Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Síða 4
HANNES JÓNSSON:
Breiðfirzki presturinn og bræðurnir þrír
„MT essvegna, bændur góðir, berið
þið vel á, því það er eins með grösin
og mennina, að þau hafa tilhneigingu
til að hefja sig upp úr skítnum", sagði
Ingimundur Guðmundsson búfræðing-
ur. Hann var Húnvetningur, sem
stríddi gegn straumnum, stiklaði fossa,
og hopaði hvergi.
Svona er íslendingseðlið. Menn eru
að lifa upp reynslu ættanna, eru fram-
hald þess sem var. Meðvitimdin er að
visu óljós, en þó örugg. Ef foreldrinu
tekst ekki að ná upp á tindinn, er
treyst á, að afkvæminu takist betur, nái
takmarkinu. En eðli ættanna er að
sækja sífellt á brattann, láta aldrei
undan síga, læra og þroskast.
En svo er forsjónin, hún er vitur.
„Syndir feðranna koma fram á böm-
unum í þriðja og fjórða lið“, sögðu Gyð-
ingar. í>að var og er vitur þjóð. Ef
foreldrið hefir gert einhverja vitleysu,
sem kölluð er synd, verður það að
skilja, að vitleysan er vitleysa. Og hvað
er þá viturlegra en láta reynsluna koma
fram á afkvæmunum, láta þau þjást
íyrir syndir feðranna, sem fylgjast með
ættinni og finna sárt trl þess að hafa
bakað afkomendunum böl. Við það
þroskast þeir og verða vitrir, en af-
kvæmið þroskast einnig við reynsluna.
Hún er góður skóli.
Z ón Bjarnason, sem var prestur
I Vogi við Breiðafjörð, hefir verið af-
komandi göfugrar ættar. Hann var kall-
aður „kerlingardraugur" í skóla, fyrir
einhverja vitleysu sem hann gerði. Séra
Jón mun hafa verið örsnauður í skóla
og var það alla ævi, og haldinn minni-
máttarkennd. Þó hann væri fluggáfaður
og ágætlega lærður, bar aldrei á hon-
um. Og aldrei ýtti hann frá sér, þó
traðkað væri á honum.
En séra Jón átti metnað fyrir börn
sín, þau áttu að hefja ættina til vegs
og virðingar. Sonum sínum þremur
kenndi hann undir skóla, og var við-
brugðið, hve vel undirbúnir þeir komu.
Og allir komust þeir ti'l háskólanáms
og fullra mennta. Og þótt Blín, dóttir
séra Jóns, væri lítt eða ekki skólageng-
in, var hún svo vel undirbúin heima,
að það var sótt um hana til að kenna
dætrum á höfðingjasetrum og auðmanna
heimilum í Dölum og Breiðafjarðareyj-
um.
„Magnús prestiur, Bjarni sonur og
Helgi minn“, sagði séra Jón um syni
sína. Hann hefir þekkt innræti og
hneigðir þeirra. Séra Magnús var skap-
aður fjármálamaður, lagði ofurkapp á
að verða auðugur og hefja sig þannig
upr úr fátækt og umkomuleysi.
Það ofurkapp líkaði séra Jóni ekki.
Bjarni frá Vogi var glæsimenni og allt
vel gefið, nema fjármálavit. Séra Jón
var stoltur af Bjama sem stjómmála-
manni, ræðuskörungi, rithöfundi og
skáldi. En vænst þótti séra Jóni um
Helga frá Vogi; hann var svo góður og
í rauninni alltaf elskulegt barn, þó
hann væri vel gáfaður og hámenntað-
ur.
