Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 11
— Allt í lagi, eigðu þína peninga — ef þér er anna um rukkarann en eiginmann þinn. ur gerðu það — góða ferð. — Gaman að vera svona ofarlega á vinsældarlistanum. Það liggur við að ég stökkvi í ana og bindi enda á þetta allt! — Já, bless- FERÐAMENN leggja leið sína um jörðina í margs konar til- gangi, enda er það þegar fyrir löngu orðin listgrein eða iðn- grein að taka við ferðamönnum og leiðbeina þeim á þá lund að þeim líði vel, helzt með þeim árangri að þeir laði að landi voru enn fleiri menn í ár en til landsins komu í fyrra. Gamal- dags gestrisni er undir þessum kringumstæðum orðin flestum mönnum ofurefli, nema þegar fátt er um ferðamenn e'ða þegar persónulegir kunningjar eiga í hlut, velgerðamenn í framandi löndum. Túrisminn, það er sú iðngrein á máli frændþjóða vorra, sem nú hefir lýst verið, líkist að ýmsu leyti íþrótt fyrri tíðar smalamanna, sem kunnu að koma fénu saman í hóp og kunnu að láta f járhópinn fara þar sem hann átti að fara: Heim á kvía- ból til mjalta, inn í rétt til rúnings og mörkunar eða upp á fjöll til að fitna á nýgraeðingi heiðanna. Ríkisstjórnir landanna líta með velþóknun á þennan nýja listiðnað, enda er tali'ð að hann efli HAGVÖXTINN, en það er nýtt nafn á þeim gamla Mammoni, er samtíðarmönnum vorum hefir þóknazt að heiðra hann með. Menn hafa hins vegar tekið að hugsa með nokkrum áhyggj- um til nýrrar gerðar manna, sem ekki fara um löndin til þess að verða féþúfa öðrum mönnum, heldur í þeim tilgangi að þramma um hnöttinn og sjá hvers þeir verða vísari. Eru sum- ir þeirra nefndir „World Tramps", og má kalla þá veraldar- þrammara á voru máli. Einn þeirra, sem gisti heimili vort fyrir nokkrum árum, hafði verið níu ár í austrænum vinnubúðum og orðið margs vísari af dvölinni, enda kunni hann frá mörgu að segja. Þenn- an veraldargöngumann bar að garði eftir að ferðamannastraum- urinn var runninn hjá, en haust var komið og allra veðra von. Samt vildi hann þramma fjallvegu frá einni byggð til annarr- ar. En veðurútlit var tvísýnt og vér kyrrsettum manninn að gömlum íslenzkum sið, unz veðurútlit var orðið nógu gott til að halda ferðinni áfram. Ekki var maðurinn skrafhreyfinn, en vér spur'ðum hann tíðinda, og hann sagði oss fra ævi sinni í búðunum, og var frásögn hans ekki minna virði en þrjú bindi af bókum frá Helgafelli. Ekkert hatur virtist hann bera til sinna fyrri húsbænda, sem höfðu hneppt hann í þennan þræl- dóm. Hann lýsti kostum og göllum vinnubúðanna líkt og hann horfði á þær frá annarri stjörnu, enda kom ýmislegt fram í frásögn hans, sem vestrænir menn gætu vel hagnýtt í sínum þjóðfélögum (án þess að slaka á kröfum um mannúð). Ólæti voru t.d. ókunn í búðunum, þvi vinnuveitendur létu verka- menn sína, það er fangana, jafnan hafa hæfilega mikið að gera, svo að þeir hugsuðu eingöngu um hvild að kveldi, en matur var ekki meiri en svo að menn hugsuðu ekki um aðra hluti í matartímanum. Þetta skóp jöfnuð og stillingu me'ðal vistmanna, en þó voru þar sumir jafnari en aðrir. Eldhússtörf voru mjög eftirsótt, því að þeir sem unnu í eldhúsi gátu bætt lífskjör sín og kunningja sinna. Vinnubúðamenn virtust líta allt öðrum augum á tilveruna en velferðárríkismenn gera nú. Eftirlitsmenn voru allir vel vopnum búnir og skiptu vist- mönnum niður í hópa, sátu yfir hópum sínum líkt og smalar og gættu þeirra með léttum vélbyssum. Þegar menn unnu úti, tóku t.d. upp kartöflur, fengu vistmenn færi á að bæta lífskjör sín með því að kveikja upp litla elda og steikja við þá þurr- ar kartöflur. Sumir gæzlumenn bönnuðu þennan „þjófnað frá ríkinu", aðrir leyfðu hann og voru taldir mannúðlegir af vist- mönnum. Má hér af sjá að mannúðarstefnan á sér vfða upptök. Æðstu hugsjónir virtust hjá gesti vorum vera þær að ljúka háskólanámi, sem hann hafði tafizt frá um níu ára skeið — og að þramma um hnöttinn til að skoða það, sem skoðað varð, og tala við þá, sem vildu við hann tala. Með þessu þrammi um hnöttinn virtist svo sem hann væri á leið burt úr vinnu- búðunum og væri kominn svo langt frá þeim að hann gat horft á þær úr órafjarlæg'ð. Hver veit nema eitt og annað mikilmenni framtíðarinnar leynist í hópi þrammaranna, þótt þeir hirði lítt um hagvöxt vorn. Vera má að vor eigin börn kunni að komast í sömu kringumstæður og þeir unglingar erlendir, sem nú arka land úr landi. Leggjum þeim ekki illt til, heldur aðeins gott. ^ -------- A erlendum bókamarkaoi Bókmenntir Current Literary Terms. A Con- cise Dictionary of their Origin and Use. A. F. Scott. Macmillan 1965. 