Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Blaðsíða 2
rsvip-l LMVNDj Konrad Adenauer, sem var fyrsti kanzlari þýzka sam bandslýðveldisins, er enn í fullu fjöri andlega og líkamlega, þótt stjórnmálaleg áhrif hans fari óðum dvínandi, vegna þess að tími yngri manna er kominn. Hann gengur góðan spöl daglega, vinnur í garð- inum sínum, les feiknin öll, skrifar ævisögu sína, gefur út yfirlýsingar, tekur á móti vinum og ættingjum, drekkur góð vín. Hann er „the grand old man“ hýzka- lands, og nafn hans er órjúfanlega tengt endurreisn ættjarðar hans eftir síðari heimsstyrjöldina. S em kaþólskur maður og Rínlend- ingur, fæddur í Köln (Kolni) 5. janúar árið 1876, var hugsunarháttur hans, menntun og upplag gerólíkt her- mennskuanda og prússaskap sumra þýzkra stjórnmálamanna, sem voru upp- runnir austarlega í Þýzkalandi, en áhrifa þeirra gætir þar enn. Stundum er talað um Berlín og Múnchen sem hin tvö, andstæðu skaut í Þýzkalandi, en í raun- inni eru pólarnir fjórir, því að bæta má Hamborg og Köln við. Ef Hamborg er sambland af norður-iþýzkum (hálf- skandinavískum jafnvel) og alþjóðlegum einkennum, þá er Köln evrópskasta borg Þýzkalands. IConrad Adenauer stundaði nám í lögfræði í Freiburg í Breisgau, Múnchen og Bonn, þó ekki vegna neinna sér- stakra hæfileika í þá átt, heldur aðal- lega vegna þess að doktorsgráða í lögum þótti í þá daga vera hæfilegir verðleikar til landsmálaforystu. Upphaflega hafði hann ekki annan metnað en að verða forystumaður í sinni eigin borg. Hann var kosinn í borgarstjórn Kölnar árið 1906 og var aðaiborgarstjóri 1917-1933. í því embætti gerðist hann raunverulega yfirmaður allra borgar- framkvæmda, og stjórn hans á borgar- andi borg, breytti háskólanum frá grunni málum var stórkostleg í framkvæmd. °8 gerði nýjar hafnarframkvæmdir, Hann gerði Köln að mikilli og blómstr- íÞróttavelli og sýningarstaði. M -ff"*: Adenauer í hópi barnabarna sinna. Hann á sjö uppkomin börn og um 30 barnabörn. Við hrun þýzka keisaradæmisins 1918 var Adenauer hlynntur stofnun óháðs lýðveldis í Rínarlöndunum, sem yrði þó innan þýzks sambandslýðveldis, en öll slík ráðagerð fór út um þúfur, þegar Frakkar reyndu að kljúfa Rínar- lönd frá Þýzkalandi að fullu og öllu. Eftir að hafa verið kosinn á prússneska Landsdaginn 1917, en hann var forseti hans frá 1926 til 1933, gegndi Adenauer áhrifamiklu hlutverki í prússneskum málum, sem þó vöktu litla viðurkenn- ingu almennings. Þótt aldrei bæri mikið á honum í Weimar-lýðveldinu yfirleitt, tapaði hann engu að síður öllum embættum sínum undir stjórn Hitlers, enda var hann eindreginn andstæðingur nazismans. Á því tímabili var hann fangelsaður tvisvar, 1934 og 1944. Eftir að nazistastjórnin valt úr sessi, var hann aftur gerður að aðalborgar- stjóra Kölnar af brezku hernámsstjórn- inni árið 1945, en var vikið frá aftur bráðlega fyrir þvermóðsku og stífni. Tækifæri Adenauers kom árið 1947, þegar hann varð leiðtogi hins ný- stofnaða Kristilega ^fðræðisflokks (C.D.U.) eða Kristilegra demókrata, sem var málamiðlun milli gamla, kaþólska miðflokksins og miðstétta-mótmælenda. Kaþólski flokkurinn þýzki varð þarmig kristilegur flokkur. Adenauer hafði voldug áhrif í svonefndu þingráði, sem var sett á laggir 1948, til þess að gera Vestur-Þýzkaland að ríki og semja því stjórnarskrá. Hann vann af alhug að stofnuin lýðveldisins, og þegar al'þjóða- stefna í stjórnmálum gerði aðskilnað Vestur- og Austur-Þýzkalands að ó- breytanlegri staðreynd, þá setti hann tengsl sambandslýðveldisins við Vestur- lönd ofar endursameiningu þýzka ríkis- ins. Með þeim aðferðum sinum tókst honum raunverulega að framkvæma stjórnmálastefnu, sem byggðist á sam- komulagi við Vesturveldin. Hann mundi í rauninni hafa viljað samþykkja franska og bandaríska stefnu, sean hefði veitt sambandsríkinu hin minnstu mögu- legu áhrif, og það var eingöngu fyrir andstöðu sósíaldemókratans Kurts Schumachers, að sú ráðagerð varð að vikja fyrir þeirri stjórnarskrá, sem átti eftir að gefa Adenauer hin miklu og oft umdeildu völd. 1. kosningunum 1949 til hin3 fyrsta iþings sambandsríkisins, fékk flokkur Adenauers 139 sæti af 402, en það var aðeins lítill vinningur yfir sósíaldemókrata, sem fengu 181. En Ad- enauer tókst að koma á samstarfi við Frjálsa demókrata og var kosinn kanzi- ari með eins atkvæðis meirihluta í þing inu. Hann varð að samþykkja hernáms- ákvæðin, sem takmörkuðu mjög áhrif sambandslýðveldisins, þar sem hann trúði því fástlega, að hin mikla deila xnilli austurs og vesturs mundi fyrr eða síðar skapa viðurkenningu á sambands- ríkinu sem fullgildum aðila í vestrænum varnarmálum. H in fyrsta stjórnmálayfirlýsing nýju stjórnarinnar gerði lýðum ljóst, að Adenauer var ákveðinn í að byggja framtíð lýðveldisins á nánu sambandi við Bandaríkin, og að á Evrópusviðinu mundi hann reyna að vinna vinfengi Frakklands. Innganga sambandsríkisins í Evrópuráð og stofnun Efnahagsbanda- lagsins, tengdi Þýzkaland Vestur- Evrópu sterkum böndum. Adenauer var forystuafl í Efnahagsbandalaginu, þ.e.a.s. „litlu Evrópu“, sem á kortinu hefur svipuð landamæri og keisaradæmi Karlamagnúss. Jr áttaskipti í þýzkri sögu urðu 1950, þegar Adenauer kanzlari veitti vestræn- um ríkjum stuðning til endurhervæðing- ar Þýzkalands. Hann ætlaði þessari end- urhervæðingu að verða skref í átt til alþjóðlegs, vesturevrópsks hers, hers Efnahagsbandalagsins, en sú ráðagerð brotnaði á andstöðu franska þingsins. Endurhervæðing Þýzkalands komst samt á 1954, innan ramma Atlantshafsbanda- lagsins. En 1953, í kosningum til annars sambandsþings, hafði C.D.U. unnið 243 sæti af 487. Kosningar til þriðja sam- bandsþings 1957 gáfu Adenauer hreinan meirihluta, 270 sæti af 487, en það var árangur, sem enginn þýzkur flokkur hafði hlotið í frjálsum kosningum áður. Framh. á bls. 12 Framkv.st].: Slgins Jónsson. Bitstjórar: Siguróur Bjarnason frá Vieur MatthíaS Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Gatðar Kristlnsson. Bitstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H,l, Arvakur. Beykjavlic. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.