E
n fátæktin i Vogi var mikil. Þó
ljónsungar yxu þar upp, var oft knappt
til matar og klæða. En aldrei var leit-
að til annarra eða ágengni sýnd. Séra
Jón varð að vera smali sjálfur og þoldi
það í auðmýkt eins og annað umkomu-
leysi. Eitt sinn ,er hann kom heim úr
smalamennsku, var Bjarni ferðbúinn,
vel klæddur, ætlaði í heimsókn að
Kvennabrekku. „Það er naumast að þú
ert stásslegur, sonur“, sagði séra Jón.
„Já, ég ætla að sýna höfðingjunum þar
efra, að smalinn í Vogi á myndarlega
syni“, svaraði Bjarni.
En þegar bændurnir þurftu að skrifa
skýrslu var leitað til séra Jóns. Eitt
sinn þurfti að skrifa skýrslu um hey-
birgðir. Gamli presturinn lá í rúmi
sínu vegna kuldans í hrörlegum bæjar-
húsunum, sem ekki var hægt að hita
upp. Presturinn bað þá að koma með
ritföngin til sín í rúmið, en þá var
blekið frosið, svo að hann varð að þíða
það milli rekkjuvoðanna.
mt að eru nær 60 ár síðan tveir
synir séra Jóns kenndu mér í Verzlun-
arskólanum. Ég var feiminn, heimskur
og illa undirbúinn. En Helgi frá Vogi
var svo góður, að feimnin fór úr mér
og ég var ekkert hræddur við hann.
Hann var hryggur þegar ég sagði vit-
leysur, sem oft var. Mér þykir innilega
vænt um hann enn, en ég man ekkert
eftir vitleysunum, sem ég sagði hjá
Helga.
En svo varð Helgi veikur um tíma;
hann var heilsuhrlaður og dó ungur, og
þá kenndi Bjarni frá Vogi okkur fyrir
Helga. Hann skammaði mig ekki fyrir
vitleysurnar, en napurt háðsglottið man
ég enn; það var ekki betra en hrísvönd-
ur. Og vitleysurnar man ég enn. Bjami
frá Vogi var kennari, sem vildi kenna
og gerði háar kröfur til skilnings. Bjarni
frá Vogi var glæsimenni svo af bar
að málsnilld, og málfegurð. Svo er sagt
um Sigurð Fáfnisbana, að hann talaði
í hendingum slétt mál og fagurt, svo
hverjum þótti það rétt, sem hann sagði.
Sama mátti segja um Bjarna frá Vogi;
Dalamönnum þótti það eitt rétt og satt,
sem hann sagði.
Skörungsskapur Bjarna frá Vogi kom
okkur vel í viðskiptunum við Dani.
Það hefði meira verið sveigt undan,
hefði Bjama ekki notið við. Framkoma
Bjarna frá Vogi var sú sama við smæl-
ingja og stórhöfðingja. Hann var í raun-
inni jafnaðarmaður og sjálfstæðismaður
um leið, eins og fjöldi íslendinga er.
En Bjarni gat ekki þolað heimsku.
„Þú ætlar líklega að verða fjár-
málaglópur eins og hann faðir þinn,
drengur minn“, sagði Bjarni við ungan
son sinn, um leið og hann rétti honum
tvær krónur fyrir forláta barnabyssu.
Þetta var í búðinni hjá mér. Bjarni
hafði ekki fjármálavit og vissi það vel.
Séra Magnús Bl. Jónsson frá Valla-
nesi hitti ég ekki fyrr en hann var
orðinn háaldraður. Ég var sendur með
skuldabréf, sem hann átti að borga.
Hann var þá farinn að heilsu og sagði
mér kurteislega, að sonur sinn sæi um
þetta fyrir sig. Séra Magnús var fallegt
gamalmenni, svipurinn góðmannlegur,
og hefir áreiðanlega ekki verið vondur
maður, þó auðsöfnun á langri ævi hafi
orðið honum hugðarmál. Menn, sem
fengu lán hjá honum, töluðu yfirleitt
hlýlega um hann í mín eyru, sögðu að
hann gengi ekki fast eftir skilum, ef
honum var sagt frá erfiðleikum. Þó er
enn talað iila um séra Magnús og það
af þeim, sem hvorki sáu hann né
reyndu.
