Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 7
vitringur með látúnskoppinn á höfðinu myndi riða yfir Rauða torgið, reiðu- búinn að þreyta burtreið fyrir hina göfugu frú, fyrir Rússland. Vesalings riddari. Á steinlögðum strætum Moskvu árið nítján hundruð og sextíu ætlar hann að heimsækja vin sinn og sálufélaga — úkraínska dreng- ian, sem einu sinni söng ljóðið um Granada. En spor gæðinganna eru hul- in götugrjóti, og holurnar eftir fána- stengurnar hafa verið fylltar með mal- biki. Skýjaglópurinn írá la Mancha mun engan finna, engan, það veit ég með fullri vissu. Hvar eru þeir, sem myndu fylgja Don Quichotte? Margul- is? ígor? Nei, þótt þeir séu ef til vill bardagafúsir, þá berjast þeir eingöngu fyrir sjálfan sig. Bíðið við, hver var það, sem sagði nýverið „Sérhver okkar verður að velja fyrir sig“? Æ, það var ég, sem sagði það, það var ég sjálfur, sem fann það upp. Hvernig getur mér þá dottið í hug að dæma aðra? Hvers vegna skyldu þeir vera auðvirðilegri en ég? Hvers vegna skyldi ég vera betri en þeir? Eg stökk fram úr rúminu og starði meö viðbjóði á koddann, þar sem farið eftir höfuð mitt sást enn. Hafði ég jegið þarna? Hef ég birgt mig upp af æti og skotið slagbrandi fyrir dyrn- ar, hef ég skolfið eins og rakki af ótta um mitt eigið dýrmæta líf? Hef ég ver- ið að því kominn að gera í buxurnar af hræðslu? Hvers virði er ég þá með aila mína stórkostlegu viðkvæmni, fyr- irlitningu og hrokafullu einangrun, ég ulanveltubesefinn, utangarðsmaðurinn (,,Outsider“) stolti, sem svík mína eig- in sál nótt og nýtan dag — hvers virði er ég? Ja. sérhver er aðeins ábyrgur fyrir sjáltan sig. Aðeins fyrir sjálfan sig og exki fyrir þann, sem þeir vilja gera úr honum. Ég er ábyrgur fyrir sjáifan mig og ekki fyrir tilvonandi smjaður- tungu, uppljóstrara, svikara, gyðinga- hatara, huglaust löðurmenni. Ég get ekki sætt mig við, að þeir drepi hver annan til þess að bjarga eigin lífi. Gott og vel en hvað á ég að gera? Á ég að fara niður á götuna, ekki á morgun heldur hinn, og hrópa: „Fé- iagar, drepið ekki hverjir aðra, elsk- ið hver annan!" En hvað myndi það stoða? Hverjum hjálpa ég með því? ÍHvern frelsa ég? Ég veit það ekki, ég veit alls ekkert.... ef til vill get ég bjargað sjálfum mér. Ef það er ekki of seint. Hinn tíunda ágúst fór ég á fæt- ur kiukkan átta um morguninn. Ég rakaði mig, snæddi morgunverð, ias. Hvað svo sem ég tók mér fyrir hend- ur, hugsaði ég án afláts um, að ég yrði að yfirgefa húsið. Göngulögin, sem glumdu í hátölurunum fyrir utan, og kettirnir, sem læddust í krákustígum yfir akbrautina, harðánægðir yfir hinni skyndilegu mannauðn, minntu mig á það. Um eilefu-leytið klæddi ég mig, stakk vindlingahylkinu í vinstri brjóstvasann, ejns og ég hafði ásett mér, og gekk fram í stigaganginn. Ég gekk hljóðlega njóur þrepin án þess að fiýta mér. Þess vegna kom það okkur báð- um á óvart, þegar ég rakst á konuna aj þriðju hœð á stigapallinum. Hún œpti upp yfir sig, fleygði sér til hlið- ar, innkaupanetið með flöskunum slóst utan í handriðið, það glamraði í gleri, súrmjólkin vall út um möskv- ana í netinu og yfir stigann. Konan rann til í þykkri, seigri súrmjólkinni og settist slynjandi og þunglega nið- ur á stigaþrepið. Ég brá við skjótt iil að hjálpa henni. Hún œpti upp yfir sig á ný og ýtti mér frá sér með titr- andi höndum, um leið og hún lokaði augunum. „Tolja, Tolj a“, tautaði hún nærri óskiljanlega, „alveg frá því þér voruð barn, hef ég... ég þekkti móður yðar.... Tolja!