Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 11
— Sæll Kobbi, geturðu ekki lán- að mér fyrir.... — Nú — já, ertu sokkinn svona djúpt? Farinn að betla á götuhornum! — Hvað viltu að ég geri? Opni skrifstofu — eða hvað? — Okkur vant- ar dómara. — Rólegir strák ar. Þið komizt ekki allir að í einu. Hver ykk- ar þarfnast mest að fá slysatrygg- ingarfé? A erlendum bókamarkaði Bókmenntir: Sons of Kings. Joseph-Arthur Gobineau. Translated with an Introduction by Douglas Parmée. Oxford Library of French Class- ics. Oxford University Press 1966. 35/—. Gobineau greifi lifði megin- hluta 19. aldar. Hann var í frönsku utanríkisþjónustunni og dvaldist á vegum hennar meðal annars í Þýzkalandi, Grikk- landi og í Persíu. Hann setti saman nokkrar bækur, og sú þeirra, sem hafði hvað mest áhrif á sínum tíma, var „Essai eur l’inégalité des races hum- aines", snemmborinn áróður fyr- ir yfirburðum aríska stofnsins. Hann var mikill aðdáandi Wagn- ers, og Nietzsche dáðist mjög að kenningum hans. Sögur hans frá Austurlöndum eru meðal þess bezta, sem hann ritaði, ásamt þessari bók, sem hér kemur út í enskri þýðingu. Höfundur segir sjálfur í bréfi til vinar síns 1874, að þetta sé eftirlætisbók sín, því að hann tjái í henni margt það, sem lá honum næst hjarta. Þessi bók ásamt „La Renaissance" eru beztu bækur höfundar. Aðall þessarar bókar er frábær frá- sagnargleði og írónía, sem er beitt af hófsemi mannþekkjar- ans. Ulysses I-II. James Joyce. Ubersetzung von Georg Goyert. Mit einer Einfuhrung von C. Giedion-Welcker. Deutscher Tas- chenbuch Verlag 1966. DM 13.60. Ulysses kom fyrst út í París 1922 og er talin merkasta skáld- saga tuttugustu aldar, sem rituð hefur verið á ensku. Fáar bækur á þessari öld hafa vakið mönn- um meiri furðu, hneykslun og aðdáun en þessi bók. Ezra Pound, Virginia Woolf og Yeats ber öll- um ■ saman um að hafa orðið furðu lostin við fyrsta lestur bókarinnar og enganveginn átt- að sig á efninu og tilgangi henn- ar. Eliot sá aftur á móti þegar hvers kyns var, og kvað upp úr með það, að þetta væri bezta tjáning samtímans. Sagan gerist á einum degi, 16. júní 1904, aðal- persónurnar eru þrjár, Bloom- hjónin og Dedalus. Hliðstæða þessarar bókar er Ódysseifs- kviða Hómers, og má sjá hlið- stæðar persónur í Bloom-hjón- unum við Telemakkus og Pene- lópu; þó blandast aðrar persónur þessum, þegar verkið krefst þess. Efnisinntak bókrinnar er útlegðin. Ódysseifur kynnist sjálfum sér á ferð sinni um ókunn höf og kemst heim, en persónur Joyces örvænta um heimkomuna, umhverfið og skekkt hlutföll eigin lífs þeirra og umhverfis verða þeim for- dæming, en þó örlar á voninni í síðasta hluta bókarinnar, sem er ein löng setning, sögð af Molly Bloom, er endar á jái við trú hennar á ástina og lífið. Þessi bók hefur verið þýdd á helztu Evrópumál og er gefin út af dtv í tilefni af 25 ára ártíð höfundar í janúar sl. The Penguin Book of Eliza- bethan Verse. Introduced and edited by Edward Lucie-Smith. Penguin Books 1965. 