O vona er viðhorf mitt og sjónar-
mið til feðganna frá Vogi við Breiða-
fjörð. Mér hafa alltaf funaizt örlög
þeirra hugstæð. Að vísu sá ég séra
Jón aldrei, en heyrði oft sagt frá hon-
um, oftast í nöprum tón. En háöldruð
breiðfirzk vinkona mín, greind og marg-
fróð, hefir sagt mér frá heimilinu í
Vogi, sem hún þekkti vel. Hún dáist
enr að glæsimennsku og málsnilld
Bjama frá VogL
mikill prestur. Síðast mun séra Jón
hafa verið á vegum Bjarna sonar síns,
þakkiátur öllum sem sýndu honum góð-
viid, alltaf sama hlédræga og hógværa
prúðmennið. Séra Jón þekkti vel eigin
smæð og fánýti jarðneskrar speki. Hann
befir verið vel undirbúinn undir nám
og þroska eilífðarinnar.
0
Séra Jón Bjarnason.
Lífsstarf sitt, prestsþjónustuna, mun
séra Jón ekki hafa stundað lakar en
aðrir stéttarbræður hans. En hann hafði
ekki löngun til að hreykja sér upp yfir
fjöldann eða blekkja sóknarbörnin með
málskrúði. Því þótti hann ekki tilkomu-
rlög feðganna frá Vogi eru einn
þáttur lífsins, hins „Guðdómlega gleði-
ieiks“, þar sem skiptast á hlátur og
gratur, gleði og sorg. Og allt er það
gert í ákveðnum tilgangi, til að kenna
ættinni og þroska hana. Forsjónin er
vitur og góður kennari. Það er sam-
eiginlegt við of mikinn auð og mikla
örbirgð, að einn þátturinn í skapgerð
mannsins ofþroskast, en aðrir eðlisþætt-
ir verða þá um leið vanþroska.
Séra Magnús Bl. Jónsson lagði ofur-
kapp á auðsöfnun. Þó hann væri vafa-
laust góður maður að upplagi, nutu
aðrir eðliaþættir hans, hið góða og
fagra, ekki þess þroska sem þeim bar.
Þetta verður hann að skilja, og af-
komendum hans verður falið að sann-
færa hann um það.
Bjarni frá Vogi lagði ofurkapp á
stjórnmálalegt vald. Hann vissi, að
mælska og málsnilld er öruggasta leið-
in til að ná valdi yfir öðrum, enda
var hann að upplagi skáld og dáði feg-
urð. En einnig hjá honum urðu aðrir
betri eðlisþættir vanþroska.
Það er hjá Helga frá Vogi einum,
grasafræðingnum góðkunna, sem hið
gullvæga meðalhóf er. Hann var allt-
af góður, iðkaði gæði, en sóttist ekki
eftir valdi. Hann hefir verið léttstígur
á eilífðarbrautinni, og blómin hafa bros-
að við honum.
Eilífðin er vafa'laust endalaust nám,
manninum fer sífellt fram við göfgandi
gæði og fegurð. Áður var talið að
æðsti unaður væri í sjöunda himni. En
geta himnarnir ekki eins verið sjötíu
sinnum sjö, eins og maður á oft að
fyrirgefa mótgerðir?
Guð er vitur og réttlátur, Kristur er
mildur og góður. Og einhverntíma
kemst óvinurinn í neðra að því, að
illskan er hreinasta vitleysa. En líklega
verður anzi langt þangað til.
Hér byrtist gömul Ijósmynd af færeyskum kútter, sem er að sigla heim frá
Grænlandsmiðum. Kútterarnir gömlu gátu verið fallegir undir seglum og
ekki sízt, ef þeir voru á fullu skriði.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS.
21, ágúst 1960