21/— A. F. Scott er fæddur í Suður- Afríku, hlaut menntun sina í Englandi og hefur gefið út og eett saman margar bækur varð- andi bókmenntir, málfræði og setningafræði. Þessi bók hans er orðabók yfir bókmenntaleg hug- tök, raðað eftir stafrófsröð. Hug- tökin eru skýrð og uppruni þeirra gefinn. Orðaskýringarnar eru studdar tilvitnunum. Þetta er ákaflega þörf bók þeim, sem lesa bækur og fást við gagnrýni og annað, er að bókmenntum lýt- ur. Höfundur er mjög skýr og ná- kvæmur í framsetningu. Wonderful Clouds. Francoise Sagan. Penguin Books 1965. 3/6. Sagan hefur sett saman nokkr- ar bækur, og bóka hennar er ætíð beðið með óþreyju. Hún varð fræg með bók sinni Bonj- our Tristesse. Þessi bók kom fyrst út í París 1961 og lýsir hjónabandi auðugs Bandaríkja- manns og franskrar stúlku; sjálf- hverfa, sjúkleg afbrýðisemi og lífsleiði er efniviður bókarinnar, og ýmsir telja þetta með beztu bókum höfundar. The Mid Century English Poetry 1940-60. Introduced and edited by David Wright. Penguin Books 1965. 5/— Meira er nú prentað af Ijóða- bókum á Englandi og þær seljast betur en nokkru sinni fyrr. Það er mikill vandi að velja kvæði í sýnisbækur, einkum þegar velja skal verk samtímahöfunda. Valið fer eftir smekk útgefand- ans, og slíkar bækur verða oft- lega tilraun til viss mats. Hér eru kvæði eftir Auden, Dylan Thom- as, Robert Graves, Edwin Muir, Lawrence Durrell, George Bark- er, Anthony Cronin og fleiri. Þeim, sem hafa áhuga á Ijóða- gerð, er auðvelt að eignast þessa bók, — hún er mjög ódýr, og þá geta þeir sjálfir dæmt um val útgefandans. Penguin Modern Poets 7. Ric- hard Murphy — John Silkin — Nathaniel Tarn. Penguin Books 1965. 3/6. Þetta er sjöunda bindi sýnis- bóka nútímaljóðagerðar á Eng- landi. Þessar bækur eru tilraun til þess að kynna enska ljóðagerð almenningi, með því að birta nokkurt úrval kvæð'a þriggja nú- tímaskálda. Reynt hefur verið að velja kvæðin, svo að þau gefi sem víðtækasta mynd af verkum skáldsins. Þetta er mjög þörf út- gáfa. Deutsche Literatur der Gegen- wart. Walter Iens. Deutscher Taschenbuch Verlag 1964. DM 3.60. Höfundur þessarar b6kar hef- ur sett saman mörg rit um bók- menntir. Hann skrifaði doktors- ritgerð sína 1944, ritgerð um Sófokles. Hann hefur starfað við háskólann i Tubingen. í þessari bók ræðir hann nútímabókmennt ir í Þýzkalandi; hann skrifar mjög liðlega og gefur góða mynd af helztu bókmenntastefnum þessa lands, sem hann telur þó hafa allar eitt einkenni, sem sé það, að nútímahöfundar reyni all- ir, hver á sinn hátt, að berjast gegn þeim yfirþyrmandi kon< vensiónum, sem ógni nú ein- staklingnum með fjölmiðlunar- tækjum nútímans og stefni að því að gera hann að litlausum massamanni (múgamanni). Þessi bók vakti þegar mikla hneykslan, þegar hún kom út í fyrstu hjá Piper-útgáfunni 1961, og í for- mála segir höfundur, að slíkt hafi verið ætlún sín með bók- inni. Saga Wolsey. A. F. Pollard. Intro- duction by. G. R. Elton. Collins. — Fontana Library 1965. 12/6. Wolsey er tímamótamaður, hann er síðasta dæmið um kirkju höfðingja í gömlum stíl, mann, sem er bæði voldugur kirkjuleið- togi og situr einnig hæstu ver- aldleg embætti. Hann var mikill menntavinur og vann að skóla- stofnunum, og var á þann hátt dæmigerður maður endurreisnar tímanna. Hann er talinn fæddur um 1472 og lézt 1530. Hann var erkibiskup af Jórvík (York), aðalráðgjfi og kanzlari konungs og kardínáli. Tvisvar sinnum var reynt að koma honum í páfastól, en mistókst. Hinrik VIII hampaði honum, enda vann Wolsey hon- vxn dyggilega, hann var svo til einráður um tíma um innanrík- ismál og utanríkismál og átti ekki lítinn þátt í því að efla áhrif Englands erlendis. Hann reisti nokkrar frægar hallir, og sú frægasta er Hampton Court, þar sem hann hélt hirð sína, sem skorti fátt í að vera glæst- ari en hirð sjálfs konungsins. Fjandmenn hans komu honum á kné í sambandi við skilnað kon- ungs og Katrínar af Aragóníu. Hann var sviptur öllum embætt- um, nema erkibiskupsembættinu, skömmu síðar var hann ákærður fyrir drottinsvik, en lézt á leið- inni til Lundúna, þar sem hann átti að svara til saka. Þessi bók A. F. Pollards er talin ein hin bezta um þennan umsvifamikla kardínála. Hún kom í fyrstu út hjá Longmans 1929. G. R. Elton ritar formála fyrir bókinni, en hann hefur allt aðra skoðun á Wolsey en Pollard, og eykur þessi formáli gildi bókarinnar. 12. júní 1966 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.