5/—. Þessi bók tekur til skálda, sem merkust eru talin á tímum Elísa- betar I. Englandsdrottningar. Höfundur leitast við að velja þau kvæði, sem gefa bezta mynd af höfundum sínum og jafnframt aldarandanum, jafnframt því sem hann reyndir að taka nokkurt tillit til smekks nútíma manna á kvæðum þessara tíma. Sýnis- bækur sem þessi er því sýnisbók ljóðagerðar þessara tíma, en einnig sýnisbók um smekk þess, sem velur ljóðin og þá vitni um smekk nútímans. Á þessum tím- um var einhver þekking á Ijóða- gerð talin nauðsynlegur þáttur menntunar og vísnagerð talin nauðsynleg íþrótt, einkum séntil- mönnum. Þetta tímaskeið var í flestum efnum gróskumikið og frjósamt og ekki hvað sízt í skáldskap. Leikritagerð hefur aldrei staðið með meiri blóma, og ljóðagerð gengur henni næst. Edmund Spenser setti saman stórkostlegan kvæðabálk, „The Faerie Queen“, sem skyldi vera nokkurs konar hliðstæða við Eneasarkviðu Virgilíusar. Sir Philip Sidney var dæmigerður maður þessara tima, ágætt skáld og mikill kavalér. En þótt kvæði þessara tveggja og fleiri, sem yrkja í hefðbundnum stíl þessa tímabils, séu talin ágæt, hefjast Sonnettur Shakespeares langt of- ar þeim. Á þessu tímaskeiði vaknar þjóðin til meðvitundar um eigin styrk og ágæti tung- unnar; þetta kemur hvergi betur fram en hjá höfuðskáldi þessara tíma, Shakespeare, bæði í leik- ritum og kvæðum. Ýmsir telja, að þjóðerniskenndin vakni með mönnum á tímabili frönsku stjórnarbyltingarinnar, en fáir hafa ort heitari ættjarðarkvæði en skáld þessa tímabils á Eng- landi. „This precious stone set in the silver sea“, segir Shakespeare um England. Þessi bók gefur góða mynd af ólgandi lífsþorsta og ljóðablóma þessa litauðuga tímabils í sögu Englendinga. Minningar: Great Contemporaries — My Early Life. Winston S. Churchill. Collins — Fontana Books 1965. 6/— & 6/—. Merkir samtíðarmenn, og nú er óhætt að telja höfundinn merkastan þeirra allra. Hann lýs- ir mörgum ágætum mönnum í þessari bók sinni, sem hann skrifaði í skugga yfirvofandi heimsstyrjaldar, sem hann vissi fremur öðrum, að myndi skella á bráðlega. Þessi bók er löngu fræg og hefur komið út í fjölda útgáfna. Ævisaga Churchills, sem hann gaf út 1930, spannar árin 1874- 1908. Hér lýsir hánn uppvexti sínum, námsferli og her- mennsku. Hermennskan var hon- um stöðug freisting og kom þar til ætt hans og erfðir. Hann dáði fáa forfeður sína meira en her- togann af Marlborough, sem hann skrifaði um ágæta bók. Báðar þessar bækur eru ágæt- lega skrifaðar, eins og allt, sem hann setti saman. Hagalagðar HANGIKJÖT Á KYNDILMESSU. Gamall bóndi á Norðurlandi hafði þann ófrávíkjanlega sið, ef mikil hríð var á kyndilmessu (2. febr.) að biðja konu sína að sjóða ríflega hangikjöt og gefa fólkinu vel að borða. En ef bjart var veður og sól- skin, lagðist karl upp í rúm sitt aft- ur og breiddi upp yfir höfuð og tal- aði ekki við nokkurn mann, bragð- aði ekki vott eða þurrt og gegndi ekki nokkurs manns ávarpi. En einhverjir glaðlyndir vinnu- menn gamla mannsins, sem ekki vildu verða af hangikjötsveizlunni hugsuðu ráð sitt þegar þeir fóru á fætur. — Þeir mokuðu snjó á glugg- ana, og þegar þeir komu heim frá gegningunum, voru þeir allir fann- barðir, þeir höfðu ausið sig alla út í fönn áður en þeir komu inn. Þá var fljótlega settur upp hangi- kjötspotturinn. (Hlín) Tungan og bókmenntirnar. Vér getuim heldur ekki talað um bókmál vort sem tungu hinna mennt- uðu manna, sem sé ólíkt aiþýðumál- inu, heldur er hið hreinasta bókmál vort jafnframt hið hreinasta alþýðu- mál, sem vér heyrum lifa á vörum karla og kvenna, þar sem vér köll- um bez.t talað mál vort í sveitunum. Þessi sambljóðan tungunnar er ein- mitt hinn ljósasti vottur um, að þjóð- mál vort hjá öllum stéttum hefur sína föstu rót og reglu í bókmálinu, svo að það eru bókmenntir vorar sem hafa haldið tungu vorri við og geymt hana um margar aldir. (Jón Sigurðsson) 29. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.