Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 10
--------- SBMAVIÐTALfÐ- -------- , " . . ' . . J. " V ■ Ötulir veibimenn í Firðinum — 50416. — Já. — Þetta er hjá Lesbák Morg- unblaðsins. Haukur Magnús- son? — Jú, bað er hann. — Þér eruð formaður Stanga- veiðifélags Hafnarfjarðar, er ekki svo? — Jú, það mun rétt vera: Nýtekinn við starfinu. — Og þið hafnfirzkar afla- kiaer eru farnar að hugsa gott. til glóðarinnar, er iþað ekki? — Við erum farnir að hugsa okKur til hreyfings, stundum vonandi vötnin okkar í sumar. — Hvar? — Við höfum á undanförnum árum ræktað upp bleikjustofn í Kleifarvatni með góðum ár- angri. Erum nýbyrjaðir í Djúpa vatni vestur undir Trölia- dyngju. Þetta hefur lánazt mjög vel og fyrirrennari minn í for- mannsstarfinu, Alexander Guð- jónsson, hefur átt veg og vanda að þessu ásamt stjórninni, sem skipuð hefur verið nær sömu mönnum í mörg herrans ár. Þetta er ékki mitt verk. — En hvenær var byrjað í Kieifarvatni? — Ætli það hafi ekki verið í kring um 1354. Þangað flutt- um við seiði úr Hlíðarvatni, síðar seiði úr klakstöðvum við Reykjavík og Hafnarfjörð. í Kleifarvatni var enginn fiskur áður og margir spáðu illa fyrir okkur. En þetta tókst mjög vel og stærstu bieikjur, sem þar ihafa veiðzt eru 8—10 pund. — Og er fiskmagnið tölu- vert? — Já, ég held nú það. Skil- yrði hafa reynzt góð, gróðurinn er mun meiri í vatninu en við töldum ,í fyrstu — og við höfum líka gert hitt og þetta til þeSs að auka hann. M.a. fórum við með nokkra tugi tunina af hrognum þangað í vetur — Og var ekki annað að sjá en það næði tilætluðum árangri. Ann ars hefur vatnsyfirborðið lækk að allmikið í vatninu síðan við byrjuðum, og nokkur lón, sem voru ákjósanleg fyrir slíkt fiskeldi, hafa þornað. En fróðir menn segja, að sveifliir séu alltaf í vatninu — en ekki svo miklar samt, að þær hafi áhrif á fisk- stofninn svo teljandi sé. Fiskur- inn virðist miki'll. — Þið seljið þá veiðileyfi þarna? — Já, við seljum leyfi fyrir nokkrar stengur á dag. Mig minnir að iþað hafi verið í kringum hundrað krónur á dag í fyrra, ætli það verði ekki eitthvað svipað í sumar. Þessi leyfi seljum við í bókabúð Olivers Steins og í Nýju bíla- stöðinni, ef þið viijið iáta iþað fljóta með til frekari upplýs- inga. Opið fyrir hvern sem er. — Var aðsóknin mikil í fyrra? — Já, allmikil, enda er ekk- ent veiðivatn nær höfuðborg- inni og Hafnarfirði, ef Eiliða- vatn og umhverfi þess eru und anskilin. — Hvenær hefst veiðitíminn? — Núna á hvítasunnunni, þetta er allt að fara í gang. — Og hvaða tæki notið þið þarna? — Maðk, spón, flugu — bleikjan veiðist á allt. Hlíðar- vatn í Selvogi höfum við líka, góðan aðgang að því og þar er jafnvel enn skemmtilegra að indi þar í allmörg ár vera með fluguna. Við höfum leigt okkur rétt- og átt mjög góða samvinnu við iandeigendur eins og reyndar annars staðar þar sem við höf- um verið. Nýlega opnuðum við rennu úr vatninu til sjávar tii þess að fá úr því skorið, hvort fiskur gengi þarna upp að ráði, en það hefur borið við, að lax hafi veiðzt í vatninu. — En þér minntuzt á Djúpa- vatn? — Já, fyrir nokkrum árum fluttum við í það bleikjuseiði, reyndar tvisvar, tvo árganga — og