla að skrifa um, verið umtalsefni í hundruðum erlendra blaða og útvarp- ið hefur rætt þetta mál sólarhringum saman. Nei, það er fyrir löngu upp ur- ið og í hreinskilni sagt — þá væri það að bera í bakkafullan lækinn að gefa það út hjá andsovézkum útgáfum. Nei, þetta eru allt saman vífilengjur. Ég veit hvers vegna ég er að skrifa þetta. Ég verð að gera sjálfum mér ljóst, að það hafi raunverulega átt sér stað. Og það mikilvægasta: hvað hefur gerzt í mér? Hér sit ég við skrifborð mitt. Ég er þrjátíu og fimm ára gamall. Sem áður vinn ég hjá þessari bjánalegu tækniritaútgáfu. Útlit mitt hefur ekki breytzt. Hugarþel mitt ekki heldur. Ég hef enn mætur á ljóðum. Ég elska vodika. Ég elska konur. Og að jafnaði elska þær mig líka. Ég tók þátt í styrj- öldinni. Ég hef drepið. En ég var líka nærri því drepinn sjálfur. Þegar konu verður það óvart á að snerta við ör- inu á mjöðminni á mér, dregur hún að sér höndina og hvíslar: 0, hvað er þetta? Þetta er sár, svara ég, eftir hljóð- lausa dum-dum kúlu. Veslings þú, seg- ir hún, var það mjög sárt? En annars er allt við það sama. Sérhver kunn- ingi, sérhver vinur, sérhver samstarfs- maður af skrifstofunni myndi segja: svei mér þá, Tolja, þú hefur nú heldur ekki breytzt hætis hót. En ég veit, ég veit ósköp vel, að þennan dag tók ég í hnakkadrambið á mér og skipaði mér augliti til auglits við sjálfan mig! Ég veit, að hann neyddi mig til að kynn- ast sjálfum mér frá grunni. 0 g, já það var eitt enn. Ég er ekki rithöfundur. Á unglingsárunum orti ég ljóð, og enn get ég borið það við öðru hvoru. Ég hef einnig skrifað leikgagnrýni — ég hélt mig geta farið þá leiðina að bókmenntunum, en af því varð ekki. Og samt sem áður skrifa ég. Nei, ég er ekki haldinn ritæði. Rit- æðingar, (sem bókmenntalegur ráðu- nautur hef ég töluverð afskipti af þeim), ritæðingar trúa á snilli sína, en mér er ljóst að ég hef enga hæfileika. Og hafi ég einhverja, þá er það eitt- hvert smáræði. En ég hef nú einu sinni unun af því að skrifa. Hvað er það bezta, það þægilegasta við mína að- stöðu? Ég veit fyrirfram, að enginn les þetta, svo að ég get óhræddur skrifað allt, sem mér dettur í hug. Ef ég vildi skrifa: slagharpa svörtu Afríku sýnir tennurnar eins og svertingi!, þá skrifa ég það. Og enginn myndi bera mér á brýn hroka eða nýlendustefnu. Ef ég vildi skrifa, að stjómin væri undan- tekningarlaust skipuð lýðskrumurum, hræsnurum og svínum — þá skrifa ég það líka . ... ég get leyft mér þann munað að vera kommúnisti með sjálf- um mér. En ef ég á að vera alveg hreinskil- inn, þá vonast ég samt sem áður eftir því að eignast einhverntíma lesendur. Að sjálfsögðu ekki nú, heldur að mörg- um, mörgum árum liðnum, þegar ég er ekki lengur hér á Jörð. Við skulum orða það þannig: einhverntíma, eftir mörg og liðin og gleymd árhundruð verður nafnlaust og höfundarlaust handrit mitt lesið af einum munki, ein- um einasta, — tilhugsunin ein vekur ánægju hjá mér. Og nú, þegar ég hef opnað hjarta mitt fyrir ímynduðum lesanda, get ég haldið áfram. Það varð ekki meira úr hátíðaskapi þann daginn. Hnyttiyrðin virtust bragðlaus. Við höjðum ekki allan hug- ann við knattleikinn, sem við lékum; það hajði enginn lyst á að drekka, og við jórum snemma heim. Daginn ejtir var ég kominn ajtur til Moskvu og jór í vinnuna. Ég vissi fyrirjram, að lúnar óumjlýjanlegu umrœðxir um tilskipunina myndu byrja. Ég vissi jyrirjram, hver myndi láta i Ijós skoðun sína og hver myndi Framhald á bls. 5. 29. maí 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.