“ „Anna Filipovna, hvað 'gengur að yð- ur? Varið yður á glerbrotunum, þau gætu skorið yður“. Hún opnaði augun og lyfti fölu ánd- litinu seinlega upp til mín. „Tolja“, sagði hún, „ég.... ég hélt.... ég var með súrmjólk til Anjetku. dótturdóttur minnar.... ó Tolja!“ Þungur, uppblásinn, sextugur líkami hennar nötraði. Ég hjólpaði henni á fætur og tók netið. „Sinotsjka er veik, og Boris er á embættisferðalagi, svo að ég fór niður til að sækja súrmjólk....“. Sina dóttir hennar, gömul skólasyst- ir mín, kom hlaupandi ofan af þriðju hæð í fráflakandi kyrtli. „Mamma, hvað hefur komið fyrir, hver hefur.... hvað gengur að þér?“ „Ekkert, Sinotsjka, ekki neitt, ég datt aðeins....“. „Þetta sagði ég líka“, byrjaði Sina. „Sina, hjálpaðu móður þinni inn. Ég sæki súrmjólk“. Ég tók hveitibollurnar, sem höfðu blotnað í súrmjólkinni og fékk Sinu þær. Þegar ég hafði komið súrmjólk- inni til skila og gengið aftur út á göt- una var orðið hlýrra. Það var mollu- hiti, eins og undan þrumuveðrL Ég lagði jakkann á handlegginn og stein- gleymdi bjargvættinum, vindlingahylk- inu. Mér leið hörmulega. Ég sá fyrir mér afmyndað andlit grannkonu minn- ar og heyrði, hvernig hún stamaði í örvæntingu sinni „Tolja, Tolja!“ Ég gekk niður eftir Nikitski-breið- götunni. Hún var óbreytt, glaðvær og glæsileg sem endranær, en í dag sáust engin börn. Stálpaðir drengir héngu á bekkjunum með uppbrettar ermar, spýttu um öxl í grasið. Og niður miðja breiðgötuna gekk aldraður maður, drembilega hnakkakerrtur og með gríð- armikinn hund af stórdanakyni, „grand danois“, í bandi. Þegar ég kom að Arbattorginu, sá ég fólk á hlaupum. Það hraðaði sér í átt að gömlu neðanjarðarbrautinni — hvers vegna sá ég ekki, þar sem kvikmyndfjhúsið bar á milli. Ég hljóp yfir götuna og ruddist gegnum mann- fjöldann. Á jörðunni lá mannvera með höfuðið upp við múrinn. Maðurinn lá með armana uppteygða og fœturna kreppta undir sig. Rauður blettur breiddist út um skyrtuna — hvíta víetnam-skyrtu, nákvæmlega eins og þá, sem systir mín keypti handa mér í fyrravor. Hann lá algerlega hreyf- ingarlaus, og sólin glampaði á odd- mjóum tánum á tízkuskónum hans. í fyrstu gerði ég mér alls ekki grein fyrir, að hann vœri dáinn. Höfuðið lá aftursveigt upp að aug- lýsingasúlu. Á súlunni var auglýsing um ossetíska lista- og bókmenntahátíð.* Við hlið hennar voru slitur af tilkynningu frá pólitíska safn- inu: „G. S. Hornfeld, cand. polit., heldur fyrirlestur um „Vandamál við skipulagningu og vinnuhagræðingu l iðnaðinum“....“. Afganginn vantaði. Þeir, sem umhverfis stóðu, töluðu saman í hálfum hljóðum: „Svona ung- ur — ef til vill er hann lifandi enn? * ‘ hvaðan? — Hann er dáinn, ég hélt spegli fyrir framan hann, þessum hérna úr töskunni minni — en hver í ósköpunum hefur.....?