Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 12
JÁTVARÐUR VIII. Framhald af bls. 10 og samtal okkar snerist eingöngu um persónuleg efni. Samt bað hann mig, þegar ég var að íara, að hitta sig seinna, þar eð hann þyrfti að tala við mig um sérstakt mál. Þetta sýndi mér, að þetta kvöldverðarboð mundi vera undirbún- ingur að einhverju öðru meira. Við skildumst rétt fyrir miðnætti. IV ú hafði konungur beðið mig, hinn 16. október, að gera það, sem ég gæti til að þagga niður í amerískum blöðum, og nefndi þar sérstaklega Uni- ted Press. Ég lofaði að athuga málið. Fyrst átti ég viðtal við einn umboðsmann United Press. Hann krafðist fullvissu um, að konungurinn hefði ekki hjónaband í huga. Ég ákvað að varpa ábyrgðinni á hr. Walter Monckton, málfærslumann og lögfræðilegan ráðunaut konungs, og kom í kring viðtali við hann. Hr. Monckton mætti ekki til viðtalsins, en sendi mér boð daginn eftir, þar sem sagði, að hann hefði hætt við viðtalið, samkvæmt konunglegri skipun. Vafalaust ber að hlýða konunglegri fyrirskipun og meta hana meira en önnur gefin loforð, og þar sem ég hafði átt að hitta hr. Monckton vegna kon- ungsins sjálfs, ályktaði ég sem svo, að afstaða amerísku blaðanna væri hirð- inni ekki svo sérlega mikilvæg eftir allt saman. En í rauninni var þetta skakkt álitið, en svona fannst mér það vera þá, og ákvað því að hafast ekkert að gagn- vart United Press. Ég var feginn að vera laus við þetta, því að samningar við amerísk blöð hefðu orðið bæði erfiðir og leiðinlegir, og sem verra var — mundu sennilega verða árangurslaus- ir. Ég hélt því, að mínu hlutverki væri lokið, og lagði þess vegna af stað til Kanada og Arizona, á skipi, sem ætlaði til New York, 14. nóvember. Aður en ég fór, sagði ég samt við Brownlow lá- varð, að hann ætti að athuga, hvort ekki væri rétt að segja konungi, að ef hann hefði í hyggju að giftast frú Simp- son, ætti hann að tjá fyrirætlun sína þeim, sem hann hygðist ráðfæra sig við. Málið væri frá hans hendi of mjög í lausu lofti fyrir þá, sem næstir hon- um stæðu, og þessi óvissa gæti leitt af sér óheppilegar ras-ákvarðanir. H inn 16. nóvember, þegar ég var búinn að vera tvo daga á sjónum, sendi konungur mér skeyti, þar sem hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um, að ég væri á förum, en hins vegar væri nokkuð, sem hann vildi ræða við mig. Og nú vildi hann ræða það. í stuttu máli sagt, hefði hann viljað ráðgast við mig um, hvað gera skyldi. Það var eins og aðfinnslutónn í skeyt- inu, rétt eins og ég hefði verið skyld- ugur að láta hann vita, áður en ég fór úr landi. En hann hafði enga ástæðu til neinnar gremju, þar eð ég hafði birt þessa fyrirætlun mína um Kanada- ferðina í Daily Express, sem ég átti einnig, hinn 14. nóvember. Þar eð ég fann ekki til neinnar sektar, svaraði ég skeyti konungs og lét þess getið, að ekki hefði verið um neina vanrækslu að ræða af minni hálfu. Hr. Monckton hefði ekki mætt til viðtalsins við mig, og ég hefði ekki vitað, að til neins frekar væri ætlazt af mér. Ég bætti því við, að ef mér væri ætlað að hafa áhrif á amerísk blöð, væri mér það hægara í New York en London. í svarinu var sagt, að mitt svar hefði verið tekið til greina og ég mundi bráðlega heyra frá honum. Og ég fékk sannarlega meira að heyra. Hvert skeyt- ið eftir annað barst mér frá konungi. En svo var líka leitað á mig úr öðr- um áttum. Efni allra þessara tilmæla var aS fá m?g tiT að koma aftur, þar eð þörf væri á ráðleggingum mínum. Það var þá, sem mér var sagt, að konungur- inn hefði í hyggju að ganga að eiga frú Simpson, að hann hefði tilkynnt þetta ríkisstjórninni og greinilegt væri, að hún tæki fjandamlega afstöðu til þess. Ég spurði, hvort ráða minna væri að- eins þörf, hvað það snerti að hafa hem- il á blöðununm, og mér var svarað að ég mundi verða spurður ráða á fleiri svið- um, og ef ég þyrfti frekari upplýsingar, skyldi ég óska þeirra. Loksins lofaði ég konungi að koma heim um hæl, og þannig varð viðstaða mín í New York aðeins yfir blá-daginn. A leiðinni yfir Atlantshafið hafði ég gott næði til umhugsunar. Ég at- hugaði amerísku blöðin, sem ég hafði útvegað mér til þess