Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 9
um höfuðverk, því að það var orðið „fínt" að taka í nefið. Neftóbakið lagði undir sig hirðina og aðalinn, síðan eina milljón af annarri, aðals menn sem almúgafólk — það flæddi yfir allan heim, eins og allir vita nú orðið. í þessari bók er þó aðeins fjallað um Evrópu, „vöggu" neftóbaksins. Um langan aldur var tekið í nefið við hirðir Evrópukonunga með mikl- um „elegans" og leituðu konur ekki síður en karlar unaðar í neftóbaki. En svo tóku reykingarnar við. Það var ekki lengur „fínt" að taka í nefið — «• tiú á dögum er neftóbak lítið sem e-ídtert notað annars stað- ar en á íslandi, í Bajaralandi — og á nokkrum stöðum í Lundúnum. Þessvegna væri neftóbakið nær gleymt í stórum hlutum Evrópu, ef listsköpun hefði ekki tengzt neftó- baksnautninni. Víða um lönd eru varðveittar tóbaksdósir, sem eru hreinustu dýrgripir. Úr gulli og silfri, postulíni og fílabeini og öðru slíku. Mörg hundruð myndir í bókinni sýna hvílíkum verðmætum og vinnu hef- ur verið fórnað neftóbaksins vegna eða finnst kannski einhverjum, að „blessað neftóbakið" verðskuldi allt þetta umstang? í stuttu máli er ekki hægt að rekja efni þessarar bókar. Hún er full af fróðleik um tóbaksmenn og tóbaks- dósir — og hér er Norðurlöndun- um helgað mikið rúm, þótt minnst af því sé tileinkað íslandi. Sá kafli er fremur rýr, ekki sízt þegar þess er gætt, að íslendingar hafa haldið tryggð yið neftóbakið allra þjóða lengst. Ástæðan til þess að okkur eru ekki gerð betri skil mun m.a. sú, að íslendingar komust seint upp á lagið með að taka í nefið — og ennfremur, að dýrindis tóbaksdósir munu ekki hafa verið gerðar á íslandi. Þær tóbaksdósir, sem hér voru notaðar meðan neftóbakið var og hét í Evrópu, voru erlendir smíðis- gripir, en sjálfir bjuggu íslendingar sér tóbakshorn, sem yfirleitt eru ekki talin mikils virði í safni evrópskra tóbaksdósa. Munu íslend- *«v«í.m v."-!-^_i-*: Skotland — um 1700 — Grá<tt gaman, síðasta ósk hins dauðadæmda upp- fyllt: Rösklega í nefið. ingar hafa tekið það upp eftir Norð- mönnum að bera tóbak sitt í horni, sem mjög líktist púðurhorni. Tóbaks- horn voru hins vegar óþekkt utan íslands og Noregs — og íslenzkar Frakkland 1876 — „Lokaniður- staðan", málverk i eftir Leo Her- mann. Kaþóiskir I prestar ræðast vi». silfurdósir eru ekki framleiddar að neinu marki fyrr en kemur fram á okkar öld, segir bókarhöfundur. En til marks um það hve neftó- baksnotkun sé enn algeng á íslandi getur Bo Bramsen þess, að jafnvel forseti landsins sé neftóbaksmaður. Á öðrum stað í bókinni er ennfrem- ur sagt, að gestir geti átt von á því að vera boðið í nefið í íslenzka sendi ráðinu í Kaupmannahöfn á sama hátt og vindlar eru boðnir annars staðar hjá góðum gestgjöfum. Nef- tóbaksmenn eru fáir í Danmörku, en meðal þeirra, sem þykir gott að fá sér í nefið, eru þó engu ómerkari menn en Friðrik 9. Danakonungur og Poul Reumert. í ýmsum öðrum löndum hefðu fleiri fylgt fordæmi jafnágætra manna, en ljóst er, að dagar neftóbaksins úti í hinum stóra heimi eru taldir — í bili a.m.k. Því má skjóta hér inn til gamans, að Churchill tók töluvert í nefið alla ævi sína, og Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, hefur sézt þiggja „lítinn prís" hjá' bændum í Texas. Þessvegna er þessi bók mikið og