“ Blómakonan sagði: „Það kom þarna einhver hár, sólbrenndur nóungi og * Ossetía er land í Kkákasus, byggt írönskum þjóðflokki. skaut. Ég kalla til hans, hann snýr sér við, og hann skýtur". „Hver sneri sér við?“ „Guð, sá dauði auðvitað!“ „Og vopnaða lögregluliðið, það er auðvitað hvergi nálægt“. „Þegar þörf er fyrir það, lætur það aldrei sjá sig“. „Heyrðu mig, gamli minn, hvað kemur þetta vopnuðu lögreglunni við?“ „Kemur henni við, hvað á það að þýða? Hér hefur maður verið drep- inn.“ „Og hvað svo?“ „Hvers konar fífl eruð þér? Maður hefur verið myrtur hérna, segi ég“. „Engan æsing, við skulum athuga betur, hvor okkar er fífl. Lestu ekki blöðin? I dag er það leyfilegt“. „Hafðu ekki svona hátt, drengur, hér liggur látinn maður. Blöð og blöð og aftur blöð, maður hlýtur þó að hafa samvizku". „Þér eruð á villigötum, hæstvirtur. Eigið þér við, að tilskipanir stjórnar- innar brjóti ef til vill í bága við sam- vizkuna? Ég myndi í yðar sporum gæta mín á að reka áróður af þessu tagi“. „Reyndu að koma þér burt, annars færðu ráðningu!“ „Hann er harður í horn að taka, sá gamli“. „Maður ætti að reka flugurnar frá“. „Hvernig getur þetta verið? Einhver landshornaflakkari kemur æðandi og drepur mann — og hlýtur enga refs- ingu fyrir?“ „Maður verður að lesa blöðin, kona góð, þar stendur: rétt til að drepa án hegningar. En látið yður ekki skjöplast. Maður á að bana þeim réttu — það er lóðið“. „Og hverjir eru þeir réttu?“ „Þeir vita sjálfsagt, hverjir eru þeir réttu. Þeir gefa ekki út neina tilskip- un án árangurs“. „Bara, að þeir afklæði ekki líkin. Skórnir eru....“. „Gripdeildir eru bannaðar. Þetta er ríkismálefni“. E g dró mig út úr þyrpingunni og hélt áfram, ég man ekki, hvert ég reik- aði, hve margar götur og stræti ég gekk, eða hvernig ég komst á Rauða torgið. Ég gekk fast að grafhýsinu. Samhliða línur ræðupallanna úr nakinni stein- steypu, þriggja hæða teningur minnis- merkisins, hið lága, hornrétta brjóstrið, barnalegir steinturnarnir, gjörvöll þessi mynd, svo vel þekkt og elskuð allt frá bernsku, óumbreytanleg eins og stærð- fræðilegt tákn, laust mig allt í einu í heilann, í sálina, í hjartað. Gefið: hugmyndin. Að sanna: fram- kvæmdin. Stærðfræðingarnir, stirðnað- ir í ákafa sínum, teikna og teikna, þeir hafa lagt teiknipappírinn á bogið bak mannsins fyrir framan þá, þeir teikna og finna ekki, þeir vilja ekki finna, að pappírinn er rifnaður, að ritblýið hefur brotnað, að blýanturinn er orð- inn að fleini og ristir í holdið. Stanz! Hér er þó ekki um neitt verðlaunaverk- efni að ræða, það er fólk, sem fjallað er um. Það var ekki áform hans. Hans, sem fyrstur var lagður til hvíldar í þessari marmarahöll. Mér var hrundið um koll, og áður en ég gæti staðið upp aftur, fleygði einhver sér yfir mig. Hann tók mig kverkataki, en ég streittist ofsalega á móti, og mér tókst að losa um háls- inn. Við veltumst frarn og aftur, steyttum höfuðin á steinunum, ríg- héldum hvor um annan og neyttum árangurslaust allrar orku til að ná fótfestu á hálu, þvegnu steinstrœtinu. Ég sé bláum himninum bregða fyrir, litaskrúði kirkju heilags