Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 12
MOSKVA Framhald af bls. 10. B 1 úið, búið, búið. Þetta ótalaða orð ómaði í gegnum skrítlukenndar frásagn irnar, í óstyrkum hlátrinum, í hnífil- yrðum, sem beint var að stjórninni. í fyrsta skipti, síðan á morðdaginn, heyrði ég, hvernig fólk talaði um það, sem gerzt hafði. Fram að þessu hafði það — ef ég bryddi upp á efninu — orðið einkennilegt á svipinn og vikið samræðunum að einhverju öðru. Stund um hafði ég staðið sjálfan mig að brjálæðislegri hugsun: hafði þetta allt saman verið draumur? Og nú — nú var það um garð gengið. Nú höldum við hátíðlegt fjörutíu og þriggja ára afmæli hinnar miklu sósíalistísku októ- berbyltingu. Fjögur okkar þögðu — Svetlana, Soja, Volodjka og ég. Frásagnir, hvik- sögur og staðfestar fregnir þyrluðu upp áhrifamoldviðri, sem stóð eins og lithverfur regnbogaúði í herberg- inu, ýrðist yfir gráleitt veggfóðrið. ,^Hjá okkur í leiðangrinum var allt með friði og spekt. Hjá okkur dug- ar það ekki.— í tajgunni* er það ég í dag, þú á morgun....". „Nágranni okkar framdi sjálfs- morð í dagrenningu. Þessi hœgláti, gamli maður, hann var þjónn á Prag-gistihúsinu.....". „Ég gat ekki sofnað um nóttina, mér fannst alltaf, að einhver vœri...". Ég hugsaði um það, er ég gekk út á göturnar aðfaranótt hins ellefta ágúst og sá vatnsbílana aka niður eftir Sadovaja. Þeir óku framgleiðir með burstana útbreidda og þvoðu og þvoðu og þvoðu akbrautir og gangstéttirn- ar..... Ég beið, unz Svetlana leit yfir til mín, og benti þá með augunum til dyra. Hún gekk út, og ég fylgdi henni eftir að vörmu spori. í eldhúsinu var nota- legt og hljótt. „Jæja, hvernig fellur yður það, Svetlana?" „Ég veit ekki með vissu, Tolja, þau eru reyndar fjarska indæl öll, en þegar þau fóru að tala um það .... yfir hverju gleðjast þau svona?" „Það gleðjast yfir því að vera á lífi, Svelana". „En þau hlupu öll í f elur, en..". Svetlana þagnaði við, hún leitaði að rótta orðinu. „Þau hafa öll látið hræða sig". „Látið hræða sig?" Ég greip um öxlina á Svetlönu. „Svetlana, skiljið þér....". Nei, hún skildi ekki, hún gat ekki skilið, að með þessu eina orði hafði hún svarað spurningunni, sem hrædd- ir menn í milljónatali lögðu fyrir sjálfa sig. Hún, þessi lítilláta stúlka, gat ekki skilið, að hún var jafnoki stjórnskörunganna, hinna spakvitru leiðtoga lýðsins, jafnóki hinna íbyggi- legu, brakandi skjala, lágróma lotn- ingartuldurs skýrsluritaranna í dimmum skrifstofum, jafnoki þess, sem við svo hátíðlega kóllum ríkis- vald. Hún hélt sig aðeins hafa sagt mér Mahalia Jackson er mikil trúkona. Hér biðst hún fyrir, áður en hún á að syngja í kirkjunni, sem sést í baksýn. SVIPMYND Framhald af bls. 2. meðan mótið stóð yfir, og syngja dag- lega fyrir þá. Eftir þetta fóru hvítir áheyrendur að flykkjast að söngleikahöllunum, þar sem hún iiélt konzerta. Næstum því fertug að aldri hóf hún söngferil sinn fyrir alvöru. i einum orðið, en óviljandi hafði hún slöngvað því í andlit hins tröllaukna rikisbákns, í svart-hvítar ekrur dag- blaðanna, sem dag eftir dag flæða yfir landið, hún hafði fleygt því að öskur- kórum fundanna, að djöfullegu þruski þúsundfætlannna undir hinum miklu skrúðgöngum. Ég tók hana í faðminn og sagði: „Lát- um útrætt um það, Sveta, leyfið mér að kyssa yður, það hefir mig lengi langað til___sérðu þá ekki, það-----". Ö, * Tajga eða Tæga: Hið mikla og mýr- lenda barrskóglendi í Rússlandi og Sí- beríu, milli freðmýranna (túndrunnar) í norðri og gresjunnar (steppunnar) í suðri. "g nú, þegar ég hef fylgt Svet- lönu heim, geng ég hinar gamalkunnu götur, geng eftir öngstrætunum, sem ég rata um blindandi. Gegnum hýjalíns- tjöldin stafar rósrauðum bjarma af bústnum krínólínum lampanna. í húsa- stigum standa hjónaleysi og kveðjast, en geta þó ekki skilið. Einhvers staðar að berst ómur frá hátalara, einhvers staðar ískrar í bifreiðahemlum, glað- værir hópar, sem eins og ég sjálfur eru síðla á ferð heim úr samkvæmi, hafa hátt. A einhverri hæð í herbergi situr fólk og tautar formælingar, ljóð, ástar- játningar. Þ etta er Moskva. Ég geng niður kyrrláta, viðkunn- hinum svonefnda guðspjalla- söng má greina ýmislegt, sem rekja má til svertingjasálma, mótmælenda- sálma, fagnaðarsöngva svertingja („jub- ilees", sem komu til sögunnar upp úr Þrælastríðinu (bandarísku borgara- styrjöldinni 1861-1865) og eru bæði hraðari og gleðiríkari en svertingja- sálmarnir („Negro spirituals")), og til jazzins. Að uppbyggingu og tónstíl er anlega breiðgötuna, finn heftið í vasa mínum og hugsa um það, sem ég hef skrifað; ég hugsa, að þetta sem ég hef skrifað, gœti hvaða mað- ur, sem vera skyldi, minnar kyn- slóðar og minna örlaga, hafa skrif- að, maður, sem, eins og ég, elskar þetta bölvaða, þetta dýrlega land. Ég hef dæmt landið og fólkið í því og sjálf- an mig betur og verr en maður skyldi dœma. En hver getur álasað mér fyrir það? Ég geng og segi við sjálfan mig: „Þetta er þinn heimur, þitt líf og þú ert fruma, hluti af því. Þú mátt ekki láta hrœða þig. Þú verður sjálf- ur að bera ábyrgð og með því berð þú ábyrgðina fyrir aðra". Og endalausar gbturnar og torg- in, fljótsbakkarnir og trén, svefn- mókandi húsaraðirnar, eins og skip í hrikalegri lest á siglingu út í óviss- una, svara mér i hljóðum, undrandi skilningi og samhygð: Þ etta er Moskva. guðspjallasongurínn talinn skyldari jazzi en svertingjasálmum. Tónlistar- gagnrýnandinn George Avakian segir þó, að í guðspjallasöng sé „meira frjáls- ræði, meira svigrúm en í jazzi, ekki aðeins í tæknilegum tilbrigðum við lag- línuna og fráhvörfum og breytingum á hljóðfallinu, heldur einnig í blæ- brigðaríkri túlkun á tilfinningum flytj- andans". Ungfrú Jackson segir, að guðspjalla- söngur sé frábrugðinn biues. Hinn fyrr- nefndi sé söngur vonarinnar, en hinn siðarnefndi örvæintingarinnar, enda neit- ar hún alveg að syngja blues. Hún vill syngja af krafti, með sveiflum og fyrir- ferð, því að „sönn trú er sönn gleði, hreinn fögnuður og unaður". „Hvernig er hægt að syngja af tilbeiðslu og inn- lifun um (himin og jörð og öll dásemdar- verk guSs, án þess að nota hendurnar?" spyr hún. „Ég vM, að hendur mínar og fætur mínir, allur líkaminn tjái það, sem mér býr í brjósti. Herrann vill ekki, að við séum eins og steinrunnin. Ef þig langar til þess, þá skaltu hreyfa fæt- urna og dansa drottni til dýrðar. Stund- um kemur það fyrir, þegar ég er að syngja á hljómleikum, að ég syng full- hátt og hef hljómfallið ákaflega hratt. Stundum hrífst ég svo, að ég fer niður af sviðinu og syng með fólkinu niðri í salnum, og svo held ég áfram að syngja í búningsherfoerginu og hætti ekki fyrr en ég hef tjáð allt í söng, sem mér er innan brjósts". /*.ndlitið er jafn-blæbrigðaríkt og söngurinn, enda tjáir hún sig einnig með auSugum svipbrigðum. Augun eru g]ettnisleg, oft hrekkjaleg, munnurinn er stór og geiflugjarn, og kjötríkur hnúður er framan á nefbroddinum, sem gerir andlit hennar enn sérkennilegra. Söng- ur hennar er smitandi, enda standast fæstir áheyrendur þá freistingu að stappa niður fótunum og klappa saman lófunum í takt við sönginn. Síðan hún söng fyrir tónfræðingana árið 1950, hefur hún haft miklar tekjur af söng sínum. Þá þegar var hún beðin að koma fram í sjónvarpi ,og iþá fékk hún fyrsta tilboðið af mörgum um að halda hljómleika í Camegie Hall í New York. Síðan hefur söngferill hennar ver- ið óslitin sigurför. 1952 söng hún í Frakk landi, Hollandi og Danmörku. Lengi hef- ur hún haft fastan útvarpsiþátt og nú fastan sjónvarpsþátt við eina stærstu útvarpstöð Chicago-borgar. Hún heldur oft hljómleika fyrix sjónvarpsstöðvar, sem myndvarpa um öll Bandaríkin, — hún hefur sungið í kvikmyndum og á landsþingum demókrata margsinnis. Ni í ú hefur hún geysimiklar tekjur árlega af söng sínum, en mikinn hluta þeirra gefur hún til kirkjulegrar starf- semi. Það er einkennandi fyrir hana, að hún hefur ákveðið að reisa stórt, evan- gelískt guðshús i Chicago, þar sem fagn- aðarerindið verður boðað dag og nótt allt árið. Guðshus þetta á ekki að til- heyra neinni kirkjudeild, heldur standa öliurn opið, án tillits til kyniþáttar eða trúarbragða. Þangað ætlar hún að bjóða öilum beztu guðspjallasöngvurunum. Nú á dögum leggja rnjög margir fyrir sig guðspjallasöng, sem hún ein gerði heims- frægan. Margir útvarpsþættir eru ein- góngu helgaðir honum, og árlega koma margar hljómplötur út með slíkum söng. Þetta hefði aldrei orðið, hefði ekki hin sérstæða og dýrlega rödd Mahalíu Jacksons vakið athygli heimsions á guð- spj allasöngnum. HUSIÐ Framhald af bls. 4. kenna á því. Sú raunasaga skal ekki rakin hér að öðru leyti en því, að þeg- ar flytja átti hana frá Skálholti til Reykjavíkur og setja upp í hina nýju 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 29. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.