ættu þeir að vera orðnir kynþroska núna. Þarna eru sennilega enn betri skilyrði en í Kleifarvatni, þótt erfiðara sé að komast að Djúpavatni. Vænt anlega verður lagður þangað vegur og þá munum við hefjast handa og reisa okkur veiðikofa við vatnið, eins og við höfum reyndar gert við Kleifarvatn — og Hlíðarvatn. Djúpavatn er ekki í neinum tengslum við hafið, afrennslið fer beint út í hraunið og hverfur þar. En þarna verður væntanlega gott að koma fyrir þá, sem hafa ánægju af að draga bleikjuna. Við félagsmenn förum að byrja þarna. — Eruð þið minna í laxinum? — Já, við höfum fengizt miklu meira við þetta, sem ég hef verið að nefna. Að vísu höfum við í Stangaveiðifélaginu hér aðstöðu til laxveiði — í hJuta af Haukadalsá í Dala- sýslu, og í SoginU, Jandi Bíld- fells og Tungu. Þetta hefur fullnægt þörfum okkar, við förum okk- ur fremur hægt í laxveiðinni. Verðið á veiðileyfum í laxveiði- ám hefur ekki hækkað á þessu áiri samkvæmt því sem mér er bezt kunnugt og jafnvel eru þess dæmi, að það hafi lækkað — t.d. í Laxá í Ásum í Húna- vatnssýslu. Sú á mun vera leigð fyrir 175 þús. kr. lægri upphæð en í fyrra. Það var líka kominn tími til þess að stöðva þessar endalausu hækkanir. Þetta var mjög óheppileg þróun. Veiði- árnar eiga að vera almennings- eign — þ.e.a.s. þær eiga ekki að vera dýrari en svo að allur al- menningur geti veitt sér þá ánægju að skreppa í veiði a.m. k. einu sinni á ári. Stangaveiði félögin hafa að mörgu leyti unn ið mjög merkilegt starf í þess- um anda og harnlað gegn ýms- um ævintýramönnum, sem unnið hafa veiðimálunum hið mesta ógagn. Allan veiðiskap í ám og vötnum þarf að reka á heilbrigðum grundvelli — landsmönnum til upplyftingar og heilsubótar. Það er eini heil- brigði grundvöllurinn. Og þeir, sem komizt hafa upp á lagið, fengið bakteríuna eins og sum- ir orða það, eiga engar ánægju- legri stundir en við vötn og ár, í samfélagi við náttúruna, fjöl- skylduna og góða vini. Ef þetta er gamaldágs hugsunarháttur, þá erum við í Stangaveiðifé- lagi Hafnarfjarðar enn gamal- dags — sem betur fer. MOSKVA Framhald af bls. 9. djka flutti kvæði eftir ungt nútíma- skáld, léleg kvæði með ruglingslegri Jirynjandi, lausri í reipunum, eins og snúru, sem dinglar óreglulega. Hvass- nefjuð túlka réðst á hann og æpti, að skáidið væri dusilmenni og kvæði hans gjörsneydd skáldskap. „Dusilmenni — og siðferðiskjarkur hans?“ þrumaði Volodjka. „Hæfileikalaus — honum er úthúðað í Komsomolskaja Pravda“. Allir voru í sólskinsskapi. Pavlik lék á segulbandið. Emma borðaði salat. Jarðfræðingurinn Júra sagði: „Við höf- um vanið okkur af að borða mayonnaise". Ég drakk þrjú glös og varð reiður — ég veit ekki sjálfur hversvegna. „Heyrið mig snöggvast, vinir mínir“, sagði ég og yfirgnæfði háreystina. „Vitið þið, að mér þykir afskaplega vænt um ykkur öll?“ „Toljenka!" „Tol-ja“. „Tolja, vinur minn“. „Það er annars kjánalegt, hvað við hittumst sjaldan", hélt ég áfram. „Hvenær vorum við saman síðast?“ „Síðast?“ „Já, hvenær var það eiginlega?“ „Það veit ég“, hrópaði Lilka. „Síðast komum við saman hjá okkur í Datsja. Þegar morðdagurinn var auglýstur“. Á svipstundu setti alla hljóða. Jajnvel í segubandinu hvein í hemli, og það stöðvaðist. Þögnin dróst á langinn, varð kveljandi. „Er það satt?