Basils (Vass- ilí-Blasfienní-kirkjunnar), rauðum marmarateningnum, tveimur hreyf- ingardausum, vopnuðum styttum, sem héldu vörð yfir hinum dauðu. Við ultum upp að fótum varðmann- anna. Að lokum tókst mér að láta kné fylgja kviði. Hann losaði um tak sitt, og ég spratt á fœtur, skjögraði, steig ofan á fótinn á varðmanninum. Andstœðingur minn stóð einnig á fœt- ur. Ég rétti honum hnefahögg á hök- una. Ég rétti honum annað. Hann féll á ný, skreið og reyndi að standa upp. Handleggirnir létu undan þunga hans. Hann settist og hallaði bakinu upp að grafhvelfingunni, rauðleit slefa rann um varir hans og hann tuldraði: „Ég er búinn að vera, Ijúktu því af'“ Ég tók jakkann, sem lá á brjóst- riðinu og sagði másandi: „Svín...... Hann svaraði: „Samkvæmt skipun ættjarðarinnar......“. Ég skimaði í kringum mig eftir varð- mönnunum, þeir stóðu jafn-hreyfingar- lausir og þremur mínútum áður. Annar þeirra gaut hornauga niður á rykugt hælfarið, sem ég hafði skilið eftir á gljáfægðu stígvélinu hans. Ég fór heim. V ið, sem höfðum verið saman i Datsja, héldum einnig hátíðlegt saman afmæli októberbyltingarinnar. Eftir miklar umræður var ákveðið að halda veizluna hjá Soju og Pavlik. Þau bjuggu í tveggja herbergja einkaíbúð, áttu seg- ulbandstæki og bönd með Vertinskí og Lesjtsjenko, mikið af borðbúnaði — í stuttu máli, konurnar álitu þá tilhögun bezta. Þegar ég frétti, að hátíðin skyldi haldin þar, ákvað ég í fyrstu að verða ekki með, en því næst.... því næst hugs- aði ég sem svo: „Hvers vegna ekki, í rauninni, þetta eru allt saman vinir, við fáum eitthvað gott að borða, og það, sem ég veit um Soju,.. það gæt- um við látið sem ég viti ekkL Setjum nú sem svo, að ég viti ekkert“. Ég var þó ekki alveg sannfærður um, að Soja léti sig einu gilda, hvort ég kæmi eða ekki, og þess vegna sagði ég við Lilku, að ég vissi ekki enn, hvort ég færi yfirleitt nokkuð, að ég væri ekki í skapi til þess, og Soja skyldi hringja til mín daginn áður — þá gæti ég gefið endanlegt svar. Ég ásetti mér að ráða það við mig, um leið og ég talaði við Soju. Soja hringdi til mín. Hún talaði eins og ekkert hefði í skorizt, spurði um heilsufar mitt, um skapið, og hvort ég œtlaði að koma. Hún talaði, og ég svaraði henni og heyrði andar- drátt hennar í símanum. Hún sagði: „Æ, komdu, Tolja, mér þœtti svo vœnt um það, ég býst við þér, þú eyði- leggur alla veizluna, ef þú kemur ekki“. Ég sagði: „Heyrðu, Soja, ef ég kem, þá kem ég ekki einsamall“. „Með hverjum þá?“ „Þú þekkir hana ekki“, sagði ég. Soja hikaði andartak og sagði síðan: „Nú jæja, auðviað, komdu með hvern sem þú vilt, þú veizt^ að vinir þínir eru okkar vinir“. Við kvöddumst. „Þú þekkir hana ekki“, hafði ég sagt. Það voru orð að sönnu. Ég vissi ekki sjólfur, við hverja ég átti. Ég taldi upp fyrir mér í huganum kunn- ingjakonur mínar, hverja af annari, þær ógiftu vitanlega. Það var nokkur fjöldi, en sá hængur var á, að þær gátu túlkað slíkt heimboð ranglega, og ég hafði ekki minnstu löngun til að Framhald á bls. 9. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 29. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.