Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 7
Þegar Játvarður VIII missti krúnuna eðan stóð á mestu deilu aldarinnar um konung- dóm, þegar brezka heimsveldið skalf og nötraði vegna ástarævintýris. Ját- varðs konungs VIII. og amerískrar konu, fráskilinnar, hélt einn trún- aðarmaður konungs dagbók, svo lít- ið bar á. Beaverbrook lávarður, blaðakóngur og áhrifamikill stjórn- máiamaður, ritaði um þetta hrein- skilnislega frásögn — hvernig storm urinn færðist í aukana — um frú Wallis Warfield Simpson í hópi konunglegra persóna, deiluna milli konungs og ráðherra hans, refskák- ina, sem að lokum hafði í för með sér valdaafsal Játvarðs. Þessar for- vitnilegu endurminningar komu ekki fram í dagsljósið fyrr en skjöl Beaverbrooks voru rannsökuð að honum látnum. " egar nýi konungiirinn tók við völdum, var ég viðstaddur eiðtökuna í St. James-höll. Ég var ekki vanur að koma fram við opinber tækifæri — sannast að segja forðaðist ég þau. En ég tróð mér samt í einkennisbúning Privy Councillors (leyndarráðs) til þess að vera þarna viðstaddur. Það var í annað sinn á 20 árum, sem ég hafði íklæðzt þeim skrúða og ég vissi, að hann mundi verða þröngur. En í þetta sinn vildi ég með ánægju votta nýja konunginum hollustu mína. Ný stjórn með nýjum, óháðum þjóðhöfðingja, vakti hjá mér tilhlökkun. Ég hafði mikla von um, að Játvarður VIII mundi koma með nýjan blæ og veita landinu glæsilega forystu. En þetta traust og von um nýju for- ystuna, sem mikill meirihluti þjóðar- innar átti með mér, var ekki að sama skapi eign forsætisráðherra íhaldsflokks ins, Stanleys Baldwins, né heldur erki- biskupsins af Kantaraborg, dr. Cosmo Langs. Afstaða prinsins til trúmála hafði vakið vantraust hjá forystu- mönnum kirkjumála í landinu. Einnig hafði prinsinn, árið 1935, opinberlega látið í Ijós vantrú sina á friðkaupa- stefnu. Efasemdir hans um Þjóðabanda- lagið voru næstum eins óduldar og vöktu vanþóknun beggja flokka. Og ennfremur hafði hann getið sér óvin- sældir með því að vera opinberlega blynntur stefnu þeirra, sem vildu halda vináttu við Þjóðverja. Og hann eign- aðist óvini meðal stjórnmálamanna með því að ræða þessar skoðanir sínar ©pinberlega og án alls tillits til þess, hverjir á hann hlustuðu. FYRSTI HLUTI ræti og Stanley Baldwin. Undir yfirskini vinsemdar kunni hann manna bezt að hata. Til dæmis hataði hann mig af öllu hjarta. Við höfðum verið kunn- ingjar árum saman, og sannast að segja hafði ég útvegað honum hans fyrsta pólitíska frama sem aðstoðar-fjármála- ráðherra. Við börðumst saman 1922, þegar Lloyd George var velt, en samt vorum við ekki neinir nánir kunn- ingjar. Og reiði hans var óbeizluð, þeg- ar ég réðst á hann, 1923, út af ameríska láninu, og ekki batnaði þegar vinir hans spýttu í hann hverri hnútu, sem ég hafði látið falla í hans garð. Þeim hnútum skilaði hann aftur með vöxt- um, og gerði ýmsar skemmtilegar árás- ir á mig upp á minn kostnað. Bdarwin var mikið fyrir að látast. F orsætisráðherrann, sem var ó- skaplikur konunginum, virtist sterkur og fullur sjálftrausts. Á öllum hálfrar aldar stjórnmálaferli mínum hef ég aldrei þekkt imann með jafn flóknu inn- Þegar einhverjir kunningjar hans voru í bókastofunni, gekk hann um og tók bækur út úr hillunni, ias glefsur úr þeim, eins og bezt átti við þetta gaf til kynna, að hann væri menntamaðuí, enda þótt ég efist