“ sagði ígor, „það er orðið langt síðan; hér hefur svo margt gerzt. Tíunda ágúst.....". „Við Soja“, hrópaði Pavlik, „við Soja vtírum heima í ró og nœði.... sjónvarp, segulband.... daginn eftir spurðu þeir mig á skrifstofunni...". Og nú fóru allir að tala í einu: „.... og ég segi við hann: ég tek þig fyrst. Þú, segi ég, auðvirðilegi.... og svo rak ég hann á flótta, þú veizt, hvenig ég afgreiði þess háttar“. „í Odessa tók strákalýður foringja varðliðsins höndum. En hann var auð- vitað í einkennisbúningi. Hvað þeir gerðu þá? Þeir klæddu hann í staðinn í einhverja larfa og slepptu honum. SJepptu honum, skiljið þið, og horfðu á eftir honum. Þeir náðu honum, en voru dæmdir á eftir“. „NÚ?“ „Já . . . fyrir rán“. „Nú skuluð þið heyra, hvað gerðist í Peredelkíno. Skáldið Kotsétov hafði ráðið sér lifvorð, umrenninga úr út- hverfum Moskvu. Hann gaf þeim að éta og drekka, aðrir rithöfundar höfðu að sjálfsögðu einnig leigt einhverja, skiljið þið? Til þess að koma Kotsétov fyrir kattarnef". „Nú, og ihvernig fór þetta svo?“ „Hvernig það fór? Þetta urðu hörku- áflog. Þeir börðust sín á milli“. „Er annars nokkur, sem veit hve fórnarlömbin urðu mörg?“ „Aðeins fá í Rússneska sovétlýð- veldinu, milli átta-níu hundruð og þúsund. Það sagði mér það maður frá hagskýrslumiðstöðinni". „Ekki fleiri? Það getur ekki verið rétt með farið“. „Jú, jú, þessar tölur eru einnig gefn- ar upp í útvarpinu, því erlenda auð- vitað“. „Hafið þið lesið skýrslu miðstjórn- arinnar?" „Nei, segðu frá henni“. „Það er þá fyrst um Úkraínu. Þar var litið á tilskipunina sem fyrir- mœli. Og þar var hafizt handa. Æskulýðsfylkingar framtakssinna, svartir listar, jœja, þetta með svörtu listana kvisaðist óðara. Þess háttar verður aldrei haldið leyndu. Hand- tökusveitirnar fóru auðvitað fýluför, allir, sem stóðu á listanum, voru á bak og burt, svo að þœr gripu í tómt. Og í tilbót fengu þeir ofanígjöf hjá miðstjórninni — fyrir að draga hug- myndina niður í svaðið og fara út í öfgar. Fjórtán riturum úr héraðs- stjórninni og tveimur riturum úr svæðisstjórninni varð hált á þessu til tœki“. „Er þetta satt?“ „Já. Og í Eystrasaltslöndunum var enginn drepinn!“ „Hvað segirðu? Enginn drepinn þar? Nei!“ „Sem sagt! Enginn drepinn —• punktur!“ „En það er storkun!" „Það er víst óhætt að segja. Þeir hafa blátt áfram virt tilskipunina að líka kvartað yfir skorti á stjórnmála- legu uppfræðslukerfi í Eystrasaltslönd- vettugi. í skjali miðstjórnarinnar er unum — það var líka einhverjum vikið frá þar“. „. . . . hleypur eftir götunni, æpir og skýtur, skýtur. Kúlnaregn inn um gluggana. Hvaðan hann fékk vélbyss- urnar? Hann heldur fyrirlestra um efnisprófanir í flugtæknistofnuninni . . . Og við læstum hurðinni, drógum niður gluggatjöldin og tefldum skák. . . „...í Izvestía-greininni eftir hana, hvað heitir hún nú aftur, Júlena Konon jenko, um hina uppeldisfræðilegu þýð- ingu fyrir æskufólkið. Hún hafði á ein- hvern hátt sett það í samband við vélvæðinguna og óræktarlöndin eystra Framhald á bls. 12, 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.