að sjá, hvað þau hefðu um málið að segja, og það var ekkert smáræði. Mér virtist þetta ætla að verða þreföld barátta: stjórnmálaleg, kirkjuleg og persónuleg. að var sú stjórnmálalega, sem vakti mesta athygli mina. Samkvæmt stjórnarskránni var konungi frjálst að ganga að eiga hverja sem hann vildi — væri hún ekki rómversk-kaþólsk. Lög- in um konungsgiftinguna gáfu konungi vald til að banna giftingu hvers sem væri af konungsættinni, hver sem ald- ur hlutaðeiganda væri. En enginn gat bannað konunginum sjálfum að gift- ast. En forsætisráðherrann hafði eindreg- ið andæft þeirri ósk konungs að ganga í hjónaband. Hann hafði vafalaust íhug- að vígstöðu sína og metið styrkleik Stanley Baldwin, forsætisráðherra og höfuðandstæðingur konungs. sinn. Orrustan yrði háð um eyðilegg- íngu annars hvors — konungsins eða forsætisráðherrans. Hér gat klók dómgreind Stanleys Baldwins komið að góðum notum. Var- kámi hans og sannfæringarkraftur gátu gert hann að vægðarlausum andstæð- ingi. Auk þess voru jákvæð atriði, sem hann mundi áreiðanlega hafa á sínu valdi. Fyrst og fremst var það ríkisstjórn- in, sem Baldwin mundi fá á sitt band. Hann var formlega leiðtogi neðri deild- ar þingsins,- og hann gat reitt sig á hin sauðtryggu blöð, sem fylgdu honum. Og síðast en ekki sízt yrði hann studdur valdi ensku kirkjunnar, sem mundi vissulega verða æst móti þessu hjóna- bandi. En konungsins megin var hins vegar óvígur liðsafli. Hann mundi fá aðstoð nokkurra reyndra og kunnugra vina, sem ættu sér víst víðtækt fylgi al- mennings. Einnig var það til í dæminu, að þetta gæti riðlað flokkaskiptingunni, ef nýr forsætisráðherra æskti fylgis frá báðum flokkum í þinginu. En svo mundu líka ráðgjafar konungs nota sér áfall það, er Baldwin hafði orðið fyrir á opinberum vettvangi. Því að forsætisráðherrarm hafði orðið minni maður á stjórnmálaferli sínum. Hann hafði þá nýlega játað það í þinginu, að hann hafði blekkt og svikið kjósend- urna, til þess að sigra í kosningunum 1935. Þessi játning kom fram í svarræðu við dómadagsræðu Lloyds Georges í þing- inu. Baldwin kvaðst mundu sýna af sér „ægilega hreinskilni“ og játaði að hann hefði leynt kjósendurna þörfinni á nýrri, stórfelldri hervæðingu, af því að sannleikurinn um málið hefði vald- íð ósigri hans í kosningunum. Enda þótt hann reyndi seinna að snúa sér út úr þessari játningu, sem hafði hneykslað alla þingmenn, þá voru kosn- ingaræður hans látnar vitna gegn hon- um. Og þá hafði hann ekkert sér til afsökunar eða afbötunar. En enda þótt ég tæki þessa afstöðu um pólítiska möguleika Baldwins í bar- áttu hans við konunginn, þá blandaði ég mér ekki í málið í þeim tilgangi að velta honum úr ráðherrasessi. Það hefði vitanlega orðið skemmtilegur kaupbætir, en aðaltilgangur minn var að hjálpa konunginum, þar eð mér fannst hann eiga hjálp skilið, og mér fannst enn fremur hann hafa á réttu að standa. Heilabrot mín leiddu mig að þeirri niðurstöðu, að hvað stjórnmálalega þáttinn snerti myndi konungi veita bet- ur og Baldwin bíða herfilegan ósigur. Svo fremi konungur héldi vel á spil- unum var ekkert fyrir Baldwin að gera annað en bera fram frumvarp í þinginu um afsetningu konungs — og það kom ekki til neinna mála. E n þáttur kirkjunnar í málinu gæti orðið alvarlegri og sennilega yrði andstaða kirkjunnar ósigrandi þrándur í götu, ef konungurinn vildi ganga að eiga konuna, sem hann óskaði sér. Að því er mér skildist, mundi and- staða kirkjunnar byggjast á sakra- mentiseðli hjónabandsins. Kirkjan skoð- aði hjónabandið órjúfanlegt öllum nema dauðanum sjálfum. Játvarður VHI var í ensku kirkjunni. Samkvæmt lögum frá 1701 er konung- urinn skyldugur til að tilheyra ríkis- kirkjunni. Hann er formlega „verndari trúarinnar“. En það er útbreiddur mis- skilningur, að kommgurinn sé „höfuð“ ensku kirkjunnar. Svo er ekki. En á hinu gat ekki vafi leikið, að konung- ur mundi mæta harðri andspyrnu og mesta fjandskap af kirkjunar hálfu, ef hann kvæntist konu sem ætti tvo eig- inmenn á lífi. Og hvernig gáfcu klerk- arnir beðið guðs blessunar manni, sem að þeirra áliti lifði í synd? Einnig ríkti mismunandi afstaða með þeim þegnum