Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1966, Qupperneq 15
sem nú fer fram, eykst fróðleiksmagn- ið á hverju sviði stöðugt og stefnir sannast sagna að því að verða óviðráð- anlegt. Fyrsta fjarskiptahlutverk raf- reiknanna verður það að gera upplýs- ingarnar tafarlaust aðgengilegar, þar sem þeirra er þörf. Elektrónisk „bóka- söfn“ munu safna saman allri mann- legri þekkingu og upplýsingum eftir því sem slíkt streymir út frá vinnu- stofum og rannsóknarstofum. Áður en lýkur, mun hver, sem er, geta spurt rafreikni um alla ihugsanlega hluti og fengið svar eftir fáar sekúndur — munn- lega, með ljósmynd eða á sýningar- skermi. Innan 25 ára munum við sjá upplýsingastöðvar — hliðstæðar afl- stöðvum, vatnsveitum og öðrum slík- um stöðvum, sem eru aðgengilegar öll- um jarðarbúum. Keðjur af samtengd- um rafreiknum munu veita hundruð- um þúsunda áskrifenda þjónustu sína. Fylgigallar. Þessi fjarskiptabylting mun hafa mjög víðtaek áhrif á daglegt líf ger- valls mannkyns. Hver, sem er útbúinn samsettu sjónvarps sendi- og móttöku- tæki, mun geta talað við fólk um allar jarðir, munnlega og eða sýnilega. Menn munu sennilega hafa sinn eigin ein- kennisbókstaf, e.k. símanúmer til að senda eða taka á móti slíku sjónvarps- símtali, til þess að fá upplýsingar, verzl- unartölur eða til einkasamtala og þess háttar. Kaupsýslumenn munu hafa taf- arlausan aðgang að upplýsingum um framleiðni, vörugæði og markaðsatriði frá upplýsingastöðvum, staðsettum um allan hnöttinn. Tilsvai-andi kerfi verða rekin — og í geysimiklum mæli fyrir stjórnarskrifstofur, hernaðarleg, dipló- atísk eða hagfræðileg. Læknar geta sent skýrslu um sjúkdómseinkenni og nákvæma sjúkdómslýsingu í rafreikna- net, sem tengt er upplýsingastöð um læknisfræðileg atriði um allan heim, og fengið samstundis aftur almenna BlJUl liai 1UI « maður Radio Corporation of America, ræðir yfir Atlantshafið við stjórnar- formann brezka útvarpsins, BBC. Bandaríkjamenn hagnýttu sér hæfileika Sarnoffs á heimsstyrjaldarárunum síð- ari og gerðu hann að hershöfðingja. sjúkdómsgreiningu, og auk þess — ef óskað er — ábendingar um frekari rann- sóknir og meðferð. En þegar litið er á möguleika þessa nýja samskiptakerfis, segir forsjálnin og sorgleg reynsla okkur, að við megura aldrei loka augunum fyrir hættunum, sem eru samfara öllum meiriháttar tæknibyltingum. Hver mikilvægur, nýr vísindalegur möguleiki leggur iðkend- um hans nýja tilsvarandi ábyrgð á herðar. Umfram allt megum við þó ekki leyfa þessum undravélum að þurrka út manninn eða smækka hann. Það getur engin elektrónisk vél komið í staðinn fyrir einkasamvizku mannsins, réttlætiskennd hans, samúð eða virðu- leika. LEJÐRÉTTING f Athugasemd eftir Egil Hallgríms- son, sem birtist á bls. 15 í seinustu Les- bók, var prentvilla í upphafi síðustu xnálsgreinar. Þar stóð: „Sumarið 1923 flatarmældi ég . . .“ o. s. frv. Þama átti að standa hallamældi. 5. júní 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.