um, að hann hafi verið viðlesinn. En hann hafði annað gagn af bókasafninu sínu. Hann dró sig þangað oft, til þess að lesa ríkis- skjöl, eða svo lét hann í veðri vaka. En þegar hann hafði læst að sér, sett- ist hann í hægindastól með reyfara milli handanna, sem hann svo sofnaði frá. H, lann var að upplagi blóðlatur, en gat samt brugðið fyrir sig geysi- legum dugnaði, ef staða hans var, í hættu. Og hvenær sem þaS gerðist, var hann kaldur og ákveðinn, vægðarlaus og framsýnn andstæðingur. Hann hafði til að bera öll klókindi höggormsins. Og þegar konungsdeilan kom til sög- unnar átti hann eftir að sýna meira en kiókindin. Þá kom eitur höggormsins einnig við sögu. Baldwin átti fáa vini. Enginn sam- verkamaður hans í ríkisstjórninni var honum verulega nákunnugur, og sann- ast áð segja litu flestir þeirra hann tortryggnisaugum. Þeir trúðu því ekki að þeir gætu treyst einlægni hans. Þetta var þá maðurinn, sem átti að bjóða konunginum byrginn og velta honum úr hásætinu. Innstu hringarnir í Bretlandi voru illa snortnir og jafnvel hræddir við óþarfa hreinskilni Játvarðs VIII við- víkjandi ýmsum stjórnmálalegum at- riðum, sem venjulega var andstæð rík- isstjórninni. Samt kom ekki fram nein opinber gagnrýni á afstöðu konungs. Allt virtist rólegt og hægviðrasamt. En þó að vinsældir konungs væru óvefengdar og óvefengjanlegar, var ýmislegur orðrómur á kreiki í Fleet Street. Og sá orðrómur fékk fætur að ganga á, er birt var mynd af litlum hópi manna við glugga í St. James- höll, er var að horfa á einhverja hátíð- is-skrúðgöngu eða sýningu. Þetta var hópur nánustu vina konungsins, en í hópnum var kona, sem menn þekktu ekki. Hver var þessi óþekkta kona? Leitað var upplýsinga um hana, og fljót- lega komst upp, hver hún var. Hún hét frú Simpson. "jóðin átti eftir að heyra meira frá frú Simpson á næstunni. í hirð- tíðindum var tilkynnt, að hr. og frú Simpson hefðu borðað kvöldverð með konungi í samkvæmi, þar sem Baldwin forsætisráðherra og kona hans voru einnig gestir. Og aftur birtist nafn henn- ar i Hirðtíðindum sem gests konungs, en þá var eiginmaðurinn ekki með henni. Játvarður konungur áttundi um það leyti, þegar málið var að koma.st á al- varlegt stig. í annarri viku ágústmánaðar 1936 fór konungur í skemmtiferð til Miðjarðar- hafsins á leiguskipi, sem hét Nahlin. Nöfn gestanna komu í blöðunum. Með- al þeirra var frú Simpson, én maður hennar ekki. Myndir komu af konungi og frú Simpson í blöðunum. Skömmu eftir heimkomuna fór konungur til Balmoral ásamt nokkrum vinum sínum. Enn var frú Simpson í hópnum, en maður hennar ekki. Enda þótt engin athugasemd um þetta hefði verið gerð í brezkum blöðum, gengu sögurnar um það með fullum krafti. Amerísku blöðin voru ekki með neinar sams konar hömlur og birtu hinar æsilegustu sögur. Hearst-blöðin birtu meira að segja yfiriýsingu, sem einhverja heimild virtist hafa við að styðjast, þess efnis, að konungurinn hefði í hyggju að ganga að eiga frú Simpson. Brezku blöðin gerðu enga at- hugasemd við þessa frétt, svo furðuleg sem hún þó var, en vitanlega varð þessu ekki haldið leyndu fyrir almenn- ingi. Og svo flaug fiskisagan. /V llt frm í miðjan októbermánuð vissi ég ekkert meira um þetta heldur Eramhald á bls. 10 Eftir Beaverbrook lávarb Frú Simpson bíður frétta í Frakklændi. 12. júní 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.