heimildarrit öllum þeim, sem annað hvort njóta þess að fá sér í nefið eða hafa sögulegan áhuga — nema hvort tveggja sé. Við yfirlestur virtist bók þessi svo tæmandi og ýtarleg, að lesandinn fer ósjálfrátt að velta því fyrir sér, þegar hann lokar bókinni að loknum lestri, að Bo Bramsen hafi orðið að fá sér nýtt en stórt tómstundaviðfangsefni, því að lengra er vart hægt að komast hvað nor- rænar tóbaksdósir varðar. (Bókin er útgefin af Politikens For- lag í Kaupmanhahöfn og kostar 145,00 danskar krónur í vönduðu bandi). MOSKVA Framhald af bls. 7. flækja mig í ný ástarsambönd. Ef tfl vill ætti ég heldur að fara einn? En allt í einu varð ég grípinn stráks legri hefnigirni: ég yrði umjravn allt að sanna Soju, að mér stæði óldungis sama um hana. Ég afréð að hringja til Svetlönu. Svetlana er málari og ráðin við útgáfufyrirtœki okkar, hún er tuttugu og þriggja ára. Hún er mjög snotur, og það er augljóst, að hún er mér ekki fráhverf. Hins veg- ar er hún nógu lítillát til þess að fara ékki að ímynda sér, guð má vita hvað. Hún brást glöð við, þegar ég bauð henni. " egar við komum, sátu þau öll við borðið. Flöskurnar voru hálftæmd- ar, karlmennirnir höfðu klætt sig úr jökkunum, og einn var farinn að syngja. En veizluborðið hafði enn ekki með öllu glatað hátíðablænum. Enn var ekki farið að drepa í vindlingunum á matardiskunum eða hafa hausavíxl á glösunum. Þegar við gengum inn, varð fagnaðarkiiður. Þau kölluðu til okkar og gáfu Svetlönu auga. „Þetta er Svetlana, takið fallega á móti henni", sagði ég, „hingað með flóskurnar, gefið okkur mat og drykk!" „Svetlana litla, komdu hingað", mjálmaði Lilka, „þessir karlmenn hafa gengið okkur úr greipum, þeir borða og drekka og hirða ekki um okkur, en við getum komizt af án þeirra, er það ekki?" „Alveg án okkar getið þið nú ekki verið", sagði Favlik flissandi. „Við....". „Þið þurfið að ná okkur í drykkj- unni", hrópaði Volodjka. „Svetlana, hér er glasið yðar". ~ ígor skenkti henni vín. „Eða þér viljið kannski heldur koníak? Vodka þori ég ekki að bjóða yður". „Nei, nei, þökk fyrir", — Svetlana hló hálf-vandræðalega. „Tolja, hvar hafið þér verið, hvers vegna höfum við ekki séð yður svona lengi? Misjenka hefur ekki linnt lát- um: „Og hvar er Toljá frændi, og hvenær kemur hann?" Emma, kona Volodjka, lét barminn skaga inn á borðið, gerði sig stútmynnta og stór- eyga til að líkja eftir syni sinum. Hún var áberandi og ósmekklega klædd eins og endranær. „Jæja", — Soja færði njér glas af vodka. „Jæja?" sagði ég. - „Gleðilega hátíð, gleðilega hátíð fyr- ir eftirlegukindurnar!" Pavlik rétti glas sitt yfir borðið til að skála við mig. „Við vorum farin að óttast um, að þér mynduð ekki koma, við Soja.....". „Pavlik, þú hellir vodkanu nið- ur! 29. maí 1966 „Fyrirgefðu, hjartað mitt. Soja og ég.....". „Pavlik, viltu rétta mér salatið". „Soja og ég ~- hvers vegna ertu alltaf að grípa fram í fyrir mér?" ,rÉg œtlaði bara að biðja þig að hella líka í glasið fyrir mig". ö karkalinn jókst æ meir, það var ekki lengur rætt saman, svo að he^tið gæti. ígor daðraði við Svetlönu ems og hann ætti lífið að leysa. Lilká stokk upp frá borðinu og vafð. sig um halsmn a einhverjum náunga, sem all- ir. kólluðu „jarðfræðinginn Júra". Volo- Framhald á bls. 10 ¦LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.