konungs, sem utan þjóð- kirkjunnar stóðu. Westminster-trúar- játningin, sem skozka kirkjan aðhyll- ist, telur hjónabandið vera samning en ekki sakramenti. Samkvæmt útskýringu skozku biskupakirkj unnar á hjóna- bandinu, er sá aðilinn, sem syndgað hefur verið gegn í hjónaskilnaðarmál- um, talinn sýkn allra saka. Og í skozku kirkjunni liggur ekkert bann við því að klerkar gefi seka aðilann saman í hjónaband. Venjulega er það talið nóg, ef presturinn sanníærist um, að sá að- ili iðrist gerða sinna af öllu hjarta. Hafi hann sannfærzt um þetta, er ekkert því til fyrirstöðu, að hann íremji vígsluathöfnina. í samveldislöndunum var vitanlega engin ensk ríkiskirkja og biskupakirkj- an skozkættaða — í ýmsum myndum — var að mínnsta kosti eins voldug og enskættaða kirkjan (anglíkanska). Og í þessum löndum vaf samningseðli hjlna bandsins viðurkennt í daglegu lifi, hvað sem kirkjan sagði. L oks varð að líta á persónur þessa leiks. Frú Simpson var ekkert vinsælt nafn hjá klíkunúm í West End. Kunn- ingjahópur hennar var fámennur og áhrifalítill. Aðalsfjölskyldurnar höfðu ekki vingazt við hana. Hún yrði þungur baggi að burðast með. En konungurinn myndi breiða sína vemdarvængi yfir hana, og það mu/.^di ryðja mörgum stein- inum úr götu hennar. María (Mary) ekkjudrottning, móðir Játvarðs konungs, kynni að verða miklu þyngri á metunum en nokkur klerkur eða pólitíkus. Hún átti virðingu og að- dáun allra. Ef hún vildi beita sér, gat andstaða hennar orðið fyrirætluninni um hjónaband til falls. Óneitanlega var York-konungsættin vinsæl. Ef konungurinn færi frá völd- um, mundi hertoginn, bróðir hans, verða vinsæll konungur. Hann naut mikillar virðingar. Áhrif hans mundu faila bæði kirkju og ríki vel í geð. í þessari ókyrrð, sem brátt mundi verða að opinberri, pólitískri baráttu, var allt komið undir einbeitni og festu hans hátignar. Setti hann þessa gift- ingu á oddinn, gæti hinir fjandsamlegu stjórnmálamenn ekkert aðhafzt. Eina von þeirra yrði að efla almenningsálit- ið gegn konungi. En öll viðleitni í þá átt yrði barin niður og stöðvuð af okkur Kothermere lávarði. Rothermere átti Daily Mail, og samanlagt réðum við yfir það miklum blaðakosti, að við gætum eytt áhrifum og hrekkjabrögðum fjenda krúnunnar. Og ég þóttist þess fullviss, að Rother- mere mundi ganga til liðs við mig í bardaga upp á líf og dauða. Baldwin mundi vafalaust nota útvarpið. En kon- ungur mundi hafa sama rétt og fjand- menn hans. En svo var vopnið mikla, sem gat orðið þungt á metunum í andstöðunni gegn Baldwin, en það var Verkamanna- flokkurinn, sem var í stjórnarandstöðu, og öll hin pólitíska vél. Færi forsæt- isráðherrann frá, og ný stjórn kæmi til valda, sem væri hlynnt því, að konung- ur gengi að eiga þá konu, sem hjarta hans girntist, mundi hann fá stuðning hjá hinum óæðri þingmönnum íhalds- manna og jafnaðarmanna, og jafnvel fá ofurlítið fylgi frá frjálslyndum. Þannig mundu tveir miklir stjórn- málaflokkar hrynja í rúst, og nýr flokk- ur, sem við tæki, gæti orðið arftaki bæði íhalds og jafnaðarmanna, og stór- laxarnir í þessum flokkum gætu stað- ið eftir liðfáir. Baldwin og hinir valda- gráðugu ráðherrar, sem honum fylgdu, mundu hugsa sig tvisvar um áður en þeir legðu út í slíkan bardaga. Þetta vopn mátti nota með svo mikl- um árangri, að ég sannfærði sjálfan mig um það í þessari ferð, að konungur þurfti ekki annað en að vera ákveðinn og sýna nægilega staðfestu, til þess að sigra. — Húmanismi Framhald af bls. 4 anus. Hún gekk yfir alla Suður-Evrópu á 6. öld og lét eftir sig samskonar auón í andlegu og efnalegu tilliti sem Svarti dauði löngu síðar hér á íslandi. F ramþróunin varð með allólíkum hætti í Austur-rómverska ríkinu og því vestræna. Býzanska keisaradæminu tókst með þverrandi mætti og þrengd- um landamærum að verjast árásum í 1000 ár, að nokkru leyti með málaliðs- sveitum, svo sem Væringjum frá Norð- urlöndum, þar til það hrundi með falli Konstantínópel 1453. Innan austrænu kirkjunnar deildu klerkar á kirkjuþir. um framan af um háspekilegar og guð- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 12. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.